Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 38

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergþór Stein-þórsson fæddist í Ólafsvík 26.11. 1921. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 22. september s.l. Foreldrar hans voru Steinþór Bjarnason frá Eyri í Eyrarsveit, f. 22.1. 1894, d. 28.10. 1966 í Reykja- vík, formanns og út- vegsbónda í Ólafsvík og síðar verkamanns í Reykjavík og kona hans Þorbjörg Guð- mundsdóttir, f. 20.3. 1892 í Ytra-Skógarnesi í Mikla- holtshreppi, d. 23.4. 1982 í Reykja- vík, ljósmóðir í Ólafsvík og síðar búsett í Reykjavík. Systkini Berg- þórs voru Ingibjörg f. 17.1. 1919 í Ólafsvík, d. 28.8. 1998, húsfreyja í Ólafsvík; Bjarni, f. 22.11. 1920 í Ólafsvík, d. 15.12. 1920; Sigurður Guðmundur, f. 16.7. 1925 í Ólafs- vík, d. 28.9. 1980 í Hafnarfirði, vél- maki Helgi Kristján Gunnarsson, f. 2.3. 1949, þau eiga 4 börn og 2 barnabörn; 5) Hrönn, f. 30.10. 1953, maki Björgvin Ármannsson, f. 13.10. 1949, þau eiga 3 börn og 1 barnabarn og áttu eitt fósturbarn, Sturlu Þorgeirsson sem lést 10.8. 1997; 6) Freyja, f. 16.2. 1955, d. 16.6. 1955; 7) Freyja Elín, f. 29.9. 1956, maki Þórarinn S. Hilmars- son, f. 30.7. 1959, hún á 4 börn frá fyrra sambandi og 1 barnabarn; 8) Björk, f. 5.9. 1958, gift Guðna Sig- urðssyni, f. 20.10. 1955, þau eiga 2 dætur og 2 barnabörn; 9) Aron Karl, f. 10.12. 1959, giftur Kristínu Björk Karlsdóttur, f. 20.9. 1968, þau eiga 3 syni; 10) Andvana fætt stúlkubarn 21.1. 1962; 11) Jóhanna Bergþórsdóttir, f. 22.10. 1964. Bergþór starfaði sem sjómaður og sem vörubílstjóri til margra ára. 1973 lærði hann til fiskmats- manns og starfaði við það ásamt verkstjórn í Stakkholti í Ólafsvík. Hann var mikill söngunnandi og söng með kirkjukór Ólafsvíkur- kirkju í 54 ár. Síðustu æviárin starfaði hann sem beitningamaður og þótti afburðagóður sem slíkur. Útför Bergþórs fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. stjóri og sjómaður í Ólafsvík; Oddgeir Há- rekur, f. 13.4. 1931 í Ólafsvík, trésmiður í Reykjavík. Hálfbróðir sammæðra var Guð- mundur Ársælsson, f. 16.10. 1913 í Straum- fjarðartungu, d. 1.11. 1992 í Ólafsvík, sjó- maður í Ólafsvík. Bergþór eignaðist með Helgu Ólafsdótt- ur frá Geirakoti 1) Erlu, f. 16.6. 1941 maki Sigurður Þor- björnsson, f. 30.11. 1945, þau eiga 4 börn og 10 barna- börn. Bergþór giftist Dagmar Guðmundsdóttur, f. 3.7. 1932 og eignaðist með henni 10 börn. Þau skildu. Börn þeirra eru: 2) Guð- mundur, f. 9.2. 1950, maki Matt- hildur Kristrún Friðjónsdóttir, f. 12.1. 1953, þau eiga 6 börn og 4 barnabörn; 3)Þorsteinn, f. 30.6. 1951; 4)Ásdís Unnur, f. 17.7. 1952 Elsku pabbi. Nú er þinni þrauta- göngu lokið og þú umvafinn hlýju og kærleika Guðs eins og þú þráðir svo mjög. Gangan var erfið en þú settir allt þitt traust á Guð og að hann mundi verða þér líknsamur. Við fengum að hafa þig heima síðustu dagana og það gaf okkur óskaplega mikið að geta verið með þér hverja stund því þú hafðir svo mikið að segja og mikið að gefa þó þjáður væri. Þú rifjaðir upp æsku okkar og gleðina við hvert barn sem fæddist þótt fátækt væri mikil. Um ferðir okkar í vörubílnum þar sem við vorum oftast fjögur með þér og sungum hástöfum á meðan þú náð- ir í möl út um allar sveitir og lagð- ir í vegi. Þú talaðir um það þrekvirki að ráðast í að byggja hús undir ört vaxandi fjölskyldu af litlum efnum. Með góðri hjálp föður þíns og bróður hafðist það og var gleðin mikil þegar flutt var inn. En í gegnum öll þín veikindi þá skipti það þig mestu máli að okkur liði vel, að allt væri í lagi hjá öll- um, því þá varstu sáttur við að fara, og að fá að hafa okkur öll hjá þér síðustu daganna vitum við, elsku pabbi, að skipti þig mjög miklu máli. Gleðin var tregabland- in en óskaplega gaf það okkur öll- um samt mikið. Þú fylgdist með hverju og einu okkar og spurðir um þá sem voru fjarstaddir í það og það skiptið. Eftir stendur að við systkinin erum ennþá nánari hvort öðru eftir að hafa hjálpast að á þessum erf- iða tíma og böndin okkar á milli órjúfanleg. Barnabörnin áttu stóran sess í þínu hjarta og var stundum eins og þau væru þín börn. Þú hafðir svo mikið að gefa og nutu þau þess mest sem voru búsett næst þér. En kærleikur hinna var ekkert minni og eiga þau góðar minningar um afa sem gaf sér alltaf tíma til þess að tala við þau. Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allt það góða sem þú gafst okkur, við eigum svo mikið af góðum minningum sem við getum yljað okkur við og því verður þú alltaf hjá okkur. Við vitum að vel var tekið á móti þér og Guð mun umvefja þig og gæta eins og þú baðst svo oft um. Elsku pabbi, hvíl þú í friði. Kveðjur frá börnum þínum. Elsku afi. Þá er lífi þínu lokið. Mikið finnst mér það skrítið, en ég er þakklát fyrir að hafa hitt þig í sumar og kynnt þig fyrir syni mínum, sem rétt náði að verða eins árs áður en þú lést, og að geta kvatt þig. Það er mér mikils virði. Ein af mínum gleðilegu æskuminningum er ein- mitt af okkur tveim, í Kletta- kotinu, ég um það bil fjögurra ára og þú að kenna mér að keyra trak- torinn, og ég man ekki betur en að ég hafi fengið að sitja ein í sætinu og þú labbað með og hjálpað mér að stýra. Ég kveð þig elsku afi með einum af uppáhaldssálmunum mínum, en eitt af því sem við áttum sameig- inlegt, var áhuginn á söng. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helst hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason.) Bless á meðan, Kristín. Elsku Afi. Þegar okkur barst sú frétt að þú værir farinn frá okkur fylltumst við sorg og söknuði,við fáum aldrei að hitta afa aftur. Það var erfið til- hugsun, en við hugguðum okkur við það að nú eru þjáningar þínar á enda og þú kominn á góðan stað. En svona er víst lífið, við fæðumst og við deyjum, þetta eru örlög okk- ar allra. Við kveðjum þig í síðasta sinn elsku afi, en við munum hvað þú sagðir við okkur um daginn, að þú skyldir heimsækja okkur hér í Nor- egi um leið og þú værir kominn yfir því það væri svo auðvelt að ferðast þegar yfir væri komið. Við sitjum eftir með margar góðar minningar um góðan afa. Bless elsku afi. Kveðja Dagmar Guðmundsdóttir og fjölskylda, Friðjón Ingi Guðmundson og fjölskylda, Víðir Reyr Björgvinsson og fjölskylda. „Hann er farinn“ var sagt við mig á ljúfsárum laugardegi. Maður telur sig vera undirbúinn fyrir svona fréttir, en um leið og þær berast falla allir varnarveggir lík- ama og sálar. Beggi afi er nú far- inn. Það sem mér er minnistæðast eru veiðiferðirnar og sumarbústað- urinn okkar þar sem við eyddum mörgum stundum saman í spila- mennsku og spjall. Þessar minn- ingar deyja aldrei. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Bless elsku afi minn og takk fyr- ir allar góðu stundirnar. Guð geymi þig. Þín, Hafdís. Það er svo margt sem hægt er að minnast. Sérstaklega öll þau sumur sem ég kom vestur frá því ég var krakki til að vera sumarlangt og kom oftar en ekki um helgar þegar ég gat. Alltaf var vel tekið á móti manni og alltaf var það eins og ég væri að koma heim þegar ég kom til afa og ömmu á Stekkjarholtið. En elsku afi, nú ertu farinn. Við vitum að þér líður betur núna og gleðjumst yfir því þó sorgin sé þung. Þakka þér elsku afi, fyrir að hafa verið okkur svo góður. Englar heimsins verndi þig. Vefji þig vængjum sínum. Ylji fallegu sál þinni og hjarta. Þú ert ávallt í huga okkar. Íris Ösp og Elísa Marín. BERGÞÓR STEINÞÓRSSON ✝ Arndís Sveins-dóttir fæddist á Hofstöðum í Reyk- hólasveit 11. nóvem- ber 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi sunnu- daginn 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar Arndísar voru Sveinn Sæ- mundsson og Sess- elja Oddmundsdótt- ir. Arndís giftist 6. mars 1948 Gísla Pálssyni, f. í Beru- firði í Reykhólasveit 7. október 1924. Þau bjuggu lengst af á Álftavatni í Staðarsveit. Börn þeirra eru: Björk, f. 23. ágúst 1948, maki Ingi Þór Skúlason; Páll, f. 1. júní 1951, maki Þórunn Sigþórs- dóttir; Guðbjörg, f. 9. febrúar 1957, maki Jóhannes Finnur Halldórs- son; Sveinn, f. 11. september 1959, maki Helga María Magnúsdóttir; og Gunnur Elísabet, f. 24. janúar 1966, maki Guðjón Ingi- marsson. Barna- börn eru 19 og barnabarnabörn 6. Útför Arndísar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdamóðir mín lést eftir erfið veikindi á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi. Mér finnst þó gott til þess að hugsa, hversu starfsfólk þar stóð sig vel í allri umönnun og er ég þakklátur fyrir það. „Gesturinn sárbeiddi hana að skera ekki nema af einni, helst þessari með sykurskáninni, því hún var ekki eins blaut og hinar og vall ekki útúr henni eins mikið af saft og dósaávöxtum. Síðan skar hún mér geira sem var hæfilegur skamtur handa sjö manns og lét á kökudiskinn hjá mér.“ Þessi til- vitnun í Kristnihald undir Jökli getur að nokkru leyti vísað til tengdamóður minnar. Fyrir þá sem vilja taka þetta bókstaflega, þá var alltaf veisla hjá henni, hvort sem henni líkaði betur eða verr, en hún tók hlutverk sitt alvarlega, hvunndagshetja af sinni kynslóð, íslensk og stundum þrjósk. Fyrir þá sem vilja sjá aðra merkingu í ofangreindum texta Laxness, þá er hann glettinn og þannig var tengdó. Við Árný á Slítandastöðum, nágrannakona hennar til margra ára, getum rifj- að upp ýmislegt, ef þannig viðrar. Það var ekki liðinn langur tími frá kynnum okkar Arndísar að þessi gamansama hlið sneri upp og hún gerði það ansi oft. Aðframkomin af sjúkdómi sínum, nýtti hún sér þennan eiginleika og umhverfið til að gera að gamni sínu. Það var eitt það síðasta sem ég vissi til að hún lét frá sér heyra. Það var þessi kímni og góðsemi, sem ég varð svo áþreifanlega var við hjá fólkinu hennar. Það er gott að hafa kynnst slíku fólki. Henni þótti afskaplega vænt um æskuslóðir sínar í Reyk- hólasveitinni og nágrenni og þykir mér eftirminnileg ferð með henni og fjölskyldu þangað vestur fyrir nokkrum árum. Vaðalfjöllin taldi hún fegurst fjalla en því var ég alltaf ósammála eins og vera ber. Eftir margt brauðstritið sem var að baki, þá fyrir nokkrum árum fluttu tengdaforeldrar mínir í mjög hlýlega íbúð í tengslum við Dvalarheimilið í Stykkishólmi. Þar naut hún sín í góðum félagsskap, í nágrenni við ættinga og vini og leit út fyrir að hún gæti eytt ævikvöldi á friðarstóli, en sá tími varð skemmri, en hún hefði kosið. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdó fyrir allt. Guð blessi minningu Arndísar Sveinsdóttur. Jóhannes Finnur Halldórsson. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, það er svo sárt að kveðja þig en við vitum að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur öllum. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við lít- um til baka. Fyrsta minningin sem skýtur upp kollinum eru allar sam- verustundirnar sem við áttum í sveitinni, sauðburðurinn á vorin, sumrin, réttirnar á haustin og jól- in. Í sveitinni kenndirðu okkur svo margt. Þú hafðir óþrjótandi þol- inmæði þegar þú varst að kenna okkur að prjóna og þá vorum við bara smástelpur. Það sama má segja um öll þau skipti sem þú leyfðir okkur að baka, við bök- uðum yfirleitt snúða og það var sama hvernig þeir brögðuðust, alltaf sagðirðu við okkur að þeir væru alveg ljómandi góðir og við vorum að sjálfsögðu fullar stolti. Þegar við vorum yngri voru alltaf allir saman í sveitinni á jólunum. Það var alltaf svo gaman að koma, af því að þú beiðst svo oft með að skreyta jólatréð svo að við gætum hjálpað til við það, okkur þótti það nú ekki leiðinlegt. Þegar við frænkurnar urðum eldri og fórum sjálfar að eignast börn var það sama langömmuhlýjan sem beið þeirra í hvert skipti sem þau komu, þú spjallaðir við þau og hafðir svo gaman af þeim og þau biðu alltaf spennt eftir nammiskál- inni af því að ömmur mega allt. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við okkur og í hvert skipti sem við komum tókstu fagnandi á móti okkur og litlu krökkunum okkar. Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur frænkunum að þakka fyrir hversu lánsamar við vorum að eiga þig að. Elsku afi, megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna alla í þessari miklu sorg. Arndís Halla og Guðný. Elsku amma, það er svo sárt að kveðja þig og erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur, en ég veit að þú munt ávallt fylgjast með okkur. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar afa í sveitina og eins þegar þið fluttuð hingað í Hólminn. Þú varst alltaf svo góð við alla og áttir alltaf eitthvert gotterí til að bjóða, því það mátti enginn fara svangur frá þér. Mér líður svo vel að hafa fengið að kveðja þig og mun lifa með þá minningu með mér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson.) Hjördís. ARNDÍS SVEINSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.