Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 29
HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur
í dag í fimm daga tónleikaferðalag til
Danmerkur. Kórinn syngur í fyrstu
á Lálandi þann 16. júní, en heldur
síðan til Kaupmannahafnar þar sem
hann heldur ferna tónleika, í St.
Pálskirkjunni 17. júní, í Tívolí og í
Glyptotekinu 18. júní og í Sorgenfri
kirkjunni í norðurhluta Kaupmanna-
hafnar þann 19. júní.
Tilgangur fararinnar er að sögn
Þorgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda
kórsins, margþættur. Fyrst og
fremst er þó lagt í ferðina til að
minnast þjóðlagasöngkonunnar
Engel (Göggu) Lund með minning-
artónleikum á heimaslóðum hennar.
Gagga fæddist í Reykjavík alda-
mótaárið 1900 og ólst þar upp til ell-
efu ára aldurs. Þá flutti fjölskylda
hennar til Nakskov á Lálandi og
munu tónleikar Hamrahlíðarkórsins
í ferðinni verða haldnir í kirkjunni
þar. Gagga var heimsþekkt söng-
kona og segir Þorgerður það við
hæfi, að Íslendingar og ekki síst ís-
lenskt tónlistarfólk, votti Göggu og
heimalandi hennar þakklæti fyrir
framlag hennar til kynningar á ís-
lenska þjóðlaginu, en hún gerði það
frægt með söng sínum víða um heim.
„Ísland átti jafnframt svo sterk ítök í
Göggu, að hún kaus að setjast hér að
eftir að hún lauk sínum alþjóðlega
ferli. Hún gerðist kennari við Tón-
listarskólann í Reykjavík auk þess
að veita einkakennslu, kenna radd-
þjálfun og framsögn.“ Þorgerður var
meðal þeirra mörgu ís-
lensku tónlistarmanna
sem nutu leiðsagnar
Göggu. „Ég hóf nám
hjá henni sem ungling-
ur og má segja að hún
hafi verið kennari minn
fram á hinsta dag, en
fimm ár eru liðin síðan
hún lést hér í Reykja-
vík. Hver stund með
þessari konu var ein-
stök, hún var ákaflega
sterkur persónuleiki
og hafði mikil áhrif á
umhverfi sitt. Það er
því ekki síst ósk mín, að
geta látið í ljós þakk-
læti fyrir þá hand-
leiðslu og þau áhrif, sem Engel Lund
hefur haft á mitt líf og það starf sem
ég hef unnið við öll þessi ár, ekki síst
við að kynna fyrir ungu fólki okkar
þjóðlagaarf og íslenska tónlist al-
mennt,“ segir Þorgerður.
Í ferðinni flytur kórinn efnisskrá
sem mótuð er með Göggu í huga.
Stór hluti efniskrárinnar saman-
stendur af íslenskum þjóðlögum sem
hún kynnti víða um heim og verða
þau flutt í útsetningu fyrir blandað-
an kór. „Auk þess munum við flytja
tónsmíðar sem á beinan eða óbeinan
hátt tengjast Göggu, eftir vini henn-
ar á Íslandi og fólk sem hún mat
mikils. Þar má nefna Pál Ísólfsson
og Jón Nordal, sem
báðir voru nánir vinir
hennar. Þá má nefna
yngri tónskáld, sem
voru beinir og óbeinir
nemendur hennar, s.s.
Þorkel Sigurbjörnsson,
Atla Heimi Sveinsson
og Gunnar Reyni
Sveinsson.“ Þáttur í
efnisskránni er kynn-
ing á íslenskum og er-
lendum verkum sem
samin eru við ljóð Hall-
dórs Laxness, en hann
var einn af vinum
Göggu á Íslandi. Þar er
m.a. að finna verk eftir
eitt helsta tónskáld
Dana á liðinni öld, Vagn Holmboe.
Þjóðhátíðargleði
Þorgerður segir að það verði ekki
síður ánægjulegur hluti ferðarinnar
að taka þátt í hátíðarhöldum Íslend-
inga í Kaupmannahöfn í tilefni af
þjóðhátíðardeginum 17. júní.
„Sendiherra Íslands í Danmörku,
Helgi Ágústsson, fór þess á leit við
okkur að við kæmum til Kaup-
mannahafnar og yrðum þar í
tengslum við þjóðhátíðardaginn. Úr
varð að við höldum helgistund með
íslenska prestinum í Kaupmanna-
höfn í St. Pálskirkjunni og munum
við flytja þar íslenska tónlist. Að því
búnu verður gengið í Jónshús þar
sem þjóðhátíðargleðin heldur
áfram,“ segir Þorgerður. Hún segir
kórinn hlakka mikið til að halda tón-
leika í Tívolí daginn eftir, en Peter
Bröste, sem veitt hefur Íslendingum
Bjartsýnisverðlaun Bröstes síðast-
liðin 20 ár, stendur fyrir þeim tón-
leikum. Kórinn syngur um kvöldið í
Glyptotekinu í boði danska útvarps-
ins og býður íslenski sendiherrann
gestum til tónleikanna í tilefni af
þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Loka-
tónleikar Hamrahlíðarkórsins í ferð-
inni fara síðan fram í Sorgenfri
kirkjunni í Kaupmannahöfn. Í þess-
ari kirkju er góður hljómburður og
er hún mikið notuð til tónleikahalds
og fyrir upptökur. Það er okkur mik-
ill heiður að koma fram meðal þeirra
fjölbreyttu og alþjóðlegu tónlistar-
manna, sem þar koma fram í sum-
ar,“ segir Þorgerður. „Vonandi
náum við að halda íslenska fánanum
hátt á lofti í þessari ferð. Unga fólkið
sem syngur í kórnum hefur lagt mik-
ið á sig til að svo megi verða, enda
hafa annir verið miklar hjá þeim
undanfarið. Ég er ekki síst þakklát
kórnum fyrir að leggja svo mikið á
sig til að hugmyndin um minning-
artónleika, sem hefur blundað í mér
lengi, geti orðið að veruleika nú um
helgina.“
Hamrahlíðarkórinn heldur í fimm daga tónleikaferð um Danmörku
Minnast Göggu Lund á
heimaslóðum hennar
Hamrahlíðarkórinn ásamt stjórnanda sínum, Þorgerði Ingólfsdóttur. Fyrir dyrum standa fimm tónleikar í Danmörku.
Engel (Gagga) Lund
Morgunblaðið/Jim Smart
Í NÝLISTASAFNINU við
Vatnsstíg stendur yfir dag-
skrá um þessar mundir sem
ber heitið Pólýfónía. Þar
verður lögð áhersla á að
kanna mörkin og markaleysið
á milli tónlistar og myndlist-
ar.
Í kvöld, föstudagskvöld, kl.
20, kemur fram Paul Lydon,
IVCP (Haraldur Karlsson og
Marteinn Bjarnar Þórðarson)
– Taktur sólkerfisins.
Pólýfónía
í Nýló
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Afmælissýning Braga Ás-
geirssonar hefur verið fram-
lengd til miðvikudagsins 20.
júní.
Gallerí Fold er opið dag-
lega frá kl. 10–18, laugardag
kl. 10–17, en lokað er á
þjóðhátíðardaginn.
Sýning
framlengd
ÞRJÁR myndlistarkonur opna
sýningu í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki á morgun, laugardag,
kl. 16.
Sýninguna nefna þær Þrjár
stöllur og eru verkin flest unn-
in á síðasta ári og þessu, verk
unnin í leir, olíu á striga,
hveraleirlit, vatnslit, gifs,
blýant og pappír. Stöllurnar
eru Anna S. Hróðmarsdóttir,
Bryndís Siemsen og Dósla –
Hjördís Bergsdóttir. Allar hafa
þær stundað myndlistanám og
lokið prófum frá myndlista-
skólum, tvær frá MHÍ og ein
frá Myndlistaskóla Akureyrar.
Þær eiga að baki bæði
einkasýningar og samsýning-
ar.
Sýningin er opin alla daga
vikunnar frá kl. 14–18 og
stendur til 24. júní.
Þrjár stöllur
í Safnhúsinu
ÓSKAR Guðjónsson saxófón-
leikari og Eyþór Gunnarsson
píanóleikari leika saman nokk-
ur af ástsælustu lögum Jóns
Múla Árnasonar í Japis á
Laugavegi 13 á morgun, laug-
ardag, kl. 14.
Lög Jóns
Múla í Japis