Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 13
VÍSIR Þribjudagur 23. október 1979 __________________________________________________________ 13 Þetta tólk er uppistaöan i Módelsamtökunum og vantar aöeins fjóra eöa fimm á myndina. Brugöiö á ieik I ballettfötunum. Veöriö gaf tilefni til aö sýna fötin f réttu umhverfi. Þaö var ausandi rigning og brá sýningarfólkiö sér undir bert loft fyrir myndatökuna. Þaö var mikið um glæsilegt fólk og fatnað á æfingu hjá Módelsamtökunum , þegar Visir leit þar við I vikunni. Samtökin, sem starfað hafa I sautján ár, eru samtök sýningarfólks og eru um tuttugu manns i hópnum. Nokkrir nýir meðlimir höfðu bæst i hópinn þennan dag, eftir að hafa sótt námskeið hjá Unni Arngrims- dóttur. Unnur sagði að sýningarfólkið hittist einu sinni i viku til æfinga. Nú væri til dæmis verið að breyta um tónlist, þvi að diskótónlistin væri farin að rikja fullmikið. Að visu kynni hún að passa Við ákveðinn fatnað, en þegar betri föt væru sýnd, væri skemmtilegra að hafa ööruvísi takt og tónlist. Módelsamtökin sýna allt árið og hafa ekki neinn sérstakan annatima öðrum fremur, að sögn Unnar. A sumrin er islenski ullarfatnaöurinn sýndur fyrir útlendingana, en tiskufatnaðurinn fyrir landann á veturna. „tJtlendingarnir eru afar hrifnir af sumarsýningunum enda eru þær mjög fjölbreyttar, allt frá ullarnærfötum upp i handofna og jafnvel hand- prjónaða kjóla”, sagðir Unnur. Hópurinn má ekki vera minni, þvi að stundum erum við með tvær sýningar á dag, jafnvel 1 sitthvoru bæjarfélaginu og allt sýningarfólkið er að þessu i hjá- verkum, þannig að stundum koma forföll, en við viljum samt, að hópurinn verði ekki stærri en svo að við getum haldið þessum góða samstarfs- anda”, sagði Unnur Arngrims- dóttir. —JM. Þetta mun vera sundbolur, ballettbúningur og diskóklæönaöur I einni og sömu flik. Hér eru fyrirsæturnar aö æfa göngu og snúning eftir ákveönu hljómfalli. verið aö æfa nýjan takl -Baaaf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.