Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 18
36 AUSTFIRSKAR konur, búsettar í Reykjavík, tóku
sig til og héldu til Fáskrúðsfjarðar á dögunum en flest-
allar kvennanna eru þaðan. Þar var þeim boðið í kaffi-
samsæti sem haldið var af kvenfélaginu Keðjunni og
Slysavarnafélaginu Hafdísi. Konurnar komu við á dval-
arheimilinu Uppsölum þar sem heilsað var upp á vist-
menn og voru þar fagnaðarfundir. Konurnar afhentu
kapellu dvalarheimilisins forláta kertastjaka að gjöf.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður sóttur heim
Fáskrúðsfjörður
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sveitafélög, verktakar og einstaklingar
sláttutraktorinn slær í gegn
ⓦ Blaðbera vantar
í norðurbæ
Sandgerðis.
Upplýsingar veitir
umboðs-maður á
staðn-um, Jóhanna
Konráðsdóttir í
síma 423 7708.
VIÐSKIPTI
FÆREYSKIR dagar voru í Ólafsvík
um helgina og lögðu margir leið sína
þangað eins og búist var við, enda
veðrið eins og best verður á kosið,
sólskin og hiti. Talið er að tæplega
7.000 manns hafi verið í bænum á
laugardeginum þegar flest var.
Tjaldað var í Ólafsvík á nánast hverj-
um grasfleti sem fannst og voru m.a.
myndarlegar tjaldbúðir umhverfis
kirkjuna.
Þetta er í fjórða sinn sem Fær-
eyskir dagar eru haldnir í bænum og
hefur fjöldi gesta farið ört vaxandi ár
frá ári. Í fyrra er talið að um 3500
gestir hafi komið á hátíðina. Það eru
Færeyingar, búsettir í Ólafsvík, sem
standa fyrir hátíðinni ásamt heima-
mönnum.
Hátíðarhöldin hófust formlega á
föstudagsmorgninum með því að ís-
lenskir og færeyskir fánar voru
dregnir að húni víðs vegar um bæinn.
Upp úr hádeginu var svo opnaður úti-
markaður, þar sem gestum gafst m.a.
tækifæri til að beragða á færeyskum
frikadellum, knöttum, rastkjöti og
skerpikjöti. Leiktæki fyrir börnin
voru opin alla helgina. Bryggjuball
var haldið á föstudagskvöldinu þar
sem færeyska bandið Hans Jakob og
vinfolk spiluðu fyrir dansi.
Á laugardeginum voru svo Fær-
eyskir dagar formlega settir kl. 14,
þar voru flutt ávörp, sungið og boðið
upp á margs konar skemmtiatriði.
Um kvöldið var haldinn risadansleik-
ur í félagsheimilinu þar sem hljóm-
sveitin Twilight hélt uppi fjörinu. Á
sunnudeginum var útimessa kl. 13,
svokölluð Götumessa, þar sem sókn-
arprestarnir í Ólafsvík og Vestmanna
þjónuðu fyrir altari og kirkjukórar
beggja staðanna leiddu sönginn.
Á meðfylgjandi mynd má glögg-
lega sjá þá góðu stemmningu sem lék
um hátíðargesti á Færeyskum dög-
um í Ólafsvík um helgina.
Morgunblaðið/Elín Una
Geysigóð stemmning ríkti
á Færeyskum dögum
Ólafsvík
ÍSLENSK erfðagreining og Roche
Diagnostics, dótturfyrirtæki Hoff-
man-La Roche lyfjafyrirtækisins,
hafa undirritað samstarfssamning að
verðmæti 30 milljarðar króna.
Greint var frá undirskrift viljayfir-
lýsingar um samstarfið í mars síðast-
liðnum. Um er að ræða fimm ára sam-
starf við þróun og markaðssetningu
nýrra DNA-greiningarprófa sem
beinast að algengum sjúkdómum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, segir í samtali við
Morgunblaðið að samningurinn sé
stærri en nokkurn dreymdi um. Til
samanburðar má geta þess að upp-
haflegi samstarfs- og þróunarsamn-
ingur Íslenskrar erfðagreiningar við
Hoffman-La Roche lyfjafyrirtækið
var metinn á um 200 milljónir Banda-
ríkjadala og hlutafjárútboð deCODE
á síðasta ári var einnig að upphæð um
200 milljónir Bandaríkjadala. Samn-
ingurinn við dótturfyrirtæki Hoff-
man-La Roche, Roche Diagnostics, er
því sá stærsti sem Íslensk erfðagrein-
ing er aðili að.
„Samningurinn er afar mikilvægur
fyrir okkur,“ segir Kári. „Í fyrsta lagi
tvöfaldast hjá okkur það fé sem fer í
rannsóknir og það eykur mjög mikið
tekjur okkar. Þetta er líka samningur
sem miðast við að búa til vörur sem
tekur mun skemmri tíma að koma á
markað en lyf. Að meðaltali tekur tíu
til fimmtán ár að fullþróa og mark-
aðssetja lyf eftir að búið er að gera
grundvallaruppgötvun. En það á ekki
að taka nema kannski fimmtung þess
tíma eða jafnvel skemur að þróa
greiningartæki á grundvelli uppgötv-
unar af sömu gerð.“
deCODE í Russel-vísitöluna
Lokagengi hlutabréfa deCODE
Genetics, móðurfélags Íslenskrar
erfðagreiningar, á föstudag var 42%
hærra en lokagengi fimmtudagsins.
Hlutabréfin voru tekin inn í Russel
2000 vísitöluna síðari hluta dags á
föstudaginn. Margir fjárfestingar-
sjóðir, þ.á m. lífeyrissjóðir, nota þessa
vísitölu sem viðmið og þurfa þ.a.l. að
kaupa hlutabréf í deCODE til að geta
fylgt þeim sem best eftir, að því er
fram kemur í Morgunkorni Íslands-
banka í gær. Það sem einnig getur
skýrt hluta af þessari hækkun, að
mati Íslandsbanka, er að önnur líf-
tæknifyrirtæki hafa hækkað nokkuð
að undanförnu og þar hafa bréf de-
CODE setið eftir. Arnbjörn Ingi-
mundarson hjá greiningardeild Ís-
landsbanka, segir í samtali við
Morgunblaðið að 42% hækkun á
hlutabréfum deCODE á föstudag sé
óvenjumikil í ljósi þess sem virtist búa
að baki, þ.e. að bréf félagsins voru
tekin inn í Russell-vísitöluna á föstu-
dag. Hlutabréf deCODE lækkuðu í
gær og var lokagengi félagsins í gær
9,9 dollarar sem er 19,58% lækkun frá
því á föstudag, sem var stór viðskipta-
dagur. Mestu viðskiptin og mesta
hækkunin varð á síðustu klukkustund
viðskipta á föstudaginn, sem reyndar
voru framlengd um eina klukkustund
vegna bilunar í tölvukerfi Nasdaq-
hlutabréfamarkaðarins, en þar eru
bréf deCODE skráð. „Þegar ljóst var
að hlutabréf deCODE yrðu tekin inn í
Russell-vísitöluna hafa hlutabréfa-
sjóðir sem líkja eftir vísitölunni keypt
bréf félagsins og því myndaðist tals-
verður kaupþrýstingur. Þetta er
tæknilegt atriði og er í raun óeðlilegt
að það eitt og sér leiði til svo mikillar
hækkunar, enda hafa bréf félagsins
lækkað í dag.“
Már Mixa hjá SPH Viðskiptastofu
sagði í samtali við fréttavef Morgun-
blaðsins í gær: „Gengið fór upp um
40% á föstudaginn án nokkurra frétta
í viðskiptum sem eru jafn mikil og öll
viðskipti með bréf deCODE fyrstu
þrjár vikur mánaðarins. Það vekur
upp spurningar um hvort einhver hafi
vitað af samningnum áður. Auðvitað
er slæmt til þess að hugsa að einhver
hafi gert það,“ segir Már.
„Fólk þarf að hafa í huga að í
Bandaríkjunum gilda afar ströng lög
hvað varðar innherjaviðskipti. Lögin
eru strangari en á flestum öðrum
stöðum í heiminum. Það er viðbúið að
SEC-eftirlitsnefndin athugi málið.
Fólk var að kaupa bréfin á alveg ótrú-
lega háu verð á föstudaginn,“ segir
hann og bendir á að á föstudaginn hafi
átt sér stað viðskipti á genginu rúm-
lega 30 dalir á hlut.
„Það er afar líklegt að þessi við-
skipti verði rannsökuð. Það er, hverjir
hafi átt viðskiptin og á hvaða grund-
velli þau hafi átt sér stað,“ segir Már
Mixa.
Upplýsingaleki ólíklegur
Kári Stefánsson bendir á að Nasd-
aq-markaðnum var haldið opnum
klukkustund lengur á föstudaginn
vegna tölvubilunar og það hafi
brenglað lokaniðurstöðuna. Hann
leggur áherslu á að mjög ólíklegt sé
að um upplýsingaleka varðandi samn-
inginn við Roche hafi verið að ræða.
Hann segir að hættulegt sé að nota
markaðinn einan sem mælikvarða á
starf fyrirtækja. „Ég held að við verð-
um að horfa til lengri tíma og það sem
skiptir mestu máli er hvernig mat
markaðarins á innviðum fyrirtækis
okkar og viðskiptamöguleikum helst
til lengri tíma. Að mínu mati er afar
vafasamt að horfa á skammtíma-
sveiflur, þær skilja ekki eftir nema
mismunandi gott eða vont bragð til
skamms tíma og segja afskaplega lítið
um hvert fyrirtækið er að fara. Það er
ævintýralega erfitt að skilja nákvæm-
lega hvernig stendur á því hvers
vegna markaðurinn bregst við á einn
eða annan hátt.“
Hlutabréf líftæknifyrirtækja hafa
hækkað nokkuð upp á síðkastið og að-
spurður segir Kári að uppstokkun á
líftæknimarkaði hafi haft þar eitthvað
að segja. Að hans mati er ýmislegt
sem bendir til þess að töluvert ris
verði á líftæknimarkaðnum næsta ár-
ið. Þróunin virðist vera sú að stóru
lyfjafyrirtækin snúa sér meira að því
að fela líftækniiðnaðinum almennt að
sjá um rannsóknir og jafnvel þróun
fyrir sig.
Íslensk erfðagreining og Hoffman-La
Roche undirrita samstarfssamning
30 milljarða
samningur