Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ GERIST æ algengara að per- sónulegir munir þekkts fólks séu boðnir upp og ágóðinn rennur ann- aðhvort í vasa aðstandenda eða til góðgerðarmála. Nú stendur til að bjóða upp eigur Jimi heitins Hendrix og á ágóðinn að renna til forvarn- arstarfs gegn fíkniefnum en Hendrix lést, eins og þekkt er orðið, af of stórum skammti eiturlyfja í septem- ber árið 1970. Það er fyrrum unnusta Hendrix, Kathy Etchingham, sem stendur fyrir uppboðinu. Meðal þeirra muna sem í boði verða er Epiphone-gítar kappans, óbirtar ljósmyndir af hon- um sem teknar voru af Lindu McCartney og húsgögn úr íbúð hans í London. Uppboð í London Reuters Gítargoðið Jimi Hendrix. Eigur Jimi Hendrix undir hamarinn Vélamaðurinn úr víti (Hellraiser: Inferno) H r o l l v e k j a Leikstjórn Scott Derrickson. Aðalhlutverk Craig Sheffer, Nicholas Turturro. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÚN ER orðin alveg ágætlega löng slóðin sem hin kynngimagn- aða og frumlega hrollvekja Clive Barkers, Hellrais- er (1987), hefur skilið eftir. Umrædd mynd ber undirtitilinn Víti og er hvorki meira né minna en sú fimmta í Hell- raiser-röðinni. Það er gamla unglingastjarnan Craig Sheffer sem er í aðalhlut- verki, en hann leikur gerspillta löggu sem er að rannsaka óhugn- anleg raðmorð. Allt í einu stendur hann frammi fyrir því að þurfa að súpa seyðið af syndsamlegu líferni sínu þegar hann kemst í kast við vélamanninn ógurlega sem stendur að baki morðunum – eða hvað? Þetta er ljót hrollvekja sem skil- ur æði lítið eftir fyrir ímyndunar- aflið. Þrátt fyrir að vera fremur þunglamaleg og ómarkviss er drunginn þó nokkuð áhrifamikill og einföld skrímslaförðunin svínvirk- ar. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Algjör hryllingur GUNNLAUGUR er efalaust þekkt- astur fyrir störf sín með bræðings- sveitinni Mezzoforte en einnig hefur hann verið mikilvirkur gesta- trommuleikari. Gunnlaugur vann það einstæða afrek að vera kosinn trommuleikari ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum fimm ár í röð og margir af helstu trommuleikurum samtímans nutu handleiðslu hans á sínum tíma. Gömul hlaða En nú er það eigin tónlist, eigið sköpunarverk. Gunnlaugur hefur verið búsettur í London í tæp tvö ár og hefur þar verið að vinna að tónlist sinni. „Ég hef verið að hasla mér völl þar, verið að spila í leikhúsum og verið að ferðast bæði um Bretland og Skandinavíu. Ég kýldi svo á það síð- asta haust að fara í plötuna og náði mér þar í einvalalið.“ Þeir sem vinna plötuna með Gunn- laugi eru Clive Martin, upptöku- stjóri en hann hefur unnið með lista- mönnum eins og Queen, Les Negresses Vertes og Sting. Svo er þarna bassaleikarinn Soul en hann hefur ferðast mikið með afríska gít- arleikaranum Keziah Jones. Gítar- leikarinn Kevin Armstrong er þarna líka en hann hefur unnið með David Bowie, Prefab Sprout og Iggy Pop m.a. Einnig eru Íslendingarnir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari og Ey- þór Gunnarsson, hljómborðsleikari með honum í þessu. „Þetta var tekið upp í gamalli hlöðu í Kent, þ.e. hlöðu sem er búið að umbreyta í hljóðver - það er meiriháttar að komast út í sveitina til að gera tónlist.“ Gunnlaugur, eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður, segist svo stefna á útgáfu í haust. Tyrkneskt hipp-hopp Grunnupptökur voru settar á hlið- rænt (e. analogue) segulband og þeim síðan dembt inn í tölvu. Um þessar mundir eru Gulli og félagar að garfa í þessum upptökum. „Það er gaman að segja frá því að nágranni minn, Rod Beale, sem ætl- ar að vinna þetta með mér, vann mikið í Real World hljóðverinu [hljóðveri Peter Gabriel]. Hann tók upp tvær Peter Gabriel plötur og ætlar að vera mér innan handan við hljóðblöndunina.“ Gulli hlær þegar hann er beðinn um að lýsa tónlist sinni, segir það vera svolítið erfitt. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það eru þarna Mezzoforteáhrif en ég ólst upp í þeirri hljómsveit. Þetta er þó svolítið ævintýralegri tónlist. Hún er ekki eins djössuð og ég er svona að tína út áhrif frá hinum og þessum löndum. Það er þarna einhvers konar tyrk- neskt hipp-hopp þar sem ég er að endursemja tyrkneskt þjóðlag – svona Massive Attack hræringar. Ég sæki líka í þennan gamla hljóm frá áttunda áratugnum; þetta er svona „retro-funk“ stundum.“ Gulli hnyklar brýrnar, áréttar að þetta sé ekki trommuplata. „Þetta er fyrst og fremst bara tónlist og það var mikilvægt að fá rétta mannskap- inn í þetta í staðinn fyrir að sitja einn í einhverju tölvuherbergi í ár.“ Gulli segist að lokum spenntur að sjá hverjar viðtökurnar verða, bæði hér heima og í Bretlandi. „Ég ætla að kynna hana á netinu, setja upp flotta síðu. Gullibriem.com kemur fljótlega (hlær). Þar getur fólk hlaðið niður einhverju af þessu.“ Gulli Briem gefur út eigin tónlist „Ekki trommuplata“ Gulli ásamt samstarfsmönnum. Frá vinstri: Gulli Briem, Clive Martin, Soul, Kevin Armstrong, Eyþór Gunnarsson og Óskar Guðjónsson. Gunnlaugur Briem hef- ur lengi verið í fremstu röð íslenskra trommu- leikara og leikið inn á fleiri tugi platna. Í haust hyggst hann hins vegar gefa út einyrkjaskífu, sína fyrstu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Gunnlaug. arnart@mbl.is Á DÖGUNUM stóð Landsbanki Ís- lands fyrir svokölluðum Sport- klúbbsdegi í Laugardalshöll, sem var fyrir alla 9-13 ára krakka, sem hafa gaman af því að spretta úr spori, sprikla og hreyfa kroppinn. Krakkarnir fengu að spreyta sig á hinum ýmsu íþróttaþrautum undir leiðsögn þekktra íþróttastjarna. Guðmundur Benediktsson sá um fótboltaþrautir ásamt Sigþóri Júlí- ussyni félaga sínum í KR, Pétur Guðmundsson fyrrverandi NBA- stjarna stjórnaði körfuboltaþraut- unum, Helgi Ólafsson tefldi fjöltefli við upprennandi skákmenn, leið- beinendur frá Týnda hlekknum sáu um hjólabrettin og Kári Jónsson frá Íþróttakennaraháskólanum lagði frjálsíþróttaþrautir fyrir áhuga- sama. Landsliðsmenn úr 18 ára handboltalandsliði karla og 20 ára landsliði kvenna höfðu síðan um- sjón með handboltaþrautunum og Þorsteinn Hallgrímsson golfmeist- ari efndi til púttkeppni. Þar fyrir utan léku krakkarnir sér að vild á trampolíni, blöðrufólk var á staðn- um og töfratrúðurinn Mighty Gareth gabbaði alla upp úr skónum með sjónhverfingum sínum. Að loknu spriklinu var boðið upp á létta hressingu. Sportklúbbsdagur Landsbankans Guðmundur Benediktsson kenndi knattþrautir. Helgi Ólafsson íhugar næsta leik gegn krökkunum. Morgunblaðið/Arnaldur Pétur Guðmundsson sýndi krökkunum fram á að hæðin er ekki allt. Spriklað með íþróttastjörnum MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLDFös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD Fös 15. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistlahöfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í HAUST Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            >    $ ')?(   $ '(?(    $ 2+?(   $ 2'?(   $ 2*?(   $ 2,?(   $ 21?(    $ 2#?(  ! "#$  %% &   '(  ")     4 $ 22?(   )*)+ ,! -./! ! *0! )))1 *0! 2 )))  3 *! 45 ,6*))  ))  7))! ",)))  3!89 ! *! 4:;4< ,!;! *! 4:8-5! HEDWIG KL. 20 Frumsýning fös 29/6 UPPSELT lau 30/6 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus fös 6/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fös 15/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 mið 20/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030   Í HLAÐVARPANUM Föstudaginn 15. júní kl. 22.00 Tónleikar í kvöld Kleifabandalagið HLJÓMSVEIT FÓLKSINS... og nú syngja allir með Aukasýning 19. júní kl. 21.00 EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur             3 ! )))! Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.