Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 1

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 1
222. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. SEPTEMBER 2001 ÞÚSUNDIR Palestínumanna efndu til mótmæla í gær í tilefni þess að ár var liðið frá því að uppreisnin gegn Ísrael hófst. Þrír Palestínumenn, þeirra á meðal 10 ára drengur, biðu bana í átökum við ísraelska her- menn á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. 45 Palestínumenn særðust í átökunum, þar af tveir lífs- hættulega, og sex Ísraelar. Þá lét Palestínumaður lífið í Hebron þegar sprengja sem hann var að setja saman sprakk í höndum hans. Að minnsta kosti þrír Palest- ínumenn biðu bana seint í gærkvöldi í sprengingu sem varð nálægt mosku á suðurhluta Gaza-svæðisins en ekki var vitað hvað olli henni. Ungir Palestínumenn kasta hér bensínsprengjum á ísraelska her- menn í Hebron. Reuters Blóði út- hellt á uppreisnar- afmælinu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Washington sagðist í gærkvöldi hafa „miklar áhyggjur“ af öryggi banda- rískra ríkisborgara og eigum þeirra erlendis en sams konar yfirlýsing var gefin út 12. september, daginn eftir árásirnar á New York og Wash- ington. Sjö írakskir ríkisborgarar voru í gær handteknir í Ekvador í tengslum við lögregluaðgerðir í kjöl- far árásanna. Var fólkið með fölsuð skilríki. Sagt er að litlir hópar sérsveitar- manna frá Bandaríkjunum og Bret- landi hafi verið sendir til suðurhluta Afganistans nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í New York og Wash- ington og sé þeim ætlað að taka Osama bin Laden til fanga eða jafn- vel bana honum. Sé m.a. leitað að honum í hellum og neðanjarðar- byrgjum. Bin Laden er grunaður um að hafa staðið á bak við árásirnar. Ónafngreindur embættismaður í Washington staðfesti í samtali við AP-fréttastofuna að sérsveitarmenn væru í Afganistan. Sagði hann mark- miðið að afla upplýsinga og undirbúa hernað ef til hans kæmi en neitaði að þeir ættu að handsama bin Laden. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að erfitt væri að heyja „skæruliðastríð“ með hefðbundnu herliði; ef til vill yrði því beitt og ef til vill ekki. En enginn ætti að vera í vafa um að verið væri að þrengja mjög hringinn um bin Laden. Op- inber sendinefnd frá Pakistan reyndi í gær að fá talibanastjórnina í Kabúl til að framselja bin Laden en hafði ekki erindi sem erfiði. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hryðjuverkamenn sem notuðu „íslömsk slagorð“ ættu ekk- ert sameiginlegt með trúuðum mús- límum. Milljónir múslíma búa í land- inu. Rússland og Mið-Asíulöndin Úzbekistan, Túrkmenistan og Tadj- íkistan eru öll í svonefndu Sambandi sjálfstæðra ríkja ásamt flestum fyrr- verandi sovétlýðveldum. Pútín lagði í gær áherslu á að sambandið myndi taka þátt í samstarfinu með Banda- ríkjamönnum gegn hryðjuverkum en bækistöðvar í Mið-Asíulöndunum þrem eru taldar geta ráðið miklu um niðurstöðuna. Ónafngreindur stjórnarerindreki í ríki við Persaflóa sagði í gær að sádi- arabísk stjórnvöld hefðu ákveðið að leyfa Bandaríkjamönnum að nota herflugvöll í landinu í aðgerðunum gegn bin Laden og talibönum. Þykir þetta merki um að stjórnvöld óttist nú minna en áður andstöðu strangtrúaðra múslíma sem margir eru mjög á móti bandarískum hern- aðarumsvifum í grennd við helga staði íslams, Mekku og Medinu, í Sádi-Arabíu. Dagblaðið Al-Sharq al-Awsat, sem gefið er út í London, sagði í gær að sjónarvottar hefðu séð er hópur ísl- amskra bókstafstrúarmanna var rekinn upp í flugvél í Kartúm, höf- uðborg Súdans, en ríkið er, eins og Íran og Sýrland, á lista Bandaríkja- stjórnar yfir þau ríki sem veitt hafi hermdarverkamönnum skjól. Tals- maður utanríkisráðuneytisins í Washington hrósaði í gær Súdönum fyrir að hafa handtekið menn sem grunaðir eru um hermdarverk og einnig fyrir að hafa veitt upplýsingar um öfgahópa. Bandaríkjamenn óttast frekari hermdarverk Bush segir erfitt að beita hefð- bundnu herliði í „skæruliðastríði“ Moskvu, Washington, Kabúl, London. AP, AFP. Reuters Afgönsk börn lesa í Kóraninum í flóttamannabúðum skammt frá Karachi í Pakistan. Milljónir afganskra flóttamanna eru þegar í Pakistan og Íran.  Árásin/24 MENNIRNIR, sem stóðu að hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum 11. september, skildu eft- ir sig skjöl á arabísku þar sem þeim var kennt hvernig þeir skyldu búa sig and- lega undir ódæðið og eig- in dauða. Meg- ininntakið var, að morðin væru fyrir Al- lah og fyrir þau yrði þeim um- bunað á himni. Afrit af skjalinu fannst í far- angri Mohameds Atta, sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkin, og annað fannst í flaki United Airlines-þotunnar, sem hrapaði til jarðar í Penn- sylvaníu. Það þriðja fannst svo í bíl, sem einn flugræningjanna hafði notað. Skjölin eru annars vegar gát- listi þar sem minnt er á, að hug- að sé vel að undirbúningi fjöldamorðanna, og hins vegar leiðbeiningar um það hvernig eigi að búa sig undir þau and- lega. Eru hryðjuverkamenn- irnir hvattir til að „þrá dauð- ann“ og „vera vongóðir“. Umbunað á himni „Allir óttast dauðann,“ segir í skjalinu, sem The Washington Post hefur komist yfir, „en að- eins hinir trúuðu, sem vita, að þeim verður umbunað á himni, taka dauðanum fagnandi.“ The Dallas Morning News segir, að í skjalinu, sem fannst í Pennsylvaníu, séu leiðbeining- ar um það hvað hryðjuverka- mennirnir skuli gera og hugsa síðustu stundirnar. „Hugið að vopnunum,“ segir þar, og „ef þið takið leigubíl út á flugvöll, skuluð þið brosa og minnast þess, að Allah er með ykkur og allir englarnir.“ Hryðjuverkamönnunum er sagt að fara með bæn strax og komið er inn í flugvélina og aft- ur þegar þeir setjast með það í huga, að „árásin er fyrir Allah“. Í skjölunum eru þessi „hugg- unarríku“ orð: „Þegar sann- leikurinn opinberast ykkur og stundin nálgast, skuluð þið bjóða dauðann velkominn í nafni Allah. Ykkar síðustu orð skulu vera þessi: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans.“ Fyrstu fjórar síður skjalanna eru handskrifaðar og er þar stiklað á sögu íslams. Þar segir til dæmis frá því er spámaður- inn barðist með 100 mönnum gegn 1.000 villutrúarmönnum. „Árásin er fyrir Allah“ Washington. AP. Mohamed Atta SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að ummæli sín um yfirburði vestrænnar menn- ingar hefðu verið misskilin. Hann sagði í sjónvarpsviðtali á miðvikudag að vestræn menning virti mannrétt- indi sem ekki væri reyndin í ríkjum íslams. Vestrænir leiðtogar gagn- rýndu margir ummælin sem þóttu óheppileg í ljósi þess að Vesturveldin reyna nú að fylkja liði með hófsöm- um múslímum gegn hryðjuverkum. Berlusconi sagði í þingræðu að orð sín hefðu verið mistúlkuð. „Mér þyk- ir leitt að orð sem voru misskilin skyldu særa arabíska og íslamska vini mína.“ Hann sagðist gera sér vel grein fyrir mikilvægu framlagi músl- ímaríkja. „Við ættum að vera hreyk- in af gildunum sem við trúum á: um- burðarlyndi, fjölhyggju, pólitískum og efnahagslegum réttindum, trú- frelsi og almennum kosningarétti,“ bætti hann við. Berlusconi segir ummæli um vestræna yfirburði misskilin Róm. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.