Morgunblaðið - 14.08.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 14.08.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  Til sölu Honda S2000, f. skrd. 16.03. 2000 ekinn, 5 þ. km, gyltur, 2 dyra, 241 hö. Einn með öllu. Verð 4.190.00 kr. SUMARBÚSTAÐUR brann til kaldra kola í landi Stóra-Dals undir Eyjafjöllum á laugardagskvöld. Þrjár konur, ein þeirra komin sjö mánuði á leið, voru inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og komust þær allar út ómeiddar. Talið er að kviknað hafi í út frá gas- eldavél sem var í gangi, en konurnar þrjár voru að matreiða þegar eldur- inn kviknaði. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli kom eldurinn mjög skyndi- lega upp og skíðlogaði á eldavélinni. Konurnar tóku til fótanna og fóru út á pallinn, ein þeirra berfætt, en bústað- urinn var þá orðinn alelda og varð ekki neitt við ráðið. Fólk í næsta bústað hafði samband við neyðarlínuna og var slökkviliðið á Hvolsvelli um 15 mínútur á staðinn, en bústaðurinn var í um 25 kílómetra fjarlægð frá Hvolsvelli. Fimm slökkvibílar frá Hellu og Hvolsvelli fóru í útkallið og tók tæpa tvo tíma að slökkva eldinn. Bústaðurinn, sem var um 60 fermetrar að flatarmáli, er gjörónýtur. Hann var kominn nokkuð til ára sinna, að sögn lögreglu, en var þó nýuppgerður. Rafmagn var lagt í bústaðinn fyrr í sumar og sagði ein kvennanna lögreglu að þetta hefði lík- lega verið í síðasta sinn sem til stóð að nota gaseldavélina því hún hafði ætl- að sér að fjárfesta í rafmagnseldavél eftir helgina. „Þegar eldurinn varð laus hlupu konurnar út. Ég kom þá að og hugs- aði mér að nálgast slökkvitæki en sneri frá þar sem þetta var vatns- slökkvitæki og gaseldur laus. Ég ætl- aði þá að nálgast kútinn en það var vonlaust vegna þess að slangan frá honum sveiflaðist til með eins til tveggja metra eldspýju,“ segir Elliði Vignisson, sem átti sumarbústaðinn ásamt fjölskyldu sinni. „Okkur vannst ekki tími til að bjarga neinu. Ég var svo heppinn að vera fyrir utan þegar þetta gerðist og var því á útiskóm en aðrir stóðu úti á sokkunum.“ Hann segir að gaskúturinn virðist ekki hafa sprungið heldur spúð út af sér gasinu og kveikt þannig í bústaðn- um. „Það gerir tjónið hvað sárast að við höfum verið í 20 ár að gera upp þetta hús og vorum rafmagnslaus fyrstu 19 og hálfa árið. Það er engin spýta þarna inni sem við höfum ekki neglt sjálf upp,“ segir Elliði. Hann segir þó að allir hafi verið himinlifandi að sleppa frá þessu heilir. Kona hans er ófrísk og að auki eiga þau tvö börn sem voru úti fyrir þegar eldurinn varð laus. Sumarbústaður undir Eyjafjöllum brann til kaldra kola á skömmum tíma Þrjár konur komust út Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bústaðurinn, sem var nýuppgerður, fuðraði upp á skömmum tíma. UNGUR maður lét lífið þegar fólksbif- reið hans lenti framan á rútu á Suðurlands- vegi rétt fyrir neðan Lögbergsbrekku laust fyrir klukkan sex á sunnudags- kvöld. Maðurinn var einn í bílnum og talið að hann hafi látist samstundis. Þrír far- þegar rútunnar voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra reynd- ust óveruleg og sluppu aðrir ómeidd- ir. Rútan var búin ör- yggisbeltum og er tal- ið að allir farþegar hennar hafi notað þau. Fólksbifreiðin er gjörónýt eftir áreksturinn og rútan mikið skemmd. Annar fólksbíll á austurleið, sem kom aðvífandi, varð fyrir lítilsháttar skemmdum þegar ekki tókst að víkja honum að fullu frá árekstrinum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi virðast tildrög slyssins hafa verið að fólksbifreiðin, sem ekið var austur Suðurlandsveg, fór yfir á öfugan veg- arhelming og í veg fyrir rútuna sem ekið var vest- ur í átt til Reykjavíkur. Í rútunni voru 22 farþegar auk bílstjóra og að sögn lögreglu voru þetta starfs- menn fyrirtækis í Reykja- vík og fólk úr fjölskyldum þeirra á heimleið eftir skemmtiferð. Öllum far- þegum rútunnar var veitt áfallahjálp á Landspítal- anum í Fossvogi en þeir voru fluttir þangað í fjölda sjúkrabifreiða sem kallað- ar voru á slysstað. Lögregla og slökkvilið hafði mikinn viðbúnað vegna slyssins og var lok- að fyrir umferð í austurátt við Rauða- vatn skömmu fyrir klukkan hálfsjö en umferð til Reykjavíkur var hleypt framhjá slysstaðnum um malarveg. Opnað var fyrir umferð um Suður- landsveg að nýju fljótlega upp úr klukkan átta um kvöldið. Maðurinn sem lést í slysinu hét Birkir Þór Ásgeirsson. Hann var 23 ára, ókvæntur og barnlaus, til heim- ilis að Fjallalind 151 í Kópavogi. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað á slysstað og voru far- þegar rútunnar fluttir til Reykjavíkur með sjúkrabifreiðum. Rúta og fólksbifreið rákust á Birkir Þór Ásgeirsson Ungur maður lést í slysinu HEIMAMENN í Dalabyggð hafa óskað eftir viðræðum við Kaupfélagið í Borgarnesi, sem er eitt þeirra kaup- félaga sem standa að tilboði í rekstur sláturhúsa Goða í haust og er reiknað með að viðræðurnar geti hafist á næstu dögum. Í Morgunblaðinu á sunnudag segir Kristinn Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri Goða, að hann hafi bent þeim í Dalabyggð á að ætli þeir sér að leigja sláturhúsið verði þeir að koma sér inn í svona hóp líkt og kaup- félögin séu í, þar sem þeir ætli að semja við einn hóp eins og staðan sé. Viðræður hefjast fljótlega Haraldur L. Haraldsson, sveitar- stjóri í Búðardal, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu óskað eftir viðræðum við Kaupfélagið í Borgarnesi og hann reiknaði með að viðræðurnar gætu hafist á næstu dögum. „Auðvitað erum við tilbúnir til þess að taka upp viðræður við þessa aðila,“ sagði Haraldur enn- fremur. Heimamenn í Dalabyggð Hafa óskað eftir við- ræðum UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að af- greiðsla félagsmálaráðuneytisins á máli manns, er sótti um stöðu leið- beinanda við grunnskóla vorið 1999, hafi ekki verið í samræmi við lög, en hann hafði borið afgreiðslu yfirvalda í sveitarfélaginu á umsókn sinni und- ir ráðuneytið. Í skýringum ráðuneyt- isins til umboðsmanns kom fram, að það hefði eingöngu gefið álit um mál- ið en ekki fellt úrskurð, er hefði rétt- aráhrif. Taldi það sig ekki hafa verið að meðhöndla stjórnsýsluákæru heldur beiðni um umsögn. Í málsgögnum kemur fram að málshefjandi tók fram í umsókn sinni, að hann vildi fullt starf en hugsanlega kæmi til greina að taka að sér 75% starf. Í niðurstöðu ráðu- neytisins frá 17. júlí 2000 er það gagnrýnt, að málshefjanda skyldi ekki tilkynnt fyrr um það, að hann fengi ekki fulla stöðu leiðbeinanda, þar sem að 6. maí 1999 hafi legið ljóst fyrir, að ekki stæði til, að ráða hann í fullt starf, því þá þegar hafi verið ráðið í allar stöður nema rúmt hálft stöðugildi. Skólastjóri tilkynnti hon- um hins vegar bréflega 7. maí 1999 að umsókn hans yrði ekki rædd á næstunni en teldist samt fullgild nema hann óskaði eftir öðru. Þegar umsækjandinn hringdi 20. ágúst, til að grennslast fyrir um stöðu mála, sagði skólastjóri honum, að ráðið hefði verið í stöðuna daginn áður, en hann hefði ekki haft samband við hann, því hann hefði talið, að hann vildi ekki 50% stöðugildi. Erindi skyldi höndlað sem kæra Í bréfi félagsmálaráðuneytisins til málshefjanda kemur fram, að það telji, að með „úrskurði“ sínum hafi afskiptum þess af málinu í raun verið lokið og sé það alfarið í höndum kær- anda hvort hann ákveði að fara lengra með málið. Í bréfaskiptum ráðuneytisins og umboðsmanns Al- þingis kemur fram, að mistök hafi verið af hálfu ráðuneytisins, að kalla niðurstöðu sína úrskurð í þessu bréfi og öðrum; um álit hafi verið að ræða, sem engin réttaráhrif ætti að hafa. Álit umboðsmanns snýr að því, að erindi mannsins til ráðuneytisins hafi verið þess eðlis, að ráðuneytinu hefði borið að taka það til meðferðar sem stjórnsýsluákæru eða a.m.k. að ganga úr skugga um hvort skilja bæri það með þeim hætti og gefa leiðbeiningar eftir því, sem við átti. Telur hann einnig, að ráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að gefa álit á grundvelli 103. greinar sveitastjórn- arlaga, heldur beri því skylda til að fella úrskurð í þeim málum, sem það tekur til meðferðar, að uppfylltum kæruskilyrðum. Afgreiðsla ráðu- neytisins hafi því ekki verið í sam- ræmi við lög. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins, að það taki málið fyrir á ný, berist ósk um það frá málshefjanda. Afgreiðsla ráðuneytis ekki í samræmi við lög TVEIR ítalskir ferðamenn voru fluttir til skoðunar á heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi eftir að bifreið þeirra valt á Borgar- fjarðarbraut við Kljáfoss síðla dags í gær. Bifreiðin sem valt var bíla- leigubíll og í honum fjórir ítalsk- ir ferðamenn. Þeir voru á norð- urleið þegar óhappið vildi til. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er talið að ökumaðurinn hafi misst bílinn út á vegaröxl og misst við það vald á honum með þeim afleiðingum að hann fór nokkrar veltur á veginum áður en hann staðnæmdist. Sjúkrabíll og læknir komu á vettvang en ferðamennirnir virtust hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Þó var ákveðið að flytja tvo þeirra á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til frekari skoðunar. Veltu bíl í Borgarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.