Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VEÐUR hefur verið bjart og fallegt í Reykjavík og á suðvesturhorni lands- ins undanfarna daga og hefur mannlífið í miðbænum verið líflegt eftir því. Meðal þeirra sem nutu veðurblíðunnar í Reykjavík í gær voru börn á leikja- námskeiði Neskirkju sem sjást hér á leið yfir Tjörnina. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Á leið yfir Reykjavíkurtjörn TVEIR Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni en þeir voru handteknir á sunnudaginn var eftir að 200 kíló af hassi fundust í bifreið þeirra. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa mennirnir verið búsettir um nokkra hríð á Spáni. Annar þeirra er 40 ára en hinn 45 ára. Mennirnir eru tald- ir hafa ætlað að dreifa hassinu á Costa Brava, sem er fjölsóttur ferðamannastaður skammt frá Barce- lona. Í fréttaskeyti frá Europa Press segir að hassið hafi verið falið í skókössum í bifreið mannanna sem þeir höfðu tekið á leigu. Við nánari leit lögreglu í bílnum fundust jafnframt tæki og tól til að pakka hassinu í söluumbúðir. Hassið var ýmist í kúlum eða töflum og af mismunandi stærðum og gerðum. Þegar mennirnir voru handteknir hafði lögregla fylgst með ferðum þeirra um nokkra hríð en upp- lýsingar um atferli þeirra höfðu borist frá ótil- greindum aðilum á Costa Brava-svæðinu. Menn- irnir munu einnig tengjast fíkniefnasölu í Frakklandi og í Malaga á Spáni. Lögregla telur að mennirnir tveir hafi oft ferðast landleiðina til Suð- ur-Spánar og Norður-Afríku til að útvega fíkniefni. Um síðustu helgi bárust fregnir um að þeir væru væntanlegir úr slíkri ferð. Vegatálmar voru þá settir á vegi sem liggja til Costa Brava. Klukkan fjögur á sunnudagsmorgun voru mennirnir stöðv- aðir af 12 þjóðvarðliðum og handteknir. Þeir eru nú í haldi lögreglunnar í Granollers. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýs- ingar í gær að að ráðuneytið hefði haft spurnir af málinu í gærmorgun. Verið væri að afla gagna en málavextir væru ekki að fullu ljósir. Íslendingar handteknir á Spáni með 200 kíló af hassi MIKIÐ tjón hefur orðið á nýrri vatnsleiðslu sem liggur milli lands og Vestmannaeyja. Kom þetta í ljós í gær við venjubundið eftirlit á ljósleiðaranum sem ligg- ur milli lands og Vest- mannaeyja, en við eftir- litið er notaður ómannaður fjarstýrður kafbátur með mynd- bandsupptökuvél. Þá sást að gríðarleg hönk af snurvoðartógi var föst í leiðslunni á um 40 metra dýpi á svæðinu sem ligg- ur mitt á milli Elliðaeyj- ar og Faxaskers, en á því svæði var talið að leiðslan væri á kafi í sandi. Að sögn Stefáns Martin, eiganda Djúpmynda sem sér um eftirlitið, er ljóst að snurvoðartógið hefur rekið með straumi og fest í vatns- leiðslunni og er margvafið um hana. Síðan hefur hönkina, sem er hundruð kílóa að þyngd, rekið hvað eftir annað yfir leiðsluna með straumnum og nuddað hana þannig að hún er stórskemmd á um hundr- að metra kafla og á um eins metra kafla er tógið nánast komið í gegn- um leiðsluna. Snurvoðartóg er gríðarlega þungt og sterkt tóg með vírmanillu, því veldur það svo mikl- um skemmdum sem raun ber vitni. Friðrik Friðriksson, veitustjóri í Vestmanna- eyjum, segir að hér sé um mjög alvarlegan hlut að ræða, en trúlega sé áðstæðan slæm um- gengni, eða vanhirða á veiðarfærum sem slitnað hafa frá veiðiskipum. Því miður séu dæmi um slæma umgengni til sjós og segir hann veiðarfæri oft hafa fest í strengjum milli lands og Vest- mannaeyja þrátt fyrir að svæðið þar sem leiðslur og strengir liggja sé lokað fyrir veið- um báta. Friðrik segir að á þessari stundu sé ekki hægt að meta tjónið til fulls, en ljóst sé að það skipti milljónum ef ekki tugum milljóna. Að sögn Friðriks er engin hætta á vatnsleysi eins og er enda séu tvær vatnsleiðslur á milli lands og Vestmannaeyja. Stórtjón á vatnsleiðslu milli lands og Eyja Vestmannaeyjar. Morgunblaðið Morgunblaðið/Sigurgeir Á myndinni, sem tekin er neðansjávar, sést hvernig snurvoðartógið vafðist utan um vatnsleiðsluna. VERKFALL 44 þroskaþjálfa hjá sjálfseignarstofnunum hófst á miðnætti. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á þjónustu við á annað hundrað íbúa og þjónustuþega á sambýlum og vinnustöðum fatlaðra. Hefur það m.a. í för með sér að dagþjónusta fyrir fatlaða á nokkrum stofnunum Styrktar- félags vangefinna fellur niður sem og skerta þjónustu á sam- býlum og vinnustöðum fatl- aðra. Árangurslausir sáttafundir Haldnir voru fimm árang- urslausir sáttafundir hjá ríkis- sáttasemjara í allan gærdag, skv. upplýsingum Þóris Ein- arssonar ríkissáttasemjara. Samninganefndir Þroska- þjálfafélagsins og Reykjavík- urborgar komu saman síðdegs í gær en sl. þriðjudag lögðu þroskaþjálfar tilboð fyrir samninganefnd borgarinnar. Ekkert þokaðist þó í viðræðun- um í gær frekar en á öðrum sáttafundum sem haldnir voru, að sögn Guðnýjar Stefánsdótt- ur, talsmanns Þroskaþjálfa- félagsins, og er deilan í hnút. Boðað er til næstu sáttafunda í deilu þroskaþjálfa og launa- nefndar sveitarfélaga annars vegar og við Reykjavíkurborg hins vegar á mánudag. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu þroskaþjálfa á sjálfseignarstofnunum, sem nú eru komnir í verkfall eða í deilu Þroskaþjálfafélagsins og ríkis- ins, en boðað verkfall þroska- þjálfa hjá ríkinu hefst að óbreyttu 28. júní. Fundir í kjaradeilu þroskaþjálfa Verkfall á sjálfseign- arstofnun- um skollið á JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,3 á Richterkvarða varð við suðvesturhorn Kleifarvatns, nálægt Krísuvík, klukkan að verða átta í gærkvöldi. Fáeinir minni skjálftar hafa siglt í kjöl- farið. Að sögn Ragnars Stef- ánssonar jarðskjálftafræðings eru skjálftar af þessari stærð tiltölulega algengir á þessum slóðum, þegar til lengri tíma er litið. Jarðskjálfti við Kleif- arvatnEKIÐ var á dreng á mótum Hverf- isgötu og Barónsstígs í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hjólaði drengurinn, sem er tíu ára, á milli tveggja kyrrstæðra bíla og í veg fyr- ir fólksbíl. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús og segir vakthafandi læknir á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss drenginn vera höf- uðkúpubrotinn en þó ekki í lífshættu. Hann hefur nú verið fluttur á barna- deild og er gert ráð fyrir að hann nái sér að fullu. Drengur höf- uðkúpubrotinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.