Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 27
nglumýr-
ng undir
nnig beint
aut í stað
að draga
ssum fjöl-
öfuðborg-
gatnamót
g Miklu-
forgangs-
amgöngu-
eru mjög
Að sögn
eiki á að
ann segir
jármagna
tímasetja
é að hefj-
æstu veg-
a eftir því
forgangs-
sé almenn
na frekar
kil slaufu-
ar viljað
yrði eitt-
ki gleyma
mannvirki
ð einhver
afi hefur
gja þegar
ma svona
ór.
jarðgöng
li Hring-
að skapa
ur í mið-
ga úr um-
þar með
etur sam-
fyrir veg-
fnvel sér-
na.
erði þann
fyrirvara á Holtsgöngum að þau
séu hugmynd, sem sé ekki mikið
unnin og ekki hafi verið gerðar
miklar rannsóknir á því hvernig sé
best að láta þau liggja og hvar sé
best að hafa munnana. „Þó má
segja að Hringbrautarmegin sé
hugsunin sú að Holtsgöngin myndu
stinga sér niður einhvers staðar
milli Umferðarmiðstöðvar og
Tanngarðs og fari kannski undir
Barónsstíginn, ekki langt frá gamla
Kennaraskólanum,“ segir hann, en
nefnir tvo möguleika varðandi hinn
endann, annars vegar á Sæbraut-
inni í námunda við Klapparstíg og
hins vegar nær Seðlabankanum og
Arnarhóli.
Stefán bendir á að verið sé að
skoða þann möguleika að hafa
göngin með takmarkaðari hæð,
þannig að stórir bílar komist ekki
inn í þau. Á þann hátt verði þau
ódýrari. Hann segir að þungir bílar
í Reykjavík séu aldrei nema 10% af
umferðinni og sumstaðar ekki
nema 2%. „Þetta er orðin tíska að
leysa umferðarhnútana í borgum
með því að skella litlu bílunum í
göng. Til dæmis er verið að leggja
tíu kílómetra löng göng núna í Par-
ís, sem eru eingöngu fyrir lága
bíla,“ segir hann. Engar kostnaðar-
tölur hafa verið nefndar í tengslum
við Holtsgöng, en Stefán fullyrðir
að þessi göng verði ódýrari en hin
sem á skipulaginu séu.
Hlíðarfótur
Hlíðarfótur er vegur frá Hring-
braut um jarðgöng undir Öskjuhlíð
að Kringlumýrarbraut sem héldi
áfram í göngum undir Kópavogs-
háls og tengdist Reykjanesbraut.
Að sögn Árna Þórs var Hlíðar-
fótur inni í skipulagi fyrir nokkuð
mörgum árum og þá var hann
hugsaður sem braut sem færi milli
Fossvogs og kirkjugarðsins, eftir
Fossvoginum. Hann segir að við
gerð svæðisskipulags höfuðborgar-
svæðisins nú hafi aftur komið upp
röksemdir um að fá þarna ein-
hverja tengingu. Sú hugmynd hafi
kviknað að fara með veginn í göng
undir Öskjuhlíð og komast þannig
undan þessum umhverfisáhrifum,
sem braut í gegnum Fossvoginn
óneitanlega hefði. „Við höfum sagt
að til þess að Hlíðarfóturinn eigi að
verða að veruleika verði hann að
vera í göngum,“ segir Árni Þór.
Að sögn Stefáns er óskað eftir að
Hlíðarfótur verði unninn á fyrri
hluta tímabilsins, en það sé ekki
formlegt, því verið sé að vinna að
málinu og leita eftir stuðningi við
tillöguna í heild með kynningu fyrir
almenningi.
Sundabraut
Sundabraut er hugsuð í áföngum
og er fyrsti áfangi hennar um
Kleppsvík tenging Sæbrautar og
Hallsvegar, annaðhvort með jarð-
göngum eða brú.
Árni Þór segir að mati á um-
hverfisáhrifum sé ekki lokið. Það
hafi verið samkomulag milli borg-
arinnar og samgönguráðuneytisins
að láta fara fram umhverfismat á
tveimur leiðum yfir Kleppsvíkina
og síðan tveimur útfærslum af
hvorri leið. Árni telur að það geti
munað 15-20% á kostnaði á leiðun-
um og segir að verið sé að tala um
kannski 10-12 milljarða. Hann telur
að það sé mjög mikilvægt að vand-
að sé til svona mannvirkis og að það
fari vel í umhverfi sínu, þar sem
það muni koma til með að standa
lengi. „Göng hafa kannski minnst
áhrif í umhverfi sínu, að minnsta
kosti ekki sjónræn áhrif og þú ert
ekki að raska neinu þannig, nema
þar sem eru munnar og gatnamót
og við teljum að það sé æskilegast.
En við getum líka alveg séð fyrir
okkur brú þarna,“ segir hann, en
nefnir jafnframt að þá yrði að
leggja mikið í hönnun hennar.
Annar áfangi Sundabrautar nær
frá Hallsvegi norður í Geldinganes,
þriðji áfanginn er úr Geldinganesi
yfir í Gunnunes á Álfsnesi og loks
er lokaáfanginn brú yfir Kollafjörð,
úr Álfsnesi yfir á Kjalarnes.
ráðgerð í næstu aðalskipulagsdrögum
armannvirki
a 60 milljarða
aðalskipulagi Reykjavíkur,
á frá árinu 2001 til ársins
ynnt í liðinni viku. Í þeim
ugmyndir um ýmis nýstár-
mgöngumannvirki.
sem hann fer í gegnum Fossvogsdal að Kringlumýrarbraut og yfir í Kópavog.
ÞEIM fjölgar stöðugt semsækjast eftir meðferð áHeilsustofnuninni íHveragerði og standa nú
fyrir dyrum ýmsar endurbætur á
húsnæði stofnunarinnar til að mæta
vaxandi eftirspurn. Árni Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Heilsustofn-
unarinnar, segir að nýtt baðhús og
ný herbergjaálma sé meðal þess
sem sé í bígerð, enda sé nauðsynlegt
að auka við húsa- og tækjakost
Heilsustofnunarinnar til að koma til
móts við þá þörf sem sé til staðar
fyrir starfsemi af þessu tagi.
„Upphaflega var stofnunin fyrst
og fremst hvíldar- og hressingar-
stofnun, en hún hefur verið að breyt-
ast stöðugt í þá átt að verða öflugri
endurhæfingarstofnun,“ segir Árni.
„Við tökum við fólki sem hefur verið
í margskonar aðgerðum, svo sem
liðaðgerðum og krabbameinsað-
gerðum og höfum einnig tekið
hjartasjúklinga í framhaldsendur-
hæfingu. Fólk sem er með slæma
gigtkvilla kemur til okkar og við er-
um með sérstaka hópmeðferð fyrir
fólk sem er með króníska verki,
einnig hópa fyrir offitusjúklinga,
reykingahópa, streituhópa,“ segir
Árni.
„Svo höfum við verið með sér-
staka meðferð fyrir konur sem feng-
ið hafa brjóstakrabbamein. Við höf-
um reyndar verið í viðræðum við
Krabbameinsfélagið um aukið sam-
starf milli félagsins og okkar, en nú
er verulegur skortur á eftirmeðferð
fyrir krabbameinssjúklinga,“ segir
Árni.
Í Heilsustofnuninni eru rúm fyrir
tæplega 160 manns og er ásókn mik-
il, segir Árni. Yfirleitt séu biðlistar
og nú bíði fleiri en oftast áður. Um
2.300 sjúklingar koma á stofnunina á
hverju ári og flestir dvelja í fjórar
vikur í senn.
„Við stöndum frammi fyrir því að
þurfa að bæta aðstöðuna hjá okkur.
Álagið veldur því að við þurfum
stærra húsnæði og fleiri tól og tæki
til að geta komið betur til móts við
kröfur nútímans. Ætlunin er að láta
reisa nýja herbergjaálmu og einnig
er verið að undirbúa smíði um 1.000
fermetra baðhúss, þar sem verða
innisundlaug og nuddpottar, ásamt
svokölluðum strekklaugum sem
sjúkraþjálfarar nota til að teygja á
hrygg- og hálsliðum. Slíkar laugar
hafa ekki verið notaðar hér áður, en
eru algengar í Þýskalandi og Ung-
verjalandi. Þá verður sérstök vað-
laug til að örva blóðrás í fótum og er
einnig gert ráð fyrir útilaug og úti-
pottum.“
Árni segir að vandinn sé hins veg-
ar sá, að þeir fjármunir sem Heilsu-
hælið fái frá ríkinu séu eyrnamerkt-
ir rekstrinum og því þurfi að sækja
um sérstakt fé til uppbyggingar.
Auk þess þurfi að endurskoða þjón-
ustusamning stofnunarinnar við
heilbrigðisráðuneytið.
Dvalargjöld hvetjandi fyrir
sjúklinga og starfsfólk
„Við erum í viðræðum við heil-
brigðisráðuneytið um endurnýjun
samningsins, en við teljum að
grunnupphæðin í honum sé of lág.
Einnig þarf að endurskoða lyfja-
kostnað. Ráðuneytið kaupir nú 120
rúm, 30 fyrir þunga endurhæfingu
og 90 fyrir léttari endurhæfingu.
Reynslan er hins vegar sú, að við
fáum stöðugt fleiri „þunga“ sjúk-
linga. Þessi þróun kallar á meira
starfslið; fleiri lækna, hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraþjálfara og annað
fagfólk.“
Árni bendir á að Heilsuhælið hafi
ákveðna sérstöðu innan heilbrigðis-
kerfisins að því leyti að þar eru inn-
heimt dvalargjöld af sjúklingum,
sem greiða um fjórðung af dvalar-
gjaldi sínu.
„Það væri að mörgu leyti æskilegt
að þurfa ekki að taka gjald af sjúk-
lingunum, en þó hefur gjaldtakan
ákveðna kosti. Hún gerir það að
verkum að sjúklingarnir geta gert
kröfur um að þjónustan sé góð og
það er mikil hvatning til starfsfólks,
að það veiti sem besta þjónustu.
Þannig er þetta hvetjandi fyrir sjúk-
lingana til að fara fram á þá þjón-
ustu sem þeir eiga tilkall til og hvetj-
andi fyrir starfsfólkið til að veita þá
þjónustu. Það er líka gert. Við höf-
um átt því láni að fagna að hafa af-
burðagott starfsfólk í öllum deildum.
Og með því stendur og fellur rekstur
þessarar stofnunar,“ segir Árni.
Hann segist telja að æskilegt væri
að þurfa ekki að standa í innheimtu
dvalargjalda, en að gjaldtakan sé
leifar frá fyrri tíð, þegar dvalargest-
ir greiddu daggjöld, sem fóru til
framkvæmda.
„Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semd við þessa notkun fjárins og
kvað peningana eiga að fara í rekst-
ur. Ríkið ætti að sjá um fram-
kvæmdafé. Það hefur hins vegar
verið mjög af skornum skammti á
liðnum árum.“
Fyrirtæki greiða fyrir starfs-
fólk vegna streitu og reykinga
Árni segir að aðsókn að námskeið-
um fyrir þá sem vilja hætta að
reykja, fólk sem glímir við offitu og
fólk sem þjáist af streitu fari vax-
andi. Einnig verður það sífellt al-
gengara hér á landi að fyrirtæki
greiði námskeið vegna streitu, offitu
eða reykinga, fyrir starfsfólk sitt, en
slíkt hafi tíðkast víða erlendis um
nokkurt skeið. Nýlega sat Árni ráð-
stefnu hjá samtökum heilsustofnana
í Evrópu, ESPA, þar sem fjárstuðn-
ingur fyrirtækja við heilsurækt
starfsfólks var meðal umræðuefna.
„Fyrirtæki eru að átta sig á því að
með síaukinni fjárfestingu í mann-
auði verða þau að tryggja að starfs-
menn séu við góða heilsu. Í flóknu
tæknisamfélagi nútímans getur tek-
ið langan tíma að þjálfa starfsmann
og gera hann að góðum starfskrafti.
Það er því dýrt að missa slíkan
starfsmann í langvarandi veikindi,
sem unnt hefði verið að koma í veg
fyrir. Fyrirtæki hér heima sjá þetta
æ betur og eru mörg að byrja að
hjálpa sínu fólki að ná betri tökum á
lífi sínu og heilsu,“ segir Árni.
Þörf fyrir námskeið gegn
streitu fer vaxandi
Á námskeiðum þar sem unnið er
gegn streitu fá þátttakendur bæði
meðferð og fræðslu.
,,Þeim er kennt hvernig á að hvíla
sig og hvernig á að draga úr og hafa
stjórn á áhyggjum. Fólk fer í slökun,
nudd og gönguferðir. Því er kennt
að sofa, en þetta er gjarnan fólk sem
sefur mjög illa. Næringarfræði er
einnig mikilvægur þáttur í kennsl-
unni. Einnig er boðið upp á aðstoð
annarra sérfræðinga,“ segir Árni.
Hann segist sannfærður um að þörf
fyrir slík streitunámskeið fari vax-
andi, samfara síaukinni streitu fólks.
„Þetta samfélag okkar er orðið svo
teygt og togað og streitan orðin
áberandi alls staðar. Krafan um ým-
is lífsins gæði er orðin svo aðgangs-
hörð að fólk vinnur allt of langan og
þreytandi vinnudag, leggur alltof
mikið á sig og gleymir að hvíla sig.
Við fáum til okkar fólk á besta aldri
sem er í stjórnunarstöðum og góð-
um efnum, en gleymir að hvíla sig,
gleymir að hlusta á líkamann og við-
varanir hans. Þegar það kemur til
okkar er það orðið illa veikt og lík-
aminn farinn að gefa sig. Fólk
gleymir því gjarnan að það á bara
einn líkama og eitt líf,“ segir Árni.
Að fara með bílinn í skoðun
en ekki líkamann
Hann segir það ávallt hafa verið
skoðun þeirra sem að Heilsustofn-
uninni standa, að skynsamlegast sé
að reyna að koma í veg fyrir sjúk-
dóma. „Þegar líkaminn fer að láta
vita að eitthvað sé í ólagi, þá eiga
menn að grípa til ráða. Fólk fer með
bíl í smurningu reglulega, í skoðun
árlega og ef það skröltir eitthvað í
honum er farið á verkstæði. En þó
fólk sé orðið þreytt og slitið og heyri
líkamann kveina allan daginn þá
gerir það ekkert, en heldur áfram að
þræla sér út,“ segir Árni.
Hann segir mikinn áhuga á því í
Heilsustofnuninni að efla alhliða for-
varnarstarf og að hugmyndin sé að
taka inn hópa fólks sem vill og þarf
að fá úttekt á eigin heilsu, bæði lík-
amlegri og andlegri.
Stækkun og endurbætur framundan hjá Heilsu-
stofnuninni í Hveragerði vegna aukinnar aðsóknar
Fólk gleymir að
hlusta á líkamann
Árlega dvelja um 2.300
manns á Heilsustofnun-
inni í Hveragerði um
lengri eða skemmri
tíma til að fá bót meina
sinna. Birna Anna
Björnsdóttir ræddi við
Árna Gunnarsson,
framkvæmdastjóra
Heilsustofnunarinnar,
sem segir aðsókn að
stofnuninni fara sívax-
andi og þá einkum
vegna kvilla sem orsak-
ist af streitu og því að
fólk gleymi að hvíla sig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar í Hveragerði.
bab@mbl.is