Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 45

Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 45 Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Skagamenn f í t o n / s í a F I 0 0 3 3 7 8 ÍMARK, félag íslensks markaðs- fólks, stendur fyrir markaðsviku dagana 2.-5. október n.k. sem teng- ist alþjóðlegri markaðsviku sem haldin er í fyrsta sinn á vegum að- ildarlanda World Marketing Ass- ociation (WMA). ÍMARK stendur fyrir ýmsum viðburðum í markaðsvikunni, sem er annars vegar röð viðburða og hins vegar eins konar „vitundar- vakning“ um markaðsmál, en sam- kvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu er tilgangur markaðs- vikunnar að vekja athygli á faglegu markaðsstarfi og mikilvægi þess í nútíma viðskiptaumhverfi. Hápunktur markaðsvikunnar er ráðstefna sem ÍMARK, Útflutn- ingsráð og Iðntæknistofnun standa fyrir með yfirskriftinni „Vefurinn sem viðskiptamiðill – hvað hefur áunnist, hvað hefur brugðist?“. Ráðstefnan verður haldin miðviku- daginn 3. október kl. 8:30 til 14:40 á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig til hefur tekist hjá íslenskum fyrir- tækjum að nýta sér Netið sem við- skiptamiðil, en í stað þess að fjalla um endalausa möguleika Netsins verður leitast við að fara ofan í saumana á því hvað hafi raunveru- lega borið árangur og hvað hafi brugðist. Jafnframt verður farið yf- ir þróunina almennt í vefviðskiptum á undanförnum árum. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Skotinn Jim Hamill, en hann er forstjóri alþjóðlegu ráðgjafastof- unnar Catalyse International og lektor í alþjóðlegri markaðssetn- ingu við Strathclyde-háskólann í Glasgow. Alþjóðleg markaðs- vika á vegum Ímarks ÁRSÞING SAMFOK verður haldið þriðjudaginn 2. október kl. 18:00– 22:00 í Borgaskóla í Grafarvogi. Nafnið SAMFOK stendur fyrir Samband foreldrafélaga og foreldra- ráða í skólum Reykjavíkur á grunn- skólastigi. Stjórn SAMFOK heldur fund á tveggja vikna fresti þar sem t.d. mál- efni sem tengjast foreldrum, nem- endum, kennurum og Fræðslumið- stöð Reykjavíkur eru rædd. Jafnframt er þar unnið mikið starf til að styðja við bakið á foreldra- félögum og -ráðum skóla, segir í fréttatilkynningu. Ársþing SAMFOK KVENNAKÓRINN Vox Feminae, undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur, heldur söngskemmtun til styrktar Gömlu-Borg í Grímsnesi í dag, laugardag, kl. 21. Sungið til styrkt- ar Gömlu-Borg FERÐAFÉLAG Íslands efnt til gönguferðar sunnudaginn 30. sept- ember á Esju, Skálafellsöxl og Skálafell, og haldið niður Kjósar- skarð. Fararstjóri verður Eiríkur Þormóðsson. Reiknað er með 5–7 klst göngu, leiðin er áætluð 10–14 km. Þátttöku- gjald er 1500 kr. fyrir félagsmenn en 1800 kr. fyrir aðra. Brottför er frá BSÍ kl. 10:30 á sunnudaginn og komið við í Mörk- inni 6. Gengið á Esju, Skálafellsöxl og Skálafell NÚ um helgina verður haldið upp á tíu ára afmæli Gróður- vara, sem er móðurfyrirtæki Garðheima í Mjódd. Haldið verður upp afmælið með ýmsu móti, t.d. fá krakkar gjafir frá Garðheimum kl. 15, 16, og 17 laugardag og sunnu- dag, happdrættisvinningar verða dregnir út á klukku- stundar fresti frá kl. 14–17 laugardag og sunnudag, afmæl- istilboð verða og þar að auki er gefinn 10% aukaafsláttur föstu- dag, laugardag og sunnudag, segir í fréttatilkynningu. Afmæli í Garðheimum AGLOW – kristileg samtök kvenna halda fund í færeyska sjómannaheim- ilinu, Brautarholti 29, Reykjavík, mánudagskvöldið 1. október kl. 20. Gestir þessa fundar verða Björg Davíðsdóttir, Edda Swan, Sólveig Traustadóttir og Þóranna Sigur- bergsdóttir, en þær eru allar í lands- stjórn Aglow á Íslandi og eru ný- komnar heim frá Houston í Texas þar sem þær sóttu alheimsmót Aglow. Einnig er á dagskrá söngur, lof- gjörð og fyrirbænaþjónusta. Fundur- inn byrjar með kaffi og meðlæti. Þátt- tökugjald er kr. 600. Allar konur velkomnar, segir í fréttatilkynningu. Kristileg kvennasamtök með opinn fund NÝ útvarpsstöð, Útvarp Boðun FM 105,5 sem leggur áherslu á boðun Biblíunnar svo og líf og heilsu og gildi fjölskyldunnar, byrjaði til- raunaútsendingar 1. september s.l. Hins vegar hefst útsending á fastri dagskrá mánudaginn 1. október kl. 8:00. Útsendingar verða allan sólar- hringinn. Á meðal dagskráratriða verða hugvekjur, spjallþættir um reynslu og lífshlaup einstaklinga, erindi og námskeið um biblíuleg efni, lestur úr merkum bókum, ljóð dagsins, fræðsla um líf og hollustu, sögustund barnanna og unglingaþáttur, auk góðrar tónlistar, segir í fréttatil- kynningu. Útvarpsstjóri er dr. Steinþór Þórðarson. Það er Boðunarkirkjan sem á og rekur þessa útvarpsstöð, en hún er til húsa að Hlíðasmára 9, Kópavogi. Opið hús verður að Hlíða- smára 9 sunnudaginn 30. september kl. 14-17. Ný útvarpsstöð Á VEGUM Landverndar hefur síð- ustu daga staðið yfir skráningar- og kynningarvika vistverndar í verki, en visthópar haustsins eru að kom- ast af stað. Frá síðastliðnu hausti hefur Landvernd, í samvinnu við nokkur sveitarfélög, boðið fólki að taka þátt í svokölluðum visthópum. Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Landvernd segir að þátttaka í visthópi sé gagn- leg leið til að skoða heimilishaldið út frá umhverfisþáttum og í framhaldi af því að breyta einhverju af venjum sínum, eftir áhuga og aðstæðum, til umhverfisvænni vegar. Leiðbeinendanámskeið á vegum Landverndar verður haldið um næstu helgi, 29. til 30. september. Í vikunni voru haldnir kynning- arfundir visthópa á nokkrum stöð- um á landinu, m.a. í Reykjavík, Ak- ureyri og Hafnarfirði, og í byrjun október fara af stað visthópar á Stúdentagörðum, í samstarfi Stúd- entaráðs, Reykjavíkurborgar og Landverndar. Hingað til hafa samtals um 130 fjölskyldur á Íslandi tekið þátt í vist- hópi. Samkvæmt upplýsingum frá Landvernd minnkaði sorp að með- altali um eitt kg á hvern heim- ilismann á viku eða um 200 kg á ári hjá fjögurra manna fjölskyldu. Mið- að við meðalmagn sorps á mann á höfuðborgarsvæðinu, er þetta um 15% minnkun. Rafmagn minnkaði um að meðaltali 21 kwst. á viku, en sú minnkun lækkar rafmagnsreikn- inginn á meðalheimili um 6.500 krónur á ári. Þátttakendum í vist- hópunum tókst að minnka bensín- eyðsluna um 6%, sem þýðir um 5.000 til 10.000 kr. sparnað á ári. Kynningarvika vistverndar í verki Á SUNNUDAGINN, hinn 30. sept- ember, munu Ungir vinstri grænir halda aðalfund á Hótel Lind, Rauð- arárstíg, klukkan þrjú. Auk þess að kjósa í nýja stjórn ásamt öðrum aðalfundarstörfum verður utanríkisstefna Íslands til umræðu og Stefán Pálsson sagn- fræðingur flytur erindi um stöðu landsins í nýrri heimsmynd. Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, flytur ávarp. Aðalfundur Ungra vinstri grænna ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.