Vísir - 30.06.1979, Page 9
vtsm
Laugardagur 30. jlinl 1979.
FLÓTTINN LANGI
FRÁ BARO THAN
Um uppruna sigauna og flótta þeirra frá Indlandi
Þaö eru yfir eitt þúsund ár frá því sígaunar
fluttu frá Indlandi. En þegar sígaunakonan frá
Aggelby kemur til Chandigarh í Indlandi vorið 1976/
getur hún í töluverðum mæli gert sig skiljanlega á
máli forfeðra sinna.
Rithöfundurinn og listamaðurinn Rolf Sand-
quist/ sem árum saman hefur kynnt sér líf sígauna
tók þátt í allsherjar sígaunahátíð í Indlandi fyrir
tveim árum. I eftirfarandi grein ræðir hann um
þennan sérstæða þjóðflokk/ sem borist hefur svo
víða um heiminn.
Baro Than er rómani-
slgaunamál- og þýöir Landiö
stóra eöa Fööurlandiö, Indland,
Vissulega hef ég aldrei efast um
þá fullyröingu aö slgaunar eigi
uppruna sinn I Indlandi En þaö
var þá fyrst, þegar ég heyröi viö
slgaunahátiöahöldin 1 Chandi-
garh sigaunakonu, nágranna
minn, tala viö Indverja frá
Punjab — hún á slnu hálf-
gleymda móöurmáli, rómani
og hann á slnu móöurmáli hindi,
(panjabi) aö vissan um frænd-
semina rann upp fyrir mér.
Samtaliö gekk aö vlsu
skrykkjótt en þaö tókst þolan-
lega. Þaö eru lika málvisindin,
sem veitt hafa áþreifanlegustu
sönnunina fyrir uppruna
sigauna. Annars viröast menn I
Evrópu þegar á átjándu öld
hafa veriö nokkurnveginn vissir
um uppruna þessa farandfólks.
í lok marsmánaöar 1977 var
haldin óvenjuleg hátiö I Chandi-
garh I Indlandi. Þaö var sam-
koma menningarlegs eölis fyrir
minni hluta, sem oft gleymastog
eru dreiföir um mestan hluta
heims. Auk gestgjafanna tóku
þátt I henni fulltrúar frá sjö
Evrópulöndum, þar á meöal frá
Danmörku, Finnlandi, Noregi
og Svíþjóö. A þessari hátlö var
rætt mikiö um sérstööu slgauna,
mál og menningararfleifö. Þátt-
takendur sungu, dönsuöu og
léku á hljóöfæri. Þeir heimsóttu
Indiru Ghandi þáverandi for-
sætisráöherra. Hún ávarpaöi þá
I stuttri ræöu og sagöi m.a. aö
heimurinn þarfnaöist mjög
frelsisástar sem væri sigaunum
I blóö borin. Og hún bætti viö, aö
boöskapurinn um friö, vináttu
og samstarf milli þjóöa yröi aö
breiöast út um alla jöröina. Hún
sagöi: „Heimurinn hefur breyst
mikiö siöan forfeöur yöar yfir-
gáfu Indland en vér vonum aö
þau bönd, sem nú hafa verið
hnýtt, haldi”.
Mönnum er þaö ljóst aö sl-
gaunar fluttu burt frá norö-
vestur Indlandi fyrir u.þ.b. tvö
þúsund árum, úr héruðunum á
mörkum Pakistan, Afganistan
og Mið-Asiu. Margir telja
Punjab frumheimkynnið, aörir
halda fram Dardistan i Kasmir.
Um það mega læröir menn deila
— og þaö gera þeir llka. Hitt
væri þó áhugaveröara aö fá
fulla skýringu á ólikum orsök-
um til þessa mikla flótta, sem
aö llkum hefur hafist á fimmtu
öld e.Kr. og hélt áfram til tólftu
aldar, eöa u.þ.b. til þess tima er
Ibúar Finnlands lifðú hvörf vík-
inga og krossferöaalda.
Stéttastríð ein orsökin.
Flóttinn stóö yfir I margar
aldir og helstu orsakarinnar er
að leita I óslitnum ættadeilum
og strlöum sem geisuöu á þess-
um tima. Menn ætla aö fyrsti
flóttinn hafi átt sér staö eftir aö
Persakonungurinn Behram
Gour (420-428) fékk aö gjöf frá
indverskum konungi tólf þúsund
hljómlistarmenn og dansara af
báöum kynjum og kallaðir voru
Luris (af öllu að dæma forfeöur
og formæöur Slgauna.)
Um 710 e.Kr. geröu
Múhameöstrúarmenn undir for-
ystu kalifans I Walid, innrás I
Indland og fluttu heim meö sér
fjölda vinveittra íbúa. Þaö var á
tlmabilinu milli 900 og 1200.
Kunnustu herfarir Múhameös-
trúarmanna voru sjö og var
stjórnaö af Múhameð Ghazni,
sem lagði undir sig verulegan
hluta norö-vestur Indlands,
rændi landiö og geröi þúsundir
fanga aö þrælum. Þaö eru leif-
arnar af þessum stórlátu,
sigruöu , herskáu, ættflokkum,
sem tókst aö flýja vestur á bóg-
inn og kallaðir eru nú slgaunar.
Söngur, hljómlist og
vopn.
En þaö er eins og alkunna er
ekki tungan ein sem þessi þjóö-
flokkur hefur varöveitt á liönum
öldum, heldur llka sameigin-
lega menningarhefö ásamt
mörgum venjum og siöum.
Söngur þeirra og hljómlist eru
þekkt og vel metin meöal al-
mennings. Álika kunnur en
minna metinn er breyskleiki
þeirra hvaö vopn varöar. A refli
frá sextándu öld gefur aö lita sl-
gauna, vopnaöa kylfum, keyr-
um, sveröum og bjúgsveröum.
En svo eru þeir llka hand-
iðnaðarmenn góöir og prýöi-
legir smiöir. Bæti menn þvl nú
viö að þeir eru duglegir á hest-
baki, hestamenn og dýra-
læknar, þá fæst ef til vill yfir-
borösleg en samt nokkur hug-
mynd um á hverju þeir draga
fram lífið.
Aö fara nánar inn á erföa-
menningu þeirra I þessu sam-
bandi, eða þá siögæöi og trú,
mundi heimta langt mál. Ef til
vill má þó geta þess aö slgaunar
I Suður-Frakklandi dýrka
heilaga Söru, sem viröist vera
ein og hin sama og indverska
gyöjan Kagi.
Skýtur fyrst upp í Grikk-
landi.
Menn geta þannig hiklaust aö-
hyllst skoöun á þvi hvaöa sl-
gaunar eru komnir, jafnvel þótt
orsakir aö útflutningnum séu
huldar móöu eins og öll
miöaldasaga Noröur-Indlands.
Leiöir þeirra um Aslu eru ekki
heldur glöggar en menn vita aö
þeir eru komnir til Evrópu I
byrjun fjórtándu aldar. Þeim
skýtur fyrst upp I Grikklandi og
hljóta þvl aö hafa komiö um
Afganistan, lran, Armenlu og
Tyrkland. Sænski fræöimaöur-
inn Gösta Bergman heldur þvl
m.a. fram I bók sem hann gaf út
1964. Og hann vitnar I munk og
pilagrlm, Simeon Simeonis,
sem I ferðasögu frá Krlt 1322
skrifar um slgauna á þessa leiö:
„Þar sáum við llka fyrir utan
borgina fólk, sem fylgdist meö
helgisiöum Grikkja og taldi sig
vera Hamlta. Þeir dvelja sjald-
an eöa aldrei á sama staö lengur
en þrjátíu daga. Að þeim tlma
liönum flytja þeir alltaf eins og
þeir væru lýöur Guöi van-
þóknanlegur”.
Dvölin I Grikklandi var þó
vissulega langvarandi, þar sem
þeir höföu Gippe eöa landiö I
kringum Pireus aö dvalarstaö.
A þeim dögum var þaö kallaö
LiUa-Egyptaland. Enska orðiö
Gipsy sem notaö er um sigauna
er taliö eiga uppruna sinn á
þessum staö.
1 bók sinni „Roma” bendir
W.R. Rishi, forstööumaöur
Romani-stofnunarinnar I
Chandigarh á, aö fyrsta
áreiöanlega vitneskjan um veru
sigauna I Evrópu sé frá árinu
1417, þegar þeir koma til Þýska-
lands. Og Gösta Bergman tekur
upp I bók slna smákafla úr svo-
kallaðri Lybiku-króniku:
„Þaö var flokkur, um þrjú
hundruö manns af báðum kynj-
um sem allt i einu skaut upp og
auk Hamborgar heimsótti heila
röö af noröurþýskum borgum,
áöur en hann héit suöur á bóg-
inn. Enginn haföi séö eöa heyrt
talaö um þetta fólk áöur. Þeir
voru óhreinir, ófrlöir og svartir.
Þeir höföu yfir sér höfðingja,
hertoga og greifa, sem þeir
hlýddu tafarlaust... Sumir riöu,
aörir gengu og höföingjarnir
voru skrautlega búnir... Þeir
kölluðu sig „Secani” og vildu aö
á þá væri litiö sem kristna plla-
grlma, báru líka kristin nöfn,
eins og Andrés, Mikael og
Tómas, og sýndu plagg frá Sig-
mundi ungverjakonungi”.
Þeir komu aö öllum llkindum
frá Ungverjalandi.
Ariö 1419 er sigauna getiö I
svissneskri króniku. Og á heit-
um móöubláum ágústdegi, áriö
1427, var stór skari útlendinga
meö sérkennilegt útlit viö
Orleanshliöiö I Paris. Höföingj-
ar hans kynntu sig sem háæru-
verðúgan hertoga Pannel af
Litla-Egyptalandi og Tómas
greifa af Litla-Egyptalandi. t
föruneyti þeirra voru llfveröir,
þjónar og aörir og voru um 120
aö tölu. Þeir héldu þvi fram aö
þeir hefðu fengiö áheyrn hjá
páfanum, sem heföi boöiö þeim
aöferöastum jöröina Isjöár, án
þess aö sofa I rúmi eða njóta
annarra lifsþæginda. Þessi saga
getur hafa veriö búin til en si-
gaunarnir fengu aö minnsta
kosti fótfestu I Frakklandi.
1 júnimánuöi 1447 komu sl-
gaunar fram I Katalóniu, og á
Spáni kunnu þeir brátt vel viö
sig. Nú á dögum eiga þeir helst
heima I borgunum Cordoba,
Granada og Sevilla. Viö lok
fimmtándu aldar sigldu þeir til
Englands — einn hópur fór til
trlands og annar undir forystu
John Faa, sem er hálfgerö
þjóösagnapersóna,til Skotlands.
Hann átti að hafa verib greifi af
Litla-Egyptalandi. Og svo slöla
sem 1860 var Esther Faa valin
sigaunadrottning I Skotlandi.
Frá Miö-Evrópu dreiföust si-
gaunarnir smám saman til
austurs. Þeir komu til Póllands
og Lithaugalands á stjórnarár-
um Víadislav Jageiios og inn-
flytjendurnir viröast hafa kunn-
aö vel viö sig I þessum nýju
heimkynnum. Elsta pólskt rit,
þar sem á þá er minnst er staf-
rófskver frá seytjándu öld, þar
stendur m.a., aö „Tsigani”
(„sigaunár”), sé þjóöflokkur I
Póllandi sem komið hafi frá
Þýskaíandi, „stelvlsir og mjög
brögöóttir”.
Samkvæmt bók W.R.Rishi
hafa sígaunar komiö til Rúss-
lands tiltölulega seint. Hann
styöst vib þá staöreynd, aö I
lagamáli er þeirra ekki getiö
fyrr en I upphafi 17. aldar. 1 riti
eftir P. Keppen kemur fram, aö
1773, eru slgaunar I Ukralnu og
sums staöar I Stóra-Rússlandi
og jafnvel fyrir noröan Péturs-
borg. A stjórnarárum Ellsabet-
ar var meira aö segja gefin út
skipun um, aö slgaunum væri
bannaö aö sýna sig i borginni en
leyfi til aö yfirgefa landiö höföu
þeir ekki. Siöar uröu árekstrar,
sem hurfu smám saman og á
seinni tlmum veröur aö telja aö
sigaunar njóti aö mestu sömu
réttinda og skyldna og aörir
Sovét-búar.
Þaö var ekki fyrr en I byrjun
nltjándu aldar, aö sigaunum
skaut upp I Noröur-Amerlku og
nokkru seinna I ýmsum ríkjum
Suöur-Ameriku.
Til Finnlands úr vestri.
Til Finnlands hafa sigaunar
næstum eingöngu komiö úr
vesturátt. Um fyrstu komu
þeirra til Svíþjóðar, skrifar
Olaus Petri (siöaskipta-
frömuöurinn) um 1540 I „Sænsk
krónika”'eftirfarandi orö: „A
sama ári og herra Steen varö
höfuösmaöur kom hópur þess
fólks sem flakkar frá einu landi
til annars, og menn kalla
Tatara, hingaö til lands og til
Stokkhólms; áöur höföu þeir
aldrei verið hér”.
Og I þingbók Stokkhólmsborg-
ar frá sama tima, segir: „A
degi heilags Mikjáls komu
Tatarar hingaö til bæjarins og
sögöust vera frá Litla-Egypta-
landi. Þeir höföu konur sinar og
börn meö sér og sumar voru
meö brjóstbörn. Höföingi þeirra
hét Antonlus, greifi.meö greif-
ynju sinni... Bærinn gaf þeim
tuttugu mörk”.
Aö skoöún Bergmans hafa
þeir sennilega komiö frá Dan-
mörku, þar sem vart haföi orðiö
sigauna nokkrum árum áöur.
Til Danmerkur hafa þeir
áreiöanlega komiö frá Skotlandi
sem ráöa má af meðmælabréfi
meö Antoníusi Gagino, greifa
frá Litla-Egyptalandi en þaö er
ritaö af Jakobi fjóröa Skotakon-
ungi og er til Hans danakon-
ungs. 1 þessu bréfi má lesa milli
llnanna aö skoski konungurinn
haföi ekkert á móti þvi aö þeir
hyrfu úr landi.
útlagar
Þegar 1525 brýndi Gústav
Vasa biskupinn I Strengnesi til
aö sjá um aö Tatarar færu úr
landi, svo fljótt sem veröa
mætti. Rúmri hálfri öld siðar
var þeim hótaö fangelsi, sem
ekki hypjuðu sig á brott. Og
samkvæmt konunglegri til-
skipun frá árinu 1637 var yfir-
völdum boöiö aö sjá svo um aö
landiö losnaöi aö fullu viö þessa
„Slkeína og Tatara” — Sérhver
karlmaöur meðal sigauna sem
fyndist eftir 8. nóvember skyldi
hengdur.
Þaö var á þessum erfiöu tlm-
um aö mestur hluti sænskra si-
gauna var annaöhvort fluttur
burt nauöungarflutningi eöa
hvarf til Finnlands. Þeir fyrstu
komu fram á Álandi 1559, en
voru sendir aftur til Svlþjóöar.
Þaö er ekki fyrr en aldar-
fjóröungi siöar, aö sigaunar
hafa náö verulegri fótfestu á
finnska meginlandinu. Þá er
vitaö um 37 manna hóp, báru
allir sænsk nöfn. Og eins og
kunnugt er enn I dag, ganga sex
þúsundir slgauna undir sænsk-
um nöfnum. Hér má líka bæta
þvi viö aö töluverður flutningur
þeirra hefur átt sér staö til Svl-
þjóöar á seinni árum.
Aö lokum skal þess getið, aö
eins og stendur er f jöldi sigauna
I öllum heiminum talinn vera
milli sex og átta milljónir. Af
þeim eru fjórar til fimm I
Evrópu. Og þá eru Banjarar
(indversku sigaunarnir) um
tuttugu milljónir, sem ekki eru
meðtaldir.