Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðahjartadagurinn á morgun
Heilbrigt hjarta
ævilangt
ALÞJÓÐLEGURhjartadagur er ámorgun, 30. sept-
ember. Að honum standa
hér á Íslandi Landssamtök
hjartasjúklinga (LHS),
SÍBS, Hjartavernd, HL-
stöðin í Reykjavík, Rauði
kross Íslands og Félag
hjartasjúklinga á Reykja-
víkursvæðinu. Ásgeir Þór
Árnason hjá Landssamtök-
um hjartasjúklinga hefur
komið að undirbúningi hins
alþjóðlega hjartadags hér,
hann var spurður um
markmið þessara aðgerða.
„Það er Alþjóðahjarta-
sambandið eða World
Heart Federation, með
stuðningi alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar WHO og
UNESCO sem hvetur að-
ildarfélög sín um allan heim til að
halda upp á hjartadaginn. Dagur-
inn verður haldinn hátíðlegur í yfir
hundrað löndum. Þema dagsins er:
Heilbrigt hjarta ævilangt.“
– Hvað er ráðlagt til þess að
stuðla að þessu markmiði?
„Alþjóðahjartasambandið hefur
gefið út „topp 10“ listann yfir atriði
sem eiga að stuðla að heilbrigðu
hjarta. Það sem fólk getur gert í
þessu augnamiði er að reykja ekki,
hreyfa sig daglega, borða sem holl-
ast fæði, halda sig við kjörþyngd,
forðast streitu, láta mæla blóð-
þrýsting, útloka sykursýki, vera
meðvitað um fitumagn í blóðinu,
fara í almenna læknisskoðun og
hugsa vel um hjartað og hvetja þá
sem standa manni næst til að gera
það líka.“
– Hvað á að gera hér á landi í til-
efni hins alþjóðlega hjartadags á
morgun?
„Í tilefni dagsins verður boðið
upp á mælingu á blóðfitu og blóð-
þrýstingsmælingu, mælingu á lík-
amsþyngdarstuðli (BMI), sem gef-
ur til kynna ástand með tilliti til
ofþyngdar, veitt verður ráðgjöf
fyrir þá sem óska eftir að hætta að
reykja og svo verður kynning á
endurlífgun. Þetta fer fram í
Mjóddinni og hefst klukkan 10
sunnudaginn 30. september, þ.e. á
morgun. Verða mælingarnar fram-
kvæmdar í göngugötunni í Mjódd
frá klukkan 10 til klukkan 16.
Svona mælingar fara fram á fleiri
stöðum á landinu, svo sem Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Fólk
fær niðurstöðublað með skráðum
gildum sem það getur sýnt lækn-
inum sínum. Átak þetta er fram-
hald af því að Landssamtökin
stóðu fyrir mælingum á blóðþrýst-
ingi og blóðfitu í Stykkishólmi í
samvinnu við Félag hjartasjúkl-
inga á Vesturlandi og fyrir stuttu á
Austurlandi í samstarfi við SÍBS. Í
þessar mælingar hefur almenning-
ur mætt án þess að panta tíma og
án endurgjalds. Hér er um stórt
framtíðarverkefni að ræða sem
Landssamtök hjartasjúklinga
munu standa fyrir á sem flestum
stöðum á landinu á komandi árum.
Þetta er í fyrsta skipti sem allir
þessir aðilar sameinast
um svona stórt átak.“
– Verður fleira gert í
tilefni af alþjóðlega
hjartadeginum?
„Fólk getur haft
samband við lækni sem verður í
göngugötunni í Mjódd á þeim tíma
sem mælingarnar fara fram. Síðast
en ekki síst verður farið í hjarta-
göngu um Elliðaárdalinn og hefst
hún klukkan 14 á morgun. Boðið er
upp á tónlistarflutning fyrir göng-
una og hefst sá flutningur klukkan
13 við biðskýlið í Mjódd, þetta er
þó háð verðurskilyrðum.“
– Verður hjartaganga víðar á
landinu?
„Já, hjartaganga verður farin
frá Glerártorgi á Akureyri klukk-
an 13 á morgun. Þar verður sem
fyrr sagði boðið upp á mælingar á
blóðfitu og blóðþrýstingi og í Vest-
mannaeyjum verður hjartaganga
farin frá Akogeshúsinu klukkan 13
og þar verður einnig boðið upp um-
ræddar mælingar. Á þessum stöð-
um verða læknar til viðtals.“
– Tekur þetta ekki allt langan
tíma?
„Jú, það má búast við því og er
fólk beðið að hafa biðlund meðan
mælingarnar fara fram, reynt
verður að mæla alla þá sem það
vilja innan þess tíma sem áður var
tiltekinn. Allar upplýsingar sem al-
þjóðahjartadeginum eru tengdar
eru í blaðinu sem Landssamtök
hjartasjúkinga gaf út undir nafn-
inu Velferð og dreift var með
Morgunblaðinu í gær.“
– Skila allar þessar aðgerðir sér
vel sem forvarnir?
„Já, þær mælingar sem við höf-
um gert og fengið niðurstöður úr
hafa undantekningarlaust hjálpað
því fólki sem fékk hágildi og hefur
það farið í framhaldsmeðferð hjá
heimilislæknum eða öðrum í kjöl-
farið. Þetta fólk gengur með
áhættueinkenni sem eru eins og
tifandi tímasprengja. Með mæling-
unum má finna þessa einstaklinga
og grípa til aðgerða þannig að
sprengjan springur ekki, heldur
koma lyf og önnur með-
ferð í veg fyrir alvarleg-
an sjúkdóm. Það fólk
sem mælingarnar
sýndu að var í hættu er
mjög ánægt með að
henni var með þessum hætti af-
stýrt, það hafði ekki hugmynd um
að það væri í hættu statt. Oft er um
að ræða tággrannt fólk sem vel er
á sig komið en með hátt kólester-
ólgildi sem hægt er að lækka með
breyttu matarræði og/eða lyfjum.
Með þessu verkefni finnst fólk sem
er í hættu statt gagnvart hjarta-
sjúkdómum – að því beinist átak-
ið.“
Ásgeir Þór Árnason
Ásgeir Þór Árnason fæddist 14.
maí 1956 á Seltjarnarnesi. Hann
lauk almennu námi og landsprófi
og prófi í húsasmíði frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1976. Hann
starfaði sem húsasmiður um ára-
bil, þar til hann fór í bygginga-
vörudeild SÍS árið 1989, eftir að
það var selt fór hann til starfa hjá
Húsasmiðjunni og var þar til árs-
ins 1993 en þá hóf hann störf hjá
Landssíma Íslands sem umsjón-
armaður. Nú er hann starfsmaður
Landssamtaka hjartasjúklinga.
Ásgeir er kvæntur Karlottu Jónu
Finnsdóttur, skrifstofumanni hjá
HEGAS, þau eiga tvær dætur en
auk þess á Ásgeir þrjú börn.
Áhættuein-
kenni eins og
tímasprengja
Hraði landbúnaðarráðherra í grænmetismálinu gefur ekki miklar vonir
um að ódýr paprika verði á jólaborðinu í ár.
HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm
Héraðsdóms Reykjaness yfir karl-
manni sem dæmdur var í 5 mánaða
fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundið,
fyrir kynferðisbrot gegn 10 ára gam-
alli dóttur sambýliskonu sinnar. Var
málinu vísað aftur heim í hérað.
Féllst Hæstiréttur þannig á kröfur
mannsins og segir í dómi að skort hafi
á að héraðsdómur hafi fjallað nægi-
lega um dómskýrslur málsins, auk
þess sem niðurstaða hans um sönn-
unargildi munnlegs framburðar sé
ekki nægilega skýr og ótvíræð.
Hæstiréttur telur þó að vörn málsins
hefði ekki þurft að vera áfátt af þess-
um sökum.
Ríkissaksóknari hafði skotið mál-
inu til Hæstaréttar í apríl sl. Krafðist
ákæruvaldið þess að refsing manns-
ins yrði þyngd og hann dæmdur til
greiðslu skaðabóta.
Hæstaréttardómarar voru þau
Garðar Gíslason, Guðrún Erlends-
dóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn
Bragason og Pétur Kr. Hafstein og í
niðurstöðu þeirra segir meðal annars:
„Ómerkingarkrafa ákærða er reist
á því að héraðsdómi sé verulega áfátt
að því er varðar lýsingu málsatvika og
einnig sé hann óskýr um þau atriði
sem dómarar leggi til grundvallar
sakfellingu. Á það verður ekki fallist
að lýsing málavaxta í héraðsdómi sé
ekki nægileg, svo langt sem hún nær,
en hitt er rétt að með öllu skortir lýs-
ingu á því hvers vegna aðalmeðferð
var frestað 18. desember 2000 og á
þeirri gagnaöflun sem fram fór í
framhaldi af því. Jafnframt er rök-
semdafærslu héraðsdóms áfátt þar
sem ekkert er fjallað um mótmæli
ákærða gegn sakarefnum þeim sem á
hann eru borin og því engin afstaða
tekin til framburðar hans. Sama gild-
ir um síðasta framburð brotaþola. Á
skortir jafnframt að afstaða sé tekin
til trúverðugleika framburðar al-
mennt. Þá brestur á um rökstuðning
fyrir sýknu ákærða af síðari verkn-
aðinum sem á hann er borinn.“
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari
sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins
en lögmaður ákærða var Páll Arnór
Pálsson hrl.
Hæstiréttur vísar kynferð-
isbrotamáli heim í hérað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi á fimmtudag par á þrítugs-
aldri í fangelsi fyrir ýmis þjófnaðar-
brot. Karlmaðurinn var dæmdur í 8
mánaða fangelsi, þar af sex skilorðs-
bundna og konan í 4 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi.
Er skilorð beggja háð því að þau
neyti ekki áfengis eða deyfilyfja á
skilorðstímanum, sem er þrjú ár, en
fram kom að bæði hefðu þau leitað sér
hjálpar vegna fíkniefnaneyslu sinnar.
Fangelsi fyrir
þjófnað
♦ ♦ ♦