Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 27

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 27 KARLAKÓR Akureyrar – Geysir heldur tónleika í Graf- arvogskirkju í dag kl. 16.30. Á efnisskrá eru fjölmörg íslensk og erlend verk sem jafnt geta flokkast undir hefðbundna karlakóratónlist, óperutónlist, barber-sjop-tónlist og negra- sálma. Einsöng með kórnum syngja kórfélagarnir Björn Jósef Arnviðarson og Guð- mundur Stefánsson. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir en undirleikari verður Richard Simm. Karlakór í Grafarvogs- kirkju HÁLF blaðsíða úr 300 síðna bók nefnist vettvangsverk Ingarafns sem afhjúpað verður við Keramóa í Elliðaárdal (Breiðholtsmegin), í dag kl. 15. Verkið er það fjórða í seríunni Listamaðurinn á horninu, sem styrkt er af Menningarborg- arsjóði. „Ég kem fyrir hlut í náttúrunni, sem er samt inn í borg. Á slíkum stöðum eru oft hlutir sem hafa ekki augljósan tilgang, eru leifar eftir einhverjar framkvæmdir. Þetta verk er tilraun til að líkja eftir þessum hlutum, eða til að verða einn slíkur,“ segir Ingirafn. Ingirafn hefur gert sér mat úr ýmsum fyrirbærum svo sem; út- varpi, gróðri, steinsteypu, loftteg- undum, tölvum og minni. Vettvangsverk afhjúpað í Elliðaárdal GUÐMUNDUR Bjartmarsson opnar ljósmyndasýninguna Heimþrá í Næsta galleríi, Ing- ólfsstræti 1a, í dag kl. 17. Sýningin stendur til 27. októ- ber. Ljósmyndir í Næsta galleríi NÚ stendur yfir sýning á skólaverkum þrettán lista- manna í Galleríi Nema hvað. Þeir eru Anna Líndal, Birgir Andrésson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Einar Garibaldi Ei- ríksson, Halldór Ásgeirsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Skúta Helgason, Ingólfur Arn- arsson, Jón Óskar Hafsteins- son, Magnús Sigurðsson, Mar- grét Blöndal, Ólöf Nordal og Tumi Magnússon. Sýningin er opin frá kl. 14–18. Til 4. októ- ber. Skólaverk í Nema hvað MARISA Navarro Arason ljós- myndari opnar ljósmyndasýningu í Listamiðstöðinni Straumi í dag kl. 16. Sýningin ber heitið Árstíðir sem helgast af þeim tíma árs sem mynd- irnar eru teknar og hamur náttúr- unnar birtist og breytist þrálátlega árstíðabundið. Ljósmyndirnar eru teknar í umhverfi Straums og unn- ar í tölvu. Marisa er fædd í Barce- lona á Spáni 1954 og stundaði ljósmyndanám í heimaborg sinni á árunum 1981–1985. Hún hefur starfað hér á landi frá 1987 sem ljósmyndari. Sýningin stendur til 14. október og er opin frá kl. 14–18 laugardaga og sunnudaga. Umhverfi Straums á ljósmyndum Verk eftir Marisu Navarro Arason. HANDKLÆÐA OFNAR FJÖLBREYTT ÚRVAL MARGAR STÆRÐIR NOTALEG LAUSN Á BAÐHERBERGIÐ Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. textil.is Í LISTASETRINU Kirkju- hvoli, Akranesi verður opnuð sýning á litlum olíumyndum og glerverkum Vignis Jóhanns- sonar í dag. Verkin fjalla um náttúru- meðvitundina í okkur; „vatnið, rýmið og maðurinn“. Vignir er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga innan lands og utan auk samsýninga, ný- lega var hann fenginn til að taka þátt í fyrstu sýningu nú- tímaglerlistasafns í Danmörku. Sýningunni lýkur 14. októ- ber. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Smáverk eftir Vigni Jóhannsson á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.