Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármála- ráðherra Bretlands, lét í gær í ljósi áhuga á leið- togastöðunni í Íhalds- flokknum, en kvaðst ekki hafa tekið ákvörð- un um framboð. Íhaldsmenn með metnað í leiðtogahlut- verkið eru fyrir löngu byrjaðir að þreifa fyrir sér um stuðning, enda kom afsögn Williams Hagues í kjölfar fyr- irsjáanlegs ósigurs í þingkosningunum eng- um á óvart. Slagurinn hófst svo fyrir alvöru á miðvikudagsmorgun, þegar Michael Portillo, talsmaður flokksins í ríkisfjármálum, varð fyrstur til að tilkynna um framboð sitt. Á mið- vikudagskvöld staðfesti síðan Iain Duncan Smith, skuggaráðherra varnarmála, í viðtali við Channel 4 að hann væri að íhuga framboð. Það hefur talsmaður flokks- ins í innanríkismálum, Ann Widdecombe, einnig gert, en The Daily Telegraph segir í gær að henni virðist ekki hafa tekist að afla sér nægilegs stuðnings. Efasemdir um að Evrópusinni geti leitt efahyggjuflokk Fjórði maðurinn sem helst hefur verið orðaður við leiðtogaembættið er Kenneth Clarke. Vitað var að hann íhugaði framboð, en þar til í gær hafði hann verið fámáll þar um við fjöl- miðla. „Ég hef áhuga á að leiða Íhaldsflokkinn og hef ekki gefið upp á bátinn það takmark mitt að verða ein- hverntíma forsætisráðherra,“ sagði hann í viðtali við ITN-sjónvarpsstöð- ina í gærmorgun. Clarke bætti því hins vegar við að hann þyrfti að meta hvort það væri mögulegt fyrir flokk, sem hefði svo miklar efasemdir um Evrópusamstarfið, að hafa eindreg- inn Evrópusinna sem formann. Kvaðst hann ekki myndu gera upp hug sinn fyrr en eftir um það bil tíu daga og stuðningsmenn hans bentu á að framboðsfrestur rynni ekki út fyrr en eftir um tvær vikur. Clarke er sextugur að aldri og hef- ur átt sæti á þingi fyrir kjördæmið Rushcliffe frá 1970. Hann hefur gegnt ýmsum ráðherraembættum og trúnaðarstöðum fyrir Íhaldsflokkinn, þar á meðal embætti fjármálaráð- herra frá 1993 til 1997. Hann hefur um langt skeið verið einn helsti tals- maður Evrópusamstarfsins innan flokksins. Þeim fer fjölgandi sem vilja leiðtogaembættið í breska Íhaldsflokknum Clarke lætur í ljós áhuga Kenneth Clarke London. AFP, The Daily Telegraph. SÆNSKA stjórnin, sem slær botn- inn í hálfs árs formennskutímabil sitt í ráðherraráði Evrópusam- bandsins (ESB) með leiðtogafund- inum sem hefst í Gautaborg í dag, hafði bundið vonir við að á fund- inum yrði hægt að slá því föstu hvenær fyrstu umsóknarríkin, sem staðið hafa í aðildarviðræðum síð- ustu misserin, myndu fá inngöngu í sambandið. En það fjaðrafok sem það hefur valdið að Írar skyldu hafna stað- festingu Nice-sáttmálans svo- nefnda, uppfærðs stofnsáttmála ESB, í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku mun hafa víðtæk áhrif á stemmninguna í umræðum leið- toganna fimmtán. Bætist umræðan um hvað gera skuli í kjölfar írska „neisins“ við óeiningu sem ríkt hef- ur um forgangsröðun og tímaáætl- un stækkunar sambandsins til austurs. Gera má ráð fyrir að leiðtogarnir muni reyna sitt bezta til að gefa út jákvæð skilaboð til umsóknarríkj- anna 12, en ráðamenn þeirra hafa lýst áhyggjum af því að höfnun Íra á Nice-sáttmálanum kunni að valda töfum á stækkunarferlinu eða spilla andrúmslofti aðildarsamn- ingaviðræðnanna. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hvatti leið- togana í ræðu á Evrópuþinginu í fyrradag til að hika ekki við að taka ákvarðanir um að ljúka stækkunarferlinu á sem skemmst- um tíma, þar sem nú væri „rétti tíminn“ til að efna gefin fyrirheit um að „austantjaldsríkin“ fyrrver- andi kæmu til liðs við Vestur-Evr- ópuríkin í ESB. Prodi tók fram, að lykilatriði væri að almenningur styddi stækkun ESB, en hann sagðist vongóður um að stjórn- málaleiðtogum aðildarríkjanna tækist að sannfæra sínar þjóðir um að það sé hagur allra Evrópubúa að stækkunin verði að veruleika sem fyrst. Spurningin um framtíðarþróun Evrópusambandsins verður einnig á dagskrá leiðtogafundarins, en þar koma ríkisstjórnar- og þjóð- arleiðtogar ESB-ríkjanna í fyrsta sinn saman síðan Gerhard Schrö- der, kanzlari Þýzkalands, og Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakk- lands, lýstu hvor sinni sýninni á það hvert lokamarkmið Evrópu- samrunans ætti að vera. Á leið- togafundinum í Nice í desember var ákveðið að efna til víðtækrar umræðu um framtíð Evrópusam- runans og árið 2004 skyldi síðan verða efnt til nýrrar ríkjaráð- stefnu, þar sem slegið yrði smiðs- höggið á umbætur á stofnanaupp- byggingu ESB, hlutverkaskipti milli stjórnvalda í aðildarríkjunum og hinna yfirþjóðlegu stofnana gerð skýrari og einfaldari. Átak í borgaranánd Eftir höfnun Nice-sáttmálans á Írlandi má vænta þess að ESB- leiðtogarnir muni beina mjög sjón- um að því hvernig unnt sé að fá al- menning til að taka nánari þátt í umræðunni um hvert ESB skuli stefna. Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Ír- landi, ásamt því að þar skyldi að- eins tæpur þriðjungur kjósenda sjá ástæðu til að ómaka sig á kjörstað, hefur vakið athygli á því að gjá virðist hafa myndazt milli forystu- manna evrópskra stjórnmála og al- mennings, sem virðist vera æ ólík- legri til að styðja breytingar á ESB-samstarfinu sem ákveðnar eru ofan frá. Prodi lagði mikið upp- úr þessu atriði í ræðu sinni á Evr- ópuþinginu í fyrradag. „Það er ekki nóg að endurtaka í eitt skiptið enn að við verðum að bæta sam- skiptin við borgara Evrópu og að aðalmálefnin séu jafnvel afflutt eða misskilin. (...) Kjarni málsins er þessi: við verð- um að kyngja þeirri ráðningu sem borgarar ESB eru að veita okkur, og við verðum að gera það taf- arlaust – strax frá og með Gauta- borgarfundinum. Örlög Evrópu geta ekki og mega ekki vera ráðin af andlitslausum ráðgjafarnefndum og ríkjaráðstefnum, höldnum bak við luktar dyr,“ sagði fram- kvæmdastjórnarforsetinn. Þegar leiðtogar ESB kæmu saman í belg- íska bænum Laeken í desember næstkomandi, við lok belgíska for- mennskutímabilsins sem tekur við af því sænska, yrði sambandið að hafa lært að tileinka sér ný vinnu- brögð. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, greindi Evrópuþinginu einnig frá því í fyrradag, hverjar væru væntingar sænsku for- mennskunnar til Gautaborgarfund- arins og lýsti hún í ræðu sinni svip- uðum sjónarmiðum og Prodi. Sagði hún Svía hafa á formennskutíma- bilinu einkum beitt sér fyrir þrem- ur höfuðmálum; stækkun ESB, at- vinnumálum og umhverfismálum. „Lok formennskutíðar okkar nálgast, en við eigum samt mikið verk fyrir höndum,“ sagði Lindh. „Á Gautaborgarfundinum verðum við að sameinast um að gera átak í stækkunarmálunum, atvinnu- og umhverfismálum, í því að auka vægi sambandsins á alþjóðavett- vangi og í því að marka framtíð- arstefnu þess (...) og að ræða um Evrópusambandið við borgarana.“ Svíar slá botninn í ESB-formennskutíð sína með leiðtogafundi sem hefst í Gautaborg í dag Stálinu stappað í umsóknarríkin Reuters Þúsundir mótmælenda af ýmsu tagi eru mættir til Gautaborgar. Hér gerir einn þeirra hróp að óeirðalögreglumönnum. Búast má við því, að sögn Auðuns Arnórs- sonar, að leiðtogar ESB muni á Gautaborg- arfundinum leggja sig fram um að gefa um- sóknarríkjunum tólf skýr skilaboð um að hvergi verði slegið slöku við undirbúninginn að stækkun sambandsins. NIÐURSTAÐA nefndar, sem rann- sakaði morðin á konungsfjölskyldu Nepals 1. júní síðastliðinn, er að Di- pendra krónprins hafi borið ábyrgð á morðunum. Skýrslan, sem unnin var af forseta hæstaréttar Nepals og forseta þjóðþingsins, var birt fjölmiðlum í gær. Segir í skýrslunni að Dipendra hafi hringt þrisvar sinnum í unn- ustu sína, Devyani Rana, áður en hann framdi morðin. Hún hringdi skömmu síðar í aðstoðarmenn Di- pendras og sagði þeim að hann hefði verið óskýr í máli og væri lík- lega veikur. Á andstaða konungs- hjónanna við hjónaband Dipendra og Devyani að hafa verið meg- inástæða ódæðisins. Ekki hefur tek- ist að ná tali af Devyani þar sem hún flúði land skömmu eftir morð- in. Undir áhrifum áfengis og vímuefna Í skýrslunni segir að Dipendra hafi mætt drukkinn til kvöldverðar með konungsfjölskyldunni og beðið aðstoðarmann um að útvega sér ópíumsígarettu. Aðstoðarmaðurinn sagði rannsóknarnefndinni að prinsinn hefði reykt slíkar sígar- ettur í meira en ár. Prinsinn var svo færður úr matarboðinu og hjálpuðu þjónar honum inn á baðherbergi en var svo vísað í burtu. Skömmu síðar gekk Dipendra til fjölskyldunnar og hóf skothríðina. Féllu þar kon- ungshjónin og sjö ættingjar þeirra, þar á meðal bróðir Dipendras. Rannsóknarnefndin yfirheyrði um 100 manns, þar á meðal vitni að atburðinum, starfsfólk konungs- hallarinnar, skotvopnasérfræðinga og lækna. Segir í skýrslunni að eng- in skothylki önnur en þau sem Di- pendra notaði hafi fundist á staðn- um. Athyglisvert þykir að skýrslan minnist ekkert á það hvort Di- pendra beindi að lokum byssu að sjálfum sér eins og vitni og ætt- ingjar hafa áður haldið fram. Í síðustu viku sagði Rajiv Raj Shahi, tengdasonur hins fallna kon- ungs, frá því þegar hann varð vitni að morðunum. Þrátt fyrir vitn- isburð hans og yfirlýsingar ráða- manna um sekt Dipendra neita margir Nepalbúar að trúa því að krónprinsinn hafi getað framið slíkt ódæðisverk. „Þetta er rann- sókn á æðsta stigi. Ef fólk trúir ekki niðurstöðum hennar, hverjum ætl- ar það að trúa?“ sagði ferða- málaráðherra Nepals. Skýrsla rannsóknarnefndar í Nepal Sökinni skellt á Dipendra krónprins Katmandú. AP, AFP, The Daily Telegraph. AP Devyani Rana, unnusta Di- pendra krónprins. Hún flúði Nepal fljótlega eftir að fréttir bárust af fjöldamorðinu. ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Taívan í gær og slösuðust að minnsta kosti fjórir þegar lausamunir féllu á þá. Skjálftinn, sem mældist 6,2 stig á Richterskala, átti upptök sín í hafinu um 20 km frá ströndinni. Höfuðborg- in Taípei varð ekki illa úti og fréttir hafa einungis borist af minniháttar eignaskemmdum. Taívanski verð- bréfamarkaðurinn féll hins vegar um 1,7% vegna ótta fjárfesta við að verksmiðjur hefðu skemmst. Skjálfti skekur Taívan Reuters Peih-lin Leu, talsmaður jarð- skjálftastofnunar Taívans, stend- ur fyrir framan jarðskjálftamæli sem sýnir styrk skjálftans. FRANSKA biskupinum Pierre Bic- an var stefnt fyrir rétt í borginni Ca- en í norðvestur Frakklandi í gær. Er honum gefið að sök að hafa hylmt yf- ir með prestinum René Bissey sem í október síðastliðnum var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að nauðga og misnota unglinga og börn í hans um- sjón. Samkvæmt frönskum lögum á biskupinn yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm fyrir að tilkynna ekki um glæpi prestsins. Franskur biskup fyrir rétt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.