Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 31

Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 31 nda á lög- ar hafi og ng veljast á fjölmiðla rt. Alþingi eð marga r á því að eingöngu jórnmála- úa fyrir- ið þessar tt við að g ákvarð- menn muni öfur en að resti. una þingsins rkmið lög- a breiðar a þingið í kvæði að lyktunar- era meira er. Síðan nn til að orf. Þing- lagafrum- Að þessari fræðingar að nefna ur fylgt ís- er sá að í viðamikið nvalda til um mögu- Valdið hef- dum verið aðila sem agsmuna- il dæmis landbún- árum hafi k löggjöf krár. nni klingar og hafa feng- áttu sinni. rri vopna- ví að þing- mannrétt- u og samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Einnig hafi það sam- þykkt nýjan mannréttindakafla stjórnarskrár, lögleitt mannrétt- indasáttmálann og alla þá löggjöf sem af EES aðildinni leiddi. Auk þess hafi þingið samþykkt að ríkið gengist undir ýmsar alþjóðaskuld- bindingar sem skipti máli við lög- skýringar. „Því hefur hins vegar ekki verið nægilega fylgt eftir að laga eldri löggjöf að þessari nýskip- an og taka tillit til hennar þegar frumvörp eru samin að nýjum lög- um.“ Öryrkjamálið svonefnda var lýs- andi dæmi um margt það sem hér hefur verið talið, að mati Hrafns. Því miður hafi umræðan innan þings og utan í því máli ekki komið á óvart. „Það var eins og það hefði farið fram hjá a.m.k. sumum að Ís- land hafði tekið upp þá stjórnar- hætti, a.m.k. að formi til, sem þróast hafa í lýðræðisríkjum Vestur-Evr- ópu síðasta mannsaldurinn og veitt þegnum sínum þau lýðréttindi sem þeim eru samfara.“ Það ætti því ekki að koma þingmönnum á óvart þegar þeir, sem þykir á sig hallað, láta reyna á „þanþol lýðréttind- anna“ og dómstólarnir taki slíkum erindum af fullri alvöru og beiti heimildum sínum ef þeim þyki svo horfa. Breytt umhverfi Hrafn sagði að íslenskir dómarar viðurkenndu fyllilega að deilur á sviði stjórnmála eigi betur heima á Alþingi en í dómsölum. „Umhverfið er hins vegar breytt, eins og að framan er rakið, og það sem kallað hefur á virkara eftirlit dómstólanna með löggjöfinni er að hún verður sí- fellt víðfemari, flóknari og torræð- ari, oft vanbúin, og utanaðkomandi öfl leita síaukinna áhrifa á löggjaf- arstarfið. Á sama tíma hefur lög- gjafinn sjálfur veitt þegnunum auk- in lýðréttindi, sem koma fram í breyttum mannréttindakafla stjórnarskrár og lögfestingu al- þjóðasáttmála.“ Hann benti á að væri ekki farið eftir þeim lögskýr- ingum sem fylgdu alþjóðlegum sátt- málum væri það ávísun á málshöfð- un fyrir alþjóðlegu úrskurðarvaldi. „Það úrskurðarvald hefur á okkar tímum orðið æ virkara og í raun tek- ið sér ríkara valdsvið en ætlað var í upphafi með þróun ýmissa lögskýr- ingaraðferða. Það er tæpast raun- hæft fyrir dómstóla aðildarríkja sáttmálanna að sporna við því.“ Hrafn sagði að persónulega væri sér þessi þróun ekkert á móti skapi. Hann liti svo á að hún væri eðlileg og nauðsynleg nútímanum. „Hefi ég þá aðallega í huga að þjóðfélagið þarf á því að halda að til sé í landinu úrskurðarvald sem tekst á við þessi alþjóðlegu viðfangsefni, úrskurðar- vald sem tekur fullt tillit til stjórn- arskrárverndaðra réttinda manna í lýðræðisþjóðfélagi. Það verður að teljast nauðsynlegt að allir þegnar ríkis geti fengið endanlegan úr- skurð álitaefna innan þess. Annars helst ekki friður milli manna.“ Hlutverk dómstóla hefur breyst Spurningunni um hvort hlutverk dómstóla væri að breytast svaraði Hrafn svo að það hefði breyst og ætti enn eftir að breytast. Hann nefndi dóm hæstaréttar frá 1990 (H.1990.2, um að sami maður geti ekki samtímis gegnt lögreglustjórn og dómarastörfum) sem hafi verið þrep í þróuninni. Breytt réttar- farslöggjöf, stjórnsýslulög, breytt stjórnskipunarlög og lögleiðing al- þjóðasáttmála hafi einkennt þró- unina síðan. „Þessi er einnig þróun- in annars staðar í Evrópu en hér hefur hún tekið skemmri tíma og hana einkennir að aðferð við laga- setningu er oft ófullkomin og því hefur vald dómstólanna orðið meira áberandi en annars staðar.“ Hrafn sagði að breyttar aðferðir við samningu lagafrumvarpa og breyttir starfshættir Alþingis gætu dregið úr því að það reyndi á úr- skurðarvald dómstóla um gildi al- mennra laga. „Dómarar hafa að mínu viti engan áhuga á því að seil- ast inn á valdsvið löggjafarvalds og stjórnvalda á annan hátt en þann sem stjórnskipanin og löggjöf gera ráð fyrir hverju sinni. Þeir vilja sér- staklega forðast matskennd úr- lausnarefni stjórnmálanna. Alþingi og stjórnvöld verða hins vegar að gæta þess að sníða ákvörðunum sín- um rétt form eftir stjórnskipun og stjórnsýslulöggjöf. Ákvarðanir verða að vera málefnalegar og mega ekki brjóta í bága við þau lýðréttindi sem borgurunum hafa verið veitt.“ Dómstólar setja ekki lög Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, flutti erindi á málþinginu um valdmörk dómstóla. Hann sagði það hlutverk dómstóla að finna réttarheimildina sem við ætti en ekki að setja nýja reglu. Að hans mati fæli ágreiningur um þetta í sér kjarna þess ágreinings sem virtist vera fyrir hendi meðal ís- lenskra lögfræðinga um valdmörk dómstólanna og hlutverk þeirra. „Dómstólar setja ekki lög. Menn verða við þetta starf að ganga út frá því að einungis ein niðurstaða sé rétt. Málið snúist um að finna hana. Þetta þýðir auðvitað ekki að hin rétta niðurstaða sé alltaf augljós eða blasi við mönnum. Hún kann að vera torfundin og menn kann meira að segja að greina á um hver hún sé, þó að allir séu eftir bestu vitund að reyna að finna hana. En meginvið- horfið verður að vera klárt. Málið snýst um leit að þeirri réttarheimild sem beita beri og þar með að hinni einu réttu niðurstöðu,“ sagði Jón Steinar. Lögfræðiálit gagnrýnd Jón Steinar gagnrýndi starfs- bræður sína fyrir þau svonefndu lögfræðiálit sem þeir skiluðu frá sér. Þar virtust menn geta nánast komist að hverri þeirri niðurstöðu sem þeir vildu. Spyrja mætti hvers virði lögfræðiálit væri frá lögfræð- ingi sem segðist geta komist að tveimur eða fleiri jafngóðum niður- stöðum. „Á hverju er hann að gefa álit? Er hann bara að nefna til sögunnar einn möguleika af mörgum jafngóð- um? Hvað er lögfræðiálit? Er það ekki forspá um niðurstöðu dómstóla ef álitaefnið yrði undir þá borið? Hvernig getur maður sem telur fleiri en eina niðurstöðu jafnrétta gefið slíka forspá? Lögfræðingar sem aðhyllast svona kenningar eru í raun og veru að grafa undan eigin fræðigrein. Niðurstöður þeirra í lögfræðilegum efnum eru ekki mik- ils virði,“ sagði Jón Steinar enn- fremur. Hann vék nokkrum orðum að svo- nefndum öryrkjadómi hæstaréttar frá 19. desember sl. Að hans mati hefði meirihluti réttarins gengið allt of langt. Hann hefði í raun verið að setja lagareglur en ekki að dæma eftir þeim. Til hefði orðið ný skýring á stjórnarskránni sem hefði hvorki verið framsækin eða lifandi, heldur einfaldlega röng. Meirihlutinn hefði tekið sér vald sem dómstóllinn ætti ekki að hafa samkvæmt lögum. Nið- urstaðan hefði síðan haft mikil áhrif fyrir fjármál ríkisins þar sem hún leiddi til hárra útgjalda úr ríkis- sjóði. Dómarar bæru þar enga ábyrgð. Það gerðu hinir þjóðkjörnu fulltrúar á Alþingi. Það hlyti að falla undir verksvið þeirra að taka ákvarðanir á borð við þá sem fólst í öryrkjadóminum. Hálendislögin víti til varnaðar Í erindi sínu um lagasetningar- vald dómstóla rakti Sigurður Lín- dal, fyrrverandi lagaprófessor, þró- un lögfræði og lagasetningar hér á landi og hvernig réttarheimildum hefur verið beitt. Hann sagði að lög ættu að vera almenn, þau ættu að vera framvirk en ekki afturvirk, þau bæri að birta, lög ættu að vera frek- ar stöðug og aðgengileg, skýr og af- dráttarlaus og þannig úr garði gerð að unnt væri að fara eftir þeim. „Lög þurfa að vera án mótsagna og með innbyrðis samhengi. Þessu til tryggingar verða dómstólar að vera óháðir, þinghöld opin, dómstól- um fengið vald til að endurskoða lagasetningu löggjafarþings og stjórnsýslureglur.“ Lagaprófessorinn fyrrverandi sagði að ef lögin væru skoðuð í þessu ljósi væri ljóst að þau svöruðu engan veginn öllum álitaefnum sem upp kæmu í samskiptum manna. Lög gætu glatað þeim eiginleikum sem að framan lýsir. Sigurður sagði lög geta skert frelsi manna óhæfi- lega og afleiðingin væri sú að ekkert svigrúm væri fyrir þjóðfélagsþegna að móta samskiptareglur sín í milli. Einstaklingurinn fengi ekki svig- rúm og væri njörvaður niður í laga- bókstafinn. „Við skulum taka eitt víti til varnaðar sem heita svonefnd hálendislög. Þar er löggjafinn að ráðskast með hálendið, gjörsamlega að tilefnislausu. Lög eiga ekki ein- vörðungu að fullnægja framan- greindum kröfum heldur eiga þau einnig að vera réttlát,“ sagði Sig- urður. Hann fór yfir niðurstöðu nokk- urra hæstaréttardóma, m.a. ör- yrkjadómsins svonefnda frá síðasta ári. Þar hefði komið fram nýr skiln- ingur á lögum, mótaður af nýjum viðhorfum, um að gefa félagslegum réttindum meiri gaum en gert hefði verið. Niðurstaðan væri sú að laga- reglur væru í eðli sínu þannig úr garði gerðar að dómstólar hlytu að setja viðbótarreglur. Annað væri óvinnandi vegur. Sigurður sagði þetta ekki spurningu um hvort Al- þingi stæði sig í stykkinu eða hvort stjórnmálamenn réðu við sín verk- efni. Síðan kynni það að gerast að dómstólum skjátlaðist og að dómur hefði í för með sér óheppilegar af- leiðingar. Þá gæti löggjafinn brugð- ist við með lagasetningu, sem einnig gæti verið mislagðar hendur. Sig- urður sagðist ekkert hafa séð at- hugavert við það að löggjafinn hefði brugðist við öryrkjadómi hæsta- réttar. Það hefði verið eðlilegt. Þröng túlkun stjórnarskrár Síðasta fyrirlesturinn flutti Ragnhildur Helgadóttir, doktors- nemi í lögfræði, þar sem hún fjallaði um þróun síðustu ára varðandi úr- skurðarvald dómstóla um stjórn- skipulegt gildi laga. Velti hún því fyrir sér hvort dómstólar hikuðu síður við það en áður að telja lög andstæð stjórnarskrá. Hún taldi skoðanir skiptar í þeim efnum en sagði að aðrir þættir en afstaða dómstóla hefðu áhrif á það hvernig úrskurðarvaldinu væri beitt. Mat á því hvernig dómstólar seildust inn á svið löggjafans tæki mið af skoðun- um manna á hlutverki stjórnar- skrárinnar og hlutverki dómstól- anna við að beita henni. Við túlkun stjórnarskrárinnar þyrfti að líta á hana í þrengri merkingu, leggja áherslu annars vegar á upprunaleg- an skilning ákvæða eða breytta tíma og hins vegar á vilja stjórnarskrár- gjafans og hvort aðrar hugmyndir og gögn væru lögð til grundvallar túlkun og fyllingu stjórnarskrárinn- ar en áður. Val á dómurum verði skoðað Ástráður Haraldsson, hæstarétt- arlögmaður og fyrrum lögmaður ASÍ, sagði að á málþinginu hefði borið á mismunandi afstöðu manna til hugtaksins stjórnarskrá. Frá sín- um sjónarhóli séð væri stjórnar- skráin margþætt og slungin. Deilur manna væru hatrammari eftir því sem deiluefnin væru óljósari. Hann tók upp hanskann fyrir hæstarétt og sagði rangt að halda því fram að rétturinn hefði gengið lengra en vald hans stæði til. Það sem hefði breyst væru úrlausnarefnin. Hröð þróun síðustu ára hefði kallað á sí- fellt nýrri reglur og flóknari. Hæsti- réttur hefði fengið ný álitaefni til úr- lausnar en leyst þau með svipuðum vinnubrögðum og áður. Ástráður sagði það af og frá að vinstrimenn hefðu fengið nýjan talsmann þar sem hæstiréttur væri, það væri því miður ekki satt! Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að hæstiréttur væri að fara offari í sínum dómum heldur væri meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því að rétturinn stæði í ístaðinu gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Efla þyrfti að- stöðu hæstaréttar til þess og skoða betur hvernig staðið væri að vali á hæstaréttardómurum. Þar þyrfti að tryggja sem best að lýðræðisleg og fjölbreytt viðhorf ættu sér samastað í hæstarétti. Hægt yrði að treysta því að rétturinn horfði á viðfangs- efni sín út frá fjölbreyttum sjónar- hóli. Hæstaréttardómurum mætti ekki vera „snýtt út úr sömu nös- inni,“ eins og lögmaðurinn orðaði það. Dómstólum boðið upp í dans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður alls- herjarnefndar Alþingis, spurði sig þeirrar spurningar hvort réttar- heimildir hefðu breyst á síðustu ár- um. Svarið væri afdráttarlaust já- kvætt. Réttarheimildir hefðu flætt yfir þjóðfélagið og væru opnari fyrir túlkun en áður. Lög frá Alþingi væru líka rýmri og almennari en áð- ur og það þýddi að dómstólum væri boðið upp í dans. Frjálslega væri farið með lögskýringargögn og menn væru frakkir í málflutningi sínum. Þorgerður sagði að valdi hæstaréttar yrði að beita af var- færni og sú krafa væri eðlileg að hann talaði með skýrum hætti í dómum sínum. Dómstólar yrðu að vera íhaldssamir og fastheldnir en þeirra hlutverk væri ekki að setja lög. Hún sagði það mikilvægt að menn virtu niðurstöður dómstóla og framfylgdu þeim, en ekki gagnrýn- islaust og án mikilvægra spurninga. Þingmaðurinn sagðist að nokkru leyti geta tekið undir gagnrýni lög- spekinga á störf löggjafarþingsins, því bæri skylda til að vanda til allra verka og lagasetninga og eftir því reyndu þingmenn að starfa eftir bestu getu. En þótt lagaramminn hefði rýmkast þá sagði Þorgerður að dómstólar hefðu þar með ekki fengið vald til að fara frjálslega með lögskýringargögn. Hún sagði að ákveðin réttarþróun væri í gangi hér á landi sem ekki væri í takt við nágrannalöndin. Það væri eðlilegt að gagnrýni kæmi fram þegar ein meginstoð stjórnskipunarinnar væri að breytast og það á kostnað löggjafans. Það dygði ekki að segja að þetta væri bara réttarfarsþróun. Sagði hún umræðuna á málþinginu hafa verið mikilvæga og af hinu góða. í ráðstefnusal Hitaveitu Suðurnesja um mörk löggjafarvalds og dómsvalds Morgunblaðið/RAX agsins í gær var fjölsótt. Á fremsta bekk eru fundarstjórinn, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, og tveir úr hópi fyrirlesara, rsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Á milli þeirra situr Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. ilt um hlutverk dómstólanna élag Íslands hélt árlegt málþing sitt í ráðstefnusal Hitaveitu Suðurnesja var um mörk löggjafarvalds og dómsvalds og því velt upp hvort hlutverk i að breytast. Björn Jóhann Björnsson og Guðni Einarsson sátu þingið. bjb@mbl.is, gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.