Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 55 ÉG sem íbúi og skattborgari í Kópa- vogi er búinn að vera að berjast fyrir því að vinnuvélar og vörubifreiðar leggi ekki við húsið sem ég bý í að Engihjalla 1 í Kópavogi. Það er oft lagt þessum tækjum austan við húsið í stæðum sem ætluð eru fólksbílum en ekki vinnuvélum og vörubifreiðum og öðrum stórum bíl- um. Frá þessum tækjum er mikil mengun og hávaði, að ekki sé talaðum slysahættu fyrir börn sem eru að leik allt í kringum húsið. Ökumenn þess- ara tækja eru oft að gangsetja þessi tæki að nóttu til með miklum látum og vekja bæði börn og fullorðna. Ég hef sent lögreglu og bæjaryf- irvöldum í Kópavogi bréf um þetta málefni, þau benda hvert á annað ogeins á húsfélagið eða íbúasamtök Engihjalla, en þessi stæði eru ekki á vegum húsfélagsins, þau eru í eigu bæjarins. Ég hef fengið svör frá lögreglu þar sem bent er á 16. grein lögreglusam- þykktar Kópavogsbæjar, en þar er tekið fram að vöruflutningabílar sem eru meira en 3 tonn að leyfðri heild- arþyngd, svo og fólksflutningabif- reiðar, sem gerðar eru til þess að flytja 10 farþega eða fleiri, mega ekki standa á götum eða almennum bif- reiðastæðum bæjarins á tímabilinu frá kl. 22:00 til kl. 6:00. Bann þetta nær einnig til allra gerða vinnuvéla og dráttarvéla án til- lits til þunga þeirra. Bæjarstjórn get- ur veitt undanþágu frá banni þessu og skal þá afmarka og merkja sér- staklega þá staði þar sem undanþág- an hefur verið veitt. Í sömu grein seg- ir jafnframt: Heimilt er að flytja brott og taka í vörslu bæjarins bifreiðar sem standa án skráningarnúmera á götum og almennum bifreiðastæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og eða umráðamanni um flutninginn. Hann ber kostnað vegna flutnings og vörslu bifreiðarinnar. En ekkert hefur verið gert í málinu af hálfu Kópavogsbæjar eða lögreglu í Kópavogi. Þessi stæði eru ekki geymslustaður fyrir verktakafyrir- tæki eða annan rekstur. Því geta öku- menn þessara tækja ekki farið á sinn vinnustað á sínum einkabíl eins flest- ir aðrir bæjarbúar, frekar en að valda ónæði og mengun? GUÐJÓN ÓLAFSSON Engihjalla 1, 200 Kópavogi. Bílastæðin við fjölbýlishúsið Engi- hjalla 1 í Kópavogi Frá Guðjóni Ólafssyni: GREIN Hrafnhildar Tómasdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 22. des- ember sl. undir yfirskriftinni: „Stéttaskipting framtíðarinnar“ opnaði augu mín fyrir ýmsu sem mig langaði til að velta upp varðandi starf mitt og starfsumhverfi okkar í heimaþjónustu hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík. Innan stéttarfélagsins Eflingar er stór hópur fólks sem vinnur á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík, við heimaþjónustu. Um þessar mundir er verið að gera miklar breytingar hjá þessum hópi sem við þetta starf- ar. Breytingarnar felast í að fara til fólks á öllum aldri, sem þarf á aðstoð félagsþjónustunnar að halda, en áð- ur var eingöngu um að ræða þjón- ustu við eldri borgara. Nú geta það verið heimili sem þurfa aðstoð vegna ýmiss konar veikinda, svo sem ein- staklingar með geðröskun og fólk með langveik börn, svo eitthvað sé nefnt. Mikið er búið að tala um þessar breytingar, en ekki eru allir sem skilja af hverju þær eru til komnar þótt við vonum að þetta verði öllum til góðs. Við sem sinnum þessum störfum, innum þessa þjónustu af hendi fyrir það fólk sem þarf hennar við, með mikilli ánægju. Afskaplega er sú hugsun ríkjandi hjá þeim yf- irmönnum flestum sem ég hef heyrt tala um þessa breytingu að þetta sé bara mjög tilbreytingaríkt starf. Ekkert minnst á ábyrgðina sem því fylgir að þurfa að fara inn á heimili þar sem reynir mjög mikið á andlegu hliðina, ekki sýst eftir þær breyting- ar sem nú er búið að framkvæma. Fyrir fólk sem ekki þekkir vel allar hliðar mannlífsins er þetta mjög erf- itt. Mér finnst oft eins og starfsfókið hafi alls ekki neitt val á því í hvað það er sent og á að láta sér vel líka. Vinnudagurinn byrjar kl. 9. Ef starfsfólkið getur, kemur það 15 mínútum fyrr á viðkomandi skrif- stofu þar sem deildarstjóri okkar er. Koma sér svo á heimilin sem eru mislangt í burtu. Svo það segir sig sjálft að þær sem eiga lengst að fara, koma ekki á skrifstofuna á undan. Nú svo er þotið úr einum stað í ann- an. Stundum 1 tími eða 2 tímar en mjög sjaldan lengur á hverjum stað, svo þetta er ansi mikill þeytingur og við höfum ekki mikla orku til að fara í líkamsrækt eða stunda annað upp- byggjandi starf fyrir sál og líkama, eftir þetta allt. Nei, við skulum öll, sem vinnum þessi störf, vera sam- mála um milkilvægi þeirra að þau eru mjög krefjandi og full þörf á að vera vakandi yfir öllu sem að þeim lýtur. Eitt sem gerir þann hóp er við þetta starfar, sérstakan, er að vinnu- félagar vinna aldrei saman og hittast því örsjaldan. Þetta tel ég einsdæmi og gerir manneskjuna veikari að standa á sínu. Þetta segir okkur að við höfum lítil samskipti, ræðum aldrei okkar mál og verðum því ein- angruð, sem leiðir til þess að sam- staða er lítil og þyrfti nauðsynlega að bæta úr því. Nú stefnir hugsanlega í að samn- ingar losni og reynir á að við séum vakandi yfir þeirri mikilvægu vinnu sem við innum af hendi og viljum að verði metin af sanngirni. Nú er miklu meiri þörf fyrir heimaþjón- ustu en oft áður. Það vantar stofn- anir fyrir eldra fólkið og fólk vill vera heima eins lengi og það getur. Það veit líka að Félagsþjónustan vill aðstoða það og erum það ekki ein- mitt við sem komum þar að. Við er- um mjög mikilvægir starfskraftar og eigum að láta alla vita af því. Þjóðfélagið getur alls ekki verið án okkar. Vonandi verður vinnudagurinn ekki lengri eftir þessa breytingu. Breytingin framundan mun trú- lega orsaka það að labbið utan dyra verður meira því hvert svæði sem viðkomandi aðili vinnur á, stækkar gríðarlega. Ekki eru allir á bílum svo það segir sig sjálft að vinnutíminn nýtist verr. Einnig er hluti af þessari breytingu að með fjölgun heimila sem hver starfsmaður kemur á, verður viðvera styttri og nánast um innlit að ræða og því lítil félagsleg samskipti við heimilisfólkið en oft hefur nú verið í umræðunni á und- anförnum árum, að þessi félagslegu samskipti væru stór og ómissandi þáttur í okkar þjónustu við eldri borgara. Er miður ef dregur úr þeim þætti starfsins. SVANHILDUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR, starfsmaður heimaþjónustunnar á Vitatorgi. Störf og starfsum- hverfi heimaþjónustu Frá Svanhildi Sveinbjörnsdóttur: Veistu að það er 17. jú ní um næstu hel gi Já og þ að er 17% afs láttur Opið mánud. - föstud. 13-18 laugard. kl. 10-16 sunnud. lokað SKÓVERSLUN KÓPAVOGS LAGER LOSUN Hamraborg 3 (þar sem Blómahöllin var ) Tilboðs dæmi (A) Vandaðir leðurskór stærðir 36-41 Verð 2.990 kr. var 7.490 kr. (C) Heilsuinniskór stærðir 42-46 Verð 990 kr. var 1.990 kr. (D) „Buffalo“skór stærðir 36-41 Verð 1.990 kr. var 4.990 kr. (B) Léttir, þægilegir stærðir 36-41 Verð 2.900 kr. var 4.990 kr. HAMRABORG 3 SÍMI 554 1754 Þjónustaí 35 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.