Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 32

Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Þor-steinsson var fæddur í Reykjavík 10. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni 22. júní 2001. For- eldrar Magnúsar voru Þorsteinn Jóns- son verslunar- fulltrúi, síðar skrif- stofustjóri hjá Garðari Gíslasyni hf. í Reykjavík, f. 16. maí 1884 í Ólafsvík, d. 26. ágúst 1970, og síðari kona hans Katrín Jóhannsdóttir, f. 9. apríl 1888 í Lækjarbotnum í Landsveit í Rangárvallasýslu, d. 12. des. 1941. Alsystkini Magnúsar voru, Grétar Jón, f. 29. feb. 1924, d. 17. apríl 1925, og Margrét Björg, kennari, f. 17. okt. 1930. Maki hennar: Torben Friðriksson, f. 21. apríl 1934, fv. ríkisbókari. Hálfbræður hans sam- feðra voru: 1) Einar, skrifstofu- stjóri, f. 20. des. 1906, d. 3. jan 1972. Maki hans: Halldóra Ósk Halldórsdóttir, f. 14. júlí 1906, d. 28. okt. 1989. 2) Ingólfur, skrif- stofustjóri, f. 31. júlí 1910, d. 6. nóv. 1998. Maki hans: Vilborg Vil- hjálmsdóttir, f. 20. apríl 1912. Hinn 28. júní 1952 kvæntist Magnús Guðrúnu Salóme Guð- prófessor við The Johns Hopkins University School of Medicine í Bandaríkjunum. 3) Guðmundur, f. 17. apríl 1956, sagnfræðingur og forstöðumaður Þjóðmenningar- hússins. Maki: Vaka Hrund Hjalta- lín, f. 7. sept. 1956, fv. deildarstjóri á Ferðaskrifstofu Íslands. Börn: Salóme, f. 21. okt. 1983, Sigrún, f. 2. okt. 1987, Unnur, f. 25. júní 1990, og Katrín, f. 11. júní 1993. 4) Gunn- ar, f. 5. nóv. 1965. Magnús ólst upp í Reykjavík og varð stúdent frá MR 1946. Hann lauk læknaprófi frá HÍ 1955 og stundaði síðan framhaldsnám í barnalækningum í Þýskalandi og Svíþjóð til 1959. Sérfræðingsleyfi í barnasjúkdómum fékk hann 22. apríl 1960. Hann var héraðslæknir í Bakkagerðishéraði veturinn 1959 til 1960. Magnús var starfandi læknir í Reykjavík frá apríl 1960. Hann starfaði við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Hafnar- fjarðar frá stofnun hennar í maí 1960 til sept. 1963 og jafnframt á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá júní 1960 til maí 1965, deildarlæknir þar frá júní 1965 til ársloka 1997. Magnús var skólalæknir Menntaskólans við Hamrahlíð 1968 til 1996 og Menntaskólans við Sund 1970 til 1997. Hann var formaður Félags íslenskra barnalækna 1968 til 1969 og formaður læknaráðs Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur 1992 til 1996. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mundsdóttur, f. í Hafnarfirði 18. júlí 1929, dóttur Guð- mundar J. Guðmunds- son prentara, f. 17. mars 1899, d. 10. des. 1959, og k.h. Salóme Guðrúnar Jónsdóttur, f. 4. apríl 1906, d. 11. jan. 1953. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 8. des. 1952, Ph.D., stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrif- stofu Alþingis í Reykjavík. Maki I: Helga Kristín Gunn- arsdóttir, bókavörður, f. 14. júní 1957. Þau skildu. Maki II: Halla Bachmann Ólafsdóttir, f. 16. júní 1957, lögfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Börn: Katrín Sig- ríður, f. 15. júlí 1994, og Jórunn María, f. 25. okt. 1996. 2) Salóme Guðrún, f. 30. sept. 1954, lána- fulltrúi í Baltimore í Bandaríkjun- um. Maki I: Robert Schott, f. 13. júlí 1947. Þau skildu. Börn: Abra- ham Teitur, f. 28. des. 1977, í sam- búð með Ericu Hodgson, f. 30. nóv. 1977, og er barn þeirra Alea Mich- elle, f. 19. júlí 1996, David Þór, f. 24. maí 1979, og Seth Eiríkur, f. 26. mars 1981. Maki II: Melvin Gordon McInnis, f. 12. maí 1956, sérfræð- ingur í geðlækningum og aðstoðar- Tilviljun réð því að Magnús tengdafaðir minn valdi sér barna- sjúkdóma sem sérgrein innan lækn- isfræðinnar. Eftir embættispróf frá læknadeild Háskóla Íslands sumarið 1955 bauðst honum óvænt náms- styrkur til að nema barnalækningar í Münster í Þýskalandi. Segja má að teningnum hafi þá verið kastað og lífsbrautin mörkuð. Hann var eitt ár í Þýskalandi og síðan tvö ár í fram- haldsnámi í Svíþjóð. Ári eftir heim- komuna réðst hann til starfa á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og vann þar sitt aðal- starf fram til ársloka 1996, í næstum fjóra áratugi. Magnús var kjörinn maður til að sinna barnalækningum og ung- barnaeftirliti, því hann var nærgæt- inn, ótrúlega þolinmóður og úrræða- góður. Á löngum starfsferli sínum hitti hann tugþúsundir barna og for- eldra þeirra og eðli málsins sam- kvæmt hljómaði barnsgrátur í eyr- um hans drjúgan hluta hvers vinnudags. Aldrei nefndi hann þó að þetta væri þreytandi, heldur gladd- ist yfir árangri ungbarnaeftirlitsins og hafði oft á orð hve mikla framsýni þeir hefðu sýnt sem hleyptu því af stokkunum. Ég veit ekki hvort það var beinlín- is tilviljun að Magnús nam læknis- fræði að loknu stúdentsprófi frá MR 1946. Snemma stóð hugur hans ekk- ert síður til bókmennta og fagurra lista en læknisvísinda. Hann hafði unun af ljóðlist og vel skrifuðum texta. Á góðum stundum hafði hann mikla ánægju af því að fara með ljóð og ræða ljóðaþýðingar. Hann kunni líka vel þá list að segja sögur, ekki síst gamansögur frá fyrri tíð. Hann hafði ríkt skopskyn og var oft hnytt- inn í tilsvörum. Magnús var drátt- hagur og hafði sérstaklega fallega rithönd. Á tímabili fékkst hann við að mála og teikna myndir sér til ánægju en gerði lítið úr hæfileikum sínum þótt öðrum dyldust þeir ekki. Magnús var mikill fjölskyldumað- ur og lét sér mjög annt um börn sín, tengdabörn og barnabörn. Samband hans og Distu, tengdamóður minnar, var alla tíð einkar náið. Hún sýndi mikinn styrk í veikindum hans, þó að hún hafi sjálf átt við sjúkdóm að stríða um árabil, og við fundum hve hreykinn hann hann var af henni. Við biðjum góðan Guð að veita henni áfram þann styrk sem hún hefur sýnt. Okkur er öllum mikil eftirsjá í afa Magga. Guð blessi minningu hans. Vaka H. Hjaltalín. Það eru mikil forréttindi að eiga afa sem er barnalæknir. Það er sama hvað kemur fyrir, hvort sem maður dettur og hruflar sig, fær háls- eða eyrnabólgu eða einhverja leiðinlega umgangspest, alltaf er hægt að fara til afa eða fá afa heim til sín og fá hjálp og uppörvun. Okkur systrun- um þótti afi Maggi hreinasti snilling- ur við að lækna sjúkdóma og sár. Hitinn snarlækkaði við það eitt að vita að hann var kominn til manns og einhvern veginn voru plástrarnir heima hjá afa og ömmu í Hamrahlíð mýkri og meira græðandi en aðrir plástrar. Afi var nærgætinn og lét sér alltaf mjög annt um okkur syst- urnar og spjallaði við okkur um heima og geima eins og fullorðið fólk. Hann hlustaði á það sem við sögðum og vildi vita hvað okkur fyndist um hlutina. Hann fylgdist með hvernig okkur gekk í skólanum og taldi ekki eftir sér að koma með ömmu til að sjá okkur á leiksýningum, danssýn- ingum eða á tónleikum. Einhvern tíma höfum við allar ætl- að að verða læknar þegar við yrðum stórar og þá auðvitað barnalæknar eins og afi. Það þótti honum mjög vænt um og sýndi okkur fínu lækna- töskuna sína og sagði að við myndum þurfa á henni að halda til að fara í vitjanir. Þessi taska er með mörgum hólfum og ýmsum dularfullum af- kimum og það var spennandi að skoða það sem hún geymdi, meðul og mæla, tæki og tól, smyrsl og grisjur. Við hugsuðum með okkur að það yrði nú aldeilis stæll á okkur þegar við birtumst með töskuna, sprenglærð- ar í læknisfræði! Á þessari stundu er hugur okkur hjá ömmu Distu sem undanfarna mánuði lagði nótt við dag til að gera líf afa bærilegt eftir að hann veiktist alvarlega um jólin. Við megum sann- arlega teljast heppnar ef við verðum jafnsterkar og hún þegar á móti blæs. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi yfir ömmu Distu. Blessuð sé minning afa Magga. Salóme, Sigrún, Unnur og Katrín Guðmundsdætur. Með allnokkru millibili leituðum við Magnús kvonfangs í ætt, sem kennd er við Neðra- Háls í Kjós. Þetta er litrík ætt. Við töldum okkur hafa verið ættleidda með fullum rétt- indum „sine nobilitatis“ þó, og var það tekið gilt. Á virkum dögum og til hagræðis, var ættin kennd við fjöl- skylduhúsið við Lokastíg 5 og hét þá bara Lokó-5 ættin, en þegar meira var haft við, var þetta sameinað und- ir nafninu Club five, þar í kjallaran- um hóf Magnús sinn búskap og all- löngu síðar sá er þetta ritar. Ég hef lengi gefið gaum að mönnum, sem hlæja helst aldrei upphátt, en sjóða niðri í sér hláturinn eins og ketill á ofnhellu. Augu geta líka hlegið dátt. Magnús var það sem kallað er á gamalli Reykjavíkurdönsku lún, og varð okkur löngum skrafdrjúgt. Við vorum báðir fæddir í Reykjavík, sem er ekki algengt um menn svo gamla. Við áttum saman minningar um þennan furðulega bæ eða borg, sem einu sinni átti sér miðbæ og týndi honum. Allar alvöruborgir hafa miðbæ, nema kannske eyðimerkur með húsum eins og Los Angeles. Í miðbænum slær hjartað og þaðan liggja götur eins og æðar sem flytja lífið til og frá. Á góðviðrisdögum varð varla þverfótað í Austurstræti fyrir fólki. Einstöku bíll silaðist áfram eins og af aulaskap. Það stirndi á silkisokka stúlknanna og það var alvöru ormasilki. Í bænum voru margar hattabúðir og hattar liðuðust eftir mannhafinu eins og hreyfilistaverk. Peysufatakonur voru farnar að bera frönsk sjöl. Eng- inn karlmaður með réttu ráði hefði látið sér detta í hug að ganga ber- höfðaður niður í bæ. Hvernig átti hattlaus maður að votta konu virð- ingu sína með því að taka ofan? Jafn- vel strákar eins og við urðu að vera með pottlok, því að maður gat alltaf átt von á því að mæta prestinum eða kennaranum. Prestar stikuðu oft götur bæjarins hempuklæddir með pípuhatt og hatturinn var alltaf á lofti. Menn miðaldra voru gjarnan með staf og hét það að ganga við stokk. Hver kom sér upp eigin stíl í stafburði. Kunn er saga Halldórs Laxness af Óskari Halldórssyni og stafnum hans. Á sumrin mátti sjá menn með ljósa hatta skarta hvítu vesti, gjarnan tvíhnepptu og gam- mósíum yfir skónum hnepptar utan- fótar en opnar um hæl og tá. Ég hef oft furðað mig á að slíkur elegans skuli ekki hafa verið endurreistur, oft var svo blóm í hnappagati, stung- ið í falda glerpípu með vatni. Í stað bæ, bæ var sagt adíö uppá dansk- franskan, danskir karlar stóðu í búð- ardyrum með harða hatta og mann- drápara með álnarlanga gullkeðju um þriflegan maga. Þeir fóru í heim- sókn til Gamle Danmark, komu heim aftur og dæstu, ta er alt úmulig í Danmark, teir tala ekki engang dönsku tar mere. Tíminn líður, hver man ekki eftir framtíðinni, sem stóð álengdar með útbreiddan faðminn, óendanleg og ótæmandi eins og stórfljót – við vor- um ungir og eilífir, og svo allt í einu er framtíðin búin og maður má þakka fyrir nútíð, og vonar að hún endist eitthvað lengur. Við biðum þess hjónin, að Maggi yrði nógu hress til að fá okkur í heimsókn. Það dróst um sinn en svo hringdi síminn, það var Dista, Maggi vildi fá okkur. Og hann var með glimt í öjet eins og í gamla daga og það vissi á gott. Við fórum að segja sögur, sannar og lognar, við hlógum dátt og hláturinn sauð í Magga. Hér áður fyrr, þegar við Maggi vorum í stuði, svældum við tóbak svo svaka- lega, að það hefði ekki veitt af slökkviliði til að reykræsta eftir okk- ur. Það gladdi mig þegar hann sagði að sig langaði í smók og fékk sér hann. Ég er löngu hættur, en hefði einhver boðið mér í nefið, hefði ég fengið mér vænan prís. En þetta var seinasta sagan, seinasti hláturinn, seinasta sígarettan. Tveim dögum síðar hvarf hann inn í þögnina, þang- að sem við hin getum ekki fylgt hon- um að sinni. Kvöldið áður en hann dó sátu þau saman Magnús, Dista og Sulla dóttir þeirra og dreyptu á koníaki. Ilmur- inn fylgdi þeim í svefninn. Kjartan Guðjónsson. „Audi partem alteram.“ Föðurbróðir minn Magnús Þor- steinsson, læknir, er látinn eftir þunga legu, sem hann brást við af aðdáunarverðu hugrekki. Ég leit oft til hans sem eldri bróður og fyrir- myndar, enda var hann mér nær eft- ir aldri en algengt er um föðurbræð- ur. Þegar Magnús var að ljúka menntaskólanámi var ég enn í barnaskóla. Það var um þær mundir sem Magnús kenndi mér ofangreint spakmæli Augustinusar kirkjuföður á latínu: „Heyrið hina hlið málsins.“ Virðist mér raunar að hann hafi ætíð haft mætur á þeirri vizku sjálfur. Hann sýndi mér einnig kínverska af- brigðið af sönnun þeirrar setningar, sem við kennum við Pyþagoras hér á Vesturlöndum. Það má segja að sú vizka hafi orðið mér meira veganesti en latínan. Magnús var læknir af lífi og sál. Hann var svo önnum kafinn við að svara kalli þeirra mörgu, sem leituðu til hans, að hann sinnti ekki eigin vel- ferð. Ég er í mikilli þakkarskuld við hann fyrir þá miklu hjálp sem hann veitti foreldrum mínum háöldruðum. Magnús hafði mjög greinilegar hugmyndir um gildi læknisfræði, sem stundum stangaðist á við tízk- una. Hann taldi ónæmisaðgerðir og bólusetningar einu öruggu leiðina til þess að sigrast á sjúkdómum. Hetjur hans voru menn af svipuðu tagi og Jonas Salk. Hann var stoltur af því að hafa lagt fram svo stóran skerf til þess að útrýma lömunarveiki, sem áður var landlæg á Íslandi. Nýlega heyrði ég þekktan vísindamann í AIDS-rannsóknum segja um svipað málefni: „Ég vil heldur 75% árangur af bóluefni í dag en 95% árangur eft- ir 10 ár.“ Mér virðist að Magnús hefði komizt mjög svipað að orðum fyrir allmörgum árum. Heil kynslóð Íslendinga nýtur nú forsjálni hans. Við söknum þín öll í Fíladelfíu vestan hafs, elskulegi frændi, og biðjum Guð að styrkja Distu, börnin, og barnabörnin. Ketill Ingólfsson. Vinur minn og samstarfsmaður, Magnús Þorsteinsson, lézt á heimili sínu eftir harðvítuga baráttu við ill- kynja sjúkdóm. Við Magnús áttum samleið í lífinu frá unga aldri, fyrst í Menntaskól- anum í Reykjavík, síðar í læknadeild Háskóla Íslands og loks á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, þar sem við lukum báðir okkar ævi- starfi á sviði forvarna í barnalækn- ingum. Magnús hóf störf á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur talsvert á undan mér og var stað- gengill Katrínar Thoroddsen, yfir- læknis, um hríð. Hann var því öllum hnútum kunnugur og gat leiðbeint mér, þegar ég kom til starfa og átti að heita yfirmaður hans. Það segir ekki lítið um mannkosti Magnúsar og hans innri mann, að hann tók mér með kostum og kynj- um, reyndist mér eins og bezti eldri bróðir, og lét hvorki mig né aðra finna, að hann var mér í raun fremri og miklum mun reyndari í starfi á því sviði, sem okkur var ætlað að leysa af hendi. Trygglyndi Magnús- ar var einstakt og naut ég góðs af því alla tíð. Eins og óhjákvæmilegt er skiptust á skin og skúrir í áratuga löngu starfi, en á hverju sem gekk gat ég alltaf treyst á stuðning Magnúsar, sem og því, að óbrigðul kímnigáfa hans og óskeikul heilbrigð skynsemi mundi létta andrúmsloftið og sam- starfsmönnum okkar lund, þegar illa blés og ástandið hefði getað skaðað starfið. Ég mun vera Magnúsi þakklátur, svo lengi sem ég dreg andann, og sakna hans meira en orð fá lýst. Því get ég ímyndað mér, hversu djúpur söknuður eiginkonu hans, Guðrúnar Salome Guðmundsdóttur, og barna hans, Þorsteins, Salome Guðrúnar, Guðmundar og Gunnars hlýtur að vera. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Halldór Hansen. Árið 1997 lét Magnús Þorsteins- son barnalæknir af störfum við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, eins og hún hét þá, eft- ir 37 ára starf. Hann var þá elstur starfsmanna og hafði einn lengstan starfsaldur. Svo var þó ekki að sjá. Okkur samstarfsmönnum hans fannst hann alltaf jafnspengilegur og -léttur í hreyfingum, að vísu var rauða hárið ekki eins rautt og áður, en þykkt og mikið og hugurinn ferskur og flaug víða. Nú var nýr kafli fram undan með fjölskyldu og vinum og tími til að gera það sem áhuga vakti, án starfsskyldu. Vissu- lega urðu árin nokkur sem Magnús naut, í þessu nýja hlutverki, en ótíð- indi bárust okkur í janúar sl. þegar hinn illvígi meinvættur krabbamein greindist. Ekki voru gefin grið og eftir hetjulega og erfiða baráttu með stuðningi fjölskyldu og heilbrigðis- þjónustu lést hann á heimili sínu þann 22. júní sl. Magnús var einn máttarstólpi heilsuverndar barna öll starfsár sín. Hann starfaði hljóðlega, var alltaf á staðnum, alltaf til taks. Það var eins og barnadeildin og Magnús væru eitt, þannig yrði það alltaf, en stöðugt erum við minnt á hverfulleikann. Magnús var natinn og góður læknir. Orð fór af snilli hans við að sprauta börn. Slíkt var orðspor hans í þessum efnum að for- eldrarnir óskuðu þess sérstaklega að fá þjónustu hans þegar sprauta var á dagskrá. Engum hinna ágætu starfs- manna Miðstöðvar heilsuverndar barna eins og deildin heitir nú hefur MAGNÚS ÞORSTEINSSON                       !! "#   $        %& ! ' ()**  ( % !+,()**  -,   ((. !) , '/ % !+,((. ,  ! )**  -(* / % !+,()**  - !) ()**  ,+,, %  (. .!   & /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.