Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 9
vism
Þriðjudagur 23. október 1979 _______________________9
ÖOTFYLLTUR vixill
TIL SKATTGREIÐENDA
Flestum er ui orðió tjóst aA nauAsyn er stefnubreytlngar f mál-
efnum landbúnaAarins og aA þaA þjónar hvorki hagsmunum benda
eöa þjóöfélagsins I heild aö halda óbreyttri stefnu. Segja má aö póli-
tiskt hafi þetta viöhorf I fyrsta sinn veriö viöurkennt viö myndun
fyrrverandi rlkisstjórnar, en i málefnasamningi hennar var þaö
markmiö sett aö búvöruframleiöslan skuli miöast fyrst og fremst
viö innanlandsmarkað.
Hugmyndir manna um breytingar á landbúnaöarstefnunni hafa
lengst af veriö æriö þokukenndar og einkennst af slagoröum um aö
skera þurfi niður þetta eöa hitt, án þess aö menn geröu sér grein
fyrir þvi hvaöa áhrif slíkt heföi á landbúnaðinn eöa þjóöfélagiö i
heild.
TiUögur Eiðs.
Glöggt dæmi um þetta eru til-
lögur Eiös Guönasonar i hinni
svokölluðu Haröindanefnd. í
þessum tillögum felst fátt nýtt,
heldur eru þær aö mestu endur-
tekning á tillöguflutningi Al-
þýöuflokksmanna á Alþingi
undanfarin ár og fela i sér
áframhald gamla kerfisins
undir breyttum formerkjum.
Eiöur leggur til aö komiö veröi
nokkuö til móts við bændur nú
vegna skorts á útflutningsbót-
um en sú aögerð veröi tengd
nýrri stefnumótun i land-
búnaöarmálum. 1 þvi sambandi
veröi útflutningsbótaákvæðum
breytt þannig, að bótarétturinn
miöist viö verömæti sauöfjár-
og nautgripaframleiöslu ein-
göngu og lækki á þremur árum
úr 10% i 7%. Hér er um mjög
harkalegan niðurskurð aö ræöa,
lækkun útflutningsbótaréttarins
á þremur árum niöur i 60% af
þvi sem nú er. Enn fremur veröi
jaröræktarframlög afnumin i
áföngum á næstu þremur árum
en hluta af fjármagninu þess i
stað varið til stuönings nýjum
búgreinum og loks aö fjár-
festingalán veröi ekki veitt til
nýframkvæmda i nautgripa- og
sauöfjárrækt eöa til vinnslu-
stöövanna næstu þrjú árin.
Fara þarf með gát
Enda þótt menn séu sammála
um nauösyn aðhalds og
breytinga á þessu sviði, ætti þaö
hins vegaraövera flestum ljóst,
aö fara verður meö gát I þeim
efnum. Þaö liggur i eöli land-
búnaöarins sem atvinnuvegar
aö allar breytingar hljóta aö
vera hægar. Framleiðsluferill-
inn er langur og seinlegt og
kostnaðarsamt aö færa sig milli
búgreina. Þvi er útilokað að
koma stefnubreytingu i fram-
kvæmd meö svo skjótum hætti
sem Eiður Guönason leggur til.
Slfkt myndi auk þess viö núver-
andi aöstæður leiöa til stórkost-
legrar tekjuskeröingar meðal
bænda sem aftur gæti leitt til
byggðaröskunar sem ekkert
réðist viö.
Hverjir myndu hætta?
Þeir sem hætta yröu búskap
ef tillögur þessar kæmu til
framkvæmda eru annars vegar
aldraðir bændur með litil bú og
hins vegar ungir bændur, sem
nýlega hafa byrjaö búskap og
lagt I mikla fjárfestingu. Þessir
bændur hafa þungan skulda-
bagga.sem þeir eigafullt I fangi
með aö standa undir og tekju-
skerðing eins og felst i tillögum
Eiös geröi þeim þaö ómögulegt.
Þeir yrðu aö bregöa búi og flytja
i þéttbýlið. Þeim yrði að likind-
um mjög örðugt aö koma eign-
um sinum i verö. Aö visu gera
tillögurnar ráö fyrir nokkru fé
til að aðstoða bændur viö að
bregöa búi.enhætter viö aö þaö
dugi skammt. Meö þessu væri
verið aö kæfa vaxtarbroddinn i
bændastéttinni og eftir yrðu
miðaldra menn og eldri. Aörar
þjóðir hafa gert sér ljóst að slikt
má ekki henda og leggja áherslu
á nægilega endurnýjun i stétt-
inni. Annars er hætta á stöðnun
og lakari afköstum.
Hvert á að beina vinnu-
aflinu?
Ekki verður séö hvaöa at-
vinnugrein i landinu getur um
þessar mundir tekiö viö vinnu-
afli frá landbúnaöinum. Ekki er
heldur ljóst hvort þéttbýliö er
undir þaö bUiö aö veita fólki úr
sveitum viötöku og veita þá
þjónustu, sem nauösynleg er.
Vert er aö hafa þaö i huga ab hér
er um aö ræða fólk úr þeim
aldurshópum, sem mesta þörf
hefur fyrir ýmiskonar félags-
lega þjónustu. Enn fremur er
liklegt að þetta fólk flytji frek-
ast til hitaveitusvæðanna, þar
sem ódýrast er aö búa. Eru ibú-
ar þessara svæöa reiöubúnir aö
neðanmáls
Hákon Sigurgrimsson skrifar
hér I tilefni af tillögum Eiös
Guönasonar I Haröindanefnd
um breytingar og endurskipu-
lagningu á sviöi landbúnaöar-
ins. Hann segir aö naumast
veröi of rækilega undirstrikaö
hver nauösyn sé á aö fara meö
gát aö endurskipuiagningu
þessara mála, þvi aö vanhugs-
aöar aögeröir gætu oröiö þjóö-
inni dýrkeyptar.
leggja i kostnaö til aö veita þvi
viðtöku?
Stjórnun fjárfestingar
Virk framleiðslustjórnun
hlýtur annars vegar að byggjast
á stjórnun fjárfestingar meö
langtimamarkmiö i huga og
hins vegar á beitingu þeirra
stjórntækja, sem Framleiðslu-
ráð hefur fengiö I hendur og
samningum um framleiöslu-
‘magn milli rikisins og bænda.
Stjórn Stofnlánadeildar land-
búnaöarins hefur fyrir nokkru
tekiö upp strangt aðhald hvaö
varöar fjárfestingu hjá bænd-
um. í nautgripa- og sauöfjár-
radtt er nú aöeins lánaö til
endurnýjunar gamalla og ónot-
hæfra húsa og ekki leyft aö
byggja yfir fleiri gripi en
rúmuöust i gömlu húsunum.
Tæpast er skynsamlegt að
ganga lengra í þeim efnum.
Fjárfesting i vinnslustöðvum er
að mestu vegna endurnýjunar
aðstöðu, sem ekki stenst lengur
sifellt auknar kröfur heil-
brigðisyfirvalda.
Mat á búskaparhæfni
jarða
Sjömannanefndin svokallaöa
lagði til aö gerð yrði bú-
rekstraraætlun fyrir hvert býli
á landinu og einnig fyrir einstök
landssvæöi, og lánveitingar
samræmdar slikum áætlunum.
Þetta felur i sér að búskapar-
skilyrði á hverri jörö yröu metin
áöur en lán er veitt og einnig
yröi höfö hliösjón af markaös-
skilyrðum einstakra héraða og
landkostum. Þetta er róttæk-
asta hugmynd, sem fram hefur
komiö um skipulagsaögeröir I
landbúnaði i marga áratugi.
Slikt fyrirkomulag er undir-
staöa þess aö hægt sé að koma á
skynsamlegri stjórnun fjár-
festingar og þarf að komast i
framkvæmd sem allra fyrst.
Þaö er mjög athyglisvert að
þessi hugmynd er komin frá
bændum sjálfum.
Tillögur Steingrims
Annar þáttur framleiðslu-
stjórnunarinnar er ákvöröun
um framleiðslumagn i einstök-
um búgreinum. 1 því sambandi
skipta Utflutningsbæturnar
miklu máli.
Steingrimur Hermannsson,
fyrrv.landb. ráöherra hefur
gert tillögur til breytinga á út-
flutningsbótaákvæöunum, sem
eru miklu róttækari þegar til
lengri tima er litiö en þær tillög-
ur, san áöur hafa komið fram.
Steingrimur leggur til aö næstu
5 árin veröi útflutningsbætur
greiddar meö sama hætti og
verið hefur en aö þeim tíma
liönum veröi ákvæöi um þær
numin Ur lögum, en i staö þess
veröi þær samningsatriði milli
bænda og rikisvaldsins. Þessi
tillaga byggist á þvi aö teknir
veröi upp samningar um verö-
lags- og kjaramál milli rikis-
valdsins og bænda, eins og fyrr-
verandi rikisstjórn haföi á
stefnuskrá sinni. 1 slikum
samningum yröi samiö um
ákveöiö magn framleiöslu, sem
bændum væri tryggt fullt verö
fyrir. Fari framleiðslan fram úr
þvi bæru bændur sjálfir ábyrgð
á þvi magni. Með þessu fyrir-
komulagi væri afnuminsú sjálf-
virkni og ósveigjanleiki, sem
núverandi kerfi felur i sér og
hægt að haga samningum um
verötryggt framleiöslumagn
eftir aöstæðum á hverjum ti'ma.
Þetta ætti jafnframt að vera
skattgreiöendum trygging fyrir
þvi aö fé þeirra færi ekki til út-
flutningsbóta umfram þaö sem
óhjákvæmilegt er hverju sinni
eöa þjóöfélaginu hagkvæmt.
Jafnframt gerir þessi tillaga
ráö fyrir aö bændur fái hæfileg-
an tima til aö draga Ur fram-
leiöslunni og aölaga hana
breyttum aöstæðum. Einnig
væri meö þessu komiö aö
nokkru I veg fyrir þá gifurlegu
tekjuskerðingu, sem annars
blasir við bændum.
Vixill handa skatt-
greiðendum.
Það veröur naumast of ræki-
lega undirstrikað hver nauösyn
er aö fara meö gát I endurskipu-
lagningu landbúnaöarmálanna.
Vanhugsaöar aðgerðir geta
oröiö þjóöinni dýrkeyptar. Þaö
er sameiginlegt hagsmunamál
bænda og skattgreiðenda aö á
þessum málum sé tekið af skyn-
sani og festu.
Fyrrverandi landbúnaöar-
ráöherra hefur flutt tillögur sem '
miöa aö langtima stefnumótun i
þessu efni og sem gera ráð fyrir
nauösynlegum umþóttunar-
tima.
Meöframkvæmd tillagnaeins
ogþeirrar, sem Eiöur Guönason
lagöi fram i Haröindanefndinni,
væri hins vegar veriö aö rétta
skattgreiöendum víxil, sem
engin veit hvaða upphæð
stendur á.
Hákon Sigurgrimsson
UNGTEMPLARAR ÆTLA AD VEKJA ÞJODINA
Þátttakendur I námskeiöl ungtemplara I MunaAarnesi.
Ungtemplarar héldu
nýlega námskeið um
hópefli og barnasál-
fræði i Munaðarnesi. í
hópvinnu var starfað
að ýmsum umræðuefn-
um s.s. verkefni ung-
templarafélaga og
stöðu þeirra i dag, á-
fengismálastefnuna og
framkvæmd löggjafar
um áfengismál.
Fyrirlesarar á námskeiðinu
voru Arni Einarsson, Halldór
Arnason og Bernt Karlson frá
Sviþjóö.
Þátttakendur voru 36, þar af 3
frá Svlþjóö, 2 frá Noregi og 1 frá
Finnlandi.
Námskeiöiö var styrkt af
Norræna menningarmálasjóön-
um.
Námskeiö þetta var þaö slö-
asta I rööinni er islenskir ung-
templarar gengust fyrir nú i
haust,en áöur haföi veriö haldiö
6 kvölda námskeiö um ýmis mál
er snúa aö áfengismálum, s.s.
um áfengislöggjöfina og stefnu
syórnvalda á áfengismálum,
heilbrigöismál, auk þess sem
ýmis áhugamannafélög á sviði
áfengismála voru kynnt.
Fyrirlesarar á námskeiöi
þessu voru á annan tug;, m.a.
fulltrúi frá dómsmálaráöuneyt-
inu, lögreglu.og læknir.
I beinu framhaldi af nám-
skeiöum þessum hyggjast
islenskir ungtemplarar efna til
kynningar á starfsemi sinni I
vetur og vekja fólk til umræöu
um áfengismál.
Munu ungtemplarar ganga i
skóla og ræöa viö nemendur.
Vonast samtökin til aö þetta
megi veröa til eflingar starf-
semi samtakanna og auk þess
vekja almenning I landinu og þá
einkum skólafólk tii umhugs-
unar og umræöu um áfengis-
mál.