Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR lok þessa árs verður hægt
að gera lungnamælingar á öllum
heilsugæslustöðvum á landinu, en
hingað til hefur aðeins verið hægt
að framkvæma slík próf á rúmum
helmingi þeirra. Áætlað er að 16–
18 þúsund manns þjáist af völdum
langvinnrar lungnateppu hér á
landi, þótt aðeins lítill hluti þeirra
hafi greinst.
Í gær undirrituðu Landlækn-
isembættið, tóbaksvarnanefnd,
Loftfélagið og GlaxoSmithKline
samstarfssamning á sviði lungna-
sjúkdóma, sem felur í sér að 26
heilsugæslustöðvum víðsvegar um
landið verða afhentir nýir lungna-
mælar til eignar. Andvirði tækj-
anna er 5 milljónir króna og er það
lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline
sem stendur straum af kostn-
aðinum. Í kjölfarið mun Loftfélagið
gefa fræðsluefni um lungnamæl-
ingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og
verða kynningarfundir haldnir
með starfsfólki heilsugæslustöðv-
anna víðsvegar um landið til að
kenna þeim á tækið. Tækið er ein-
falt í sniðum, slanga með munn-
stykki er fest við tölvu með hug-
búnaði sem reiknar út hversu mikið
loft rúmast í lungunum og hvernig
þau starfa. Hægt er að tengja tölv-
una rafrænni sjúkraskrá. Mælingin
sjálf er einföld, sjúklingurinn and-
ar djúpt og blæs síðan af krafti í
munnstykkið og birtist niðurstaðan
síðan á tölvuskjá.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir sagði markmið samstarfs-
samningsins tvíþætt. Annars vegar
að bæta almenna greiningu lungna-
sjúkdóma og hins vegar að beina
prófum sérstaklega að reyk-
ingamönnum og gefa þeim fleiri
ástæður til að hætta að reykja.
Mikilvægt að lungnateppa
greinist á fyrstu stigum
Gunnar Guðmundsson lungna-
læknir sagði að mikilvægt væri að
allur almenningur gæti farið í
lungnamælingu. „Þessa sjúkdóma
er hægt að greina áður en einkenn-
in koma fram og ef þeir eru greind-
ir snemma er mikið meira hægt að
gera fyrir sjúklinginn. Það er yf-
irleitt aðalvandinn hvað sjúkdóm-
arnir greinast seint í sjúkdómsferl-
inu,“ sagði Gunnar. Þannig væri
t.d. hægt að greina lungnateppu
við 45 ára aldur og hjálpa fólki að
hætta að reykja, í stað þess að sjúk-
dómurinn greinist kannski 15 árum
síðar, þegar lítið er hægt að gera
þar sem lungnaskemmdirnar séu
orðnar miklar.
Þorsteinn Njálsson formaður
Tóbaksvarnaráðs sagði að það
hefði sýnt sig að það hjálpi reyk-
ingamönnum að hætta að reykja að
sjá tölu sem kemur úr lungnamæli
sem sýni skerta lungnastarfsemi.
Hægt væri að auka löngun sjúk-
lingsins til að gera eitthvað í sínum
málum, með því að persónugera
skilaboðin.
Langvinn lungateppa er samheiti
yfir ýmsa sjúkdóma, m.a. lungna-
þembu og langvinna berkjubólgu.
Um 90% þeirra sem þjást af lungna-
teppu eru reykingamenn, en bænd-
ur geta einnig fengið sjúkdóma af
þessu tagi af völdum heyryks. Sig-
urður sagði að lungnateppa væri
mjög kvalafull, fólk mæddist fljótt,
hóstaði upp slími og öll lífsgæði
sjúklinganna skertust verulega og
þeir gætu þjáðst áratugum saman.
Tíðni lungnasjúkdóma hefur far-
ið ört vaxandi hér á landi og er bú-
ist við að lungnateppa verði þriðja
algengasta dánarorsökin hér á
landi eftir 20 ár, en nú er hún sú
sjötta algengasta. Þá er talið að
sjúkdómurinn, sem nú er tólfta al-
gengasta orsök örorku, verði orðin
sú fimmta algengasta eftir tvo ára-
tugi. Ástæðan er að aldurinn er að
færast yfir fjölmenna árganga sem
fæddust á árunum 1930–1965, en
reykingar hafa verið nokkuð út-
breiddar meðal þeirra. Langvinnir
lungnateppusjúkdómar hafa stund-
um verið nefndir „hinir gleymdu
sjúkdómar“ sökum þess hversu lít-
illar athygli þeir hafa notið, bæði
innan heilbrigðisgeirans og meðal
almennings.
Lungnamælingatæki verða til staðar í öllum heilsugæslustöðvum landsins fyrir lok ársins
Gefa reykinga-
fólki fleiri ástæður
til að hætta
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Tíðni lungnasjúkdóma hefur farið ört vaxandi hér á landi. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Glaxo-
SmithKline, Gunnar Guðmundsson lungnalæknir, Sigurður Guðmundsson landlæknir og Þorsteinn Njálsson,
formaður Tóbaksvarnaráðs, hafa tekið höndum saman í baráttunni við lungnasjúkdóma.
SÉRA Þórir Jökull Þorsteinsson
sóknarprestur á Selfossihefur verið
skipaður prestur Íslendinga í Kaup-
mannahöfn til fimm ára frá og með 1.
október sl., en þrír umsækjendur
voru um stöðuna. Sérstök álitsnefnd
er fjallaði um umsækjendur komst
hins vegar að þeirri niðurstöðu að
séra Ágúst Einarsson, sóknarprest-
ur í Seljakirkju, væri hæfasti um-
sækjandinn en auk þeirra tveggja
sótti séra Skírnir Garðarsson, prest-
ur í Þrándheimi í Noregi, um stöð-
una. Séra Birgir Ásgeirsson, sem
gegndi stöðunni í Kaupmannahöfn,
verður sjúkrahúsprestur á ný.
Séra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti, skipaði séra
Þóri Jökul í stöðuna sl. föstudag og
er sá síðarnefndi tekinn til starfa í
Kaupmannahöfn en hann var áður
prestur á Selfossi. Séra Sigurður
Sigurðarson segir að álitsnefnd, sem
biskup Íslands hafi hvatt til án þess
að þurfa það samkvæmt lögum eða
starfsreglum, hafi metið alla þrjá
umsækjendur hæfa og því hafi það
verið í úrskurðarvaldi biskups Ís-
lands eða embættisins að skipa einn
þeirra í embættið. Biskup Íslands
hafi beðist undan því að taka ákvörð-
un í málinu vegna hugsanlegs van-
hæfis í ljósi tengsla við einn umsækj-
andann og því hafi sér verið falið
málið. Eftir að hafa farið yfir gögnin
og lesið álitsgerð nefndarinnar hafi
þetta verið sitt mat.
Séra Sigfinnur Þorleifsson,
sjúkrahúsprestur, var tilnefndur af
biskupi í álitsnefndina. Hann segir
að nefndin hafi byggt mat sitt á
fyrirliggjandi gögnum, samtölum
við umsækjendur, áliti umsagnar-
aðila og lögum og reglum. „Við unn-
um það verk eftir bestu samvisku og
það varð einhuga okkar álit að setja
einn fremstan meðal þessara jafn-
ingja,“ segir Sigfinnur en nefndin
mælti með séra Ágústi Einarssyni.
Að sögn Sigfinns skoðaði nefndin
starfsreynslu umsækjenda og lagði
mat á getu þeirra til að sýna frum-
kvæði og eiga gott samstarf við aðra,
eins og kveðið var um í auglýsingu
um stöðuna. Sigfinnur segir að
nefndin hafi valið þann umsækjanda
sem nefndin taldi að myndi valda
starfinu best með tilliti til þeirra sem
hann á að þjóna, en starf prests í
Kaupmannahöfn sé bæði mikilvægt
og krefjandi og lúti ekki síst að
umönnun þeirra sem eru að endur-
heimta heilsuna og stuðningi við að-
standendur.
Sigfinnur segir að val vígslubisk-
ups komi sér spánskt fyrir sjónir en
séra Sigurður hafi sjálfsagt ein-
hverjar skýringar á því. „Auðvitað
finnst manni svolítið að maður hafi
verið að verja tímanum til einskis en
ég held að við séum alveg þokkalega
sátt við okkar starf,“ segir Sigfinnur.
Séra Þórir Jökull Þorsteinsson skipaður
prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn
Ekki tekið tillit til
niðurstöðu álitsnefndar VILHJÁLMUR Sigurðsson, deild-
arstjóri mynt- og frímerkjasölu Ís-
landspósts hf., en Myntsalan er
hluti af starfsemi fyrirtækisins,
segir að fyrirtækið komi ekki að
verðlagningu á gömlum bandarísk-
um ríkisdölum sem uppboðsnefnd
Myntsafnarafélagsins hefur varað
félagsmenn við að kaupa.
Vilhjálmur segir að Myntsalan
sé í raun aðeins umboðsaðili fyrir
norska fyrirtækið Samler-huset.
Myntsalan hefur átt í samstarfi
við fyrirtækið frá árinu 1999 og þá
við sölu á minningarpeningi um
landafundi Leifs Eiríkssonar.
Samler-huset hafi síðan óskað eftir
samstarfi um sölu á bandarísku
ríkisdölunum. Ákvörðun um verð
sé alfarið í höndum norska fyr-
irtækisins. Myntsalan kannaði ekki
gangverðið á myntinni en var tjáð
að verðið væri sambærilegt við það
sem boðið er á hinum Norðurlönd-
unum. „Við höfum ekkert gert í
verðlagsmálum annað en að leggja
virðisaukaskatt og sendingargjald
á myntina,“ segir Vilhjálmur.
Myntin er hluti af seríu sem er
seld í áskrift, en alls eru 12 pen-
ingar í seríunni. Hver peningur
kostar 4.895 krónur. Uppboðs-
nefnd Myntsafnarafélagsins segir
að a.m.k. hluti þeirra fáist á mun
lægra verði hér á landi. Aðspurður
um hvort þetta sé því ekki nokkuð
hátt verð fyrir myntina bendir Vil-
hjálmur á að þetta sé meðaltals-
verð fyrir 12 peninga sem séu mis-
jafnlega verðmætir. Sumir kosti í
raun meira en 4.895 krónur. Með
þeim fylgi að auki gjafaaskja, upp-
runaskírteini og mappa.
Viðskiptavinir Myntsölunnar
hafa nú fengið níu af þeim tólf pen-
ingum sem eru í seríunni. Vil-
hjálmur segir að Myntsalan muni
að sjálfsögðu gera þeim kleift að
klára seríuna. Fjórir hafi þó hringt
í gær og sagt upp áskrift og
nokkrir hringt til að fá upplýs-
ingar.
Verðið ekki
ákveðið af
Myntsölunni
SÝSLUMAÐURINN á Patreks-
firði og bæjarstjórn Vesturbyggð-
ar boða til almenns borgarafundar
í kvöld. Tilefni fundarins eru
drykkjulæti og skemmdarverk sem
framin voru í bæjarfélaginu um
liðna helgi.
Haukur Már Sigurðarson, for-
seti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,
segir að efni fundarins sé að sam-
stilla aðgerðir borgara, lögreglu og
bæjaryfirvalda í umgengnismálum
um bæjarfélagið með tilliti til
þeirra atburða sem áttu sér þar
stað síðustu helgi.
Að hans sögn urðu nokkur leið-
indaatvik þegar hópur framhalds-
skólanema frá Patreksfirði kom
heim í frí. Um helgina stóð hóp-
urinn fyrir skemmdarverkum á
umferðarskiltum og bílrúða var
brotin. Haukur Már segir að ekki
hafi verið um alvarleg skrílslæti að
ræða og ástandið sé ekki verra á
Patreksfirði en víða annarsstaðar.
Sami hópur á ferð
Aðspurður hvort þetta sé sami
hópurinn og hafi valdið vandræð-
um af og til á Patreksfirði í vetur
og m.a. ráðist að lögreglumönnum
segir hann að svo sé. Haukur Már
segist ekki viss um að aukin lög-
gæsla sé rétta lausnin. Hann von-
ast til þess að niðurstaða fundarins
verði sú að tekið verði á vanda-
málinu með svipuðum hætti og t.d.
í Grafarvogi þar sem foreldravakt
hafi skilað góðum árangri. „Mark-
miðið með fundinum er að nýta
þessi leiðindaatvik til jákvæðra
hluta,“ segir Haukur Már.
Borgarafundurinn verður hald-
inn í félagsheimili Patreksfjarðar
og hefst kl. 20.
Boðað til borgarafundar
vegna óláta á Patreksfirði
RANNSÓKN lögreglunnar vegna
ásakana um að starfsmaður Símans
hafi lesið tölvupóst viðskiptavinar
fyrirtækisins í óleyfi hefur verið felld
niður þar sem engin gögn studdu
ásakanir viðskiptavinarins.
Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað-
ur upplýsinga- og kynningarmála
hjá Símanum, segir að fyrirtækið
hafi óskað eftir að lögreglan kannaði
málið. Ásakanirnar voru teknar al-
varlega þar sem umræddur starfs-
maður hafði möguleika á að lesa
tölvupóstinn. Heiðrún ítrekar að
slíkt sé að sjálfsögðu stranglega
bannað enda leggi Síminn höfuð-
áherslu á persónuvernd og öryggi í
meðferð trúnaðarupplýsinga. Þetta
sé eigi að síður tæknilegur mögu-
leiki. Starfsmenn sem hafa mögu-
leika á slíku séu þó örfáir.
Eftir að ásakanirnar komu fram
var starfsmanninum boðið að fara í
leyfi á fullum launum. Lögreglan
kannaði gögn og kallaði fólk til yf-
irheyrslu en fann ekkert sem studdi
ásakanirnar. Heiðrún segir að málið
virðist að hluta til byggt á misskiln-
ingi. Síminn harmi mjög þau óþæg-
indi sem málið hafi skapað viðkom-
andi starfsmanni og hann hafi verið
beðinn að koma aftur til starfa.
Starfsmaður Símans
hreinsaður af grun