Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 25

Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 25 KRISTINN Sig- mundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari halda tón- leika í Hafnarkirkju á Höfn Hornafirði annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20:30. Á efnisskránni eru lög eftir Schubert, Sibelius og aríur eftir Verdi auk margra þekktra laga eftir ís- lensk tónskáld. Kristinn Sig- mundsson hefur nú um árabil verið upp- tekinn við söng við mörg af stærstu óperuhúsum heims m.a. La Scala í Mílanó, Metrópolitan í New York, óperuna í París o.fl. Með Kristni nú, eins og jafnan áður, er píanó- leikarinn Jónas Ingimundarson. Þeirra samstarf hefur staðið um árabil. Í undirbúningi eru tónleikar á listahátíð í Suður-Frakklandi um miðjan september þar sem þeir félagar Kristinn og Jónas flytja sömu efnisskrá. Kristinn Sigmundsson syngur á Höfn Kristinn Sigmundsson Jónas Ingimundarson BANDARÍSKI gagnrýn- andinn John Lynch hefur lagt sig eftir því að sjá all- ar uppfærslur á söng- leiknum Hedwig í veröld- inni og var m.a. viðstaddur frumsýningu Leikfélags Íslands í Loft- kastalanum í júlíbyrjun. Hann hefur nú skráð upp- lifun sína á heimasíðu söngleiksins og dregur enga dul á hrifningu sína. Hann byrjar pistilinn á því að segjast ekki hafa gert sér miklar hugmyndir fyrirfram „... En viti menn. – Hér sit ég í hléi (já, sýn- ingin er í tveimur hlutum) og velti vöngum yfir því hvort einhvern snöggan blett sé að finna á þessari sýningu. Svarið kemur um hæl og er einfalt: NEI! Allir þættir upp- færslunnar er snerta leikstjórn, leik og hljómsveit annars vegar og ljóshönnun og leikmynd hins vegar birtast okkur í framúrskar- andi sýningu og við erum sann- arlega í sjöunda Hedwig-himni. Sú staðreynd að Björgvin Franz Gíslason var að þreyta frumraun sína á leiksviði í hlutverki Hedwig þetta kvöld, vitnar um glöggskyggni forsvars- manna uppfærslunnar: hann var frábær – radd- sviðið mikið og sviðs- nærveru hans allri við- brugðið. Hann skaust fyrirhafnarlaust úr einni persónunni yfir í þá næstu af fullkomnu öryggi og tókst ævinlega að fanga inntak og eðli hverrar persónu fyrir sig. Ragnhildur Gísladóttir var hreinn unaður sem Yitzhak og sýndi okkur hugarheim rótarans í hnotskurn. Hljómsveitin einfaldlega rokk- aði upp úr skónum áhorfendaskar- ann á vitauppseldri frumsýning- unni í Loftkastalanum og fór afar vel með leikhlutverk sín í þokka- bót.“ Lynch fer síðan ofan í saumana á frammistöðu leikaranna í hverju atriði og finnur hvergi snöggan blett. Þeir sem vilja kynna sér um- sögn hans í smáatriðum geta farið á slóðina http://hedwigand- theangryinch.netfirms.com/ main.html Hedwig fær góða dóma Björgvin Franz Gíslason í titil- hlutverkinu. PRÓFESSOR Andrew Wawn, há- skólanum í Leeds á Bretlandi, for- maður Víkingafélagsins breska, flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, á morgun, miðvikudag, kl. 17, í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Njáls saga and the Victorians“ og fjallar um við- tökur á Brennu-Njáls sögu á Bret- landi á 19. öld. Dr. Andrew Wawn hefur verið kennari við háskólann í Leeds síð- an 1983. Á síðustu árum hafa rann- sóknir hans einkum beinst að áhuga Breta á Íslandi og íslenskri menningu á 19. öld, einkum hversu þekktar norrænar bókmenntir voru á Bretlandi, hvernig þeim var miðlað og hvernig þær voru túlk- aðar. Andrew Wawn er höfundur bók- anna The Anglo Man: Þorleifur Repp, Britain and Enlightenment Philology, sem kom út í ritröðinni Studia Islandica 1991, og The Vik- ings and the Victorians: Inventing the Old North in Nineteenth-Cent- ury Britain, miklu verki sem kom út á síðasta ári hjá D.S. Brewer- útgáfunni í Cambridge á Bretlandi. Fyrirlestur um Njálu  ÚT ER komin skáldsagan Wait- ing for the South Wind eftir Val- garð Egilsson. Bókin er rituð á ensku og er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlendan markað. Sagan er veraldarsaga stráks, segir af honum sjálfum og þeirri menn- ingu sem hann óx upp við, þ.e. norðlenskri menningu uppúr seinna stríði. Sagan er sögð erlend- um lesendum - bláókunnugum þessum lífsháttum. Auðkenni þess- arar menningar var hið nána sam- neyti fólks við náttúruna, öfl henn- ar, og 1000 ára saga var raunveruleiki. Sjónarhorn sögunnar er ýmist drengsins eða hins full- orðna manns þess á milli. Valgarður Egilsson er fæddur árið 1940. Hann er læknir og hefur m.a. starfað við krabbameinsrann- sóknir um árabil. Valgarður hefur skrifað ljóð og leikrit en sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu. Útgefandi er Leifur Eiríksson. Bókin er 233 bls. og er prýdd teikningum og kortum eftir höfund- inn. Kápuhönnun annaðist Halldór Þorsteinsson. Bókin er prentuð í Odda og kostar 2.490 kr. Valgarður Egilsson Nýjar bækur ♦ ♦ ♦  Writing on Ice: The Ethno- graphic Notebooks of Vilhjalmur Stefansson kom út fyrir skömmu í Bandaríkjunum. Bókin er að miklu leyti byggð á ferða- dagbókum, ljós- myndum og bréfum Vil- hjálms Stef- ánssonar, mann- fræðings og landkönnuðar, sem geymd eru í bókasafni Dartmouth-háskóla í New Hampshire. Ritstjóri bókarinnar er Gísli Pálsson, prófessor og for- stöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem ritað hefur ítarlegan inngang að verkinu og valið kafla úr ferðahandbókum Vilhjálms frá leiðöngrum hans ár- in 1906 og 1907 og frá 1908–1912. Gísli gerir grein fyrir dagbókum Vilhjálms, fjallar um mótsagnir í frásögnum og störfum Vilhjálms. Útgefandi er University Press of New England við Dartmouth- háskóla. Bókin er um 400 bls., prýdd fjölda ljósmynda Vilhjálms sjálfs. Gísli Pálsson ♦ ♦ ♦ ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.