Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 18

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hús til sölu í Danmörku Húsið er í Hanstholm og stendur á leigulóð. Húsið er 140 fm sem skiptist í aðalinngang, þvottahús, stofu með nýju trégólfi (lituðum aski), nýju lofti, stórt eldhús með dökkri eikarinnréttingu og nýjum raftækjum. Baðherbergi með baðkari, sturtu og skápainnréttingu, gestasalerni, 4 svefnherbergi með skápum. Nýlegir gluggar í öllu húsinu. Garður með hellulagðri verönd. 27 fm bílskúr. Verð í dönskum krónum 695.000. Útborgun dkr. 40.000. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörn og Sigurlaug í síma 0045 97 960501 eftir kl. 16.00. Strandgötu 29, Akureyri, sími 462 1744, fax 462 7746 Einstakt tækifæri - Veitingarekstur Sjallans ehf. Veitingarekstur Sjallans ehf. er nú til sölu. Sjallinn er einn þekktasti skemmti- og veitingastaður landsins. Við sölu á rekstrinum fylgja allir lausafjármunir sem tengjast rekstrinum. Langtímaleigusamningur er í gildi um húsnæðið. Allar frekari upplýsingar veita: Björn Guðmundsson, s. 897 7832 Ottó Sverrisson, s. 864 4120 Héraðsdómur Norðurlands eystra Sektaður vegna fíkniefna- brots RÚMLEGA tvítugur piltur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur til að greiða 85 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna fíkni- efnabrots, en 18 daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá voru gerð upptæk 19,38 grömm af hassi sem maðurinn hafði í fórum sínum. Maðurinn var ákærður fyrir fíkni- efnabrot, en hassið fannst í bifreið þegar lögregla stöðvaði manninn við Þelamörk norðan Akureyrar. Játaði maðurinn háttsemi sína fyrir dómi. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir m.a. umferðarlagabrot og verið sviptur ökurétti, fíkniefnalagabrot, þjófnaðarbrot og líkamsárás. Með umræddu broti sem framið var í maí síðastliðnum rauf hann skilorð dóms frá árinu 1998, en hann var látinn halda sér og dæmt sérstaklega fyrir fíkniefnabrotið. EFTIRVÆNTING ríkti í gærmorgun á skóla- lóðinni í Síðuskóla enda áttu nemendur og starfsfólk skólans von á tignum gestum á þess- um sólskinsbjarta haustdegi. Jóakim prins í Danmörku og Alexandra prinsessa komu í heimsókn í skólann ásamt föruneyti, en þau hafa verið í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Með í för var heitkona hans, Dorrit Moussaieff, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri. Jóakim prins hafði óskað eftir því að fá að fylgjast með dönskukennslu í Íslandsheimsókn sinni og varð Síðuskóli fyrir valinu, en dönsku- kennararnir þar, Kristín List Malmberg og Hafdís Inga Haraldsdóttir, þykja hafa náð góð- um árangri með nemendur sína á liðnum árum. Nemendur skólans stóðu í röð og veifuðu ís- lenskum og dönskum fánum. Yngstu börnin biðu óþreyjufull, en kennararnir reyndu að dreifa huga þeirra með því að syngja, m.a. um meistara Jakob á dönsku. Nemendur í yngstu bekkjunum áttu von á að prinsinn yrði með kór- ónu og ekki laust að við sumir væru hálfvon- sviknir þegar í ljós kom að svo var ekki. Jónína Íris Ásgrímsdóttir, nemandi í 10. bekk, bauð gestina velkomna í Síðuskóla. Að því búnu færði hún Jóakim og Ólafi Ragnari gjafir frá skólanum sem Ragnheiður Kristjánsdóttir handavinnukennari hafði útbúið. Prinsinn fékk tvo jólasveina og forsetinn þau hjónakorn Grýlu og Leppalúða. Því næst var haldið í kennslu- stund hjá 10. bekk þar sem einn nemandinn, Gunnur Birna Björnsdóttir, bauð Jóakim, Alex- öndru og fylgdarlið þeirra velkomin og lýsti yfir ánægju með heimsókn þeirra í bekkinn. Kennararnir, þær Kristín og Hafdís, gerðu gestunum grein fyrir á hvern hátt dönsku- kennsla í íslenskum grunnskólum er uppbyggð. Fram kom að danskur gestakennari hefði um skeið verið í Síðuskóla og væri árangur þess góður. Einnig var þess getið að á meðal þess sem nemendur læsu á danskri tungu væru frá- sagnir af danska kóngafólkinu og vakti það kát- ínu gestanna. Ekkert svo erfitt að læra dönsku Þær Sonja Haraldsdóttir og Hanna Rós Jónsdóttir lásu stuttan leikþátt fyrir prinsinn og eiginkonu hans og þá gafst nemendum færi á að spyrja þau ýmissa spurninga. Meðal þess sem þau fýsti að vita var hvernig venjubundinn dagur í lífi þeirra væri, um skólagöngu og áhugamál, áhuga þeirra á Íslandi og þá spurðu þau einnig um son þeirra, Nicolai. Þá var Alex- andra spurð hvort hana hefði á yngri árum dreymt um að giftast prinsi og á hvern hátt líf hennar hefði breyst þegar svo varð. Jóakim og Alexandra svöruðu öllum spurningum greið- lega, en vildu jafnframt vita hvort krökkunum þætti erfitt að læra dönsku og hvort þau hefðu komið til Danmerkur. Svör þeirra báru með sér að þeim þætti ekki svo ýkja erfitt að læra dönskuna, enda bar góð frammistaða þeirra með sér að þau hefðu þegar náð góðum tökum á tungumálinu. Nicolai fékk Dimmalimm Pétur Stefánsson þakkaði gestunum komuna og kvað heimsókn þeirra hafa verið afar fróð- lega og ánægjulega, en hún verður nemendum eflaust lengi í minni. Að lokum bað hann þau Jóakim og Alexöndru að taka við gjöf frá bekknum til Nicolai sonar þeirra, en það var barnabókin Dimmalimm eftir Mugg. Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, þakkaði nemendunum sérstaklega og lauk lofsorði á frammistöðu þeirra, en hann sagði þau hafa staðið sig með mikilli prýði. Jóakim Danaprins og Alexandra heimsóttu nemendur í Síðuskóla á Akureyri Kynntu sér dönsku- kennslu og spjölluðu við nemendur Nemendur í 10. bekk Síðuskóla þökkuðu Jóakim og Alexöndru heimsókn þeirra í skólann með því að færa Nicolai syni þeirra barnabókina Dimmalimm að gjöf. Hér færir Pétur Stefánsson þeim bókina. Kristín List Malmberg dönskukennari sýnir Jóakim og Alexöndru námsbækur í dönsku, en meðal þess sem námsbörn lesa eru frásagnir af kóngafólkinu. Morgunblaðið/Kristján Jóakim Danaprins heilsar nemendum Síðuskóla í gær en þangað kom hann í heimsókn ásamt Alexöndru eiginkonu sinni, Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, heitkonu hans, Dorrit Moussaieff, og Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra. Ólafur Thoroddsen skólastjóri tók á móti hópnum. AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11 á morgun, sunnudag, með prestum kirkjunn- ar og Ingunni Björk Jónsdóttur, nýráðnum djákna í Akureyrar- sókn. Upphaf sunnudagaskólans. Kór Akureyrarkirkju syngur. Org- anisti: Björn Steinar Sólbergsson. Opið hús í Safnaðarheimili eftir messu kl. 12–14. Kynning á vetr- arstarfinu Mömmumorgunn kl. 10– 12 á miðvikudag í Safnaðarheimili. Bryndís Símonardóttir, fjölskyldu- ráðgjafi, kemur og kynnir sitt starf og svarar fyrirspurnum. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er unnt er að kaupa léttan hádeg- isverð í Safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónsta kl. 11 á morgun, sunnudag. Ósk og Ásta spjalla við börnin og kynna barnaefni vetr- arins. Barnakór Glerárkirkju syngur. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra eru hvött til að mæta. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 18 á þriðju- dag. Hádegissamvera í kirkjunni frá kl. 12 til 13 á miðvikudag. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá 10 til 12. Spjallað um starfið í vetur. Æfing barna- kórsins kl. 17.30 sama dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudagskvöld. Ræðumaður verður Jón Viðar Guðlaugsson. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Hríseyjar- kirkju á sunnudaginn 30. septem- ber kl. 14. Í athöfninni verða ferm- ingarbörnum afhentar Biblíur að gjöf frá söfnuðinum. Að athöfn lokinni verður fundur í kirkjunni með fermingarbörnum og foreldr- um þeirra. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Athöfn verður á morgun, sunnudag þar sem ný forstöðuhjón verða sett inn í embætti, þau Pétur Reynisson og Enikö Reynisson. Pétur er Akur- eyringur og tók virkan þátt í KFUM á yngri árum og stundaði nám í biblíuskóla í Noregi þar sem hann kynntist konu sinni sem er ungversk. Veitingar í boði eftir at- höfnina. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KFUM og K: Biblíu- og bænastund kl. 17 á morgun, sunnudag. Fund- ur í TTT-deild kl. 17 á mánudag. Kirkjustarf MEIRIHLUTI umhverfisráðs Akur- eyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til að næsti leik- skóli verði byggður í Naustahverfi. Fyrr í sumar hafði stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hins vegar tekið undir tillögu verkefnisliðs um að næsti leikskóli verði byggður á horn- inu norðan Hrafnagilsstrætis og vestan Þórunnarstrætis. Bókun stjórnar Fasteigna Akur- eyrarbæjar var samþykkt í bæjar- ráði í júlí sumar. Þá hafði skólanefnd fyrir sitt leyti samþykkt tillögu verk- efnisliðsins en nefndin var jafnfamt tilbúin að ræða aðra kosti ef ekki næðist samstaða um þá lausn. Skóla- nefnd lagði jafnframt áherslu á að næsta leikskólabygging yrði staðsett þannig að hún gæti þjónað íbúðum á Suðurbrekkunni og í Innbænum. Þá benti skólanefnd á nauðsyn þess að hraða ákvörðun um staðsetningu svo hægt yrði að bjóða verkið út um ára- mót. Vilborg Gunnarsdóttir, formaður umhverfisráðs, sagði að málið hefði farið nokkra hringi í umræðunni að undanförnu en sagðist trúa því að mikil ánægja ríkti með þessa sam- þykkt ráðsins um að næsti leikskóli yrði byggður í Naustahverfi. „Síðast þegar ég vissi var ekki skortur á leikskólaplássi fyrir börn tveggja ára og eldri. Þá er tillaga frá skólanefnd til umfjöllunar í fjárhags- áætlunargerðinni að fara að niður- greiða meira vistun fyrir börn yngri en tveggja ára hjá dagmæðrum og því bráðvantar ekki að okkar mati að byggja leikskóla á næsta ári. Okkur fannst því tilvalið að láta hanna nýjan leikskóla á næsta ári og hefja bygg- ingu hans í Naustahverfi árið eftir, eða á sama tíma og uppbygging þar er að hefjast. En það er ekki þar með sagt að leikskóli verði ekki byggður á Suðurbrekkunni og hann kemur þá bara þar á eftir,“ sagði Vilborg. Næsti leikskóli verði byggður í Naustahverfi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.