Morgunblaðið - 15.06.2001, Page 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 27
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hefur ákveðið að umdeildum
sprengjuæfingum bandaríska sjó-
hersins á eyjunni Vieques í Puerto
Rico verði hætt eftir tvö ár.
Ari Fleischer, talsmaður forsetans,
staðfesti þetta í gær og sagði að
bandaríska varnarmálaráðuneytið
hygðist skipa nefnd sem ætti að finna
annan stað þar sem Bandaríkjaher
gæti æft sprengjuárásir.
Bandaríski sjóherinn hefur notað
æfingasvæði sitt á Vieques í sex ára-
tugi og alltaf sagt að sprengjuæfing-
arnar þar séu nauðsynlegar til að
tryggja öryggi Bandaríkjanna. And-
stæðingar æfinganna segja að íbúum
eyjunnar, sem eru um 9.100, stafi
hætta af sprengjunum en herinn hef-
ur neitað því.
Bandaríski sjóherinn á tvo þriðju
hluta Vieques og sprengjuæfinga-
svæðið nær yfir 360 hektara, eða tæp
3% eyjunnar. Gervisprengjur hafa
verið notaðar frá árinu 1999 þegar
tvær sprengjur féllu utan æfinga-
svæðisins og urðu öryggisverði að
bana.
Fyrr á árinu voru lögreglumenn
sendir á æfingasvæðið til að fjarlægja
um 180 manns, þeirra á meðal þing-
menn og biskupa, sem höfðu dvalið
þar í tjöldum til að hindra æfingarnar.
Búist er við að íhaldsmenn á banda-
ríska þinginu leggist gegn því að æf-
ingunum verði hætt.
Puerto Rico
Umdeildum
heræfing-
um hætt
Brussel. AP.
RÍKISSTJÓRN Júgóslavíu sam-
þykkti í gær lagafrumvarp, sem get-
ur leitt til þess, að Slobodan Milose-
vic, fyrrverandi forseti, verði
framseldur og leiddur fyrir stríðs-
glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í
Haag.
Vojislav Kostunica, forseti Júgó-
slavíu, sagði, að þótt lagafrumvarpið
kvæði á um samvinnu við stríðs-
glæpadómstólinn, þá heimilaði það
ekki sjálfkrafa, að menn, sem hann
hefði ákært, yrðu framseldir til Hol-
lands. Frumvarpið, sem þingið á eftir
að samþykkja, væri þó „mikilvægt
skref“ í átt til náinnar samvinnu.
Milosevic, sem er nú í fangelsi
ákærður um spillingu og valdníðslu,
og fjórir fyrrverandi samstarfsmenn
hans hafa verið ákærðir og eru sak-
aðir um stríðsglæpi í herferðinni
gegn Albönum í Kosovo 1998 til 1999.
Greitt fyrir
framsali
Milosevic
Belgrad. AFP.
♦ ♦ ♦