Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 20

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐISSTOFNUN Suður- nesja hefur samið við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um árang- ursstjórnun. Jafnframt hefur stofn- unin fengið viðbótarfjármagn, lið- lega 80 milljónir kr., til rekstrarins í ár og til að standa undir rekstrar- halla síðustu ára. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins í fyrradag. Er þetta fjórtándi samn- ingur ráðuneytisins um árangurs- stjórnun heilbrigðisstofnana. Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir að með samningn- um sé gengið frá því hvaða verkefni stofnunin eigi að sinna á sviði heilsu- gæslu og sjúkrahúsrekstrar. Hann feli í raun í sér staðfestingu á þeirri þjónustu sem þar hafi verið þróuð á undanförnum árum. Líkt og í fyrri samningum um ár- angursstjórnun er kveðið á um gagn- kvæmar skyldur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og stofnunarinnar er lúta að starfssviði, verkefnum, rekstrarumfangi, söfnun upplýsinga, samskiptum, áætlana- gerð og mati á árangri. Með gerð áætlana sem samningurinn kveður á um er mótuð stefna um þjónustu og rekstur til næstu ára. Sýna skal fram á árangur af starfseminni í árs- skýrslu með samanburði við sett markmið, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Losna við skuldahalann Samhliða samningi um árangurs- stjórnun var undirritað samkomulag um lausn á fjárhagsvanda Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja. Samkvæmt því fær stofnunin viðbótarframlag vegna rekstrar þessa árs, auk fram- lags vegna rekstarhalla síðasta árs, samtals 81,3 milljónir króna. Í samn- ingnum er kveðið á um ýmsar ráð- stafanir til að styrkja fjármála- stjórnun stofnunarinnar og til að tryggja að reksturinn verði innan fjárheimilda á árinu 2001 og þjón- ustan í samræmi við markmið samn- ings um árangursstjórnun. Jóhann segir að viðbótarframlagið sé heldur lægra en stofnunin hafi farið fram á en hann telur eigi að síð- ur að það muni duga. Hann segir að það muni gjörbreyta starfsaðstöð- unni að losna við skuldahalann. Ekki er gert ráð fyrir viðbótar- fjármagni vegna þeirrar viðbótar sem felst í D-álmu sjúkrahússins sem nú er verið að byggja. Jóhann segir að samningar kveði á um að önnur hæðin verði tekin í notkun um mitt næsta ár og fjármögnun vegna aukinnar starfsemi komi því inn á fjárlög ríkisins fyrir næsta ár. Árangursstjórnun á sjúkrahúsinu Fá 80 milljónir króna í viðbót Reykjanesbær FULLTRÚAR úr bæjarstjórn Sand- gerðis og bæjarstjóri létu hendur standa fram úr ermum, í bók- staflegri merkingu, þegar þeir unnu við að einangra loftið í nýjum sal sem verið er að útbúa í Fræða- setrinu. Náttúrustofa Reykjaness fær inni húsi Fræðasetursins að framkvæmdum loknum. Vinnan hefur dregist nokkuð og þess vegna gengu bæjarfulltrúar sjálfir í verk- ið, í sjálfboðavinnu. Gekk þetta vel hjá þeim enda eru smiðir í bæj- arstjórninni, byggingatæknifræð- ingur, rafvirki og húsmæður. Hóp- urinn stillti sér upp til myndatöku áður en þeir tóku til við að gæða sér á kaffi og pönnukökum í tilefni af afmæli eins bæjarfulltrúans. Létu hend- ur standa fram úr ermum Sandgerði BÆJARSTJÓRN Grindavíkur út- hlutaði lóðum eða byggingaleyfum fyrir um 25 íbúðum á fundi sínum í vikunni. Telur bæjarstjórinn að það sé með því mesta sem gert hafi verið á einum fundi. Að tillögu skipulags- og bygginga- nefndar úthlutaði bæjarstjórn 8 lóð- um fyrir um 10 íbúðir og 14 bygg- ingaleyfum fyrir tæplega 20 íbúðum. Að hluta til er um sömu framkvæmd- ir að ræða en Einar Njálsson bæj- arstjóri telur að leyfin séu fyrir lið- lega 25 íbúðum alls. Flestar íbúðirnar eru í nýja hverfinu norðan Kúadals. Veitt leyfi fyrir 25 íbúðum Grindavík Samið á Heilbrigð- isstofnun Reykjanesbær SAMNINGANEFNDIR Starfs- mannafélags Suðurnesja og ríkisins hafa skrifað undir nýjan kjarasamn- ing fyrir starfsmenn innan félagsins sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Boðuðu verkfalli sem hefj- ast átti aðfaranótt næstkomandi mánudags hefur verið aflýst. Starfsmannafélag Suðurnesja semur fyrir 40 starfsmenn á heil- brigðisstofnuninni og tvo í fjöl- brautaskólanum, meðal annars læknaritara, móttökuritara og skrif- stofufólk. Ragnar Örn Pétursson, formaður félagsins, segir að tekist hafi að lækka lægstu laun og lagfæra kjör þess hluta starfsfólksins sem verið hafi á lægri launum en sambærilegir hópar. Samningurinn gildir frá 1. júní sl. til nóvember 2004 og þótt áhrif samningsins hafi ekki verið að fullu metin áætlar Ragnar Örn að launahækkanir á samningstímanum samsvari um 30%. Samningurinn verður kynntur á fundi næstkomandi þriðjudagskvöld og síðan borinn undir atkvæði. BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur hafnað boði Jóns G. Gunnlaugssonar um að kaupa fasteignir og rekstur Sæfiskasafnsins í Höfnum. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að þótt erindi Jóns hafi verið hafnað sé áhugi á því að finna leiðir til að koma til móts við hann. Safnið sé mik- ilvægt fyrir ferðaþjónustuna, þangað komi 30-40 þúsund gestir á ári. Því verði gengið til viðræðna um málið og ef eigandinn vilji þá verði reynt að finna samstarfsaðila úr röðum hags- munaaðila til að mynda rekstrar- eða eignarhaldsfélag um Sæfiskasafnið. Hafna kaupum á Sæfiskasafni HafnirUNGLINGAR úr vinnuskóla Reykjanesbæjar taka víða til hend- inni í bænum þessa dagana, ekki síst við að snyrta og fegra umhverf- ið. Þau fá til dæmis verkefni við að mála hús og slá gras. Vinnuskólinn er fyrir nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar. Þá eru haldin námskeið fyrir nemendur sjöunda bekkjar. Þessir knáu vinnu- skólapiltar voru á dögunum að mála staura sem notaðir eru til að afmarka bílastæði við Duus-húsin í Keflavík og að því loknu áttu þeir að fara upp á Berg í sömu erinda- gjörðum.Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vinnuskól- inn snyrtir og fegrar Reykjanesbær FRAMKVÆMDASTJÓRI SBK hf. segir að ekki séu rekstrarleg- ar forsendur til að fjölga ferðum í Garð. Hann tekur fram að fyr- irtækið aki þangað tvisvar á dag á virkum dögum og einu sinni um helgar. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur óskað eftir því við Vega- gerðina, að SBK verði svipt sér- leyfi til farþegaflutninga til og frá Garði. Telur hreppsnefndin að fyrirtækið sinni ekki skyldu sinni til aksturs samkvæmt sér- leyfi. Aka samkvæmt sérleyfi Einar Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri SBK, segir að SBK hf. hafi samið við Gerða- hrepp og Sandgerðisbæ um að sveitarfélögin styrktu áætlunar- ferðir til staðanna. Eftir ár hafi Gerðahreppur sagt samningnum upp, hætt að styrkja ferðirnar, en viljað eftir sem áður halda uppi óbreyttum samgöngum. Einar segir að það hafi ekki ver- ið hægt. Þessar ferðir hafi ekki staðið undir sér, hafi raunar ekki gert það í áratugi og því hafi SBK og eigendur fyrirtæk- isins verið að greiða niður þjón- ustu við íbúa Gerðahrepps. Þess vegna hafi verið nauðsynlegt að fækka ferðum í Garð, þegar hreppsnefndin hætti að greiða fyrir aukna þjónustu. Gerðahreppur hefur vísað til sérleyfis SBK frá 1996, þar sem gert var ráð fyrir fleiri ferðum. Einar segir að hreppsnefndin virðist föst í gamla tímanum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fyrirtæki aki eftir sérleyfi sem ekki séu rekstrarlegar for- sendur fyrir og það hafi Vega- gerðin staðfest. Þá hafi sérleyf- inu verið breytt á síðasta ári og nú aki SBK til Garðs eftir því sérleyfi sem í gildi er. SBK vill ekki sleppa sérleyf- inu til Garðs að svo stöddu. Ein- ar segir að nú standi yfir endur- skoðun á áætlunarsamgöngum á landsbyggðinni og breytingarn- ar nái til Suðurnesja eins og annarra héraða landsins. Þjón- ustuþörf við hvern einstakan stað verði metin, meðal annars Garðinn og vonandi fylgi aukið fé, því ljóst sé að einhver þurfi að greiða fyrir aukna þjónustu. SBK ekur tvisvar á dag í Garðinn Ekki forsendur fyrir aukinni þjónustu Garður ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leggja 15 milljónir kr. í lagfæringar á húsinu við Duusgötu 10 til að þar verði hægt að koma upp bátasafni Gríms Karlssonar. Reykjanesbær hefur með aðstoð Alþingis eignast bátasafnið. Það verð- ur sett upp í gömlum fiskvinnsluhús- um sem tengjast Duus-húsunum. Al- þingi hefur veitt nokkra fjármuni til safnsins og framlag Reykjanesbæjar á að duga til að hægt verði að koma safninu þar fyrir. 15 milljónir í Duus-húsin Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.