Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 6
VISLR Þri&judagur 23. október 1979 6 Jón Karlssonog félagar i Val ættu ab fara létt meft aö tryggja sér sæti I 8-liöa úrslitum Evrópukeppni meistaraliöa, þvi aö ensku mótherjarnir þeirra eru ekki þeir bestu eöa frægustu á handknattieiksvellinum. Róöurinn lettur hjá valsmönnuml - Drógust gegn ensku meisturunum í Evrópukeppninni í handknatlleik. Enska liðið komsl í 2. umleró án pess að leika. pvi að peir neituðu Færeylngum um trestun „Égerekkifráþviaö við reyn- um aö leita eftir samningum um að leika báöa leikina Uti”, sagöi Jón Karlsson, handknattleiks- maöur hjá Val, er Visir ræddi við hann i gær. Þá hafði verið dregiö i 2. umferð i Evrópukeppni meist- araliöa, og á Valur að leika þar gegn ensku meisturunum Brent- wood, „Égreikna ekkimeöþviaö þaö hafi margir áhuga á aö sjá Eng- lendinga leika hér handknatt- leik”, sagði Jón. „Þeir eru góöir I knattspyrnu Englendingar, en i handknattleik eru þeir ekki i fremstu röð”. — Hvaö var efst á óskalistanum hjá ykkur? „Ég veit það varla, en viö hefö- um ekki haft áhuga á þvi aö fara enn eina feröina austur fyrir járntjald, þaö er vist nóg aö fara þangað i úrslitaleikinn”. Þaö er óhætt aö segja, aö Vals- menn hafi verið bæöi heppnir og óheppnir. Oheppnir hvað þaö snertir, aö sennilega „trekkja” Englendingarnir ekki mikiö af á- horfendum ef leikiö veröur hér- lendis, en heppnir að þvi leyti að sætiö i 8-liöa úrslitunum ætti aö vera gulltryggt. Enska liðið Brentwood komst i 2. umferð, þarsem færeyska liðiö Kyndill, sem átti aö leika gegn þeim i 1. umferö, komst ekki til Englands á réttum tima. Færey- ingarnir fóru fram á þaö við for- ráðamenn Brentwood, aö þeir frestuðu leiknum um nokkrar klukkustundir, en þaö var ekki tekið i mál. Ekki beint iþrótta- mannsleg framkoma hjá þeim ensku, setn fá vonandi „rass- skellingu” fyrir hjá Valsmönn- um. — gk. FramstúlKurnar tll Þýskalands Það veröur sennilega erfiöur róöurinn hjá Islandsmeisturum Fram i handknattleik kvenna, þegar þær ganga til leiks i 2. um- ferö Evrópukeppni meistarahöa. Fram vann sem kunnugt er yf- irburöasigra gegn færeysku meisturunum i 1. umferöinni, en i næstu umferö veröa þaö v-þýsku meistararnir Bayern Leverkusen sem verða mótherjar Fram- stúlknanna. Kvennahandknattleikur i V- Þýskalandi er mjög góður og varla möguleiki á þvi að Fram vinni sigur og komist i 3. umferð, þótt best sé aö fullyröa ekki neitt um þaö fyrirfram. iTÁÍÍGÍ NÖMÉR 57735 'ÆTLÁR AB VERBA HEIMSMEISTARI „Ég á eftir aö veröa heims- meistari i hnefaleikum, á þvi er enginn vafi”, segir Bandarikja- maöurinn James Scott, fangi númer 57735 I Rahway State fangelsinu i New Jersey i Bandarikjunum. Blökkumaöurinn Scott, sem situr þar inni og afplánar 45 ára fangelsisdóm fyrir vopnaö rán og morö er þess fullviss, aö hans timi sem heimsmeistara eigi eftir aö lita dagsins ljós, og ef marka má frammistöðu hans i hringnum til þessa, er ekki margt sem mælir gegn þvi aö svo geti oröiö. Þegar Scott var fangelsaöur þann 27. mai 1977 haföi hann aö baki 11 bardaga sem atvinnu- maður i létt-þungavigt og hann hafbi „afgreitt” alla mótherja sina léttilega. Margir héldu aö nú væri ferill hans á enda, en Scott var á öðru máli. Hann hóf þegar miklar og strangar æfing- ar i fangelsinu.en þar er leik- fimisalur, sem hann getur haft aögang aö þegar hann óskar, og það er ekki slegiö slöku viö æf- ingarnar. „Nú stefni ég að þvi aö fá leik um heimsmeistaratitilinn á næsta ári, annað hvort viö landa minn Matthew Muhammed eöa Argentinumanninn Victor Galindez, sem er núverandi heimsmeistari. Sá þeirra, sem mun keppa við mig, verður að koma hingað, þvi aö ég fæ ekki leyfi til að berjast utan fang- elsismúranna. I fangelsinu hefur Scott þegar háö fimm viðureignir viö þekkta atvinnumenn og slegiö þá alla „kalda” eftir fremur stuttan tima. Hann beið spenntur eftir þvi aö fá aö berjast viö blökku- manninn Alvaro Lopez, en þeg- ar til átti aö taka þoröi Lopez ekki aö mæta. „Ég var ekkert hissa á þvi, þaö sem undraöi mig mest var ab hann skyldi lýsa þvi yfir i fyrstu aö hann þyröi i hringinn á móti mér”, segir Scott. Þegar þessi leikur fórst fyrir var boö látiö út ganga til þriggja annarra þekktra kappa, en þeir færðust allir undan þvi að mæta Scott. Loksins fannst einn, sem þoröi, breski meistarinn Bunny Johnson. Johnson stóð sig vel til að byrja með og i fjórðu lotu kom hann griðarlegu höggi á Scott, höggi, sem hefði riðið hverjum meðaímanni að fullu. En Scott bara hristi sig, og tveimur lot- um siöar var það Johnson, sem lá flatur með tærnar upp i loftið! //Kostar ekkert" Viðureignum hans i fangels- inu hefur verið sjónvarpað af NBC sjónvarpsstöðinni, og nýlega lýsti danska sjónvarpiö áhuga sinum á þvi að fá myndir af viðureignum hans. Voru gerðir út menn til að hitta Scott og ná samningum við hann, en hann var ekki til viðtals um neinar peningagreiöslur. „Þiö getið fengið aö sjónvarpa mynd- um frá viöureignum minum án gjalds, ég vil einungis aö heim- urinn fái að sjá næsta heims- m piofo i»o Ariö 1975 stóö til að Scott skyldi keppa við þáverandi heimsmeistara I létt-þungavigt um heimsmeistaratitilinn. Það átti að skrifa undir samning varöandi bardagann i mai þaö ár, en daginn áöur heyrði Scott i útvarpinu að auglýst væri eftir bilnum hans vegna vopnaðs ráns og morðs. „Ég gaf mig strax fram viö lögregluna, en var ekki sleppt lausum vegna þess að þaö fund- ust blóðblettir i sætinu hjá mér og för eftir byssukúlur á hurð- um bflsins. Ég kannaðist ekki neitt viö rán og morð og vildi heldur ekki segja þeim, hver heföi verið með bilinn minn aö láni. Og i staöinn fyrir aö fá aö keppa um heimsmeistaratitil- inn fékk ég fanganúmeriö 57735”. gk—. James Scott: „1 staöinn fyrir aö fá leik um heimsmeistaratitilinn fékk ég fanganúmerið 57735”. ...og haföu svo þennan á kjammann, vinur... — Scott æfir sig af krafti I fangelsisgaröinum og félagi hans fær „einn á snúöinn” eins og sjá má.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.