Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 28
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÁLDAFÉLAG Íslands
sendi á dögunum frá sér ályktun þar
sem lýst er furðu og vandlætingu á
því að nú sé hvergi hægt að leita eftir
styrkjum til handritsgerðar, þróun-
ar eða framleiðslu á leiknu íslensku
sjónvarpsefni. Er þess jafnframt
krafist að úr verði bætt nú þegar.
Einnig er harmað að Menningar-
sjóður útvarpsstöðva hafi verið lagð-
ur niður án þess að nokkur sjóður
tæki við hlutverki hans hvað varðar
styrki til skrifta á leiknu sjónvarps-
efni.
Morgunblaðið leitaði álits Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra á
þessari yfirlýsingu og kvaðst hann
furða sig á þessari afstöðu leik-
skáldafélagsins. „Rithöfundar geta
sótt í starfslaunasjóði til skrifa á
verkum fyrir sjónvarp ekki síður en
aðra miðla. Það er ekkert sem kemur
í veg fyrir það og að mínu áliti eru
nægir opinberir sjóðir sem höfundar
geta sótt í. Það var fullkominn ein-
hugur um að leggja niður Menning-
arsjóð útvarpsstöðva og auðvitað er
ekkert því til fyrirstöðu að þeir pen-
ingar sem runnu frá útvarpsstöðv-
unum í þann sjóð geti nýst til fram-
leiðslu á nýju íslensku efni,“ sagði
Björn Bjarnason.
„Nægir
sjóðir fyrir
rithöfunda“
SIGURBJÖRN Jónsson opnar sýn-
ingu á málverkum sínum í Hafn-
arborg í dag kl. 15.
„Sigurbjörn Jónsson komst
snemma að því að áhugaverðustu
spurningarnar sem við stöndum
frammi fyrir eru þær sem ekki er
auðvelt að svara,“ segir Per Traas-
dahl í sýningarskrá. „Hann sér
stærstu möguleikana í flóknustu
ógöngum málverksins: rými og
ljósi. Rými er ekki til – málverkið
er flatur ferhyrningur. Ljós er ekki
til – málverkið þarfnast lýsingar til
að sjást. Það er samt þessi óhöndl-
anleiki sem gerir málverkið svo vel
til þess fallið að eiga við hina
óhugsanlegu og að því er virðist,
ómögulegu hluta lífsins. Í nýlegum
verkum Sigurbjörns, hvort sem
áhrifin koma frá djasstónlist, ská-
höllu morgunljósi á fjallshlíð, götu-
mynd frá Miðausturlöndum, þá er
innihald málverkanna alltaf sjálfur
kjarni málverksins.“
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11–17 og stendur
til 15. október.
Sigurbjörn Jónsson á vinnustofu sinni.
Innihaldið
alltaf
sjálfur
kjarninn
TÓNLEIKAR Bjarna Thors
Kristinssonar bassasöngvara og
austurríska píanóleikarans Franz
Cardas í Salnum í fyrrakvöld voru
tónleikar sem eiga eftir að verða
rifjaðir upp oft og mörgum sinnum
um ókomna tíð þegar horft verður
um öxl til merkisviðburða íslenskr-
ar tónlistarsögu. Tónleikarnir voru
lifandi sýnishorn af því besta sem
íslenskir tónlistarmenn hafa fram
að færa. Umbúnaður tónleikanna,
val og uppsetning efnisskrár, hnit-
miðaðar og skemmtilegar kynning-
ar lesnar af Ólafi Kjartani Sigurð-
arsyni, – allt var þetta dæmi um
fagmennsku af bestu gerð, fag-
mennsku sem miklu fleiri tónlist-
armenn mættu tileinka sér. Fyrst
og fremst var það þó afburða góður
söngur Bjarna og snilldarleikur
Franz Cardas sem gerðu þessa
tónleika að stund sem ekki á eftir
að gleymast.
Efnisskrá tónleikanna var sett
upp þannig að gefin voru sýnishorn
af þeim ólíku karakterum sem
bassasöngvarar fást við. Kóngur,
kjáni, illmenni, prestur, gjálífis-
maður, heimspekingur; – þessar
persónur og fleiri breytti Bjarni
sér í á sviðinu og með þessum hætti
tókst honum líka snilldarlega að
draga fram þau ólíku blæbrigði
sem röddin býr yfir. Þessi úthugs-
aða uppstilling verkefna var óneit-
anlega skemmtileg tilbreyting frá
þeim allt of venjulegu og litlausu
hversdagsprógrömmum íslenskra
söngvara þar sem byrjað er á
nokkrum íslenskum lögum áður en
farið er yfir í nokkra ljóðasöngva
og svo nokkrar aríur í tónleikalok
og eitt til tvö söngleikja- eða óper-
ettulög tekin sem aukalög. Hve oft
hefur maður ekki séð
þetta í íslenskum
söngprógrömmum.
Það er löngu kominn
tími til að söngvarar
hugsi samsetningu
verkefna sem mikil-
vægan þátt í því að
halda tónleika.
Ljóðatónleikar lúta
öðrum lögmálum, þar
sem efni þeirra er oft-
ar bundið við lengri
verk og ljóðaflokka.
Hvað um það, pró-
gramm Bjarna Thors
var smart og fag-
mannlegt.
Um söng Bjarna er
kannski ekki svo margt að segja.
Hann var einfaldlega stórkostleg-
ur. Dramatískur Hinrik konungur
úr Lohengrin eftir Wagner var
ábúðarmikill og Bjarni lagði við-
eigandi þunga og dökkan lit í rödd-
ina. Filipus, kóngur í ástarsorg úr
Don Carlo eftir Verdi, var sunginn
með viðkvæmni og ljóðrænni hlýju,
og Andrés sprellikóngur úr La
Périchole eftir Offenbach var gam-
ansamur og fjörugur, og þar sýndi
Bjarni Thor að hann er kómíker
fram í fingurgóma.
Tónleikar Bjarna Thors voru
sem sýnisbók á fallegri rödd hans.
Hann hefur mikið raddsvið; mikla
dýpt, sem er ekki gróf eins og hjá
mörgum bössum, heldur mjúk og
þokkafull, og svo hefur hann líka
mikla hæð, og þar er tónninn þétt-
ur og skínandi. Hann sýndi líka að
hann er fær í allan sjó í bassabók-
menntunum, og honum lætur jafn
vel að túlka alvörugefnar og við-
kvæmar persónur og þær kátu og
lífsglöðu. Hann er hins vegar svo
skemmtilegur leikari að trúlega er
hann eftirsóttur sem basso buffo, –
gamanbassi, en þau hlutverk eru
mörg og skemmtileg í óperubók-
menntunum. Bjarni þræddi sig í
gegnum öll helstu ólíkindatól og
virðingarmenn óperunnar og helst
að maður kviði því að þessum
glimrandi söng linnti. Serenaða
Mefistófelesar, úr Fást eftir Goun-
od, var sérstaklega glæsileg, og
þróttmikil rödd Bjarna fyllti Sal-
inn, sem segja má að hafi varla
rúmað þessa miklu
rödd. Það hefði verið
gaman að heyra líka
Dansinn um gullkálf-
inn; Le veau d’or,
annan söng kölska úr
sömu óperu; – Bjarni
hefði farið létt með að
trompa búlgarska
bassann og „eiganda“
hlutverksins, Nikola-
íj Ghiaurov. Kostu-
legu karakterarnir
eftir hlé voru hver
öðrum glæsilegri í
flutningi Bjarna. Aríu
Don Basilios úr Rak-
aranum í Sevilla bar
þar hátt, og fór
Bjarni létt með rossinískar renni-
brautir og flúr. Amerísku lögin úr
Porgy og Bess og Showboat voru
sérdeilis fallega sungin, og þar
kom ekki síst í ljós hver eðalpían-
isti Franz Carda er. Þar „swing-
aði“ hver nóta undurljúft. Söngur
Doolittles úr My Fair Lady, With a
little Bit of Luck, var skemmtileg-
ur, þar sem Ólafur Kjartan og pí-
anóleikarinn tóku undir í viðlaginu.
Síðasta lag efnisskrárinnar var lag
skemmtikraftsins; – My Way eftir
Francois og Revaux. Bjarni söng
þetta í byrjun sotto voce, með veik-
um og þýðum rómi, en jók á
dramatíkina með framvindu lags-
ins. Þetta var glæsilega gert. Þrjú
aukalög fylgdu eftir mikið og inni-
legt uppklapp þar sem tónleika-
gestir risu úr sætum: Ich bin ein
Baß, Bjórkjallarinn og loks un-
aðssmellurinn It’s a Wonderful
World, sem smaug inn að hjarta í
yndislegum flutningi Bjarna.
Sem sagt; – glæsilegir tónleikar,
í fagmannlegri umgjörð þar sem
gamansemi og sprell var smekk-
lega borið fram með tónlistinni.
Það var tímabært að við fengjum
að heyra aftur í Bjarna Thor Krist-
inssyni, því hann hefur verið að
gera það gott erlendis, þar sem
hann er orðinn mjög eftirsóttur
söngvari; – og undrar engan sem í
honum heyrði í fyrrakvöld. Ósk-
andi væri að tónleikarnir yrðu end-
urteknir svo fleiri fengju tækifæri
til að heyra þessa dýrindis rödd.
Bassi af bestu gerð
TÓNLIST
S a l u r i n n í K ó p a v o g i
Bjarni Thor Kristinsson bassi og
Franz Carda píanóleikari fluttu
óperuaríur og söngleikjalög eftir
Wagner, Verdi, Gounod, Mozart,
Offenbach, Gershwin, Kern og
fleiri. Kynnir á tónleikunum var
Ólafur Kjartan Sigurðarson.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdótt ir
Bjarni Thor
Kristinsson
OFT ER HAFT Á ORÐI að Hall-
dór Laxness beri höfuð og herðar yf-
ir aðra íslenska rithöfunda á tuttug-
ustu öld – og skyldi það síst undra. Á
sviði skáldsagnagerðar var hann
óumdeilanlega meistarinn sem aðrir
höfundar voru vegnir og metnir út
frá. En það er ekki þar með sagt að
hann hafi verið óumdeildur rithöf-
undur, þvert á móti voru skoðanir
um verk hans ætíð mjög skiptar og
hart var deilt um hverja nýja skáld-
sögu sem hann sendi frá sér. Póli-
tískir andstæðingar Laxness sökuðu
hann ekki síst um ágengan boðskap,
sem þeim var ekki að skapi, og voru
bæði einstakar persónur í sögunum
svo og sögumaðurinn sjálfur sakaður
um að halda á lofti varasöm-
um „kenningum“. Svo kom
að Halldóri leiddist þófið og
á sjöunda áratugnum sneri
hann sér að leikritun, ekki
síst í þeim tilgangi að losna
við þá „boðflennu með aungu
nafni og óglöggu vegabréfi
sem ævinlega er viðstödd
líkt og gluggagægir hvar
sem gripið er ofaní skáld-
sögu“. Þessa boðflennu kall-
aði hann „Plús Ex“ – og átti
að sjálfsögðu við sögumann-
inn umdeilda. Í leikritum
hverfur þessi boðflenna og
því ekki eins hægt um vik að
saka höfund um að „predika móral
yfir almenníngi“, eins og Halldór
komst að orði. Eða hvað? Halldór
vissi mætavel að málið er ekki svona
einfalt og þegar hann sneri sér aftur
að skáldsagnagerð og skrifaði
Kristnihald undir Jökli (1968) sýndi
hann fram á að þótt gerð væri tilraun
til þess að útrýma herra Plús Ex
(eins og hann gerir í þessari skáld-
sögu) væri ekki þar með sagt að les-
andinn sæti uppi með hlutlægar
staðreyndir sögunnar að lestrinum
loknum.
Í sýningunni sem LR frumsýndi í
gærkvöldi er stuðst við leikgerðina
sem Sveinn Einarsson samdi upp úr
skáldsögunni og sviðsetti í Iðnó
1970. Sagan liggur nálægt drama-
tísku formi enda skrifuð á þeim for-
sendum að persónur tali þar milli-
liðalaust og Plús Ex fá eins lítið rými
í verkinu og mögulegt er. Leikgerð
Sveins er verkinu trú og vel heppnuð
í alla grein, enda lifir uppfærsla hans
enn í minni áhorfenda.
Bókmenntaverk eiga líf sitt undir
því að hver ný kynslóð tileinki sér
þau og túlki upp á nýtt. Það hlýtur
því að teljast spennandi að sjá hvern-
ig hinn ungi leikstjóri, Bergur Þór
Ingólfsson (sem er fæddur tveimur
árum eftir að verkið kom fyrst út og
er því jafngamall leikgerðinni), tekst
á við þetta verk sem lifir góðu lífi í
þjóðarsál eldri kynslóða. Og sýn
Bergs Þórs á verkið er vissulega ný-
stárleg og ekki víst að allir sætti sig
við þær áherslur sem hann leggur
sýningunni til grundvallar. Hann kýs
að magna upp þá skoplegu þætti sem
verkið vissulega býr yfir og útkoman
verður oft á tíðum hin besta skemmt-
un en á hinn bóginn geldur hin hæg-
láta, heimspekilega mystík, sem
margir telja aðal verksins, fyrir
skopið sem þegar verst læt-
ur er ýkt úr hófi fram.
Þetta kemur einna gleggst
fram í persónu Hnallþóru
(Margrét Helga Jóhanns-
dóttir) sem í verkinu er
fulltrúi hinnar stoltu ís-
lensku bóndakonu sem býð-
ur tignum gestum aldrei
minna en sautján tegundir af
bakkelsi og höfundur lýsir
sem „virðulegri“. Í túlkun
Bergs Þórs og Margrétar
hefur hún misst allan virðu-
leika og er nánast orðin að
kjána. Skopfærslan gengur
betur upp í persónum á borð
við frú Fínu Jónsen, Jódínus Álfberg
og Helga á Torfhvalastöðum. Edda
Heiðrún fór á kostum í hlutverki
Fínu og fataðist hvergi flugið (jafn-
vel þótt hún flygi óvart fram af svið-
inu þegar mest gekk á). (Úr)súlu-
dans hennar í kringum kústskaftið
var óborganlegur og ýkt persónu-
sköpunin var hárnákvæm og fór
hvergi yfir strikið. Eggert Þorleifs-
son (Jódínus) og Ellert A. Ingimund-
arson (Helgi) áttu einnig góða
spretti í sínum hlutverkum.
Ólafur Darri Ólafsson, Theodór
Júlíusson og Hanna María Karls-
dóttir mynduðu skemmtilegt tríó í
hlutverkum beitarhúsarmanna og
boðskapur þeirra og Dr. Godman
Sýngmann (Pétur Einarsson) átti
sér óvænta og sterka skírskotun til
nýliðinna hryðuverka og þess stríðs-
áróðurs sem nú dynur á heims-
byggðinni. Theodór Júlíusson var
skemmtilegur í hlutverki Tuma Jón-
sens safnaðarformanns og vel til
fundið að láta „rödd höfundar“
hljóma óvænt í samtali þeirra Umba.
Séra Jón Prímus og Úa eru vafa-
laust þær persónur sem erfiðast er
að túlka svo að öllum líki enda frá
hendi höfundar síst „jarðneskar“ í
því fjölskrúðuga persónugalleríi sem
verkið býr yfir. Árni Tryggvason lék
af hófstillingu en tókst engu að síður
að miðla bæði yfirvegun og við-
kvæmni í persónu Jóns Prímusar og
Sigrún Edda túlkaði vel það ein-
kennilega sambland af holdlegri og
himneskri veru sem Úa er frá hendi
höfundar. Ef til vill var hún þó full
groddaleg í byrjun.
En það er á Gísla Erni Garðars-
syni, í hlutverki Umba, sem mest
mæðir sýninguna út í gegn. Hann fór
hægt og hófstillt af stað en tókst á
aðdáunarverðan hátt að miðla því
hvernig persónan skilur sífellt minna
og minna í því sem fyrir augu ber. Sú
áhersla sem lögð er á ferð Umba sem
hans mannsdómsvígslu er vel útfærð
og Gísli Örn sýndi svo ekki verður
um villst að góð frammistaða hans í
Nemendaleikhúsinu í fyrra var eng-
in tilviljun. Þorsteinn Gunnarsson,
sem lék Umba 1970, var frábær í
upphafsatriðinu í hlutverki biskups-
ins sem sendir Umba út af örkinni.
Sú umgjörð sem sýningunni er bú-
in af þeim Árna Páli Jóhannssyni,
Elínu Eddu Árnadóttur, Sigríði
Rósu Bjarnadóttur, Lárusi Björns-
syni, Ólafi Thoroddsen og Quarashi
er einfaldlega frábær. Sviðsmynd,
búningar, leikgervi, lýsing, hljóð og
tónlist sköpuðu verkinu þá ljóðrænu
og mystík sem vildi stundum fara
forgörðum í leikstílnum.
Sýn nýrrar kynslóðarLEIKLISTL e i k f é l a g
R e y k j a v í k u r
Höfundur: Halldór Laxness. Leik-
gerð: Sveinn Einarsson. Leikstjóri:
Bergur Þór Ingólfsson. Leikarar:
Árni Tryggvason, Edda Heiðrún
Backman, Eggert Þorleifsson, Ell-
ert Ingimundarson, Gísli Örn Garð-
arsson, Hanna María Karlsdóttir,
Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pét-
ur Einarsson, Ólafur Darri Ólafs-
son, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Theodór Júlíusson og Þorsteinn
Gunnarsson. Leikmynd: Árni Páll
Jóhannsson. Búningar: Elín Edda
Árnadóttir. Leikgervi: Sigríður
Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Lárus
Björnsson. Hljóð: Ólafur Thorodd-
sen. Tónlist: Quarashi.
Föstudagur 28. september.
KRISTNIHALD
UNDIR JÖKLI
Pétur Einarsson og Gísli Örn Garðarsson.
Soff ía Auður Birgisdótt ir
Morgunblaðið/Þorkell