Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 12
AÐGERÐIR FLUGLEIÐA
12 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSVARSMENN Flugleiða
kynntu starfsfólki félagsins ákvarð-
anir um hópuppsagnir og aðrar
sparnaðaraðgerðir í gær til að bregð-
ast við minnkandi eftirspurn og aukn-
um kostnaði í flug- og ferðaþjónustu í
kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum. Sigurður Helgason, forstjóri
félagsins, segir að félagið kappkosti
að glata ekki þeim ávinningi sem upp-
bygging í rekstrinum sl. 10 ár hafi
fært félaginu og íslenskri ferðaþjón-
ustu.
Þrátt fyrir andstreymi og þá miklu
óvissu sem uppi er í flugheiminum
muni félagið vera vakandi fyrir sókn-
arfærum sem kunna að skapast á
næstunni.
Aðpurður sagði Sigurðar að hóp-
uppsagnirnar sem tilkynntar voru í
gær væru ekki þær mestu sem gripið
hefur verið til í sögu félagsins. Um-
fangsmeiri uppsagnir urðu hjá félag-
inu á erfiðleikatímabilinu 1977-78.
,,En við höfum aldrei séð svona mikl-
ar breytingar verða á umhverfinu á
svona stuttum tíma. Okkar aðgerðir
hingað til hafa verið gerðar til þess að
leiðrétta ákveðna stefnu á rekstri
Flugleiða en núna eru þetta allt ut-
anaðkomandi áhrif sem gera að verk-
um að við verðum að gjörbreyta
starfseminni og skera hana niður,“
segir Sigurður í samtali við Morg-
unblaðið.
Aðspurður hvort óhjákvæmilegt
hafi verið að grípa til svo víðtækra
uppsagna starfsfólks sagði Sigurður
svo vera og kvaðst telja að þessar að-
gerðir væru mjög sambærilegar þeim
aðgerðum sem önnur flugfélög hafa
gripið til að undanförnu bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Sigurður sagði að áhrifin af hryðju-
verkaárásunum á flugstarfsemi í
Bandaríkjunum snertu Flugleiðir
meira en önnur evrópsk flugfélög þar
sem Flugleiðir eru með hlutfallslega
mun meira sætaframboð til Ameríku
í sínum flugrekstri en önnur evrópsk
flugfélög.
,,Segja má að Flugleiðir séu háðari
Ameríku heldur en flest önnur evr-
ópsk flugfélög. Við erum hlutfallslega
með meira af okkar afkastagetu í
flugi til Ameríku, heldur en öll Evr-
ópuflugfélögin. Við erum því háðari
Ameríkumarkaði, sem er stærsti
markaður Flugleiða, heldur en flestir
aðrir,“ sagði hann.
– Hvernig sjá stjórnendur Flug-
leiða fyrir sér að þróunin verði næstu
vikur og mánuði?
,,Menn renna mjög blint í sjóinn
því ekki verður séð hvað mun líða
langur tími þar til ferðamenn fara
aftur að fljúga. Auk þess vitum við
ekki hvort um fleiri herðnaðar-
aðgerðir verður að ræða og hvaða
áhrif það mun hafa. Framtíðin er því
algerlega óljós hvað það varðar. Við
töldum lífsnauðsynlegt fyrir Flug-
leiðir og íslenska ferðaþjónustu að
gera þær ráðstafanir sem við erum að
kynna í dag. Við teljum að miðað við
þær forsendur og aðstæður sem við
sjáum í dag þá ættu þær að duga, en
forsendurnar gætu breyst. Við sjáum
ekki fram á það í dag að við þurfum
að grípa til frekari aðgerða,“ segir
hann.
Vorum ekki með svona harka-
legar aðgerðir á prjónunum
– Eru þessar ráðstafanir eingöngu
gerðar vegna áhrifa hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum eða var áþekkra að-
gerða þörf, þótt til þeirra atburða
hefði ekki komið?
„Við gerðum ráð fyrir tapi á árinu.
Okkur gekk ekki vel fyrstu sex mán-
uðina en mjög vel í júlí og ágúst og
ágætlega fyrstu dagana í september
og vorum því ekki með neinar svona
harkalegar aðgerðir á prjónunum.
Undanfarin tvö ár hefur verið tap á
rekstrinum og höfum við verið að
fara yfir rekstur fyrirtækisins, fram-
tíðaruppbyggingu þess og framtíð-
armódel. Við ætlum að kynna nið-
urstöður þeirrar úttektar fyrir stjórn
fyrirtækisins í nóvember. Þeirri
vinnu er haldið áfram en þessar
ákvarðanir taka ákveðið mið af
henni,“ segir Sigurður.
Aðspurður segir hann að ákvarð-
anir stjórnenda félagsins um að
draga úr sætaframboði í Evrópuflug-
inu séu, líkt og samdrátturinn í flugi
til og frá Bandaríkjunum, teknar til
að bregðast við afleiðingum hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum. ,,50% af
sætaframboði Flugleiða er á milli
Evrópu og Ameríku, þannig að mjög
stór hluti farþega í hverju Evrópu-
flugi er að halda áfram vestur. Ef við
missum stóran hluta þessara farþega
þá verður nýtingin lélegri og minni
tekjur af fluginu á milli Íslands og
Evrópu, sem er kannski þrisvar sinn-
um meira en íslenski markaðurinn
ber,“ segir hann.
– Mikil umræða hefur átt sér stað
erlendis um að hið opinbera hlaupi
undir bagga og aðstoði flugfélög í
þessum erfiðleikum. Kemur ríkisað-
stoð til greina að þínu mati, í þeirri
stöðu sem félagið er komið í?
,,Við höfum heyrt þessa umræðu í
Bandaríkjunum þar sem forsetinn
hefur þegar undirritað lög til að-
stoðar við bandarísk flugfélög. Það er
einnig verið að ræða þetta innan Evr-
ópusambandsins. Við höfum ekki
formlega farið fram á það við yfirvöld
hér að þau styrki okkur á einn eða
neinn hátt. Það hefur ekki verið
rætt.“
– Flugheimurinn er í uppnámi
vegna hryðjuverkaárásanna 11. sept-
ember. Hvaða markaðstækifæri
sérðu fyrir Flugleiðir við þessar
kringumstæður?
,,Við erum að fara yfir hvar okkar
samkeppnisaðilar eru helst að draga
saman seglin og meta hvort við sjáum
einhver tækifæri þar en erum ekki
farnir að sjá þau ennþá. Flestar nið-
urfellingar á flugi taka gildi frá og
með 1. nóvember og við erum ekki
farnir að sjá það ennþá að farþegar
sem áttu bókað með öðrum félögum
streymi til okkar.“
Sigurður sagði ljóst að samkeppn-
isstaðan væri að breytast í millilanda-
fluginu og að Flugleiðir myndu haga
endanlegum áætlunum um flug til og
frá Bandaríkjunum í ljósi ákvarðana
annarra flugfélaga um flug milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna.
– Ákveðið hefur verið að draga
saman í millilandaflugi um 18% í vetr-
aráætlun Flugleiða. Kemur til álita
að fella niður ákveðna áfangastaði í
áætlunarflugi félagsins?
,,Við höfum greint frá því að næsta
sumar munum við fljúga á alla þá
áfangastaði sem við erum með í dag.
Við gerum ráð fyrir að fljúga á alla
áfangastaði okkar í Evrópu í vetur en
það er ennþá töluverð óvissa um hver
endanleg ferðatíðni og fjöldi áfanga-
staða verður í Bandaríkjunum. Við
munum reyna að taka ákvörðun um
það mjög fljótlega, þegar við sjáum
hver samkeppnismyndin er á milli
Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir
Sigurður.
Stjórn Flugleiða lagði öll
blessun sína yfir aðgerðirnar
Aðspurður segir Sigurður það rétt
að komið hafi upp hugmyndir innan
Flugleiða um sparnaðaraðgerðir sem
nái til stjórnenda félagsins, líkt og
ákveðið hefur verið hjá flugfélögum
erlendis, sem hafa m.a. brugðist við
með því að lækka laun stjórnenda.
Sigurður segir þessar hugmyndir til
umræðu innan félagsins en nið-
urstaða liggi ekki fyrir.
Spurður um hvort stjórn félagsins
stæði einhuga á bak við stjórnendur
félagsins um þessar aðgerðir sagði
Sigurður svo vera. Stjórninni hefðu
verið kynntar aðgerðirnar á fimmtu-
dag og hún lagt blessun sína yfir þær.
– Munu þessar gagnaðgerðir duga
til að mæta erfiðleikunum eða má bú-
ast við frekari niðurskurði og sam-
drætti á næstunni?
,,Miðað við þær forsendur sem við
sjáum framundan á þessari stundu,
þá teljum við að við þurfum að grípa
til þessara aðgerða og [framhaldið]
fer síðan eftir því hvernig þær for-
sendur breytast og hvert ástandið
verður. Við sjáum það ekki í dag. Við
viljum ekki skera fyrirtækið mjög
mikið niður þannig að við eigum ekki
tækifæri til þess að komast fljótt aft-
ur í gang. Við lítum því svo á að þetta
sé lágmarksniðurskurður miðað við
það sem við sjáum framundan.“
Á von á sameiningu og fækkun
stórra flugfélaga
– Hvernig sérðu fyrir þér að al-
þjóðleg flugstarfsemi muni þróast til
lengri tíma litið?
,,Ég hugsa að það verði töluverðar
breytingar í umheiminum. Stór flug-
félög á borð við Swissair og Sabena í
Evrópu og stór flugfélög í Bandaríkj-
unum eiga í erfiðleikum. Það kæmi
mér því ekki á óvart að það muni eiga
sér stað sameiningar hjá þessum
stóru félögum, sem muni fækka, og
þau verða enn stærri í framtíðinni,“
segir Sigurður Helgason að lokum.
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir félagið þurfa að gjörbreyta
starfseminni og skera niður vegna afleiðinga hryðjuverkanna
Sjáum ekki fram á
að þurfa að grípa til
frekari aðgerða
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir félagið aldrei hafa
staðið frammi fyrir jafnmiklum breytingum á starfsumhverfi sínu
og orðið hafa í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Ómar
Friðriksson ræddi við Sigurð um umfangsmiklar uppsagnir og
sparnaðaraðgerðir, sem stjórnendur Flugleiða kynntu í gær.
Morgunblaðið/RAX
,,Við höfum ekki formlega farið fram á það við yfirvöld hér að þau styrki okkur á einn eða neinn hátt. Það hefur
ekki verið rætt,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
AÐGERÐIR Flugleiða þýða um fjögurra millj-
arða króna samdrátt í gjaldeyristekjum á ári
vegna erlendra ferðamanna, að sögn Magnúsar
Oddssonar ferðamálastjóra. Hann segir að
samdrátturinn bitni mest á gistiþættinum fyrir
utan skellinn sem Flugleiðir verði fyrir, en í
fyrra voru um 302.000 erlendir gestir á Íslandi
og var aukningin 6 til 7% í ár til 11. september.
Magnús Oddsson segir að mjög slæmt sé til
þess að hugsa að til aðgerða Flugleiða hafi
þurft að koma og þær hljóti að valda öllum
verulegum áhyggjum en skiljanlegt sé að aðrar
leiðir hafi ekki verið færar. Hins vegar fari
áhrifin eftir því hvað samdrátturinn standi
lengi yfir. Miðað við 18% samdrátt í sætafram-
boði í vetraráætlun og 11% samdrátt í sum-
aráætlun megi ætla að samdrátturinn sé um 12
til 13% á ári, en ferðaþjónusta á Íslandi varð-
andi erlenda markaðinn hafi verið nokkuð í
samræmi við sætaframboð Flugleiða. Viðvar-
andi 12% minna sætaframboð vegna erlenda
markaðarins þýddi því um 12% minni umsvif,
að því gefnu að ekkert annað kæmi í staðinn,
eða um fjögurra milljarða króna samdrátt í at-
vinnugreininni á ári.
Hann segir að gjaldeyristekjurnar í ár hafi
stefnt í 36 milljarða að öllu óbreyttu og tekjur
vegna erlendra ferðamanna dreifist um allt
efnahagskerfið. Flugfargjöld séu verulegur
hluti en eyðslan í landinu sé mun stærri hluti.
Ferðaþjónustan sé mismunandi í stakk búin til
að mæta svona samdrætti og gistiþátturinn sé
hvað viðkvæmastur vegna fjárfestinga sem þar
séu bundnar í fasteignum.
Magnús bendir á að umrætt sætaframboð sé
að hluta til vegna annarra farþega en þeirra
sem koma til Íslands og binda megi vonir við að
hægt sé að breyta hlutfallinu eitthvað og gerist
það yrðu áhrifin minni en fjórir milljarðar.
Hins vegar liggi fyrir að samdrátturinn í sæta-
framboði verði mestur í Bandaríkjafluginu en
Bandaríkjamarkaðurinn sé sá markaður sem
hafi verið í hvað mestum vexti og sé geysilega
mikilvægur því um heils árs markað sé að
ræða. Mikið hafi verið fjárfest í þessum mark-
aði og tryggja þurfi þá fjárfestingu.
Að sögn Magnúsar verður örugglega farið
nákvæmlega í það að finna út hvernig hægt sé
með markaðsaðgerðum og vinnubrögðum á
mörkuðunum að reyna að tryggja að skaði
þessa svæðis verði sem minnstur.
Ekki vitað um breytingar
hjá SAS og GO
SAS hefur ekki flogið til Íslands undanfarin
ár en Flugleiðir og SAS hafa verið með sam-
vinnu varðandi flug frá höfuðborgum Norður-
landanna til vissra áfangastaða í Bandaríkjun-
um og til baka. Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi Flugleiða, segist ekki eiga
von á að SAS hefji aftur flug til Íslands vegna
ákvarðana Flugleiða, en félögin séu ekki bund-
in hvort af ákvörðunum annars og þess vegna
geti SAS gert það sem félagið vill í þessu sam-
bandi.
Lággjaldsflugfélagið GO flýgur fjórum sinn-
um í viku milli London og Keflavíkur til 28.
október. Þá falla ferðirnar niður en þær hefjast
síðan aftur í mars. Jón Hákon Magnússon,
framkvæmdastjóri hjá Kynningu og markaði
ehf., sem sér um kynningarmál félagsins, segir
að engin breyting verði á flugi GO. Fyrirtækið
geri áætlanir til lengri tíma og búið sé að ráð-
stafa vélakosti þess í vetur.
Ferðamálastjóri um áhrif aðgerða Flugleiða á gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna
Um fjögurra millj-
arða samdráttur