Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12:30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, prédik- un og mikið fjör. KEFAS. Breyttur samkomutími. Samkoma kl. 19:30 í kvöld. Ræðu- maður Björg R. Pálsdóttir. Mikill söngur og guðs blessun. Allir vel- komnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður frá Maranatha. (Maranatha er hópur fólks sem ferðast um heiminn og vinnur end- urgjaldslaust í þágu þeirra safnaða sem þau heimsækja). Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur frá Maranatha. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Fermingar um helgina Sleðbrjótskirkja: Messa laugardag- inn 16. júní kl. 11. Prestur sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Rosmary Hewlett. Fermd verður Kolbrún Tinna Guttormsdóttir, Fögruhlíð. Mjóafjarðarkirkja: Messa laugar- dag, 16. júní, kl. 14. Prestur sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Kristján Gissurarson. Fermd verð- ur Aðalheiður Elfrid Heiðarsdóttir. Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarmessa sunnudag kl. 14. Prestur sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Rosmary Hewlett. Fermdar verða: Elín Adda Steinarsdóttir, Hallfreð- arstöðum, og Árný Birna Árnadótt- ir, Straumi. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. Vesturhópshólakirkja. Fermingar- messa. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Fermdar verða Elín Ósk Björnsdóttir, Neðri-Þverá, og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, Þorfinnsstöðum. Barðskirkja í Fljótum. Hátíðar- messa laugardaginn 16. júní kl. 13. Fermd verður Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir, Helgustöðum, Fljótum. Bjarnarhafnarkirkja. Ferming sunnudag kl. 16. Fermdur verður Kristján Hildibrandarson, Bjarnar- höfn. Valþjófsstaðarkirkja. Fermingar- messa 17. júní kl. 11. Fermd verður Helga Eyjólfsdóttir frá Melum í Fljótsdal. Hafnarfjarðarkirkja. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐINU hefur borist til birtingareftirfarandi yfirlýsing frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: „Í viðtali Morgunblaðsins við félagsmálaráðherra 13. júní um rekstrarvanda Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins koma fram upplýsingar um rekstur stofnunar- innar, sem eru til þess fallnar að valda misskilningi hjá þeim, sem ekki þekkja til. Því er rétt að gera grein fyrir fáeinum staðreyndum í málinu. 1. Rekstraráætlanir stöðvarinnar gera ekki ráð fyrir að stofnunin eyði 14,5 milljónum króna meira í ár en í fyrra, líkt og kemur fram í viðtalinu. Rekstraráætlun gerir í meginatriðum ráð fyrir óbreyttum rekstri. Væntanlegur halli stöðvar- innar á þessu ári er um 4,5 millj- ónir, verði ekki dregið úr starfsem- inni. Þetta er sama upphæð og á síðasta ári eftir að tekið hefur verið tillit til aukafjárveitinga frá félags- málaráðuneyti og aukinna sértekna. 2. Greiðslur vegna ferða erlendis námu 2,2 milljónum á síðasta ári. Um er að ræða kostnað vegna sí- menntunar sérfræðinga, sem er að miklu leyti bundinn kjarasamning- um, sbr. kjarasamninga sjúkrahús- lækna. Einnig voru erlendar ráð- stefnur sóttar, þar sem sérfræðingar stöðvarinnar kynntu niðurstöður rannsókna sinna. For- ráðamenn stöðvarinnar urðu að hafna mörgum umsóknum starfs- manna um þátttöku í erlendum námskeiðum og ráðstefnum. 3. Risna stofnunarinnar á síðasta ári nam um 130 þúsundum króna og var með vitund og samþykki ráðuneytis. Hún fólst í stuðningi stöðvarinnar við árshátíð og vorferð starfsfólks. 4. Aðkeypt sérfræðiþjónusta er að verulegu leyti kostnaður vegna beinnar þjónustu við skjólstæðinga. Sem dæmi má nefna aðkeypta þjónustu talmeinafræðinga, þar sem ekki hefur í tvö ár tekist að ráða talmeinafræðing til stöðvar- innar vegna launamismunar. Nið- urskurður slíkrar þjónustu kæmi beint niður á skjólstæðingum stöðv- arinnar. 5. Læknar eru sérstaklega til- teknir í viðtali við ráðherra. Læknar stöðvarinnar njóta sam- bærilegra kjara og sérfræðingar annars staðar í heilbrigðiskerfi og þiggja laun samkvæmt miðlægum samningum læknafélaganna. Áhyggjur forráðamanna Greining- arstöðvar vegna launaþróunar bein- ist að öðrum stéttum en þeim. 6. Þótt ekki sé um að ræða vaktavinnu á Greiningarstöð eins og á sjúkrahúsum, koma upp tilvik vegna álags þar sem full þörf er á yfirvinnu. Fjárhagsstaða stöðvar- innar leyfir ekki slíkt nema að litlu leyti. 7. Sérfræðingar Greiningarstöðv- ar fá að sjálfsögðu laun samkvæmt gildandi samningum. Í framhaldi af miðlægum samningum stéttar- félaga við ríkið verða gerðir stofn- anasamningar við flest stéttarfélög. Við gerð þeirra fer ekki hjá því að starfsfólk líti til hærra launaðra starfa annars staðar, ekki aðeins hjá ríkinu, heldur einnig hjá sveit- arfélögum og sjálfstæðum stofnun- um, sem eru að miklu leyti reknar fyrir opinbert fé. Ekki er hægt að koma til móts við auknar launakröf- ur nema til komi aukið fjármagn. Félagsmálaráðherra og ráðuneyti hans hafa sýnt þörfum Greining- arstöðvar mikinn skilning á liðnum árum og vonandi að svo verði áfram þar sem þörfin eykst í sífellu og verkefnum fjölgar. Greiningarstöð- in skammtar sér ekki verkefni sjálf, heldur sinnir fötluðum börnum og ungmennum, sem er vísað þangað til greiningar. Rekstrarhalli stofn- unarinnar stafar af því að fjárveit- ingar hafa ekki nægt til að mæta þessari þörf.“ Yfirlýsing frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vegna viðtals Rekstraráætlun gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Íslands 2. júní síðastliðinn voru brautskráðir 22 vélstjórar og vélfræðingar. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Sjómannaskólans að viðstöddum fjölmörgum gestum. Sex voru brautskráðir með 1. stig, tveir með 2. stig og fjórtán með 4. stig, sem er grunnurinn undir mestu starfsréttindi, og er það 208 eininga nám. Einnig hafa þrettán útskrifast á önninni með vélgæslumannaréttindi. Á þessari vorönn hafa fimm stúlkur stundað nám við skólann og er það mesti fjöldi sem hefur verið við nám samtímis í Vél- skóla Íslands. Tvær útskrifuðust að þessu sinni með 1. stig. Að lokinni útskriftarathöfn fengu eftirtaldir 4. stigs út- skriftarnemar verðlaun: Ástmar Sigurjónsson fyrir góðan náms- árangur í raungreinum, ensku og íslensku. Jón Haraldsson fyr- ir mikið námsálag og almennt góðan námsárangur. Sigurþór Þórsson hlaut sérstök verðlaun sem gefin eru af LÍÚ fyrir best- an námsárangur í samanlögðum vélfræðigreinum, einnig hlaut hann sérstök verðlaun frá Olíu- félaginu ESSO fyrir bestan námsárangur í samanlögðum rafmagnsfræðigreinum. Auk þess hlaut Sigurþór verðlaun fyrir góðan námsárangur í vél- smíði og dönsku. Sigþór Hjart- arson hlut verðlaun fyrir góðan námsárangur í rafeindatækni. Vernharður Jósefsson hlaut verðlaun fyrir góðan náms- árangur í iðntölvufræðum. Vél- stjórafélag Íslands veitti Krist- jáni Reykdal sérstaka viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum. Margir árgangar eða fulltrúar árganga mættu við skólaslitin og má þar nefna 10 ára, 25 ára, 40 ára og 50 ára útskrift- arnema. Kveðja barst frá 30 ára útskriftarnemum en þeir héldu á útskriftardaginn í skemmtisigl- ingu um Miðjarðarhafið. Tíu ára útskriftarnemar færðu skólanum að gjöf íhluti í eimkerfi svo sem gufugildrur og fleira, hlutir sem koma sér mjög vel í kennslunni. Guðmundur Hagalín Guðmunds- son flutti kveðju fyrir hönd 25 ára útskriftarnema, óskaði nýút- skrifuðum vélstjórum velfarn- aðar og færði skólanum kveðjur og þakkir. Fyrir hönd fjörutíu ára útskriftarnema talaði Gunn- ar Guttormsson, minntist skóla- áranna og flutti heillaóskir til útskriftarnema. Fyrir hönd síns árgangs færði hann skólanum að gjöf mjög vandaðan skjá- varpa sem er mikill fengur fyrir skólann á þessum tímum tölvu- væðingar. Meðal gesta var fyrrverandi skólameistari, Andrés Guð- jónsson, og kona hans, Ellen Guðjónsson. Þorsteinn Jónsson vélfræðikennari, sem starfað hefur við skólann síðan 1977 og lætur nú af störfum vegna ald- urs, var kvaddur við skólaslita- athöfnina. Auk kennslunnar hef- ur Þorsteinn unnið að ýmsum nýjungum í vélfræðikennslunni og aðlögun að alþjóðakröfum. Í ræðu sinni minntist skólameist- ari, Björgvin Þór Jóhannsson, 100 ára afmælis Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi skóla- meistara Vélskólans, en vél- stjóramenntunin og tækni- menntun á Íslandi á honum mikið að þakka, segir í frétt frá skólanum. Gunnar fæddist 12. febrúar 1901 og lést 24. sept- ember 1987. Skólameistari sagði að kenn- araverkfallið hefði haft í för með sér ýmis óþægindi fyrir nemendur og skólastarfið í heild, sem meðal annars hefði leitt af sér óvenju hátt brottfall nemenda frá námi og stuðlað að fækkun í skólanum. Enn fremur gat hann þess að stöðugar fram- farir væru í verklegri kennslu og unnið að endurnýjun á kennslutækjakosti. Hann þakk- aði þeim fjölmörgu sem studdu skólann á liðnu skólaári með tækjabúnaði eða á annan hátt. Útskriftarnemar 4. stigs að lokinni útskriftarathöfn í Hátíðarsal skólans. Tuttugu og tveir vélstjórar braut- skráðir frá Vélskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.