Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EINN af núlifandi afreksmönnum Íslend-
inga er níræður í dag. Í meira en hálfa öld
hefur hann markað dýpri spor í menning-
arlífi okkar en flestir aðrir. Þegar Íslend-
ingar til forna settu saman sögur og
kvæði, þá var það hluti af heimsmenning-
unni enda stundum beinlínis um þýðingar
eða endursagnir að ræða af sagnasjóði
heimsins – bókmenntir sem í senn voru
einstakar og algildar. Það er nú hlutverk
fræðimanna okkar að koma því til skila,
að Íslendingasögur og Eddukvæði eru
ekki bara leikvöllur norrænufræðinga,
heldur eiga heima á þeim vettvangi bók-
menntasögu heimsins sem flestar sið-
menntaðar þjóðir telja sér skylt að vita
deili á og leita sér lindar í.
Þó að sagnadansar og Maríukvæði
væru greinar á alþjóðlegum meiði, sem og
síðari tíma sálmar, voru bókmenntir okk-
ar á síðmiðöldum og eftir siðaskipti í viss-
um skilningu einangraðar. Við áttum ekki
á íslensku þau rit sem öðrum fremur mót-
uðu menningu og hugsun nágrannaþjóða
okkar í Evrópu og sem til urðu á þeim
tíma, allt frá Dante og Petrarca til Shake-
speares og Molières og sýnu lengur; ekki
heldur þekktum við nema af afspurn þær
bókmenntir Grikkja og Rómverja sem
gengu í endurnýjun lífdaga við end-
urreisnina og höfðu mótandi áhrif á efn-
isval og efnistök í bókmenntum álfunnar,
jafnvel fram á öld upplýsinga og róm-
antíkur. Svo ekki sé nú minnst á bók-
menntaauð fjarlægari landa, eins og Aust-
urlanda sem við höfðum litlar sem engar
spurnir af.
Þess vegna var Paradísarmissir Miltons
á íslensku slíkur viðburður og ekki síður
Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egils-
sonar; hvort tveggja hafði reyndar grund-
vallaráhrif á mótun íslenskrar tungu sem
sjálfstæðs nútímalegs tjáningartækis og
tákns menningarlegrar ímyndar. Shake-
speare-þýðingar séra Matthíasar og
Steingríms eru af sama toga, tilraun til að
láta okkur ekki vera viðskila við megin-
farveg heimsmenningarinnar.
Á okkar dögum erum við að eignast á ís-
lensku sum öndvegisverk heimsbók-
menntanna, verk Joyce, Prousts og Do-
stojevskis, og þykir sumum ekki vonum
fyrr. Að vissu leyti hefur íslenskt leikhús
staðið sig hvað best í því að gefa okkur
hlutdeild í helstu bókmenntaverkum
sviðsins, auk Shakespeares má nefna
Molière, Racine, Ben Jonson, Goethe,
Schiller, Ibsen, Strindberg, Synge, Pir-
andello, Garcia Lorca og svo helstu skáld
tuttugustu aldar. Að ógleymdum Grikkj-
unum.
Sá afreksmaður sem þarna á stærstan
hlut – svo að aðrir verða vart nefndir í
sömu andránni – er Helgi Hálfdanarson.
Það er með fullkomnum ólíkindum að
maður sem hefur skilað fullu ævistarfi á
öðru sviði – hann var lyfsali á Húsavík
lengst af formlegrar starfsævi – skuli
jafnframt hafa snúið öllum leikritum
Shakespeares á íslensku, öllum harm-
leikjum Æskýlosar, Sófóklesar og Evri-
pídesar, öðrum valinkunnum leikverkum
eftir Racine, Corneille og Calderón, auk
fjölda ljóða af ýmsu þjóðerni – þar á með-
al austurlenskum, ritað að auki fjölda
hugvekja og hugana. Og þó er það ekki
umfangið – sem þó seint verður jafnað til
– heldur sá búningur sem Helgi hefur gef-
ið þessum verkum á íslensku sem mestu
varðar. Til þess að skila því verki á svo
verðugan hátt sem raun ber vitni þarf
fleiri öfundsverða eiginleika en taldir
v
þ
le
þ
v
á
þ
s
s
t
e
h
þ
t
r
v
h
a
f
m
s
o
t
in
H
k
v
s
in
s
1
a
p
v
h
a
ó
þ
Sem yður þóknast
Helgi Hálfdanarson níræður
ALLEN, sem er heiðurs-prófessor við Old Dom-inon háskólann í Banda-ríkjunum, hélt á
þriðjudag fyrirlestur á námskeiðinu
Lífsleikni á 21. öldinni sem Íslensku
menntasamtökin standa að og 120
kennarar og skólastjórnendur víðs
vegar að af landinu sóttu. Hann seg-
ir að kennarar lifi enn í þeirri trú að
hörgull sé á upplýsingum, þegar
nemendur í dag hafa aðgang að mun
meiri upplýsingum en þeir geti
nokkurn tímann komist yfir.
Kennslan eigi því frekar að ganga út
á að hjálpa nemendum að flokka,
meta og greina upplýsingarnar,
velja hvaða upplýsingar skipti máli
og hverjar megi taka trúanlegar.
Hann nefnir sem dæmi að enn
gefi kennarar verkefni þar sem
nemendur eru skyldaðir til að finna
að lágmarki þrjár heimildir við rit-
gerðasmíð þegar einföld leit á Net-
inu skilar sex þúsund heimasíðum
um efnið og erfiðast er kannski fyrir
nemandann að takmarka fjölda
heimilda.
„Kennarar leggja enn áherslu á
að nemendur læri ákveðinn fróðleik
utanbókar þegar aðaláherslan ætti
að vera á að hjálpa nemendum að
setja alla kunnáttuna og upplýsing-
arnar í samhengi. Talið er að helm-
ingur allrar kunnáttu og fróðleiks
sem fólk býr yfir úreldist á þremur
árum.“
Allen segir að með þetta í huga
verði kennarar að gera sér grein
fyrir því að þeir geta ekki verið sér-
fræðingar um allt milli himins og
jarðar. Þeir verði að nýta sér þann
lærdóm sem þeir geta dregið af
nemendunum og læra nýja hluti
um leið og þeir.
Einnig telur Allen að gera þurfi
róttækar breytingar á þeim fögum
sem kennd eru. „Taka þarf þætti
eins og umhverfið betur inn í
kennsluna og efla með nemendum
samkennd með öðrum þjóðum og
menningarheimum, þannig að nem-
endurnir líti ekki einungis á sig
sem Íslendinga eða Bandaríkja-
menn, heldur sem íbúa jarðarinnar.
Þegar allt kemur til alls munum við
kannski ekki kenna nemendum
jafn margar staðreyndir og áður
heldur fleiri hugtök og hugmynd-
ir,“ segir Allen.
Hann bendir á að oft virðist lítið
standa eftir af fróðleiknum nokkr-
um árum eftir að nemandi lýkur
námi. Kennslan miði ekki að því að
fræða nemandann til langframa, of
mikill hluti fróðleiksin
skammtímaminnið þar s
staldri aðeins stutt við.
Meðal þess sem Allen
er að skóladagurinn verð
þannig að barnið sé í sk
meðan foreldrar þess er
Þannig geti skóladagurin
ið frá 8:30-17:30. Einnig le
en til að kennt verði all
kring. Nemendur og ken
ekki nema sjö vikna frí á á
Þeir íslensku kenna
hlýddu á fyrirlestur Al
beðnir um að draga fram
um fyrirlestrinum tvær h
sem þeir töldu að ættu e
Íslandi eða þeir teldu ek
drjúgar og bentu flestir h
hugmyndirnar um lengin
ársins og skóladagsins. A
sagðist Allen ósammála
þessar hugmyndir ættu
Bandarískur prófessor segir núverandi kennslu
Lengri kennslud
kennt árið um
Dr. Dwight Allen, prófessor, segi
kennslufyrirkomulag, sem notað er b
hér á landi og annars staðar í heimin
dag, vera úrelt. Hann vill að róttæk
breytingar verði gerðar á skipula
menntunar, áður en það er um sein
Meðal þess sem hann leggur til er len
skólaársins og -dagsins og að nemen
ljúki háskólaprófi 16 ára.
SKILNINGUR OG UMBURÐARLYNDI
VÖRÐUR Í SÖGU LANDSINS
LÖGIN UM MAT
Á UMHVERFISÁHRIFUM
Töluverðar umræður hafa orðið íframhaldi af þeirri niðurstöðuSkipulagsstofnunar að leggjast
gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa
hennar. Í þeim umræðum hefur Að-
alheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur
og sérfræðingur í umhverfisrétti, sem
m.a. kom að samningu laganna á sín-
um tíma sett fram sjónarmið í viðtali
við Morgunblaðið um 11. gr. laganna,
sem vakið hafa töluverða athygli.
Í viðtali við Morgunblaðið hinn 4.
ágúst sl. sagði Aðalheiður Jóhanns-
dóttir m.a.:
„Ég tel tvo alvarlega galla vera á 2.
málsgrein 11. greinar laganna. Sá
fyrri varðar það atriði að ekki megi
fallast á framkvæmd, jafnvel þótt hún
hafi í för með sér umtalsverð umhverf-
isáhrif. Það getur t.d. leitt til þess að
ekki er hægt að fallast á óarðbærar ör-
yggisframkvæmdir, ef þær hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
Það sjá allir að það gengur ekki.“
Um síðara efnisatriðið, sem Aðal-
heiður Jóhannsdóttir gerir athuga-
semdir við segir hún m.a.: „Mér sýnist
í fljótu bragði að hluti efnisheimilda
endanlegs leyfisveitanda hafi verið
færður til Skipulagsstofnunar en
formlega leyfisveitingarvaldið sé
ennþá eftir hjá leyfisveitandanum. Ég
tel að þarna sé þó ákveðin réttaróvissa
vegna þess, að skilin á milli úrskurðar
skipulagsstjóra og endanlegs leyfis-
veitanda eru einfaldlega óljós.“
Í framhaldi af þessu segir Aðalheið-
ur Jóhannsdóttir: „Ég tel því að það
geti verið ástæða til að endurskoða
lögin strax ... núna ættu menn að setj-
ast niður og skoða málið og viður-
kenna nokkrar staðreyndir, s.s. þá að
hægt er að ráðast í framkvæmdir, sem
hafa í för með sér óviss umhverfisáhrif
eða umtalsverð umhverfisáhrif t.d. ef
þær eru þjóðhagslega hagkvæmar,
varða öryggismál o.s.frv. Orðalag 11.
greinar gefur hins vegar til kynna, að
slíkt sé ekki mögulegt.“
Loks segir lögfræðingurinn: „Að
mínu mati er eðlilegra að miða við
hvaða umhverfisáhrif eru viðunandi,
jafnvel þótt mikil séu, þegar kemur að
því að gefa út endanleg leyfi fyrir
framkvæmdum...“
Þetta eru íhugunarverð sjónarmið,
sem sjálfsagt er að fái efnislega um-
fjöllun í þeim víðtæku umræðum, sem
gera má ráð fyrir að fram fari um
Kárahnjúkavirkjun á næstu mánuð-
um.
Sá mikli fjöldi fólks, sem tók þátt ígöngu samkynhneigðra og hátíða-
höldum í miðborg Reykjavíkur sl.
laugardag ber vott um að stuðningur
við málstað og réttindabaráttu
samkynhneigðra fer vaxandi. Göngu-
menn lögðu með ýmsum hætti áherzlu
á að samkynhneigðir væru hluti af
fjölbreytilegu samfélagi og kæmu úr
öllum stéttum og þjóðfélagshópum.
Samkynhneigðir, sem öldum saman
hafa mætt fordómum og fordæmingu,
hafi þeir viðurkennt kynhneigð sína
fyrir sjálfum sér og samfélaginu, eða
liðið sálarkvalir af því að þeir hafa
ekki talið sig geta opinberað tilfinn-
ingar sínar fyrir umheiminum, bera
nú í vaxandi mæli höfuðið hátt. Rétt
eins fólk sem er af öðru þjóðerni eða
kynþætti en meirihlutinn eða hefur
aðrar trúarskoðanir, gera þeir tilkall
til virðingar, jafnréttis og umburðar-
lyndis.
Þúsundir höfuðborgarbúa sýndu
umburðarlyndi sitt og stuðning í
verki. Við megum þó ekki gleyma því
að enn mæta samkynhneigðir fordóm-
um og fjandskap, sums staðar lætur
fólk enn ótta og fáfræði ráða viðhorfi
sínu til þeirra samborgara okkar, sem
fella hugi til fólks af sama kyni. En
slík viðhorf eru á undanhaldi og upp
til hópa átta Íslendingar sig vonandi á
því að fjölbreytnin og umburðarlyndið
eflir samfélag okkar, en grefur ekki
undan stoðum þess.
Safngripir eru vörður í sögu lands-ins, hvort sem það er hagsaga,
verslunarsaga eða listasaga, að sögn
Freys Jóhannessonar, tæknifræðings
og safnara. Í Morgunblaðinu á sunnu-
dag greindi Freyr frá söfnun sinni á ís-
lenskum gjaldmiðlum af ýmsu tagi og
af frásögninni má ráða að honum hefur
tekist að safna ómetanlegum fróðleik á
þessu sviði. Auk þess að safna munum,
svo sem mynt, seðlum og tunnumerkj-
um, hefur hann, ásamt Antoni Holt,
komið hluta af þeirri rannsóknarvinnu
sem hann hefur innt af hendi á fram-
færi í myntritum Seðlabanka Íslands
og Þjóðminjasafnsins.
Eins og Freyr bendir á í viðtalinu
eru stór söfn, á borð við Þjóðminja-
safnið og Landsbókasafnið sem við
þekkjum öll sem máttarstólpa menn-
ingarlífsins, oft sprottin úr því frum-
kvöðlastarfi sem einstaklingar hafa
unnið að eigin frumkvæði og af ein-
skærum áhuga á tilteknu viðfangsefni.
Starf þessara einstaklinga er því mik-
ils virði í þágu menningar hvers lands.
Það er því ástæða til að vekja at-
hygli á þeirri staðreynd að safnarar
hafi ekki einungis haldið til haga
merkum munum, svo sem handritum,
bókum, gjaldmiðlum, frímerkjum, am-
boðum, fatnaði o.fl., sem annars hefðu
jafnvel orðið glatkistunni að bráð,
heldur hafa þeir einnig varðveitt mik-
ilsverðan fróðleik um þjóðfélagshætti
fyrri tíma. Þannig varðar starfi þeirra
veginn fram á við um leið og hann
varpar ljósi á þróun samfélagsins og
þeirrar menningar sem þjóðin býr við
hverju sinni, burtséð frá hversu fjar-
lægt rannsóknarefnið virðist veru-
leika samtímans.