Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1979, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. október 1979/ 233. tbl. 69. árg. Eitt hundraS nýir „útsölubilar” til Daihatsu umboösins komu tii landsins meö Hafskipi f morgun. Vfsismynd — JA. Prófkjör Aibýöuflokksins: Benedikt hræddur um að detta út! Benedikt Gröndal, forsætisráö- herra og formaöur Alþýöuflokks- ins, sagöi f Morgunpóstinum i morgun, aö hann óttaöist ekkert meira f landsmálum þessa stund- ina en aö tapa fyrir Braga Jósepssyni i prófkjörinu i Reykjavik og þurfa aö leita sér aö nýrri atvinnu. Vegna þessara ummæla sneri Vfsir sér til Benedikts i morgun og spuröi hvort þaö væri ekki sitt- hvaö annað i landsmálum, sem hann þyrfti aö hafa áhyggjur af. „Persónulega hef ég mestar áhyggjur af prófkjörinu. Ég vil ekki leggja áherslu á orðiö „landsmál” I þessu sambandi, heldur frekar pólitik”. Benedikt Gröndal: óttast aö tapa fyrir Braga Jósepssyni og þurfa aö leita sér aö annarri atvinnu. — Hefur þú ástæöu til aö halda aö dr. Bragi Jósepsson sigri þig i þessu prófkjöri? „Ég tel Braga vera mjög hættulegan andstæðing, sem hafi fullkominn möguleika á aö sigra. Bragi hefur sýnt þaö i prófkjörum áöur, aö hann er mjög haröur og duglegur áróöursmaöur og hann hefur öfluga sveit stuönings- manna. Viö erum báöir f framboöi bara til fyrsta sætis og þaö þýöir aö sá sem tapar, hann dettur af listan- um. Menn færast ekki til. I minu tilfelli myndi ég detta alveg út af þingi og ef til vill meiru”, sagöi Benedikt Gröndal. —ATA Tónlístarskólarnlr: Grelðsiur ekki siöðvaðar en frestað sums slaðar „Viö höfum engar ráöstafanir gert til aö stööva greiöslur tii tón- listarskólanna. Þeim hefur hins vegar verið frestað til nokkurra skóla vegna meiri kostnaöar en áætlaöur var vegna þeirra,” sagöi Birgir Thorlacius, ráöu- neytisstjóri I menntamálaráöu- neytinu, viö Visi i morgun. Um helgina birtust fréttir þess efnis, að launagreiðslur heföu verið stöövaðar til tónlistarskóla landsins. Birgir Thorlacius sagði, aö þaö væri misskilningur. Sumir tónlistarskólanna hefðu vanáætl- að launakostnaö fyrir þetta ár. Auk þess heföu endurgreiöslu- kröfur margra sveitarfélaga bor- ist örar en gert hafi verið ráö fyrir. Þetta kvaö Birgir vera ástæöur þess, aögreiöslur rikissjóösheföu i mörgum tilfellum tafist og sagöi hann, aö likindi væru til aö svo yröi áfram til þeirra skóla, sem heföu fafiö verulega fram úr sin- um eigin áætlunum. Enneróráöstafað I22miljónum króna, sem samkvæmt fjárlögum er ætlaö til launagreiöslna tón- listarskólanna og taldi Birgir það mundu nægja til aö standa við greiðsluskuldbindingar rikissjóös vegna þessa árs. —SJ Ólafur fram í Reykjavík „Ég er aö ihuga þaö”, sagöi Ólafur Jóhannesson fyrrverandi forsætisráöherra viö Visi i morgun er hann var spuröur hvort hann gæfi kost á sér til framboðs I Reykjavik. Ólafur varö i efsta sæti i skoö- anakönnun Fulltrúaráös Fram- sóknarflokksfélaganna i Reykjavik fyrir alþingiskosn- ingarnar, sem fram fór á laugardag, sunnudag og mánu- dag. Ólafur fékk 195 atkvæöi. I ööru sæti varö Haraldur ólafs- son meö 167 atkv., Guömundur G. Þórarinsson fékk 142 atkv., Sigrún Magnúsdóttir 70 atkv. og Kristján Friöriksson 54 atkv. 1 næstu fimm sætum uröu Sverrir Bergmann, Svala Thor- lacius, Kristinn Agúst Friö- finnsson, Þórarinn Þórarinsson og Bjarni Einarsson. „Þaö má segja aö maöur sé alltaf spenntur fyrir kosningum, og það liöur að þvi, aö ég veröi aö taka ákvöröun”, sagöi Ólaf- ur. Ólafur sagöi aö hann heföi ekki gefiö kost á sér i skoðana- könnunina en hefði veriö kunn- ugt um að áhugi væri fyrir þvi aö hann færi fram. „Ég er búinn aö ákveöa aö ég fer ekki fram fyrir norðan og ég mun kveðja þá þar á kjör- dæmisþingi um helgina”, sagði Ólafur. Fulltrúaráö Framsóknarfél- aganna mun siöan á föstudaginn og laugardaginn nk. kjósa um þá sem uröu í 10 efstu sætum i skoðanakönnuninni. Talið er fullvíst meöal stuöningsmanna Ólafs Jóhannessonar i Reykja- vik aö hann muni gefa kost á sér til framboðs þar. —KS Ólafur Jóhannesson. Kannski hefur hann ekki sagt sitt sföasta orö á Alþingi, þó aö margir hafi haldiö þaö. „Berst ekkí við oiaf” - segir Guðmundur G. Þórarlnsson „Ég geri þaö. Aö visu er mér ekki alveg ljóst um framboö Ólafs Jóhannessonar. Ef hann stefnir á fyrsta sætiö, geri ég það ekki”, sagöi Guömundur G. Þórarinsson, verkfræöingur, viö Visi I morgun, er hann var spuröur hvort hann stefndi á fyrsta sæti framboöslista Framsóknarflokksins i Reykja- vik fyrir alþingiskosningarnar. „Ég tek ekki þátt i neinni'bar- áttu viö Ólaf Jóhannesson, sem er ókrýndur foringi flokksins ”, sagöi Guömundur. —KS Guömundur: Stefni á fyrsta sætiö, en berst ekki viö Óiaf. „Tek ekki sæti á listanum” - seglr Svala Thorlaclus „Það kemur mér mjög á óvart aö sjá þetta þvi ég hef itrekað sagt aö ég gæfi ekki kost á mér I framboö”, sagöi Svala Thorlacius hdl„ viö Visi I morg- un,en hún varö i hópi 10 efstu manna við skoðanakönnun Full- trúaráös framsóknarfélaganna i Reykjavik fyrir alþingis- kosningarnar. Svala sagöi aö hún myndi undir engum kringumstæðum taka sæti á listanum. „Ég stóö i þeirri trú að þegar ég væri bú- _ in að segja nei myndi nafn mitt B ekki koma til greina i þessari I skoðanakönnun”, sagöi Svala. ■ —KS ■ • mmwmmmmwmd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.