Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 49
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 49 Eftir fyrri hlutann standa leikar þannig: Fimmgangur 1. Vignir Jónasson á Klakki frá Búlandi, 7,30. 2. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Ár- gerði, 6,90. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Byl frá Skáney, 6,70. Fjórgangur 1. Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum, 7,27. 2. Atli Guðm. á Breka frá Hjalla, 7,00. 3. Sigurður V. Matthíasson á Rökkva frá Fíflholti, 6,77. Gæðingaskeið 1. Vignir Siggeirsson á Tenór frá Ytri- Skógum, 7,21. 2. Jón Gíslason á Sölva frá Gíslabæ, 7,17. 3. Hallgímur Birkisson á Magna frá Bú- landi, 6,96. Fimiæfingar 1. Atli Guðmundsson á Breka frá Hjalla, 6,43. 2. Þórarinn Eymundsson á Dreyra frá Saurbæ, 6,33. 3. Daníel Ingi Smárason á Tyson frá Bú- landi, 5,33. Slaktaumatölt 1. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Ár- gerði, 7,13. 2. Jón Gíslason á Sölva frá Gíslabæ, 6,27. 3. Hugrún Jóhannesdóttir á Súlu frá Bjarnanesi, 5,50. Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Valíant frá Hegg- stöðum, 8,13. 2. Leó Geir Arnarson á Stóra-Rauð frá Hrútsholti, 7,27. 3. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömlu- holtum, 7,20. 250 m. skeið 1. Guðmundur Einarsson á Hersi frá Hvítárholti, 22,66 sek. 2. Sigurður V. Matthíasson á Skjóna frá Hofi, 23,34 sek. 3. Sigurður V. Matthíasson á Vaski frá Vöglum, 23,57 sek. Landsliðsnefnd setti þau skilyrði inn í lykilinn fyrir HM 2001 að sá hestur sem kæmi inn sem fimmti hestur í landsliðið, þyrfti að hafa náð 23.00 sek. eða undir í 250 m skeiði fyrir úrtökumótið, í keppni þar sem notaðir voru rásbásar. Aðeins hafa verið haldin tvö mót á árinu þar sem notaðir voru rásbás- ar og aðeins tveir hestar hafa náð þessum árangri á árinu. Þótt Hersir og Guðmundur Einarsson hafi náð þessum góða tíma nú, 22,66 sek. er Hersir ekki einn af þessum hestum og kemur því ekki til greina í þetta sæti í landsliðinu. Aðeins einn hestur í úrtökumótinu hefur möguleika á að ná þessum árangri en það er Brynjar frá Ár- gerði. Ef Sveinn Ragnarsson nær sæti í landsliðinu á honum, sem sigurvegari í samanlögðum stigum, sem hann hefur góða möguleika á, er líklegt að þetta sæti verði val- sæti og Sigurður Sæmundsson ein- valdur velji þrjá hesta sjálfur. Að sögn Þrastar Karlssonar, for- manns landsliðsnefndar LH, fer Sigurður til nágrannalandanna eft- ir úrtökumótið til að skoða líklega knapa og hesta. Hann sagði að ýmsa góða kosti væri að finna er- lendis, m.a. Styrmi Árnason og Farsæl frá Arnarhóli og Guðmund Björgvinsson og Stefni frá Sand- hólaferju svo einhverjir séu nefnd- ir, en þeir hafa verið að gera það gott á mótum í Þýskalandi og Dan- mörku. Hvað heimsmeistarana frá síð- asta HM varðar sagði hann ósennilegt að þeir ættu eftir að styrkja landsliðið. Þó sé aldrei að vita og ýmislegt geti gerst eins og á síðasta HM, þegar Sigurbjörn Bárðarson tók við Gordon frá Stóru-Ásgeirsá rétt fyrir mót og kom, sá og sigraði. Seinni hluti úr- tökumótsins verður í dag og á morgun og snýst röð keppnis- greina við. Keppni hefst kl. 13.00 báða dagana. Hafliði og Valíant höfðu mikla yfirburði í tölti Eftir fyrri hluta úrtökumótsins fyrir HM 2001 stendur Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði best að vígi sem sigurvegari í samanlögðum stigum; Vignir Jónasson á Klakki frá Búlandi í fimmgangi, Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum í fjórgangi og Hafliði Halldórsson á Valíant frá Heggstöðum í tölti. Úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið 2001 í Austurríki AF VIÐBURÐUM helgarinn- ar á sviði hestamennskunnar ber hæst seinni hluta úrtöku- mótsins fyrir HM 2001. Ýmis- legt fleira verður í boði fyrir hestafólk. Yfirlitssýning vegna kynbótasýningarinnar í Borg- arnesi verður á laugardaginn og eftir að henni lýkur verður gert hlé á kynbótasýningum þangað til á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum 5. – 8. júlí. Samkvæmt mótaskrá LH verða þessi mót um helgina: 15.–16. júní, úrtökumót fyrir HM 2001, seinni hluti, Víðivöllum 15.–16. júní, Héraðsmót USVH íþróttakeppni, Kirkjuhvammi 16. júní, Ljúfur, félagsmót, Reykjar- koti 16. júní, Svaði, félagsmót, Hofsgerði 16. júní, Léttfeti, félagsmót, Flæði- gerði 16. júní, Trausti, gæðingakeppni, Bjarnastaðavelli 16. júní, Þjálfi, firmakeppni, Einars- stöðum Síðasta kyn- bótasýn- ingin í bili KOLFINNUR frá Kjarnholt- um er faðir fjögurra af átta hestum sem stóðu efstir í A- flokki gæðinga á úrtökumóti hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði fyrir Fjórðungs- mótið á Kaldármelum. Þessir Kolfinnssynir eru Léttir frá Stóra-Ási sem var í fyrsta sæti, Kólfur frá Stang- arholti í 3. sæti, Tindur frá Innri-Skeljabrekku í 4. sæti og Hrollur frá Árdal í 8. sæti. Kolfinnur sterkur í Borgarfirði ÁKVEÐIÐ hefur verið að lækka lágmarkspunkta fyrir töltkeppnina á Fjórðungs- mótinu á Kaldármelum úr 80 punktum í 78 punkta. Lokadag- ur skráningar fyrir töltkeppnina og stóðhestagæðingakeppnina er í dag, 15. júní, en skráningu er lokið í gæðingakeppnina. Að sögn Bjarna Jónassonar framkvæmdastjóra mótsins hef- ur skráning gengið vel og senda þátttökufélögin fullt lið í gæð- ingakeppnina nema í barna- og unglingaflokka þar sem eitthvað vantar upp á að allir hafi skilað sér. Nú er verið að vinna á svæð- inu á Kaldármelum, m.a. við að endurbyggja kynbótavöllinn. Bjarni sagði að nóg pláss yrði fyrir ferðahesta á Snorrastöðum auk þess sem boðið væri upp á aðstöðu fyrir keppnishross í litlum hólfum. Hann sagðist bú- ast við að margir mótsgestir yrðu í tjaldbúðum á svæðinu en auk þess væri bændagisting í nágrenninu. Lokaskrán- ing í tölt- og stóðhesta- keppni í dag Í SÍÐUSTU viku var haldið reiðnámskeið á sunnanverðu Snæfellsnesi sem endaði með firmakeppni og útreiðum. Áhugamenn um hestamennsku stóðu fyrir þriggja daga reið- námskeiði fyrir alla sem vildu á Kaldármelum. Kennari var Mette Manseth og voru um 50 manns á námskeiðinu á aldrinum frá sex til sjötugs. Þetta er stærstur hluti þeirra sem eitthvað fara á hestbak á svæðinu. Eftir námskeiðið var haldin firmakeppni og síðan var farið í útreið- artúr sem endaði með grillveislu. Allir voru sælir og glaðir í lokin og flestir betri reiðmenn en áður. Morgunblaðið/Daníel Hansen Sigurvegarar í unghrossaflokki. Eyjólfur Gísli Garðarsson, Maríanna Gestsdóttir og Sigurbjörn Magnússon. Morgunblaðið/Daníel Hansen Sigurvegarar í barnaflokki. Elín Eyjólfsdóttir, Ólöf Eyjólfsdóttir og Alda Grave. Reiðnámskeið, firmakeppni og „grillreiðar“ Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.