Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 22
ÍTALSKUR bílstjóri og 22 pólskir ferðamenn slösuðust í rútuslysi í jarðgöngum í Aust- urríki í gær, þar af fjórir alvar- lega. Slysið varð með þeim hætti að rútan rakst á vegg við gangamunna nálægt borginni Klagenfurt í Kärnten-héraði. Þetta er þriðja alvarlega um- ferðarslysið í jarðgöngum í Austurríki á nokkrum dögum, en samtals átta manns fórust í tveimur gangaslysum fyrr í þessum mánuði. Í Venesúela á afmælis- daginn FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, hélt upp á 75 ára afmæli sitt í Venesúela í gær. Varði hann deginum til fundahalda með Hugo Chavez, forseta Vene- súela, og Fernando Henrique Cardoso, brasílískum starfs- bróður þeirra. Fundur leiðtoganna fór fram í afskekktum landamærabæ, Santa Elena de Uairen. Ræddu þeir meðal annars um leiðir til að draga úr fátækt í löndum Suður-Ameríku og nýja orku- áætlun í Brasilíu, þar sem ríkt hefur mikill orkuskortur. „Þetta er ánægjulegasti [af- mælisdagur] sem ég hef átt,“ hafði AP-fréttastofan eftir Castro, sem hafði um helgina skoðað markverða staði í Vene- súela í fylgd með Chavez. Castro hefur verið við völd á Kúbu í rúma fjóra áratugi. Boeing sem- ur við Rússa RÚSSNESKA flugfélagið Aeroflot hefur gert samning um að kaupa að minnsta kosti 30 þotur, sem rússneskar flug- vélaverksmiðjur munu smíða í samstarfi við bandarísku flug- vélaverksmiðjuna Boeing. Rússnesku Sukhoi- og Ilyus- hin-verksmiðjurnar, í samstarfi við Boeing, vonast til að mark- aðssetja þoturnar víða um heim, en þær eru ætlaðar til flugs á styttri flugleiðum. Frumgerð af vélinni á að vera tilbúin eigi síðar en 2005, en þoturnar munu taka 95 far- þega. Samstarfið mun gera Bo- eing kleift að komast inn á markaðinn fyrir smærri þotur. Fyrirtækið opnaði rannsókna- miðstöð í Moskvu árið 1993 og hefur yfir 500 vísindamenn og verkfræðinga í vinnu í sjö rúss- neskum borgum. IRA hætti við FORYSTUMENN Írska lýð- veldishersins (IRA) íhuga að falla frá tillögu sinni um afvopn- un vegna stöðunnar sem upp er komin í friðarferlinu á Norður- Írlandi, að því er AFP-frétta- stofan hefur eftir háttsettum manni úr röðum lýðveldissinna. STUTT Gangaslys í Austur- ríki Vinirnir Castro og Chavez. Reuters ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ borginni í gær, en þeir eru allir í Jafnaðarmannaflokknum. Liðs- menn samtaka fólks, sem a-þýzka kommúnistastjórnin lék illa, létu að sér kveða meðal annars með því að fjarlægja og eyðileggja krans sem lagður hafði verið í nafni PDS ásamt öðrum krönsum að minnismerki um múrinn. Það var að morgni 13. ágúst 1961, sem Berlínarbúar vöknuðu upp við að verið var að færa skiptingu borgarinnar í hernáms- ÞESS var minnzt með ýmsu móti í Þýzkalandi í gær að þá voru rétt 40 ár liðin frá því austur-þýzk stjórnvöld létu hefja byggingu Berlínarmúrsins. Hér lesa vegfar- endur í Berlín borða sem strengd- ur hefur verið utan á varðhýsið „Checkpoint Charlie“, sem í þau 28 ár sem múrinn stóð var á mörkum bandaríska hernáms- svæðisins í Vestur-Berlín og þess sovézka í Austur-Berlín. Á borð- anum stendur: „Heiðrið fórn- arlömb kommúnismans.“ Mótmæli andstæðinga þess að jafnaðarmenn taki upp stjórn- arsamstarf við arftakaflokk aust- ur-þýzka kommúnistaflokksins, PDS, eins og líklegt þykir að ger- ist eftir borgarstjórnarkosningar í Berlín nú í haust, settu mark sitt á opinberar minningarathafnir gærdagsins. Blístur og hróp mættu Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, Klaus Wowereit, borgarstjóra Berlínar, og Wolfgang Thierse, forseta þýzka þingsins, er þeir mættu til minningarathafnar í svæði Sovétríkjanna og Vest- urveldanna í steinsteypu og gaddavír, að skipun stjórnvalda í Austur-Berlín. Frá því Berl- ínarmúrinn féll hinn 9. nóvember 1989 hefur þeirra sem dóu við flóttatilraunir yfir múrinn eða aðra hluta landamæranna milli Austur- og Vestur-Þýzkalands – samtals á að gizka 960 manns – verið minnzt hinn 13. ágúst ár hvert. Þúsundum austur-þýzkra borgara var varpað í fangelsi eða þeir dæmdir í þrælkunarvist fyrir að sýna vilja til að flytja vestur yfir múrinn. Schröder kanzlari hvatti til þess að minningunni um fórn- arlömb múrsins verði haldið lif- andi. Thierse, sem sjálfur er Aust- ur-Þjóðverji, hvatti til þess að austur-þýzkum borgurum og þeim vandamálum sem þeir ættu við að stríða væri sýndur skilningur. „Því við vorum jú lokuð inni ára- tugum saman,“ sagði hann. AP Mótmæli á 40 ára afmæli Berlínar- múrsins urt skeið. Austurlandahúsið var álit- ið tákn fyrir sjálfstætt palestínskt ríki og er því mikilvægt í hugum Pal- estínumanna. Palestínumenn hafa mótmælt við húsið daglega frá því á föstudag og eru átök milli mótmæl- enda og hermanna daglegt brauð. Ísraelsk stjórnvöld lýstu því yfir að ekki kæmi til greina að skila húsinu og að allri stjórnmálastarfsemi Pal- estínumanna í Jerúsalem væri lokið. Ríkisstjórn Jórdaníu átti fundi með ráðamönnum annarra araba- ríkja í gær vegna yfirtöku Ísraels- manna á Austurlandahúsinu, en Samtök arabaríkja munu hittast á fimmtudag til að ræða ástandið í SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem dagblaðið Yediot Aharonot birti í gær, eru 54% Ísraelsmanna andvíg viðræðum við Palestínumenn til að koma á vopnahléi, en 44% eru fylgj- andi slíkum viðræðum. Afstaða al- mennra borgara í Ísrael hefur farið harðnandi undanfarnar vikur og hafa endurteknar sjálfsmorðsárásir palestínskra hryðjuverkamanna átt stóran þátt í því. Engin slík skoð- anakönnun hefur verið gerð meðal Palestínumanna. Palestínumenn á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu efndu til alls- herjarverkfalls í gær til að mótmæla yfirtöku Ísraelshers á hinu svokall- aða Austurlandahúsi í austurhluta Jerúsalemborgar, en húsið hafði gegnt hlutverki höfuðstöðva palest- ínsku heimastjórnarinnar um nokk- Ísrael. Hétu talsmenn Palestínu- manna því í gær að uppreisninni (Intifada) yrði haldið áfram og að harðari átök væru framundan. Tuttugu sárir eftir sprengjutilræði Tuttugu manns særðust í sjálfs- morðsárás á sunnudag þegar maður sprengdi sjálfan sig upp fyrir framan kaffihús í bænum Kiryan Motzkin nærri hafnarborginni Haifa. Sam- tökin Heilagt stríð (Jihad) hafa lýst ábyrgð vegna árásarinnar á hendur sér. Maðurinn, sem hét Muhammad Nassar, gekk inn í kaffihúsið eftir að hafa ekið í leigubíl frá Haifa. Eigandi hússins sá þegar Nassar bar eld að kveikiþræðinum og henti í hann stól og kastaði sér á bak við vegg. „Vegg- urinn bjargaði lífi mínu,“ sagði eig- andinn. Enginn slasaðist alvarlega í árásinni sem gerð var þremur dög- um eftir að 15 fórust í sjálfsmorðs- árás í Jerúsalem. Sprengjan var kraftminni en sú á fimmtudaginn því hún var sprengd utan dyra. Stólar og borð ultu um koll og blóð dreifðist um verönd staðarins. Meiðsli fólks voru öll minniháttar. Þá féll sjö ára gömul palestínsk stúlka þegar til skotbardaga kom milli palestínskra byssumanna og ísraelskra hermanna í Hebron í fyrrinótt. Vopnahlé, sem að nafninu til tók gildi hinn 13. júní, hefur ekki verið virt og hafa yfir 100 manns fall- ið frá þeim degi. Meirihluti Ísraela á móti vopnahlésviðræðum Palestínumenn efna til allsherjar- verkfalls á herteknu svæðunum Jerúsalem, Gaza. AP, AFP. MARIA Sung, nálastungulæknir frá Suður-Kóreu, kemur hér bleik- ramma mynd af sér brosandi með eiginmanninum, kaþólska erkibisk- upnum Emmanuel Milingo frá Zambíu, fyrir meðal trúarlegra gagna, messuklæða og biblíu erki- biskupsins á hótelherbergi í Róma- borg í gær. Sung hefur hótað að fara í hung- urverkfall fyrir framan Páfagarð ef henni verður ekki heimilað að hitta eiginmanninn sem að sögn talsmanna kirkjunnar hefur dregið sig í hlé um skeið til að stunda íhug- un og bænir í því skyni að ná sátt- um við yfirboðara sína og hina heil- ögu kaþólsku kirkju. Milingo olli hneyksli með því að ganga að eiga Sung í Moonista-fjöldabrúðkaupi í New York hinn 27. maí sl. Hótar hungur- verkfalli AP Berlingske í kröggum STJÓRN danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende kynnti í gær um- fangsmikla áætlun um sparnað í rekstri fyrirtækisins. Stöður 118 af samtals 725 fastráðinna starfsmanna verða lagðar niður, sem þýðir að um 6. hver starfsmaður missir vinnuna. Í fréttatilkynningu segir, að blaðið hafi alllengi þurft að búa við minnk- andi auglýsingatekjur; í ár megi bú- ast við því að þær verði um einum milljarði ísl. kr. minni en árið áður. „Þetta er mjög róttæk sparnaðar- áætlun, en þróunin á auglýsinga- markaðnum er líka þannig, og það er ekki aðeins Berlingske sem á í kröggum af þessum völdum. Ég tel að á næstunni munum við sjá sparn- aðarráðstafanir hjá mörgum öðrum dagblöðum,“ hefur Ritzau eftir Søren Jakobsen, framkvæmdastjóra útgáfufélags Berlingske Tidende. Var starfsfólkið upplýst um ástandið á fundi síðdegis í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.