Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 16
16 rioiA Priojudagur 23. október 1979 Umsjón: Katrin Páls- dóttir Ljóstæknifélag tslands er nú meb sýningu I Asmundarsal viö Freyju- götu. A myndinni f.v. örlygur Þóröarson, framkvæmdastjóri, ólafur S. Björnsson og Aöalsteinn Guöjohnsen, formaöur. Vísismynd BG. LjÚft, SVO IjÚft Tónlistin (Tivoii Eifred Eckart-Hansen heldur erindi i Norræna húsinu i kvöld klukkan 20.30. Erindi Eckart-Hansen fjallar um tónlistarlifiö i Tivoli I Kaup- mannahöfn, en þar er hann tón- listarstjóri. Þangaö var hann ráðinn 1962. Hann kom fyrst fram sem hljómsveitarstjóri 1949 og stundaði eftir það nám viö Scala- óperuna i Milanó og Mozarteum i Salzburg. Með fyrirlestri sinum leikur Eckart-Hansen tóndæmi, bæði af segulbandi og hljómplötum, þar sem hlýða má á nokkra hinna miklu listamanna, sem komiö hafa fram i Tivoli. Fimmtudaginn 25. október stjórnar hann Sinfóniuhljómsveit íslands og þá verður m.a. leikið verk eftir Vagn Holmboe, 5. synfónia hans, en hiln var frum- flutt i Tivoll 1945. Gamaldags komedia eftir Aleksei Arbuzov Þýöandi: Eyvindur Erlendsson Lýsing: Kristinn Danielsson Leikmynd: Jón Bendiktsson Leikstjóri: Benedikt Arnason 1 seinustu leikhiisferö Þjóð- leikhiíssins fengum við aö skyggnast inn i undirheima Suð- urrikjanna og uröum vitni að niðurlægingu olnbogabarna samfélagsins. í þetta sinn för- um við i andstæða átt, til hinnar fögru borgar Riga i Rússlandi (les Lettlandi). Og nií gætir meiri bjartsýni. Okkur ber nið- ur á heilsuhæli. Við komumst þar i kynni við afdankaðan en notalegan sjúkrahúslækni um sextugt og sjúkling hans, fyrr- verandi „sirkusglyðru” á óræð- um aldri. Þetta ókunna fólk lað- ast hvort að öðru. Það kemur á daginn, aö þrátt fyrir ólikan uppruna ogllfsferil, þá eiga þau svo ótalmargt sameiginlegt. Þeim tekst þrátt fyrir mun á stétt, menntun og ævistarfi að finna samhljóm i tilverunni. Þau verða ástfangin. Og til- brigði ástarinnar eru margvis- leg. Roskinn maður elskar á annan hátt en æskumaöurinn. Hann elskar eins og sá einn, sem veit allt og skilur allt. Eftirvæntingin er liöin tið, en i stað þess er hann gagntekinn kyrrlátum fögnuði, sem varp- ar ljóma á umhverfið og hrífur alla með. Hins vegar er ekki laust við, að manni finnist svona sakleys- islegur boðskapur vera ögn á skjönvið raunveruleikann, eftir að vera nýbúinn að hlýöa á Bukovski lýsa hinu óhugnanlega ástandi i heimalandi si’nu, sem er jafnframt heimaland höfund- ar. En liklega eiga menn ekki margra kosta völ, vilja þeir halda friðinn. Annað hvorterað gera, eins og Bukovski, að segja skipulaginu striö á hendur, eða að beygja sig undir það. Arbuzov gætir þess vandlega að rekasig hvergi á horn. Og hon- um tekst að sigla hjá skerjum, þó að stundum megi lesa tvi- ræða merkingu úr athugasemd- um hans (charleston var t.d. bannaður i Sovét á valdati'ma Stali'ns). En fyrir vikið hefur maður ósjálfrátt á tilfinning- unni, að Lidia Valilievna Rodion Nikolaévits lifi i einangruðum heimi, lifii' platveröld, sem ekki stenst viö þessar aöstæöur. En nóg um þaö. Þaöer gamanaö sjá Rúrik og Herdls Þorvaldsdóttir og Rdrik Haraldsson f hlutverkum sinum i Gamaldags komediu. Textinn er skáldlegur, minnir frekar á prósaljóö, og hefði kannski notið sin betur i meira návigi við áhorfendur. Samspil tveggja persóna um sin einka- mál liggurá lágu tónunum, slik- an texta er ekki hægt að æpa, og bitnaði það á áhorfendum sem aftar sátu. Þýðingin er skemmtilega skritin. Maður tekur eftir henni, án þess að hún trufli. Þýðandinn er djarfur að búa til orð, og mér virtust leikararnir kunna aö meta það. Leiktjöld eru öll i svart-hvitu og hafa symbólska merkingu. Þau eru greinilega sniðin fyrir ferðaleikhóp, fábrotin en frum- leg. Vilji áhorfendur sjá góðan leik, og eiga notalega kvöld- stund I leikhúsi, er óhætt að mæla með Gamaldags komedíu. Þessi sýning minnig á gamalt, höfugt vin. Það kemur þér ekki á óvart, en skilur eftir sætkennd áhrif. leiklist Herdisi leika saman á ný, fylgj- ast meö þvi, hvernig þau undu utan af persónum sinum, þar til viðhöfðum af þeim heilssteypta mynd og fundum til samúðar. Þeim tókst aö draga upp sann- færandi mynd af einmana fólki, sem kunni svo að skemmta sér, þegar á reyndi. Dansinn þeirra var dillandi léttur og fjörið smitandi. Hins vegar tókst Herdisi ekki eins vel upp i' söng- atriðinu. Mér fyndist, að þeir heföu getað gert henni þetta auðveldara með þvi að leika lifandi tónlist undir. Bryndis Schram skrifar Þróunarsaga lampa - Ljóstæknlféiagið með sýnlngu ,,A þessari sýningu er þróunarsaga lampa rakin frá elstu timum til okkar daga. Við höfum m.a. fengið gömul ljósfæri að láni frá Þjóð- minjasafni, en annars er nær allt sýningarefnið fengiö frá útiöndum, sagði Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður Ljóstækniféiags tslands, i spjalii við VIsi um sýningu félagsins, sem nii stendur yfir I Asmundar- sal við Freyjugötu. Tilefni þessarar sýningar er að um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá þvi að Edison tókst að láta loga á fyrstu glóþráðsper- unni i 45 stundir. Þá eru liðin 25 ár frá þvi Ljóstæknifélagið var stofnað. Frumkvööull þess var þáverandi rafmagnsstjóri I Reykjavik, Steingrimur Jónsson. Félagið hefur á undanförnum árum haldiö fjölda námskeiða og funda i þviskyniað auka þekkingu fólks á nauðsyn vandaðrar lýs- ingar. Félagið átti sinn þátt i þvi aö lýsing á gegnumlýsingarborð- um i fiskvinnslustöðvum var bætt til muna. Þá hafa bæði einstak- lingar og fyrirtæki leitað til félagsins um upplýsingar og leið- beiningar. Félagar i Ljóstæknifélaginu geta allir orðið, bæði einstakling- ar, fyrirtæki og stofnanir. Nú eru félagsmenn um 200 talsins, þar af um 30 stofnanir og fyrirtæki. 1 stjórn félagsins eru auk Aðal- steins, Jakob Gislason, Skúli Norðdal, Ólafur S. Björnsson, Bergsveinn ólafsson, Karl Ei- riksson og Guðjón Guðmundsson. Framkvæmdastjóri félagsins er örlygur Þóröarson. — KP Anna Júlíana Svelnsdótlir ;yngur á brlðju tónlelkunum „Þessari nýbreytni lefur verið mjög vel ekið og við höfum engið fullt hús i þau vö skipti, sem ládegistónleikar hafa na Júliana syngur á þriðju degistónleikum Söngskólans, þessari nýbreytni skólans fur veriö mjög vel tekið. Visismynd JA verið haldnir”, s^gði Anna Júliana Sv^ins- dóttir, söngkona ■ og kennari i Söng- skólanum, i spjalli við Visi. Anna Júliana syngur fyrir gesti á þriöju hádegistónleikum Söngskólans, sem verða á miðvikudag og hefjast kiukkan rúmlega tólf. Hádegistónleikar eru hdldnir á hverjum miövikudegi og þegar hafa þau Rögnvaldur Sigurjónsson og Manuela Wiesler leikið fyrir gesti. Tónleikarnir eru haldnir i sal, sem Söngskólinn hefur tekiö á leigu, og er beint á móti húsa- kynnum skólans við Hverfis- götu. Aður hafði Filadelfia þennan sal til umráöa. AnnaJúliana syngur fyrst þrjú lög eftir Brahms, Liebestreu, Dort in der Weiden steht ein Haus og Mainacht. Þá eru einnig þrjú lög eftir Schubert, Mainacht, Ellens erster Gesang og Ellens Zveiter Gesang. Siðast á efnisskránni eru verk eftir Rachmaninoff, Flieder og Wenn Nacht mich hullt und Schweigen. Það er Lára Rafnsdóttir, sem leikur undir á pianóið. —KP. Fullt hús á há- deglstónleíkunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.