Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 51 DAGBÓK Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 1. október verður áttræð Sigríður Helgadóttir, Kjarrvegi 15, Reykjavík. Henni þætti vænt um að sjá sem flesta ættingja og vini á morgun, 30. september frá kl. 16 á heimili sonar og tengdadótt- ur, Súlunesi 17, Garðabæ. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. september, er sjötugur Hannes Bjarni Kolbeins, ökukennari og bifreiða- stjóri, Hamrabergi 36, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Benediktsdóttir Kolbeins. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. september, er áttræður Ing- var Þórðarson, bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum. Eig- inkona hans er Sveinfríður H. Sveinsdóttir frá Mæli- fellsá í Skagafirði. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson VESTUR er gjafari og opn- ar á þremur hjörtum: Norður ♠ G9 ♥ 754 ♦ ÁK76 ♣ 8532 Vestur Austur ♠ 854 ♠ 32 ♥ KDG10932 ♥ Á6 ♦ -- ♦ DG1092 ♣ G104 ♣ KD96 Suður ♠ ÁKD1076 ♥ 8 ♦ 8543 ♣ Á7 Sú sögn gengur til suðurs, sem segir fjóra spaða. Útspilið er hjartagosi. Austur tekur fyrsta slaginn á hjartaás og túlkar útspilið rétt þegar hann sendir tígul um hæl í öðrum slag. Vestur trompar og spilar hjarta- kóng. Töluvert hefur dregið til tíðinda í fyrstu slögunum og nú er rétti tíminn til að meta stöðuna. Hvernig myndi lesandinn spila? Vörnin hefur fengið tvo slagi, og tveir aðrir sýnast líklegir – einn á lauf og annar á tígul. Nema hægt sé að þvinga austur einhvern veg- inn í láglitunum. Nú lokar sagnhafi augunum og sér fyrir sér þessa endastöðu: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ ÁK7 ♣ 85 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ D1093 ♥ -- ♦ -- ♦ DG10 ♣G ♣ KD Suður ♠ 107 ♥ -- ♦ 854 ♣ -- Næst síðasta trompinu er spilað og tígli hent úr borði. Austur er nú þvingaður: ef hann hendir tígli, fríast áttan heima, og ef hann fækkar við sig laufum, fer sagnhafi inn á tígul til að trompa laufið frítt. Til að ná upp þessari end- astöðu virðist þurfa að gefa slag á lauf, en austur má þá ekki nota tækifærið til að spila tígli og taka aðra inn- komuna af blindum. En það er ástæðulaust að gefa austri slíkt tækifæri – sama árangri má ná með því að henda laufi í hjartakónginn. Síðan er önnur innkoma blinds á tromp notuð til að stinga eitt lauf og þá er leiðin greið að stöðunni að ofan. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. september, verður níræður Björn Kjartansson, Klepps- vegi 62, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í sal á Kleppsvegi 62 (gengið inn að ofanverðu) frá kl. 15–18 á afmælisdag- inn. GULLBRÚÐKAUP. 22. september sl. áttu 50 ára hjúskap- arafmæli hjónin Valdís Þorsteinsdóttir og Alfreð Konráðs- son, Brekkugötu 1, Hrísey. Þau voru að heiman. STAÐAN kom upp á at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Krít. Dimitry Svetushkin (2461) hafði hvítt gegn Yedael Stepak (2265). 27. Rc7+! Dxc7 27... Ka7 28. Rxe6 hefði einnig leitt til mikilla erfiðleika fyr- ir svartan. 28. Df3+ e4 29. Dxe4+ Ka7 30. c6+ og hvít- ur vann örugglega nokkrum leikjum síðar. Skákin tefld- ist í heild sinni: 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Db6 6. Rb3 Dc7 7. O-O Rf6 8. f4 d6 9. c4 Rbd7 10. Be3 b6 11. Rc3 Rc5 12. Rxc5 bxc5 13. Df3s Bb7 14. Hae1 h5 15. h3 h4 16. a3 Be7 17. b4 Rd7 18. De2 Bf6 19. e5 dxe5 20. f5 O-O-O 21. fxe6 fxe6 22. Be4 Hhf8 23. Bxb7+ Dxb7 24. bxc5 Dc6 25. Rb5 Kb8 26. Hb1 Ka8 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik LJÓÐABROT SON GUÐS Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn; son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs, einn, eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. Hallgrímur Pétursson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill fjölskyldumað- ur og gerir allt til þess að skapa þér og þínum öryggi í tilverunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu samstarfsmönnum þínum þolinmæði og taktu létt á yfirsjónum þeirra. Þú kannt síðar að standa í þeirra sporum og þurfa skilnings við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu óhræddur við að segja vinum og vandamönnum hvern hug þú berð til þeirra. Og láttu svo hlýtt faðmlag leggja frekari áherslu á orð þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú getur náttúrlega ekki lagt heimilið undir þig og vini þína, nema bera það undir fjölskylduna. Sýndu þolin- mæði, ef illa stendur á hjá einhverjum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu það ekki nærri þér, þótt þér takist ekki að gera svo öllum líki. Það er hreint út sagt ómögulegt svo þú skalt bara gera þitt besta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Veltu vandlega fyrir þér öll- um fjárútlátum í dag. Snýst málið um hlut sem þig van- hagar um eða er löngunin í hann ekki bundin neinu nota- gildi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki hugfallast þótt samskipti þín og vinnufélaga þinna gangi ekki snurðulaust með öllu. Aðalatriðið er að þú sinnir þínu verki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Íhugaðu vandlega allar beiðnir sem þú færð um að- stoð. Vandaðu valið því eng- inn segir að þú eigir að hlaupa upp til handa og fóta út af öllu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Taktu það ekki of mikið inn á þig, þótt einhver vinur þinn hlaupi út undan sér. Enginn er fullkominn og þú þarft líka á skilningi að halda. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þín á ómaklegum kröf- um annarra. Það er alls ekki þitt mál að uppfylla allra ósk- ir og þú verður að slá skjald- borg um sjálfan þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Finnir þú litla þörf hjá þér til að eiga orðastað við aðra í dag skaltu draga þig í hlé. Gerðu öðrum ljóst að þögn þín sé ekki sama og samþykki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér hættir til þess að gera of mikið úr hlutunum. Farðu hægar í sakirnar og veltu hlutunum vandlega fyrir þér áður en þú segir af eða á. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú mátt ekki láta mótbárur annarra draga úr þér kjark- inn, heldur hvetja þig til frek- ari átaka. Sýndu skoðunum samstarfsmannanna skilning. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósakrónur Borðstofuborð Íkonar Bókahillur www.simnet.is/antikmunir Nýkomnar vörur Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Fágun fagmennska Gullsmiðir Samskipti – sjálfefli 10 vikna námskeið í samskiptum og sjálfefli. Upplýsingar og innritun í símum 551 9943 og 896 3943. Jórunn Sörensen, kennari. Bjarni Jónsson, listmálari, sýnir nú í annað sinn á árinu í Eden, Hveragerði, vegna forfalla. Sýningin stendur frá 27. sept. til 14. okt. FRÉTTIR SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði hef- ur kosið kjörnefnd til þess að sjá um skoðanakönnun um niðurröðun á framboðslista Samfylkingarinnar við bæjarstjórnarkosningarnar vorið 2002. Nefndin mun í framhaldi af skoð- anakönnuninni gera tillögu til fé- lagsfundar Samfylkingarinnar, sem haldinn verður miðvikudaginn 31. október næstkomandi, um framboðs- lista Samfylkingarinnar og hafa þar til hliðsjónar niðurstöður úr fyrr- nefndri könnun. Allir þeir sem eru félagar í Sam- fylkingunni föstudaginn 12. október 2001 og eiga lögheimili í Hafnarfirði hafa rétt til þátttöku í skoðanakönn- uninni. Skoðanakönnunin fer fram í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði dagana 12.– 14. október. Þátttakendur eiga að krossa við nöfn þeirra sex frambjóð- enda, sem þeir vilja hafa efsta á fram- boðslista Samfylkingarinnar – sex nöfn – hvorki fleiri né færri. Þeir Samfylkingarfélagar, sem ekki verða heima dagana 12.–14. októ- ber, geta tekið þátt í skoðanakönn- uninni hjá kjörnefnd 7. til 11. október. Þeir sem enn hafa ekki skráð sig sem félaga í Samfylkingunni í Hafn- arfirði, en hafa áhuga á að taka þátt í skoðanakönnuninni, geta skráð sig sem félaga fyrir klukkan 19:00 fimmtudaginn 11. október næstkom- andi. Skrifstofa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er opin frá klukkan 13–16 mánudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga en kl. 9–12 þriðjudaga og föstu- daga. Tuttugu manns hafa tilkynnt fram- boð í skoðanakönnuninni, en þeir eru: Andri Ólafsson nemandi, Ásgeir Guðnason vélfræðingur, Árni Guð- mundsson æskulýðsfulltrúi, Ellý Er- lingsdóttir grunnskólakennari, Eyj- ólfur Sæmundsson efnaverkfræð- ingur, Eyrún Ósk Jónsdóttir nemandi, Geir Þórólfsson vélaverk- fræðingur, Gísli Ósvaldur Valdimars- son byggingaverkfræðingur, Guð- finna Guðmundsdóttir matreiðslu- maður, Guðmundur Rúnar Árnason stjórnmálafræðingur, Gunnar Svav- arsson verkfræðingur, Hafrún Dóra Júlíusdóttir skrifstofumaður, Hjörtur Howser tónlistarmaður, Hörður Þor- steinsson framkvæmdastjóri, Ingi- mar Ingimarsson nemandi, Jóna Dóra Karlsdóttir bæjarfulltrúi, Lúð- vík Geirsson bæjarfulltrúi, Ómar Smári Ármannsson aðst.yfirlögreglu- þjónn, Sigríður Bjarnadóttir baðvörð- ur og Valgerður Halldórsdóttir bæj- arfulltrúi samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Samfylkingin í Hafnarfirði 20 frambjóðendur í skoðanakönnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.