Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 27 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur ákveðið að umdeildum sprengjuæfingum bandaríska sjó- hersins á eyjunni Vieques í Puerto Rico verði hætt eftir tvö ár. Ari Fleischer, talsmaður forsetans, staðfesti þetta í gær og sagði að bandaríska varnarmálaráðuneytið hygðist skipa nefnd sem ætti að finna annan stað þar sem Bandaríkjaher gæti æft sprengjuárásir. Bandaríski sjóherinn hefur notað æfingasvæði sitt á Vieques í sex ára- tugi og alltaf sagt að sprengjuæfing- arnar þar séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. And- stæðingar æfinganna segja að íbúum eyjunnar, sem eru um 9.100, stafi hætta af sprengjunum en herinn hef- ur neitað því. Bandaríski sjóherinn á tvo þriðju hluta Vieques og sprengjuæfinga- svæðið nær yfir 360 hektara, eða tæp 3% eyjunnar. Gervisprengjur hafa verið notaðar frá árinu 1999 þegar tvær sprengjur féllu utan æfinga- svæðisins og urðu öryggisverði að bana. Fyrr á árinu voru lögreglumenn sendir á æfingasvæðið til að fjarlægja um 180 manns, þeirra á meðal þing- menn og biskupa, sem höfðu dvalið þar í tjöldum til að hindra æfingarnar. Búist er við að íhaldsmenn á banda- ríska þinginu leggist gegn því að æf- ingunum verði hætt. Puerto Rico Umdeildum heræfing- um hætt Brussel. AP. RÍKISSTJÓRN Júgóslavíu sam- þykkti í gær lagafrumvarp, sem get- ur leitt til þess, að Slobodan Milose- vic, fyrrverandi forseti, verði framseldur og leiddur fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, sagði, að þótt lagafrumvarpið kvæði á um samvinnu við stríðs- glæpadómstólinn, þá heimilaði það ekki sjálfkrafa, að menn, sem hann hefði ákært, yrðu framseldir til Hol- lands. Frumvarpið, sem þingið á eftir að samþykkja, væri þó „mikilvægt skref“ í átt til náinnar samvinnu. Milosevic, sem er nú í fangelsi ákærður um spillingu og valdníðslu, og fjórir fyrrverandi samstarfsmenn hans hafa verið ákærðir og eru sak- aðir um stríðsglæpi í herferðinni gegn Albönum í Kosovo 1998 til 1999. Greitt fyrir framsali Milosevic Belgrad. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.