Morgunblaðið - 14.08.2001, Qupperneq 6
GESTIR á árlegri Hólahátíð höfðu
á orði að nú í fyrsta sinn væri ekki
sól og blíðviðri á hátíðinni en létt
úðarigning var og hlýtt þegar fjöl-
margir gestir sóttu heim til Hóla til
þess að taka þátt í hátíðinni og vera
viðstaddir þegar Davíð Oddsson
forsætisráðherra legði hornstein-
inn að Auðunarstofu hinni nýju.
Hátíðin hófst með guðsþjónustu í
Hóladómkirkju þar sem Karl
Sigurbjörnsson prédikaði.
Að lokinni guðsþjónustunni var
gengið til hinnar nýju Auðunar-
stofu, sem risið hefur í slakka milli
biskupssetursins og gamla skóla-
hússins og er hið glæsilegasta hús.
Eins og segir í prentaðri kynn-
ingu er um að ræða tilgátuhús sem
byggt er eftir skriflegum heim-
ildum og rannsóknum varðandi
hina fornu Auðunarstofu, er reist
var árið 1315 af Auðuni rauða Þor-
bergssyni, sem samkvæmt heim-
ildum var einn merkasti biskup af
erlendum uppruna sem sat Hóla-
stól. Húsið er eins og forveri þess,
að helmingi stokkahús en stafhús
er framhlutinn og stendur bygg-
ingin öll á steinhlöðnum kjallara,
en grjót í hann var sótt í Goðdala-
fjall. Norskir skógarbændur gáfu
alla viði í húsið.
Athöfnin við Auðunarstofu hófst
með því að sr. Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprestur gerði grein fyrir
aðdraganda þess að ráðist var í
gerð hússins en lýsti einnig hinni
gömlu stofu og á hvern hátt reynt
hefði verið að fylgja í þessu húsi
þeim upplýsingum sem fyrir lágu
um gerð upprunalega hússins.
Þá tók til máls Ole Lerum og
mælti á íslensku, er hann sagði frá
þeirri undirbúningsvinnu sem sr.
Bolli Gústavsson vígslubiskup lagði
fram, en hiklaust má segja að hann
sé frumkvöðull að því að ráðist var
í framkvæmdina, og samskiptum
við þá norsku aðila sem lagt hafa
fram allt efni og undirbúnings-
vinnu við gerð stofunnar. Þor-
steinn Gunnarsson, arkitekt og
leikari, las þá hluta af trúarljóðinu
Lilju eftir munkinn Eystein Ás-
grímsson en því næst lagði for-
sætisráðherra, Davíð Oddsson,
hornsteininn að byggingunni.
Verkefnisstjórn við húsbygg-
inguna önnuðust Guðmundur Guð-
mundsson og Atle Ove Mart-
inussen, arkitekt var Þorsteinn
Gunnarsson, yfirsmiður stokkhúss
var Hans Marumsrud og yfirsmið-
ur stafhúss Gunnar Bjarnason en
steinhleðslu annaðist Helgi Sig-
urðsson.
Að athöfn lokinni var boðið í
kaffisamsæti í Hólaskóla en síðan
hófst hin eiginlega Hólahátíð með
samkomu í dómkirkjunni þar sem
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, flutti aðal-
ræðuna og lagði út af aldamótaljóði
Hannesar Hafstein. Benti hún á að
flestar af þeim hugsýnum sem birt-
ast í kvæði Hannesar Hafstein
væru nú orðnar að veruleika og
saknaði hún þess að hafa ekki um
þessi aldamót heyrt viðlíka her-
hvöt, frá skáldi eða listamanni, eins
og þau ljóð sem kveðin voru á tím-
um Hannesar.
Að lokinni ræðu dómsmálaráð-
herra flutti Einar Már Guðmunds-
son rithöfundur nokkur frumort
ljóð og las úr tveimur skáldsögum
sínum.
Gerður Bolladóttir söng nokkur
lög við undirleik Rögnvalds Val-
bergssonar organista en kynningu
og lokaorð átti séra Bolli Gústavs-
son vígslubiskup.
Gengið til kirkju.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Bolli Gústavsson vígslubiskup
og Davíð Oddsson forsætisráð-
herra með hornsteininn að Auð-
unarstofu.
Forsætisráðherra
lagði hornstein að
Auðunarstofu
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
- ver i fyrir ig!
trúalýðræðis annars vegar og milli-
liðalauss lýðræðis hins vegar. Sagði
hún að þess væru dæmi að beint lýð-
ræði virkaði sem hemill á augljósar
framfarir. Svisslendingar hefðu til
dæmis gengið hvað lengst í almenn-
um atkvæðagreiðslum um viðfangs-
efni héraða og alríkisstjórnar og nið-
urstaðan virtist vera mjög
íhaldssamt stjórnarfar þar sem til-
lögur um breytta skipan væru oftar
felldar en samþykktar.
„Þannig tók það ótrúlega langan
tíma að fá samþykktan almennan at-
kvæðisrétt kvenna í Sviss og ég hygg
að fulltrúalýðræðið hefði leitt til ann-
arrar og skjótari niðurstöðu. Slíkt
kerfi virðist einmitt oft næmara á
strauma samtímans en hið beina lýð-
ræði og umræður löggjafarsamkomu
leiða oft betur í ljós kosti og galla til-
lagna en að minnsta kosti skoðana-
kannanir gera í dag,“ sagði Sólveig
og nefndi í framhaldi af því að stjórn-
málaflokkar hefðu gegnt lykilhlut-
verki í íslensku lýðræði á 20. öld.
„Innan þeirra fer ávallt fram frjó
umræða sem á endanum leiðir til
stefnumörkunar í einstökum mála-
flokkum. Þá fullyrðingu sem heyrst
hefur um að stjórnmálaflokkarnir
eigi í vaxandi mæli erfitt með að ná
hjartslætti tímans og að skapandi
umræða sé óðum að flytjast á annan
völl tel ég vera í besta falli ýkjur ein-
ar. Auðvitað er skapandi umræða í
þjóðfélaginu öllu, en stjórnmála-
flokkar grípa oftast kjarna hennar
og síðan kristallast hann út í tillögu-
gerð og stefnumótun,“ sagði hún.
Þá vék hún máli sínu að tækni-
framförum samtímans og sagði að á
„æviskeiði okkar sem nú lifum er hin
svokallaða sjálfvirknibylting að taka
við af iðnbyltingunni, sem einkennt
hefur þróun samfélaga síðustu 250
árin eða svo“ og nefndi hversu vel Ís-
lendingar væru búnir undir þessar
breytingar. Ungt fólk hefði verið
fljótt að tileinka sér hina nýju tölvu-
og fjarskiptatækni og margs konar
framtak í hugbúnaðarsmíði væri
þegar farið að skila sér í auknum
gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra vék að því í ræðu sinni á
Hólahátíð að oft væri rætt um að efla
þyrfti löggæslu enda lægi frum-
skylda ríkisvaldsins í að leitast sífellt
við að efla öryggi borgaranna.
„Menn hlaupa hins vegar stundum
á sig í umræðum um þörf á aukinni
löggæslu. Auðvitað er ekki hægt að
uppræta öll vandamál sem spretta
upp í mannlegu samfélagi með beit-
ingu lögregluvalds. Það er ef til vill
reynt í alræðisríkjum, ekki í réttar-
ríki,“ sagði Sólveig.
Þá nefndi hún þá umræðu sem
komið hefði fram að undanförnu um
að sú ákveðna stefna sem stjórnvöld
hefðu tekið gegn fíkniefnum hefði
mistekist og að rétt væri að milda
áherslurnar og jafnvel leyfa ákveðin
efni. „Mín skoðun er að okkur beri
aldrei að sætta okkur við að neysla
fíkniefna sé þáttur í lífi og tilveru ís-
lenskra ungmenna,“ sagði hún og
sagðist vera þeirrar skoðunar að nú-
verandi stefna skilaði árangri. „Væri
staðan betri ef við hefðum ekki lagt
það sem við gerðum á undanförnum
árum í löggæslu, meðferð og for-
varnir? Ég leyfi mér að fullyrða að
fíkniefnaneysla væri miklu alvar-
legra samfélagsmein en nú er ef
þannig hefði verið haldið á málum.“
Sólveig nefndi einnig að sér þætti
það eiga að vera forgangsmál hjá
stjórnvöldum að ráðast í skattalækk-
anir því að í nálægum ríkjum, til
dæmis á Írlandi, sæist hversu farsæl
sú aðgerð gæti reynst.
„Með verulegum skattalækkunum
fyrir fyrirtæki styrkjum við ekki að-
eins stoðir íslensks atvinnulífs held-
ur getum við með því móti gert land-
ið eftirsóknarvert fyrir erlend
fyrirtæki og fjármagn,“ sagði Sól-
veig. Hún sagðist einnig telja að
vinna ætti að því að létta skattbyrðar
einstaklinga og þar ætti hún jafnt við
hið almenna skatthlutfall af tekjum
og eignarskatta.
Þá vísaði Sólveig í umræðu þá sem
verið hefur um þróun lýðræðis hér á
landi. Nefndi hún þær deilur sem
lengi hefðu verið uppi um ágæti full-
Neysla fíkniefna
verði aldrei þátt-
ur í lífi ungmenna
Sólveig Pétursdóttir á Hólahátíð
Í PREDIKUN sinni í guðþjónustu í
Hóladómkirkju lagði Karl Sigur-
björnsson, biskup Íslands, út af guð-
spjalli dagsins, úr Lúkasarguðspjalli,
um rangláta ráðsmanninn. Sagði
hann að sér fyndist sagan óþolandi,
það er að segja að Jesús skuli láta
húsbóndann hrósa óheiðarlegum
manni fyrir kænsku hans.
„Slíkum mönnum er ekki hrósað.
Þeir eru fordæmdir, já þjóðin öll fyll-
ist heilagri reiði og vandlætingu þeg-
ar fréttir berast af óheiðarleika í op-
inberu lífi, svindli og svikum. Við
hrósum ekki slíku, við dæmum. En
dæmisagan minnir okkur á, að Jesús
hneykslast ekki á fólki, og býsnast
ekki yfir syndinni. Hann tekur mann-
fólkið eins og það er. Og hann harmar
syndina, en smjattar ekki á henni. Sá
sem hneykslast á öðrum ofmetur
gjarna sjálfan sig,“ sagði Karl.
Karl vék einnig að nýafstöðnum
útihátíðum. „Hvað segja fréttirnar?
Hvernig er umgengni okkar um
verðmæti, eigur, líf og síðast en ekki
síst mannhelgi? Hvaða sögu segja
nýafstaðnar útihátíðar um það, með
tilheyrandi sukki, neyslu, nauðgun-
um og ofbeldi? Skipulagðar hátíðar
sem veltu milljónatugum, þar sem
okkar gjörvilegu börn og ungmenni
eru ginnt út í aðstæður og umhverfi
þar sem þau eru berskjalda og of-
urseld hömluleysi og auðveld bráð
manna sem einskis svífast. Myndirn-
ar af ruslinu og sóðaskapnum sem við
blasti að hátíð lokinni segja sína sögu
um meðferð verðmæta. En svo er hitt
sem aldrei sést. Vita megum við að
mörg börnin bíða þessa aldrei bætur.
Þetta þarf ekki að vera svona, og á
ekki að vera svona. Börnin okkar
eiga betra skilið. Hvenær rís almenn-
ingsálitið gegn þessu? Við foreldrar
verðum að taka höndum saman. Við
höfum séð að það ber árangur.“
Karl vék einnig máli sínu að klámi,
sem yrði sífellt meira áberandi í sam-
félaginu. „Markaðurinn fyrir barna-
klám og annan öfuguggahátt þrífst
hér eins og nýlegar fréttir herma.
Það er fyrirlitlegt og óverjandi með
öllu. Við skulum ekki láta það líðast!
Sagt er: Blessaður góði, slappaðu af.
Þetta er bara nútíminn, markaður-
inn, við Íslendingar erum bara svona,
víkingar og villimenn inn við beinið.
Jú, þetta er syndin, ruglið, firringin,
hið illa og ljóta. Og gegn því ber okk-
ur að hamla,“ sagði hann.
Maðurinn að leika Guð
Karl nefndi einnig þær fregnir
sem berast af sigrum læknavísinda
og líftækni. Þar væru fögur fyrirheit
gefin og manninum í hendur falin
mikil verðmæti til ávöxtunar lífinu til
heilla, en hins vegar væri skelfilegt
þegar maðurinn færi að leika Guð.
„Váboðarnir eru margvíslegir. Það
er svo margt sem bendir til þess að
siðferðisþroski mannsins sé langt að
baki þekkingunni. Fréttir af áform-
um um einræktun manna vekja óhug,
og áleitnar spurningar um hvað það
muni hafa í för með sér fyrir mennsk-
una og mannhelgina. Tæknin að
ráðskast með stofnfrumur og erfða-
efni mannsins felur í sér valmögu-
leika og freistingar sem mannkyn
hefur aldrei fyrr staðið frammi fyrir.
Hvað mun ráða för? Ljóst er að þessi
nýja þekking og tækni mun verða al-
varlegur prófsteinn á mannskilning
okkar og sannfæringu um tilgang
lífsins og gildi einstaklingsins. Þessi
þekking vekur vonir um að hægt
verði að sigrast á sjúkdómum og efla
lífsgæði fólks. En hvaða fólks? Unnt
er að stjórna heilsu og skapa einstak-
linga með æskileg einkenni og hæfi-
leika. Hvað mun stjórna ákvörðunum
þeirra sem ráða fjármagninu? Og
hverjir verða látnir sitja eftir? Hvað
með þá fátæku, hvað með hið veika
og máttvana?“ sagði Karl.
Biskup sagði að kristin kirkja það
erindi eitt við hverja samtíð og
hverja öld „að boða þá fyrirgefningu,
sýknu, endurlausn, náð og veginn
rétta í birtu þess og leiða okkur,
breyskar, syndugar manneskjur
fram fyrir það orð og að þeirri laug
og því borði þar sem fyrirgefning
syndanna veitist.“
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands á Hólahátíð
Erindi kristinnar kirkju
að boða fyrirgefningu