Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 24

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 24
Myndirnar sem birtar voru á fimmtudaginn. Í efstu röð eru, frá vinstri, Satam Al Suqami, Waleed M. Alshehri, Wail Als- hehri, Abdulaziz Alomari og Mohamed Atta, sem taldir eru hafa rænt vél American Air- lines sem flaug fyrst á World Trade Center. Í annarri röð eru Majed Moqed, Khalid Al- Midhar, Nawaf Alhamzi, Salem Alhamzi ogHani Hanjour, sem taldir eru hafa verið í vél Am- erican Airlines sem flaug á Pentagon. Í þriðju röð eru Saeed Alghamdi, Ahmed Alh- aznawi, Ahmed Alnami og Ziad Samir Jarrah sem taldir eru hafa rænt vél United Airlines sem fórst í Pennsylvaníu. Í neðstu röðinni eru Marwan Al Shehi, Ahmed Alghamdi, Fayez Rashid Ahmed Hassan Al Qadi Banihammad, Hamza Algh- amdi og Mohald Alshehri sem taldir eru hafa rænt vél United Airlines sem flaug á World Trade Center. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, birti á fimmtudaginn myndir af 19 ungum, dökkhærðum mönn- um sem grunaðir eru um að vera þeir sem rændu flugvélunum sem notaðar voru til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. FBI greindi um leið frá því í fyrsta sinn að tengsl væru á milli sumra hinna meintu flugræningja og al-Qaeda, hermdarverkasam- taka Osamas bin Ladens. Um það bil hálfur mánuður er síðan FBI birti nöfn þeirra sem grunaðir eru um flugránin. Lögreglan og bandaríska dóms- málaráðuneytið báðu almenning um hjálp við rannsókn málsins. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bað hvern þann sem hefði séð einhvern flugræn- ingjanna að hafa samband við FBI. Enn hefur ekki verið fyllilega staðfest hverjir mennirnir 19 eru, að því er Robert Mueller, yfirmað- ur FBI, sagði. „Við eru tiltölulega viss um nokkra þeirra,“ sagði hann, en greindi ekki frá því hverja væri um að ræða í von um að fá fleiri vísbendingar um þá frá almenningi. Mueller sagði ennfremur í fyrsta sinn að tengsl væru á milli sumra hinna meintu ræningja og hermd- arverkahrings bin Ladens, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við hermdarverkin. Mueller útskýrði þó ekki nánar þessi tengsl. Þegar myndirnar voru birtar á fimmtudaginn hafði FBI endur- skoðað listann yfir hina meintu flugræningja og bætt við dulnefn- um, upplýsingum um uppruna og hugsanlegt aðsetur. Mueller sagði ennfremur að svo virtist sem sumir hinna grunuðu væru skyldir. Sumar myndirnar koma fólki nú- orðið kunnuglega fyrir sjónir, og er sennilega þekktust myndin af Mohammed Atta, 33 ára Egypta, sem talinn er hafa stjórnað tilræð- unum og verið í fyrstu vélinni sem flaug á World Trade Center. Fjölskyldumeðlimir sumra hinna meintu ræningja, þar á meðal faðir Atta, segja að ekki geti verið að ættingjar sínir hafi staðið að til- ræðunum og kennsl hafi verið bor- in á þá ranglega. Þá hefur sádi- arabíska ríkisflugfélagið greint frá því að sjö hinna grunuðu séu enn á lífi og hafi orðið fyrir barðinu á mönnum sem stálu persónuskil- ríkjum þeirra. FBI birtir myndir af meintum flugræningjum Washington. The Los Angeles Times. Reuters ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 24 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kenndi hryðju- verkamönn- um flug London. AP. ALSÍRBÚI, sem var handtekinn í London sl. föstudag, kenndi fjórum af flugræningjunum, sem tóku þátt í hryðjuverkaárásum á Bandaríkin, að fljúga. Er talið að þessar upp- lýsingar geti haft mikil áhrif á rannsókn málsins. Saksóknarar greindu frá því í gær að Lotfi Raissi, sem er 27 ára, hefði kennt ræningjunum flug. Var þetta upplýst þegar maðurinn kom fyrir rétt í London. Bandaríkja- stjórn hefur krafist þess að Raissi verði framseldur. Saksóknarar segja að Raissi sé eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar í umsókn sinni um flugstjóraskír- teini. Hann öðlaðist flugmannsrétt- indi árið 1997 og sótti sama flug- skóla og fjórir flugræningjanna sem tóku þátt í árásunum 11. þessa mánaðar. Sækjendur segja ennfremur að Raissi hafi aðstoðað flugræn- ingjana. Hann hafi farið í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í sumar og ferðast með einum flugræningjanna frá Las Vegas til Arizona 23. júní. „Hann var aðalkennari fjögurra af flugræningjunum,“ sagði bresk- ur saksóknari. Richard Egan, lögmaður Raissis, segir skjólstæðing sinn lýsa yfir sakleysi sínu. Raissi var handtekinn á föstudag í liðinni viku, ásamt þremur öðrum, en hann bjó nærri Heathrow-flug- velli. MÚSLÍMI í Bangladesh sparkar í eftirmynd George W. Bush Banda- ríkjaforseta á mótmælafundi í Dhaka. Dhaka Bashi, bandalag ísl- amskra hreyfinga í borginni, stóð í gær fyrir mótmælum gegn Bandaríkjastjórn vegna áforma hennar um aðgerðir gegn hermd- arverkamönnum sem taldir eru hafa staðið fyrir árásinni á World Trade Center og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins í Wash- ington 11. september. Reuters Mótmæli gegn Banda- ríkjastjórn ÓVISSAN um örlög þúsunda manna sem enn er saknað eftir hryðjuverka- árásina í New York veldur því að að- standendur eiga í miklum erfiðleik- um með að fá líftryggingar greiddar, aðgang að bankareikningum og arfi úthlutað. Vandinn er að réttarlæknar krefjast þess að lík sé til staðar til að hægt sé að staðfesta andlát en aðeins hafa fundist leifar nokkurra hundr- aða manna af þeim nær sjö þúsund sem óttast er að hafi farist. Talið er fullvíst að vegna hitans í eldsvoðanum í turnum World Trade Center hafi lík margra fórnarlamb- anna brunnið til ösku. Í öðrum tilvik- um eru leifarnar svo litlar að langur tími mun líða áður en hægt verður að staðfesta andlát með DNA-prófunum á líkamsleifum. Ekki þarf þó í öllum tilvikum meira en fáein hár til að hægt sé að bera kennsl á leifarnar. Yfirvöld í New York ákváðu á mánudag að reyna að koma til móts við aðstandendur. Sagði Rudolph Giuliani borgarstjóri að frá miðviku- degi yrði hægt að sækja um dánar- vottorð ef hægt væri að sanna að um- ræddur einstaklingur hefði starfað í World Trade Center er árásin var gerð. Erfiðara er að finna lausn á málum aðstandenda þeirra sem voru fyrir tilviljun staddir í húsunum eða á gangi í grennd við þau og enn flækist málið þegar um erlenda gesti er að ræða. Fleira veldur vandkvæðum; mál Karen Martinez er eitt af mörgum. Eiginmaður hennar var á leið með blómvönd í skrifstofu í nyrðri turn- inum þegar flugvélin lenti á húsinu og hefur hún ekki heyrt frá honum síð- an. Hún hefur ekki getað leyst út peninga sem hann geymdi á sérstök- um bankareikningi til nota í neyðar- tilfelli. „Ég vissi ekki að mitt nafn þyrfti að vera skráð fyrir bankareikn- ingnum. Hann sá um að borga alla reikningana okkar,“ segir Martinez. Lagaákvæði gegn tryggingasvikum Tryggingafélög í New York-ríki munu framvegis fá að notast við staðlaðar yfirlýsingar í stað dánar- vottorða þegar þau greiða út bætur. Dómstóll mun síðan fara yfir skjölin og úrskurða hvort nægilegar sannan- ir séu fyrir því að umræddur einstak- lingur sé látinn. Stjórnvöld krefjast þess yfirleitt að þrjú ár líði frá hvarfi einstaklings áður en hægt er að fá dánarvottorð undirritað. Samkvæmt lögum er aðeins hægt að gera und- antekningu ef um „augljósar og sann- færandi sannanir“ er að ræða fyrir því að hinn horfni hafi farist. Mark- miðið með skilyrðunum er að koma eftir mætti í veg fyrir tryggingasvik. Vandinn hefur oft komið upp fyrr í Bandaríkjunum. Flugvélar hafa týnst yfir sjó og flakið ekki fundist eða líkamsleifar horfið. Segja tals- menn tryggingafélaga að meðal ann- ars hafi verið verið bornar fram vafa- samar kröfur um bætur af hálfu fólks sem segist hafa átt ættingja í vél Atl- antic Airlines sem hrapaði við strönd Kaliforníu í fyrra. En í þetta sinn er fjöldi hinna látnu meiri en nokkru sinni. Lögfræðingar segja að gildandi lög séu með þeim hætti að ekki sé hægt að leysa vandann nema breyta þeim. Bætur fyrir fórnarlömbin í New York Óvissan og frumskógur skrifræðisins London, New York, Los Angeles. Los Angeles Times, AFP. HÁTTSETTUR aðstoðarmaður Aslans Maskhadovs, leiðtoga að- skilnaðarhreyfingar Tsjetsjena, sagði í gær, að hann hefði átt viðræður við háttsettan, rúss- neskan embættismann um leiðir til að binda enda á ófriðinn í Tsjetsjníu. Akhmed Zakayev, aðstoðar- maður Maskhadovs, kvaðst hafa rætt við Víktor Kazantsev, sér- stakan fulltrúa Vladímírs Pút- íns, forseta Rússlands, í Suður- Rússlandi. Sagði hann, að um- ræðuefnið hefði verið ýmis tæknileg úrlausnarefni varðandi samninga um frið. Kazantsev hefur staðfest, að hann hafi rætt við fulltrúa Maskhadovs og hann tók raunar svo djúpt í árinni að segja, að samningaferlið væri „næstum hafið“. Í ræðu, sem Pútín forseti flutti á mánudag, gaf hann tsjetsjneskum skæruliðum þrigga daga frest til að leggja niður vopn. Viðræður í Tsjetsjníu? Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.