Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 54

Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                     !      "#                 segir Björn Hlynur og Hlín Björns- dóttir, sjö mánaða, hjalar í barna- vagninum eins og til þess að sam- sinna föður sínum. Leikararnir ungu koma þó víðar við því þau eru fé- lagar í Vesturportinu, sem er lítið leikhús á Vesturgötu í Reykjavík, þar sem þetta viðtal er tekið. Góðir vinir Þrátt fyrir sakleysislegan titil er leikrit Hávars lýsing á aðstæðum og hugarheimi einnar fjölskyldu sem er læst inni í heimi kynferðislegs of- beldis og kúgunar, sem leiðir til vit- firringar og morða. „Fyrir utan að vera bekkjarsystk- ini erum við góðir vinir. Ég held að það sé ekki verra að takast á við svona sýningu með einhverjum sem maður þekkir. Það þarf að leyfa sér að ganga nokkuð langt gagnvart mótleikaranum og leyfa honum sömuleiðis að ganga langt gagnvart sér, bæði líkamlega og andlega,“ segir Björn Hlynur. Hann segir að leikritið fjalli að stórum hluta um það hvernig að- stæður sem þessar verða til. „Það virðist eiga sér stað keðjuverkun í fjölskyldulífi þeirra sem eiga við vanda af þessu tagi að stríða og vandinn virðist eitra út frá sér til lífstíðar. Persónurnar í Englabörn- um eru veruleikafirrtar af uppeldinu og gera ekki greinarmun á því hvað er gott og hvað er illt.“ Gaman í vinnunni Nína Dögg segist vera afar þakk- lát fyrir að mótleikarinn í Engla- börnum skuli vera Björn Hlynur. Hún segir að vissulega sé Englabörn krefjandi verkefni. „En það er svo gott fólk þarna í Hafnarfirði. And- manna sem örugglega eiga eftir að setja mark sitt á leikhúslífið í land- inu. Nína Dögg og Björn Hlynur sátu saman á skólabekk í Listaháskóla Íslands og útskrifuðust saman frá leiklistardeildinni. Úskriftarverk- efnið var Platonov, sem var sam- starfsverkefni Listaháskólans og Hafnarfjarðarleikhússins. Það var sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu síðastliðinn vetur og leikstýrt af Hilmari Jónssyni, sem einnig leik- stýrir Englabörnum. „Við urðum eftir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu og erum þarna enn þá,“ TVEIR ungir leikarar, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Har- aldsson, þreyttu frumraun sína í at- vinnuleikhúsi fyrr í mánuðinum, í Englabörnum, leikriti Hávars Sigur- jónssonar, sem nú er sýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Vart er hægt að ímynda sér erfiðara viðfangsefni fyrir nýútskrifaða leikara en aðal- hlutverkin í þessari magnþrungnu sýningu. Þau standast prófraunina með sóma og leikhúsáhugamenn hafa orðið vitni að fæðingu lista- rúmsloftið og umhverfið er svo gott og þarna ríkir mikill kærleikur,“ segir Nína Dögg um samstarfs- mennina í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Það er alltaf gaman að koma í vinn- una og stutt í gleðina, sem er alveg nauðsynlegt því það er ekki auðvelt að fara inn í senurnar.“ Hún segir að áður en æfingar hóf- ust hafi allir sem koma að sýning- unni mikið rætt saman um þennan heim sem lýst er í leikritinu. „Við reyndum að kynna okkur efnið vel, lásum skýrslur og öfluðum annarra upplýsinga. Þegar við byrjuðum svo að vinna að sjálfri sýningunni hófst ferli og sýningin þróaðist hægt og rólega í framvindunni.“ Skjól stofnanaleikhúsa Þau eru bjartsýn hvað varðar framtíðina og atvinnumöguleikana. Nína Dögg segir að í Vesturportinu hafi þau húsnæði og aðstöðu til að gera það sem hugurinn býður. Út- gangspunkturinn sé ekki endilega tilraunastarfsemi heldur miklu fremur að gera það sem gaman er. „Eins og Nína segir, að ef við ætl- um að gera það sem okkur langar til, þá verður það á endanum tilrauna- starfsemi. Við fáum þarna tækifæri til þess að gera það sem við fáum ekki annars staðar,“ segir Björn Hlynur. En sækja nýútskrifaðir leikarar í skjólið hjá stóru stofnanaleikhúsun- um? Nína Dögg segir þetta erfiða spurningu og segir að hver geymi sína áfangastaði í sjálfs síns brjósti. „Ég er opin fyrir öllu og vil vera í skapandi og gefandi starfi.“ Um framtíðaráformin er það að segja að Nína Dögg er hefja leik í kvikmyndinni Hafinu og af þessu til- efni segir Björn Hlynur að kvik- myndaleikur höfði að sjálfsögðu til ungra leikara; þeir séu allir af bíó- kynslóðinni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Björn Hlynur og Nína Björk í krefjandi hlutverkum sínum í Englabörnum sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu við góðan orðstír. Morgunblaðið/Þorkell Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og dóttir hans, sjö mánaða, Hlín. Erum af bíókynslóðinni Þeir sem leggja leið sína í Hafnarfjarðarleikhúsið á sýninguna Englabörn verða vitni að mögnuðum leik tveggja nýút- skrifaðra leikara. Þeir heita Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson. Guðjón Guðmundsson ræddi við þau. gugu@mbl.is NÝJASTA kvikmynd leikarans Bens Stillers, Zoolander, hefur verið bönnuð í Malasíu þar sem kvikmyndin segir frá ráðabruggi um að ráða forsætisráherra landsins af dögum. Kvikmyndaeftirlit Malasíu úrskurðaði myndina „ein- staklega óviðeigandi“. Stiller fer með hlutverk Dereks Zool- anders, treggáfaðrar fyrirsætu sem er plötuð er til hins vafasama verknaðar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaeftirlit Malasíu bannar kvik- myndir og annað efni frá hinum vest- ræna heimi. Árið 1994 var kvikmynd Stevens Spielbergs, Shindler’s List, bönnuð þar í landi sem og teiknimynd hans, The Prince of Egypt, en líkur þóttu á að hún miðsbyði múslimum í Malasíu. Seinni kvikmyndin um njósnarann kynþokkafulla Austin Powers var einnig bönnuð með öllu þar sem titill myndarinnar, The Spy Who Shagged Me, þótti of kynferðislegur. Ráðabrugg um að ráða forsætisráðherrann af dögum Ben Stiller á bannlista í Malasíu Ben Stiller

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.