Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 23. október 1979 8 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdasfjóri: Davfö GuAmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson HörAur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson. Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Auglýsingar og skrifstofur: Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Páisson. Ljósmyndir: Gunnar V. Sfðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Andrésson, Jens Aiexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. AAagnús Olafsson. .Ritstjórn: Sföumúla 14, sfmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuöi innanlands. VerA i lausasölu 200. kr. eintakiö. Prentun BlaAaprent h/f Kerflsbreyting eöa .vlðhorfsbreyting’ Eftir yfirlýsingar Vilmundar Gylfasonar, dómsmáiaráðherra, um að hann muni beita sér fyrir „opnun” dómskerfisins munu menn fylgjast spenntir meö þeim breytingum, sem hann hyggst gera. Vonandi veröur þar um aö ræöa kerfisbreytingu en ekki einungis „viöhorfsbreytingar”. Vilmundur Gylfason, sá er Olafur Jóhannesson kallaði þúf utittling á Alþingi er nú sestur í sæti Ólafs í dómsmálaráðuneyt- inu og á þeim skamma tíma, sem hann á von á að f á þar að starfa með Baldri Möller, ráðuneytis- stjóra, sem hann hellti sér yfir í sjónvarpi fyrir nokkrum misser- um, hyggst Vilmundur gera breytingar og lagfæringar á kerfinu, sem hann hefur svo mjög f jargviðrast út i. „Ég mun reyna að sveigja dómskerfið nokkuð til opnunar" sagði Viimundur meðal annars um fyrirætlanir sínar á tröppum Bessastaða eftir að hann tók við embætti dómsmálaráðherra. ( viðtölum síðustu daga hefur hann ekki tilgreint nánar hvar hann muni grípa niður. Varla verður það hjá Hæstarétti, því að hann getur vart opnari verið, með f yrirfram kynningu á hvaða mál þar verða tekin til meðferð- ar í hverri viku, opnum réttar- höldum og útgáfu allra dóma mjög fljótlega eftir að þeir hafa verið kveðnir upp. Aftur á móti má benda á ýmis atriði, sem betur mættu fara annars staðar í kerfinu, og er þá fyrst og fremst um að ræða það, sem snýr að fjölmiðlum og blaðamönnum, sem eru í þessu tilviki f ulltrúar þess almennings, sem dómsmálaráðherrann nýi segist bera fyrir brjósti. Af hálfu saksóknara ríkisins, rannsóknarlögreglu ríkisins og Sakadóms Reykjavíkur er ekkert gert til þess að auðvelda blaða- mönnum að fylgjast með hvaða mál koma til meðferðar þessara aðila eða hvernig þau berast gegnum kerfið. Fjölmiðlar geta til dæmis ekki fengið lista yf ir ný mál, sem koma til meðferðar þessara aðila, né heldur f réttir af því hvaða málum er unnið að á hverjum tíma. Blaðamenn geta einungis spurt um ákveðin mál, sem þeir hafa annars staðar fengið vitneskju um að séu til meðferðar, og þá vill oft verða tregt um svör. Þá hefur einnig reynst erfitt að fá upplýsingar um hvenær hin ýmsu mál eru tekin fyrir í dómssölum sakadóms og víðtækar heimildir til að loka réttarhöldum umfram það, sem gerist í nágranna- löndunum, hafa orðið til þess, að dómarar beita þeim gjarnan, ef blaðamenn eru annars vegar og koma þannig i veg fyrir að þeir geti fylgst með. Ennfremur má nefna, að blaðamönnum hefur hvað eftir annað verið neitað um gögn varð- andi einstök mál, sem dómstólar hafa f jallað um. Svo mætti benda ráðherranum á að reyna að lyfta hulunni af skattsvikamálunum, sem eru af- greidd innan kerfisins í skatt- sektanefnd án þess að f jölmiðlar eða almenningur hafi nokkurn möguleika á að fá upplýsingar um niðurstöðu þeirra. Eina undantekningin í þessu sambandi er, ef skattsvikarinn óskar sjálf- ur eftir þvi að málinu sé vísað til sakadóms, þá er von til þess, að blaðamenn geti fengið upplýs- ingar um það, en slík meðferð heyrirtil hreinna undantekninga. Vilmundur Gylfason hefur til þessa verið þeirrar skoðunar að skattsvikarar séu hinir mestu glæpamenn, og skyldi maður því ætla, að hann gengist fyrir því, að tugmilljónasvik þeirra verði jafnopinber og fjármálaafbrot af öðru tagi og smáþjófnaðir. Þetta eru aðeins nokkrar ábendingar til dómsmálaráð- herrans og tekst honum vonandi að leysa þessi mál og opna dóms- kerfið, eins og hann segist vilja. Hann getur varla, eftir allt sem á undan er gengið, sætt sig við ann- að en veruleg breyting verði í dómskerfinu í hans tíð, og má ekki láta sér nægja að það verði aðeins „viðhorfsbreyting" eins og hann orðar það í viðtali í Helgarblaði Vísis á laugardag- inn. Pillur. hass, kókaín og englaryk Nú þegar Vika gegn vimuefnum er haldin er ekki úr vegi að skoða hvernig við stöndum i sambandi við önnur vímuefni en áfengi. Áfengið er selt af ríkinu og telst því löglegt og um notkun þess höfum við nokkuð góðar upplýsingar. Aftur á móti eru ýmis önnur efni notuð hér á landi sem fólk sækir í til að komast í vímu. Víma þessi er oft kölluð vellíðunarástand en af þeim sem betur vita flóttinn frá raunveruleikanum. Hér á landi hafa nokkur lyf verið mjög misnotuð og finnst mér stundum að þeir sem misnota þau séu hreinir snillingar í lyfjafræði. Það eru ólíklegustu lyf sem þeir ná að sulla saman í svokölluðum pillu-partýjum sem haldin eru víða. Helst hefur maður orðið var við að þetta fólk sæktist í Librium. Diazepin gengur venjulega undir nafninu Dísan og er geysivinsæit og er stundum selt á götum úti á 500 — 700 kr. stk. Mogadon sem er svefnlyf þykir þessu fólki líka gott og notar þá gjarnan kaffi með. Ymis önnur lyf í þessum flokki sem eru róandi hafa skotið hér upp kolli. Þeim hefur þá verið smyglað inn í landið og seld. Hasshópurinn stór. Hver hefur ekki heyrt og lesiö i blööum um hassiö? Hér á landi er töluvert stór hópur sem reykir hass og fer fólk ekkert i felur meö þaö. Fólk talar um þaö sem sjálfsagöan hlut en vitaskuld er þetta ekki satt þvi aö upplýsingar frá Banda- rikjunum og Danmörku sýna aö þeir vita nú aö flestir þeirra sem byrja aö reykja hass og fara aö nota þaö aö staöaldri fara út í önnur sterkari efni. Enda hafa þeir sem ég hef talaö viö og hafa haldiö því fram aö þeir noti bara hass, viöurkennt undir lok aö þeir hafi prófaö eitthvaö annaö. Margir foreldrar hafa ekki hugmynd um þó unglingar þeirra reyki hass heima þvl aö þeir kaupa sér reykelsi til aö eyöa lyktinni, svo er hassiö reykt í pipu. Töluvert af kókaíni. Ég hef horft upp á margan ungan manninn veröa aö skari á fáum árum. Tölur ættu lika aö vera til um hversu margir hafa látist af of stórum skömmtum og ekki yröi ég hissa þó aöþeim heföi fjölgaö. Amphetamin á miklum vinsældum aö fagna og er þvi mest smyglaö til landsins bæöi I töfluformi og dufti. Mér hefur veriö sagt af lyfjafræöingi aö þaö sé litill vandi aö búa til amphetamin og hafi þaö hvarflaö aö mönnum hvort ekki væru hér einhverjir sem stunduöu þann iönaö. Þvi mikil gróöavon er i sölu amphetamins. Ég staöhæfi þaö aö hér hafi veriö selt töluvert af kókafni sem er bæöi dýrt og hættulegt efni. Mér hefur veriö sagt aö grammiö sé selt á 80.000 krónur og ekki skortir kaupendur. Kókain er tekiö I nefiö, kallaö aö snuffa. Þaö er selt og notaö i þröngum hópum og er ekki auö- velt aö komast i þá hópa. Meö þaö er aö sjálfsögöu fariö meö mikilli leynd. Bandarikjamenn segja aö þeir sem mest nota kókaín hjá þeim séu börn efnaðara foreldra. Skyldi þaö lika vera svo hér? Allavega þarf fólk sem neytir þess aö hafa töluverö auraráö. Englaryk boðið hér. Nýlega barst mér til eyrna aö hér heföi veriö boöiö enn hættu- legra efni og gengi þaö undir nafninu englaryk sem þýöir i raun og veru sama og dauöinn. Þetta efni er skylt heróini og er tekiö í nefiö, neytendur sprauta þvi einnig i sig. Ég hef verið spurö hvort ég hafi heyrt nokkuö um aö mjög ungir krakkar, t.d. i grunnskóla, væru aö fikta I þessum efnum. Nei, en krakkar hafa sagt mér aö þau viti um nokkra sem hafa lyktaö af bensini og þynni. Kennarar ættu aö ræöa um hættuna af þessu. Ég vil taka þaö fram hér að flestum þeirra efna sem ég hef talið hér upp er smyglað til landsins, ekki bara hér á höfuðborgarsvæöinu heldur á hinum ýmsu stööum á neðanmóls Andrea Þóröardóttir segir I grein þessari um vimuefna- notkun hér á landi aö margir foreldrar hafi ekki hugmynd um þaö, þótt unglingar þeirra reyki hass heima fyrir þvf aö þeir kaupi sér reykelsi til þess aö eyöa lyktinni, og svo sé hassiö reykt I venjulegri pipu. Þá fjallar hún einnig um önnur og hættulegri vimuefni, sem hér eru notuö. landinu. Flestum þessara efna er auðvelt aö smygla, það fer litiö fyrir þeim, og svo er gróöa- vonin afar mikil. Þeir sem hingaö til hafa slett i góm og tala um aö Island sé afskipt eyja út i miöju Atlantshafi, ættu aö skoöa hug sinn svolitið betur. Nei, okkar eiturlyfjaneytendum hefur sannanlega fjölgað mikið á siöustu árum. Um þaö geta þeir boriö sem fá þetta fólk til meöferöar og þekkja þetta alvarlega ástand vel. Ekki efni á að loka augunum. Viö höfum hreinlega ekki efni á aö loka augunum fyrir þessu þvi viö veröum aö athuga aö allt er þetta ungt fólk sem ánetjast og hvaöa þjóö hefur efni á þvi að missa æsku landsins út i slikt böl? Fólk hefur veriö aö ásaka fikniefnalögregluna fyrir getu- leysi. Þeir séu alltaf að taka einhverja og segist vera að upp- lýsa stórmál, svo reynist þetta ekkert, og aldrei nái þeir i neitt efni. Þessu svara ég þannig aö þeir sem vinna að þessum málum gera eins vel og hægt er aö búast viö af jafn fáum mönn- um, og þeir hafa upplýst mörg mál. Ef viö einhvern er aö sak- ast þá eru þaö yf irvöld sem hafa steinsofiö og trúa ekki hversu alvarleg þessi mál eru. Þaö væri þvi aö minu mati vegleg- asta gjöfin frá þeim til barna á barnaárinu aö kaupa simtæki tengt viö segulband er notað væri til aö taka á móti upplýs- ingum frá aöilum er vildu skýra frá vitneskju sinni um þessi mál en hafa hingað til ekki þorað þaö vegna hræöslu um aö upp um þá komist. Ég vil biöja foreldra um aö nota þessa viku vel og ræöa öll þessi mál ýtarlega viö börn sln. Börnin eru framtið þessa lands. Forðum þeim frá þessum ófögn- uöi. Andrea Þóröardóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.