Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!"
#
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ hlýjar okkur hér fyrir vestan
um hjartarætur að sjá hvað Morg-
unblaðið fjallar mikið um Jón Sig-
urðsson forseta á síðum sínum
þessa dagana. Er það í fullu sam-
ræmi við stefnu blaðsins svo lengi
sem elstu menn muna, að halda til
haga sem flestu um þennan ein-
staka Vestfirðing, sem varð oft að
sætta sig við þá reynslu brautryðj-
andans að falla en halda þó velli.
Er raunar óvíst að nokkur annar
íslenskur maður hafi verið nefndur
oftar til sögu á síðum blaðsins í
gegnum tíðina.
Hitt er svo ekki óeðlilegt að
stundum fljóti með missagnir
nokkrar í erli dagsins. Í ágætri frá-
sögn Úlfars Ágústssonar frá Ísa-
firði í Morgunblaðinu 19. júní, um
þjóðhátíðina hér á Hrafnseyri 17.
júní, en þá hélt Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hátíðarræðu í Bæl-
isbrekku, þar sem Jón Sigurðsson
lék sér ungur sveinn, er nefnt, að
aldrei hafi verið annað eins fjöl-
menni á þjóðhátíð á Hrafnseyri og
nú. Þennan dag munu hafa verið
hátt í 300 manns hér á staðnum í
frábæru veðri og var seinni hluti
dagskrárinnar fluttur úr húsi undir
bert loft. Á þjóðhátíð í fyrra var
þetta öfugt. Þá flúðu menn með
dagskrána vegna grenjandi rign-
ingar í risastórt tjald, sem reist
hafði verið í öryggisskyni, og tók
það rúmlega 1.100 manns og var
troðfullt. Og á fimmtíu ára afmæli
lýðveldisins 1994 voru hér um
1.200-1.400 manns, svo annað dæmi
sé nefnt.
Mesti mannfjöldi, sem komið
hefur saman á Hrafnseyri, var aft-
ur á móti 3. ágúst 1980, þegar
minnst var hundruðustu ártíðar
Jóns Sigurðssonar. Þá voru hér
saman komin hátt í 3.000 manns og
varð mörgum eftirminnileg stund
að taka á móti nýkjörnum forseta
lýðveldisins, Vigdísi Finnbogadótt-
ur, fyrstu konunni í veröldinni sem
kjörin var forseti lands síns.
Það var mikið þrekvirki hjá Jóni
Sigurðssyni að gefa út málgagn
sitt, Ný félagsrit, sem reyndar eru
nefnd Íslensk félagsrit í Morgun-
blaðinu 19. júní, í þrjátíu ár. En út-
gáfan var hrakfallasaga sem lesa
má um í bók Lúðvíks Kristjáns-
sonar, Á slóðum Jóns Sigurðssonar
(Skuggsjá 1961).
Í viðtali við Guðjón Friðriksson
sagnfræðing í blaðinu 17. júní, en
hann er nú sestur við ritun „raun-
sannrar“ persónusögu forsetans,
sem er mikið fagnaðarefni, segir
m.a. svo:
„Jón hafi nánast verið dýrkaður
á Íslandi eftir að útgáfa Nýrra
félagsrita hófst. Þau hafi verið les-
in upp til agna í sveitum og orðið til
að vekja fjölda fólks til umhugs-
unar, auk þess sem þau lögðu
grunninn að hinu mikla persónu-
fylgi Jóns.“
Þótt útgáfa Nýrra félagsrita hafi
markað þáttaskil í sjálfstæðisbar-
áttunni er af og frá að þau hafi lagt
grunninn að hinu mikla persónu-
fylgi Jóns Sigurðssonar. Þar kom
annað til. Lúðvík fjallar ítarlega
um þetta atriði í áður greindu riti
sínu. Þar segir hann meðal annars:
- - - „Sá skilningur er ríkjandi,
að forusta Jóns Sigurðssonar í
sjálfstæðisbaráttunni hafi verið
undirrót að lýðhylli hans, meðan
hann var og hét. Víst var Jón dáður
og virtur af löndum sínum þegar í
lifanda lífi meira en títt er. En það
er hæpið mat að telja vinsældir
hans fyrst og fremst sprottnar af
stjórnmálaaðgerðum hans. Sögu-
túlkun, sem hverfist um þann
skilning, er meira í ætt við ósk-
hyggju en raunveru.
Til þess að kynnast því, hvernig
á því stóð, að Jón varð goð í augum
landa sinna, verður að grafast fyrir
samskipti þeirra við hann. Sögu-
sagnir, hvorki gamlar eða nýjar,
stoða lítt, aðeins bókstafurinn úr
samtíð Jóns getur orðið hér við-
miðunarmerki, og þó að sjálfsögðu
engan veginn algilt.
- - - Þær þúsundir bréfa, sem
varðveittar eru frá Íslendingum til
Jóns, eru tvímælalaust veigamestu
gögnin um viðskipti þeirra við
hann. (Meira en 6.000 slík bréf eru
varðveitt á söfnum landsins frá um
870 bréfriturum. H. S.) Mikið fjöl-
menni kemur þar við sögu, menn
úr öllum stéttum og úr hverri ein-
ustu sýslu á landinu. Þar eru í einni
fylking: sýslumenn og dómarar,
prestar, stórbændur og kotungar,
vermenn, vinnukonur og maddöm-
ur, vinnumenn og námsfólk, lands-
hornalýður og dæmdir menn.
- - - Langsamlega fæstir leita á
vit Jóns til þess að ræða við hann
um stjórnmál, tjá honum hug sinn í
því efni, veita honum bendingar um
baráttuaðferðir eða upplýsa hann
um, hvernig horfi hér eða þar um
bænaskrár eða undirskriftir. Þeir
eru mörgum sinnum fleiri, sem
koma til hans með kvabb í ýmiss
konar myndum.
- - Þótt þessi þjónusta kosti Jón
tíma og fé ber lítið á, að hann amist
við henni og aldrei spyr hann til
beinna launa fyrir hana. Honum
dylst ekki pólitískt gildi þessara
vinnubragða. Þau treysta hann í
foringjasessi, auka áhuga þjóðar-
innar á orðum hans í ræðu og riti
og stuðla þannig í leiðinni að því að
vekja hana til sjálfsvitundar. Hefði
Jón aldrei sinnt neinu snatti eða
kvabbi landa sinna hefði mörg bók-
in eða handritið verið föst í hendi,
sem annars lágu laus fyrir, félagar
Bókmenntafélagsins hefðu þá orðið
snöggtum færri, aldur Félagsrit-
anna skemmri, og loks hefði að-
dáun þjóðarinnar á Jóni, meðan
hann stóð í striti sínu og stríði, ef
til vill orðið eilítið minni.
- - - Jón Sigurðsson vissi því vel,
hverju gegndi að snúast vel við
bænum landa sinna, stórum sem
smáum, fáfengilegum sem mikil-
vægum.“
Var einhver að tala um Albert
Guðmundsson?
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
Morgunblaðið og
Jón Sigurðsson
Frá Hallgrími Sveinssyni: