Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞITT HEIMILI Á COSTA BLANCA SPÁNI Kr. 4.250.000 Nýtískuleg íbúð í blokk með einu svefnherbergi Verð frá kr. 8.500.000 Parhús, 2-3 svefnherb., garður, þakverönd. Bílastæði inni á lóðinni. EUROFORMA sem hefur byggt og selt í 12 ár, heldur sýningu á fasteignum frá sólarströnd COSTA BLANCA. MANUEL TORTOSA býður ykkur hjartanlega velkomin á kynningarfund um helgina, laugardag 6. og sunnudag 7. okt. á Hótel Loftleiðum kl. 13-17. Íslensk aðstoð. Frítt inn. Símar á Íslandi 699 4339 og 567 3617. Sími á Spáni 00 34 659 906690. Kr. 3.250.000 Íbúðir í blokk í Torrevieja, allt í göngufæri. Verð frá kr. 5.500.000 Raðhús „Bungalow“ 2 svefnherb., garður eða þakverönd nálægt miðbæ Torrevieja. Allt vandaðar og fallegar eignir BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar ákvað síðastliðið vor að ganga til samninga við skólastjóra grunnskóla bæjarins um rekstur skólanna á grundvelli samningsstjórnunar. Ætl- unin var að samningurinn yrði gerður fyrir upphaf nýbyrjaðs skólaárs en vinnan hefur dregist. Stefnt er að því að samningum ljúki á næstu vikum. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæj- arstjórnar og annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn, segir að mikill hluti af útgjöldum Reykja- nesbæjar fari til skólamála og því sé mikilvægt að áfram verði vel haldið á fjármunum skólanna. Hann segir að meirihluti bæjarstjórnar hafi markað þá stefnu að koma hlutfalli rekstr- argjalda bæjarsjóðs niður í um 75% af rekstrartekjum á kjörtímabilinu. Þetta hlutfall var þá um 90%, fór nið- ur í um 80% á síðasta ári og í fjár- hagsáætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 75%. Skiptir mestu máli að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist meira en útgjöldin á þessum tíma. „Tekist hefur að lækka hlutfall rekstrarútgjalda með skilvirkari stjórnun og stefnufestu í meðhöndlun fjármuna,“ segir Skúli. Segir hann mikilvægt að standa við þessi markmið til þess að unnt sé að greiða niður skuldir sem efnt var til vegna einsetningar grunnskóla bæj- arins en áætlun var gerð um að greiða þær niður á tíu árum. „Það er líka nauðsynlegt fyrir bæjarfélagið að hafa 25% teknanna eftir til að leggja í gjaldfærða og eignfærða fjár- festingu og minnka þörfina á stór- felldum lántökum þegar ráðist er í framkvæmdir,“ segir hann. Áhersla á innra starf Skúli segir að bæjaryfirvöld hafi á undanförnum árum lagt áherslu á ytri umgjörð grunnskóla bæjarins. Hann rifjar upp að Reykjanesbær hafi lagt í tveggja milljarða króna fjárfestingu við einsetningu skólanna, það er að segja byggingu Heið- arskóla og endurbætur á hinum þremur skólum bæjarins svo að að- staða þar yrði sambærileg. „Áherslan þarf núna að beinast inn á við. Þá er ekki síst mikilvægt að fjármálin séu í lagi. Samningsstjórnun er tæki til þess að tryggja sem hagkvæmastan rekstur skólanna og skapa grundvöll fyrir þróunarverkefni og frekari upp- byggingu í innviðum skólanna án þess að það kosti aukin útgjöld,“ seg- ir Skúli. Hann vekur athygli á því að Reykjanesbær sé með umfangsmikla starfsemi. Þar séu til dæmis um 470 stöðugildi og stór hluti þeirra tengist skólunum. Því sé mikilvægt að hafa gott vald á rekstrinum. Samnings- stjórnun geti verið góð leið til þess. „Við sjáum hvað er að gerast í heil- brigðiskerfinu. Mér sýnist að ríkið sé að gefast upp gagnvart þeim miklu og sífellt vaxandi kröfum sem þar eru uppi innan stofnananna. Þegar sú staða kemur upp að menn eru að gef- ast upp á því að fást við opinberan rekstur virðist sem ríkisvaldinu finn- ist einfaldasta leiðin að einkavæða hann. Við gætum lent í slíkri umræðu með skólana á næstu árum,“ segir Skúli. Fjármagn á móti gæðum Komin eru drög að samningum milli skólastjórnenda og Reykjanes- bæjar. Þar eru komnar helstu tölur en fræðslustjóri og skólastjórar eru að vinna í ákvæðum um faglega þátt- inn. Að sögn Skúla snýst samning- urinn um að skólunum er tryggt ákveðið fjármagn gegn því að þeir skili ákveðnum gæðum á móti. „Skólanum er útvegað það fjár- magn sem hann þarf samkvæmt gild- andi normum fyrir skólastarf. Á móti setur skólinn sér mælanleg markmið. Ef skólinn skilar hagnaði nýtur hann þess því unnt verður að nýta afgang- inn á næsta ári, til dæmis við þróun- arverkefni. En ef tap verður á rekstri geta skólastjórnendur átt það á hættu að fá minna fjármagn á næsta ári. Ábyrgðin er færð yfir á skólann og ég tel að það sé mikið atriði fyrir skólasamfélagið. Hver skóli er um 500 manna vinnustaður, 450 nem- endur og 50–60 starfsmenn. Við ger- um miklar kröfur til skólanna okkar, ekki einungis að þeir séu góðar menntastofnanir heldur að þar sé góð aðstaða til uppeldis barnanna og tóm- stunda,“ segir Skúli. Hann segist vilja nýta kosti einka- reksturs til þess að þufa ekki að einkavæða mikilvægar þjón- ustustofnanir. „Ég tel mikilvægt að nýta styrkleika og kosti sem hafa þróast í einkareknu umhverfi. En ég tel jafnframt að við höfum sameig- inlega ábyrgð á því að sinna ákveðn- um grunnrekstri samfélagsins, eins og menntamálum og heilbrigð- ismálum. Ég tel að opinber rekstur henti betur á þeim sviðum.“ Hann segir að einkavæðing sé út af fyrir sig engin trygging fyrir betri rekstri. „Samfélagsþjónustan hefur marga kosti og ef við getum nýtt hug- myndafræði einkarekstrar þar í auknu mæli nýtum við bestu kosti beggja kerfa. Það er grundvall- aratriði að ná sátt um rekstur skóla. Samfélagið þarf að vera sátt við skól- ann sinn. Ég tel að meiri líkur séu á því með því fyrirkomulagi sem við höfum valið,“ segir Skúli. Hann segist ekki vera á móti út- boði ýmissa annarra þátta í rekstri sveitarfélaga og vekur athygli á því að Reykjanesbær bjóði út fjölda verka. Hann telur að það kunni að aukast og nefnir þá þróun sem víða hefur orðið að rekstur leikskóla og þjónusta við aldraða hefur verið boð- in út í auknum mæli. En þá þurfi að vera skýrt að fjárhagsleg og fagleg ábyrgð sé hjá sveitarfélaginu. Unnið er að undirbúningi fjárhags- áætlunar næsta árs. Spurður að því hvort ekki sé mikill þrýstingur á framkvæmdir og útgjöld vegna bæj- arstjórnarkosninganna sem verða á vori komanda segist Skúli vonast til að svo verði ekki. Bæjarbúar viti að lagt hafi verið í mikinn kostnað við skólana og því þurfi menn að halda að sér höndum í einhvern tíma til að grynnka á skuldunum. Skúli segir þó mikilvægt að skapa svigrúm til að hefjast handa við end- urnýjun gatna, sérstaklega í Kefla- vík. Hann segir ekki hægt að tala um að fyrirhugað sé átak í þessu efni en vonast til að endurgerð gatna verði forgangsverkefni við fjárhagsáætl- anagerð næstu ára. Í þessu sambandi nefnir hann Hafnargötuna. Hún er aðalversl- unargata bæjarins. „Við þurfum að gera hana aðlaðandi og skemmtilega svo að fólk takið röltið þangað, á kaffihús eða í verslanir. Einnig þarf að tengja hana vel við nýjan miðbæ á Samkaupssvæðinu. Áætlað hefur verið að hefja hönnun endurbóta á Hafnargötu á árinu 2003 og að ljúka framkvæmdum fyrir 2010. Meirihlutinn hefur framtíðarsýn Framsóknarmenn og sjálfstæð- ismenn hafa lengi unnið saman að stjórn bæjarmála í Reykjanesbæ og þar áður í Keflavík. Skúli svarar því neitandi þegar hann er spurður að því hvort þreyta sé komin í samstarfið. „Það er styrkur þessa meirihluta að hann hefur markað stefnu til lengri tíma í ýmsum málaflokkum, haft framtíðarsýn.“ Auk þeirra mála sem þegar hefur verið minnst á nefnir Skúli fyrirhug- aðar breytingar á rekstri félagslega íbúðakerfisins og upptöku á land- upplýsingakerfi sem unnið sé að. Hann segir að aðalskipulag, deili- skipulag og teikningar verði vænt- anlega settar í rafrænan gagnagrunn. Upplýsingar verði aðgengilegri og það stuðli að skilvirkari stjórnun. Þá er fyrirhugað að stofna sérstakt hlutafélag um félagslega íbúðakerfið. Skúli segir að tilgangurinn sé að hafa reksturinn gegnsærri og markviss- ari. Muni koma vel í ljós hvað hver íbúð kosti og hvaða húsaleigutekjur hún skili á móti. Viðhaldssaga ein- stakra eigna verði skráð inn í tölvu- kerfi og auðveldara að gera áætlanir til lengri tíma um viðhald þeirra. Upphaflega var áformað að setja allar eignir bæjarins í þetta nýja hlutafélag en ákveðið var að að byrja á félagslega íbúðakerfinu. Að sögn Skúla er rekstur þess umfangsmikill. Í Reykjanesbæ eru nú um 300 fé- lagslegar íbúðir. Hann tekur fram að vel hafi verið haldið utan um þann rekstur og allar íbúðirnar í notkun. Skúli gerir lítið úr ágreiningi í bæj- arstjórn. Segir að minnihlutinn hafi vissulega það hlutverk að veita meiri- hlutanum aðhald. Hins vegar sé góð- ur gangur á flestum málum í sam- félaginu og íbúarnir tiltölulega ánægðir og því hafi ekki verið mikið af stórum ágreiningsefnum. Kostir einkarekstrar nýttir í skólunum Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, segir að með samningsstjórnun sé hægt að nýta kosti einkareksturs í samfélagsþjónustu og óþarfi sé að gefast upp vegna sífellt aukinna krafna. Hann segir Helga Bjarnasyni frá breyt- ingum á rekstri grunnskóla og fleiri bæjarmálum. Reykjanesbær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. helgi@mbl.is EKKI er keppt um það hver syndir hraðast heldur hver syndir tæknilega best á Skemmtisundmóti UMFN og Íslandsbanka sem fram fór í Sundmiðstöðinni í Keflavík um helgina. Alls höfðu 150 börn verið skráð til leiks í Skemmtisund- mótinu en þegar á mótið var komið vantaði talsvert marga vegna veikinda. Auk keppnis- fyrirkomulagsins er mótið sérstakt fyrir þær sakir að allir eru verðlaunaðir fyrir þátttöku. Íslandsbanki gaf verðlaunin. Keppt var í ald- ursflokkunum 12 ára og yngri. Vakti það athygli starfsfólks og annarra hversu vel börnin gengu um og hegð- uðu sér í alla staði vel. Margir knáir sundmenn kepptu á þessu móti og verða væntanlega á næstu árum landsliðsmenn framtíðarinn- ar, líkt og sá sem sá um þul- arstarfið á mótinu, en Jón Oddur Sigurðsson verðlauna- hafi á Evrópumeistaramóti unglinga og Íslandsmethafi í 50 metra bringusundi sá um það starf. Þótti yngri sund- mönnum mótsins mikið til þess koma, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eftirtaldir einstaklingar urðu stigahæstir á mótinu. Hnátur 9 ára og yngri: Una María Unnarsdóttir, Njarð- vík. Hnokkar 9 ára og yngri: Orri Guðmundsson, SH. Hnátur 10 ára: Halla Jóhann- esdóttir, SH. Hnokkar 10 ára: Andrew Snook, SH. Meyjar 11–12 ára: Aldís Eva Frið- riksdóttir, SH. Sveinar 11–12 ára: Einar Sveinn Kristjáns- son, Fjölni. Keppt í tækni en ekki hraða Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.