Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 12
Hér eru þeir saman á góðri stund Kissinger og Sjii Enlc. Kissinger segir i minningabók sinni, aö Sjú Enlæ sé eitt mesta mikilmennib,
sem hann hafi hitt á lifsleihinni.
Palladómar
Kissinger setur fram i bók sinni sem nú er aö
koma út, nokkra hreinskilnislega palladóma um
þjóðarleiðtoga og valdamenn sem hann haföi
samskipti viö á þeytingi sinum heimshornanna i
miili. Leggur hann enga dul á viröingu sinni fyrir
kinversku leiötogunum, Mao og Sjú Enlæ.
Sjú Enlæ
Hann telur Sjvl Enlæ annan
tveggja eða þriggja mestu
mikilmenna, sem hann hefur
hitt á lífsleiðinni, þótt hann geri
sér hins vegar ekki háar hug-
myndir um það þjóðskipulag og
stjórnkerfi, sem Sjú var fulltrúi
fyrir.
Kissinger gerir samanburð á
samningaaöferðum Sovét-
manna og Kinverja og hefur
m.a. orð á þvi, aö Klnverjar hafi
aldrei gripið til ómerkilegra
Rabin
Um þáverandi sendiherra
tsraels i Bandarlkjunum
Yitzhak Rabin sem siðar varð
forsætisráöherra, segir Kissing-
er, aö Rabin hafi haft ýmsa lofs-
veröa hæfileika og veriö fyrir
margar sakir merkilegur
maður, en næmi fyrir mannleg-
um samskiptum hafi ekki verið
meðal kosta hans.
„Ef hann hefði fengiö gefins
allan flugher Bandaríkjanna,
hefði honum tekist að láta á sér
Kissingers
Hvað skyldi Nixon vera að hugsa um Indlru þarna? Að sögn
Kissingers var það ekki allt prenthæft, sem Nixon lét sér um munn
fara um Indlru eftir viðræður við hana.
skilja, að þar hefðu tsraelsmenn
svo sem ekki fengið annað en
það, sem þeir heföu unnið til,
fundið ýmsa tæknigalla á flug-
vélunum, og látið llta svo út, að
þeir tækju við þeim sárnauöugir
af einskærri greiðasemi við
okkur”.
Ekki verður annað séö en við þetta tækifæri hafi Bresjnev sýnt
Nixon betri hliðina á sér.
bragða I von um aö fá sitt fram,
eins og Kissinger haföi þó einatt
mætthjá öörum kommúnistum I
samningabralli. — Klnverjarnir
gengu hreint til verks, komu sér
beint aö efninu, studdu sln við-
horf rökum og stóöu við sln orð.
Bresjnev
Um Bresjnev skrifar Kissing-
er meðal annars, að hann hafi
verið dæmigerður Rússi. Skipst
hafi á hrottaskapur og hlýleiki,
samtímis ruddalegur en þó hrlf-
andi, slóttugheit og einlægni og
þegar Bresjnev gortaöi af mætti
Sovétrlkjanna hafi hann þó um
leið verið eins og ekki of viss I
sinni sök.
Kissinger um Rabin: Merkileg-
ur maður, en ekki sérlega lag-
inn I mannlegum samskiptum.
Indira
Indira, dóttir Nehrús, var
heldur ekki meðal uppáhalda
Kissingers og Nixons. Taum-
laust sjálfsöryggi og sann-
færing um eigið ágæti og næst-
um arfgenga siðgæðisyfirburði,
vakti nánast upp gæsahúð hjá
Nixon, sem átti bágt með að
þola skort hennar á skopskyni
og frystandi þagnir I samræð-
um.
Hún meðhöndlaði Nixon með
samblandi af fyrirlitningu fyrir
fulltrúa hins kapítalíska vest-
ræna heims — sem er svo mjög I
tlsku I þróunarlöndunum — og
fasi sem gaf til kynna að allt
það, sem gáfnaljósin meðal
kunningja hennar hefðu sagt
henni af Nixon, gæti ekki verið
vitlaust.
Nixon áleit, að Indlra væri
jafn óbilgjörn og ófyrirleitin og
hann sjálfur I stjórnmálum.
Segir Kissinger, að það hafi
margt hvað ekki verið prent-
hæft, sem Nixon lét sér um
munn fara um Indiru, eftir viö-
ræður við hana.
De Gaulle
Leiðtogaeiginleikar De
Leiötogahæfileikar De Gaulle
höfðu mikil áhrif á Kissinger.
Gaulles höfðu mikil áhrif á
Kissinger sem lýsir því, hvernig
aliir hafa flykkst um hers-
höfðingjann, þegar hann kom til
þess að vera við jarðarför
Eisenhowers I Washington 1969.
Kissinger segist hafa haft þaö
á tilfinningunni, að færði De
Gaulle sig út að glugga mundi
þyngdarpunkturinn I herberg-
inu færast með og allt velta út I
garðinn.
—GP
12
SÍS í Bandaríklunum:
Byggja lyr-
ir næstu
5-10 ár
Nú eru hafnar miklar Sbygg-
ingaframkvæmdir hjá sölufyrir-
tækinu Iceland Seafood Corpora-
tion I Bandarlkjunum. Fyrir
skömmu var fyrsta skóflustungan
tekin að viðbyggingunni að -viö-
stöddum allmörgum gestum. Við
það tækifæri kom m.a. fram, að
byggingar fyrirtækisins eru nú
samtals að flatarmáli um 9.000
fermetrar, en nýbyggingin verð-
ur heldur stærri, eða samtals r-
rúmir 9.7000 fermetrar. Frá þeim
segir I nýútkomnum Sambands-
fréttum.
1 ræöu Guðjóns B. Ólafssonar
frkvstj. viö þetta tækifæri kom
það m.a. fram, að áætlaö er að
ljúka allri byggingunni á árinu
1980. I fyrsta áfanga, sem á að
vera tilbúinn i febrúar, verður til
húsa rannsókna- og tilraunadeild
fyrirtækisins, sem m.a. mun hafa
til afnota sérstaka tilraunafram-
leiðslulinu, og einnig sérstaka
efnarannsóknarstofu. Jafnframt
þvl verður gæðaeftirlit fyrir-
tækisins flutt um set I rúmbetra
húsnæði en það hefur nú. Annar
áfangi verður stór frystigeymsla,
sem á að vera tilbúin i mal, ásamt
loftkældu hleðslurými, hleösluaö-
stööu fyrir 10 vörubila, viðgerðar-
aðstöðu fyrir gaffallyftara og
skrifstofum fyrir hleösludeild og
frystigeymsludeild. 1 október á
næsta ári er siöan áætlað, að búið
verði að reisa allstóra viðbótar-
byggingu fyrir sjálfa framleiðslu-
starfsemina.
Að öllum þessum byggingum
loknum verður fyrir hendi hús-
næðisaðstaða, sem gerir þaö
kleift aö tvöfalda núverandi af-
köst fiskréttaverksmiðjunnar. A
hinn bóginn er það ekki ætlunin að
auka framleiðsluna strax um
helming I einum áfanga. Það er
búist við, að þessar byggingar
dugi fyrirtækinu a.m.k. næstu 5-
10 árin, en nákvæm athugun
leiddi þaö I ljós, að hagkvæmara
myndi vera að reisa þessar bygg-
ingar vel við vöxt og I einum
áfanga, heldur en að bæta smátt
og smátt við verksmiðjuhúsnæð-
ið.
Núverandi byggingar Iceland
Seafood Corporation eru um 9000
fermetrar að flatarmáli. Nýbygg-
ingin verður nokkru stærri.
sis fiytur inn
graskðggla
1 kjölfar óþurrkanna I sumar lét
Innflutningsdeild Sambandsins
kanna það noröanlands og aust-
an, hvort áhugi væri þar fyrir
kaupum á dönskum graskögglum
til fóðrunar I vetur. Arangurinn
af því varð sá, að nú hinn 23. októ-
ber lestar Hvassafell 450 lestir af
graskögglum i Svendborg, sem
fara til Akureyrar, Svalbarös-
eyrar og Húsavlkur, handa bænd-
um á þessu svæði. A öðrum stöö-
um á Norður- og Austurlandi
reyndist hins vegar ekki þörf á
þessari fyrirgreiðslu. Verðið á
þessum graskögglum er talið
svipað og á innlendum grasköggl-
um, eða um 210 kr. fóðureiningin.
Tapaði veski
Hafi einhver fundiö veski á
Nesvegi við Tjarnarból er hann
beðinn að láta lögregluna á Sel-
tjarnarnesi vita.
Maður einn var svo óheppinn að
týna þar veski á laugardags-
kvöldið en I þvi voru 60-70 þúsund
I peningum auk skilrikja.
—SG