Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 27

Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 27
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 27 MIKILVÆGASTA fram-lag Ólympíuleikanna íeðlisfræði til betri fram-tíðar jarðarbúa er sú vinátta sem hér myndast með ung- mennum með sama áhugamál. Slík vinátta stuðlar að alheimshugsun meðal vísindamanna í framtíðinni.“ Svo mæltist Sinan Bilikmen, öðrum af framkvæmdastjórum 32. Ólympíu- leikanna í eðlisfræði, við setningarat- höfnina í hátíðarsal Bel Conti-hótels- ins í Antalya. 305 keppendur frá 65 þjóðlöndum voru mættir til leikanna auk áheyrnarfulltrúa frá þremur þjóðum sem sækjast eftir að keppa á næsta ári. Íslenska keppnisliðið var skipað 5 drengjum; Kristján Alexandersson og Sigurður Stefánsson komu frá Menntaskólanum á Akureyri, Bragi Sveinsson og Martin Ingi Sigurðsson frá Menntaskólanum í Reykjavík og Henning Arnór Úlfarsson frá Versl- unarskóla Íslands. Með þeim voru Viðar Ágústsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri Hugfangs, og Kristján Rúnar Kristjánsson, nemi í meistaranámi í eðlisfræði og fyrrver- andi keppandi fyrir Íslands hönd. Menntamálaráðuneytið greiddi far- gjöld fyrir keppnisliðið til eðlisfræði- leikanna en ýmis fyrirtæki og stofn- anir greiddu þátttökugjöld og kostnað við undirbúninginn. Þótt tyrkneska menntamálaráðu- neytið hafi verið hinn formlegi gest- gjafi 32. Ólympíuleikanna í eðlisfræði var það Middle East Technical Uni- versity, METU, sem sá um undirbún- inginn og aflaði fjár til að halda þessa 60 milljón króna samkomu. Tyrkir spöruðu samt ekkert í að- búnaði þátttakenda og hýstu farar- stjóra og keppendur á 4 – 5 stjörnu hótelum. Í frístundum var boðið upp á bæjarferð inn í hina gömlu höfn Anta- lya og einnig útsýnisferðir til að skoða forn mannvirki Rómverja og Grikkja sem til skiptis réðu yfir Tyrklandi. Undir stjórn Ibrahim Günal, gam- alreynds fararstjóra Tyrkja, sömdu prófessorar við METU kennileg og verkleg verkefni til að leggja fyrir keppendur. 1. kennilega verkefnið fjallaði um örbylgjuvaka (klystron) eins og þann sem notaður er í ör- bylgjuofnum. 2. verkefnið fjallaði um tvístirni þar sem önnur stjarnan gef- ur frá sér gas sem fellur inn að hinni stjörnunni, nifteindastjörnu. 3. verk- efnið fjallaði um aflþörf dælu sem heldur kvikasilfri á hreyfingu í seg- ulsviði. Verklega verkefnið fjallaði um speglun ljóss og ljósbrot í vökva á snúningi. Keppendurnir glímdu við verkefn- in á tveimur dögum með hvíldardegi á milli en fyrst þurftu fararstjórarnir að þýða verkefnin á móðurmál keppend- anna. Umræður um verkefnin leiddu hins vegar í ljós að verkefnið um tví- stirnið stóðst ekki og þurfti að lag- færa það áður en það var samþykkt. Einnig kom í ljós að verklega verk- efnið innihélt spurningar sem ekki samrýmdust efnisskrá Ólympíuleik- anna og þurfti einnig að breyta því. Allar þessar umræður töfðu þýðing- arvinnuna og luku sumir fararstjór- anna henni ekki fyrr en rétt áður en keppendur mættu að morgni til að leysa verkefnin. Skipuleggjendurnir þurftu að glíma við ýmsar aðrar óvæntar upp- ákomur og til dæmis komu keppend- ur frá Kúbu ekki fyrr en að kvöldi fyrri keppnisdags, tveimur dögum of seint, og leystu verklega verkefnið um nóttina. Ísraelar neituðu í upphafi leikanna að keppa á laugardegi og var samið við þá að þeir hæfu keppnina eftir sólarlag og þeir vörðu því nótt- inni í félagsskap Kúbananna. Óvenjumikil öryggisgæsla var á leikunum og höfðu fararstjórarnir á orði að þeir væru eins og 6 stjörnu fangar. Hótelsvæðið var afgirt og vaktað allan sólarhringinn. Til að komast inn á svæðið þurfti að sýna skilríki. Í útsýnisferðum fór lögreglu- bíll fyrir rútunum og annar rak lest- ina, báðir með blá blikkandi ljós. Leið- sögumennirnir útskýrðu öryggis- ráðstafanirnar með því að verið væri að fæla mannræningja sem þætti slægur í að veiða Ísraela eða Banda- ríkjamenn í opinberum erindum. Verkefnin reyndust keppendunum í meðallagi þung og hlutskarpastur varð 18 ára rússneskur drengur, Dan- iyar Nurgaliev, með 47,55 stig af 50 mögulegum. Næstur honum kom Ír- aninn Ali Farahanchi með 46,80 stig en þriðji varð Hvít-Rússinn Aliaks- andr Yermalitski með 46,10 stig. Meðaltal þessara þriggja efstu er reiknað sem fullur árangur og verð- launapeningum útdeilt samkvæmt því. 22 keppendur náðu betri árangri en 90% og fengu gullverðlaun, 39 keppendur betri en 77% og fengu silf- urverðlaun en 49 keppendur voru hærri en 65% og fengu bronsverð- laun. 47 keppendur náðu betri ár- angri en 50% og fengu sérstaka heið- ursviðurkenningu. Þótt Ólympíuleikarnir í eðlisfræði séu keppni einstaklinga reikna farar- stjórarnir til fróðleiks meðalárangur þjóðanna og þar voru Kínverjar hlut- skarpastir með 43,65 stig en fast á hæla þeirra komu Rússar með 43,39 stig. Þriðju í röð þjóðanna urðu Bandaríkjamenn með 42,83 stig en Indverjar fjórðu með 42,73 stig. Ís- lenska liðið fékk að meðaltali 15,03 stig og varð í 45. sæti af 65 þjóðum en þó skákaði það liðunum frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku en Finnar voru efstir Norðurlandanna með 22,97 stig. Efsti Íslendingurinn, Henning Arnór, fékk 17,65 stig en sá næstefsti var Kristján með 17,45 stig. Framtíð Ólympíuleikanna, sem byrjuðu 1967 sem keppni fimm A- Evrópuþjóða, virðist vel tryggð. Keppnisþjóðirnar hafa skrifað sig fyr- ir gestgjafahlutverkinu árlega fram til 2017 og fjöldi þjóða fer vaxandi. T.d. að 1998, þegar Ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru haldnir á Íslandi, voru keppnisþjóðirnar 56 en útlit er fyrir að 68 þjóðir mæti með lið á næsta ári þegar leikarnir fara fram í Indónesíu. Tyrkland 2001/ Ólympíuleikarnir í eðlisfræði hafa verið haldnir frá árinu 1967. Þeir hafa mikið gildi. Viðar Ágústsson fararstjóri segir hér sögur frá leikunum í Tyrklandi en þangað fóru fimm íslenskir keppendur. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði  Líklega mæta lið frá 68 löndum til Indónesíu á næstu leika.  Leikarnir efla vináttu á milli þessara einstaklinga. Íslenska liðið á 32. Ólympíuleikunum í eðlisfræði: Kristján fararstjóri,Kristján, Martin, Bragi, Henning, Sigurður og Viðar fararstjóri.  ÍSLENDINGAR hafa löngum orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera minnsta þjóðin á alþjóðlegum ráðstefnum. Þetta hefur einnig átt við um Ólympíuleikana í eðlisfræði en nýlega hófu Lichtensteinar þátt- töku og skákuðu Íslendingum sem minnstu þjóðinni. Þrátt fyrir að landið sé lítið þurfa fararstjórarnir að vera tilbúnir að þýða hin ensku verkefni bæði á frönsku og þýsku og hafa því mikla samvinnu við Sviss- lendingana á leikunum. „Það gekk erfiðlega að fá sam- þykki menntamálaráðuneytisins í Lichtenstein fyrir að hefja þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Raunar kom samþykkið svo seint að ég gat aðeins fylgst með seinni hluta eðlisfræðikeppninnar á Íslandi 1998,“ segir Fritz Epple, fararstjóri keppnisliðsins frá Lichtenstein. „Við höfum samstarf við Svisslend- inga um Landskeppni í eðlisfræði en núna er ég með 3 stráka sem valdir voru keppnislaust úr framhalds- skólum í Lichtenstein. Þann yngsta þeirra, 17 ára pilt, skorti aðeins 1,5 stig til að fá heiðursviðurkenningu.“ Íbúar Lichtenstein eru aðeins 30 þúsund og Fritz þekkir flesta nem- endurna sem eru á eðlisfræðibraut í landinu. Þarna er enginn háskóli og útilokað fyrir Lichtenstein að bjóð- ast innan 5 ára til að vera gestgjafar Ólympíuleikanna í eðlisfræði eins og reglurnar kveða á um. „Við erum að vonast til að fjárhagsleg aðstoð okk- ar við Ólympíuleikana 2016 í Sviss teljist nægilegt gestgjafahlutverk samkvæmt reglunum,“ segir Fritz. „Annars verðum við að hætta þátt- töku því ég læt mig ekki dreyma um að Lichtenstein geti haldið Ólymp- íuleikana í eðlisfræði í framtíð.“ Lichtenstein með á leikunum  SÉRHVERT keppnislið á Ólympíuleikunum í eðl- isfræði fær innfæddan leið- sögumann til að aðstoða keppendurna alla daga leikanna. Sér til hjálpar höfðu íslensku drengirnir 23 ára námsmey í Middle East Technical University í Ankara, Asiye Göksen Ux- er, sem þar stundar nám í bókmenntum. Það hefur stundum valdið vandræðum á fyrri Ólymp- íuleikum að leiðsögumaðurinn hef- ur verið jafnaldri keppendanna og þeir þá ekki tekið mark á þessum umsjónarmanni. En þótt Aisye líti ekki út fyrir að vera degi eldri en 18 ára hafði hún ákveðni og festu til að vera sá stjórnandi sem henni var ætlað að vera. „Vinkona mín í háskólanum var leiðsögumaður fyrir írska liðið á Ól- ympíuleikunum í stærð- fræði í fyrra og hún sagði það hafa verið mjög skemmtilegt. Þegar við sáum auglýst í háskólanum eftir leiðsögumönnum fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði sóttum við báðar um. Ég tiltók ekkert sérstakt óska- land en ég er mjög fegin nú að ég fékk umsjón með íslensku strákunum. Þeir hafa verið prúðir og meðfærilegir í alla staði, sjálfbjarga og áreiðanlegir.“ Asiye þáði ekki aðra umbun fyrir átta daga vinnu sína en fæði og húsnæði þá daga sem hún var í Antalya en hún sér ekki eftir því. „Ef mér dettur í hug að heimsækja Ísland einhvern daginn á ég heim- boð hjá fimm prýðisstrákum sem munu sýna mér landið eins og inn- fæddir einir geta.“ Áhugasamur leiðsögumaður Asiye  INDÓNESAR mættu óvenjumargir til Eðl- isfræðileikanna í Tyrk- landi, tveir fararstjórar með fimm manna keppnis- lið auk fimm áheyrnarfull- trúa sem kynntu sér fram- kvæmd leikanna til að undirbúa 33. Ólympíuleik- ana sem fram munu fara í Bandung í Indónesíu að ári. Sjálfur forseti Ól- ympíuleikanna í eðlisfræði, Dr Wal- demar Gorzkowsky, hefur flust bú- ferlum frá Póllandi til Indónesíu þar sem hann hefur tekið að sér ráðgjafa- og kennslustörf við ITB háskólann í Indónesíu og mun hann að sjálfsögðu verða einn af aðalskipuleggjendum ólympíuleikanna þar. „Hér með býð ég fyrir hönd menntamálaráðuneytis Indónesíu öll- um viðstöddum þátttakendum til 33. Ólympíuleikanna í eðlisfræði,“ sagði Alexander Iskandar, fram- kvæmdastjóri undirbúningsnefnd- arinnar, á keppnisslitahátíðinni í Antalya. „Við munum leggja okkur öll fram til að ykkur líði sem best á meðan á dvöl ykkar stendur og keppendur munu fá verðug og vönd- uð verkefni til að glíma við.“ Í fyrsta sinn í sögu Ólympíuleikanna sýndu hinir verðandi gestgjafar kvikmynd til að útskýra aðbúnað og menningu gestgjafalandsins. 33. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði munu standa yfir 14.-23. júlí 2002 og verða því einum degi lengri en venja er. Setningarhátíðin verður haldin í forsetahöllinni í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, en keppnin sjálf fer fram í Sasana Budaya Ganesha hverfi ITB háskólans í Bandung þar sem m.a. Vísinda- og tæknisafnið er til húsa. Keppnisliðin munu búa í fjögurra og fimm stjörnu hótelum í Bandung sem er höfuðstaður Vestur-Jövu, byggður á 700 m hárri sléttu, 180 km frá Jak- arta. Ólympíuleikarnir í Indónesíu Alexander og Triyanta.  KRISTJÁN Rúnar Kristjánsson var annar af fararstjórum íslenska liðsins og er þetta í annað sinn sem hann gegnir því hlutverki. Sjálfur var hann keppandi fyrir Íslands hönd í Noregi 1996 en nú er hann í meistaranámi í eðl- isfræði við Háskóla Íslands. „Íslensku drengirnir stóðu sig eins vel á Ólympíuleikunum í eðl- isfræði og ég hafði ímyndað mér eftir þjálfunina. Það er staðreynd að þeir, með 1–2 ára eðlisfræði- nám að baki, eru að etja kappi við jafnaldra sína sem lært hafa eðl- isfræði í 3–5 ár. Íslenska skóla- kerfið þyrfti að taka mið af þessu og hefja fyrr kennslu í algebru í grunnskólanum til að auðvelda nám í eðlisfræði í lok grunnskól- ans.“ Að mati Kristjáns skiptir þjálf- unin, sem venjulega er 4–5 vikur, sköpum um frammistöðu piltanna. Þjálfunartíminn var aðeins rúmar tvær vikur að þessu sinni vegna verkfalls framhaldsskólakennara og þess, hve snemma Tyrkir héldu eðlisfræðikeppnina. „Frammistöðu Íslendinga mætti bæta mikið með skipulegri þjálfun en það er ljóst að fjölmennari þjóðir munu alltaf hafa meiri möguleika en við til að finna afburðakeppendur. Dreng- irnir frá Akureyri hafa báðir möguleika á að keppa á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði í Indónesíu á næsta ári. Þá munu þeir mæta til leiks með meiri þekkingu en nú auk keppnisreynslunnar og eiga góða möguleika á að blanda sér í betri helming keppendanna.“ Íslendingar stóðu sig vel Heimsferðir bjóða nú spennandi viku- ferð til þessarar heillandi borgar þann 28. ágúst. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Gott úrval hótela í boði. Vikuferð til Prag 28. ágúst frá kr. 33.050 Verð kr. 33.050 Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.970 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herbergi, á þriggja stjörnu hóteli. Aðeins 28 sæti laus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.