Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 20
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ESSÓ-stöðvarnar
Gildir til 31. október nú kr. áður kr. mælie.
Mónu krembrauð, 40 g 69 80 1.730 kg
Mónu kókosbar, 50 g 45 55 900 kg
Góu risahraun, 75 g 59 70 790 kg
Appollo konfekt, 110 g 99 120 900 kg
Pringles snakk, 200 g 229 270 1.150 kg
Egils kristall, ½ ltr 110 130 220 ltr
Kexsm. möffins m. súkkulb., 400 g 329 380 830 kg
FJARÐARKAUP
Gildir til 6. október nú kr. áður kr. mælie.
Hversdagsís, 4 teg. 186 186 186 ltr
Bayonne-skinka 989 1.219 989 kg
Brauðskinka 689 1.030 689 kg
Smjörvi 125 155 125 kg
Feta ostur 243 289 243 kg
SAMKAUP
Gildir til 7. október nú kr. áður kr. mælie.
Kavli kavíar léttreyktur, 150 g 158 175 1.053 kg
Kavli kavíar mix, 140 g 107 119 764 kg
Finn Crisp „multigrain“, 250 g 123 137 492 kg
KS tebollur m/súkkulaði, 300 g 280 329 933 kg
KS ömmuvínarbrauð, 400 g 305 359 763 kg
Korni flatbrauð blátt, 300 g 122 135 407 kg
Finn Crisp „rondik“, 250 g 114 127 456 kg
Korni „frokost original“, 200 g 152 169 760 kg
SELECT-verslanir
Gildir til 10. október nú kr. áður kr. mælie.
Pipp piparmintusúkkulaði 49 75
Cavendish&Harvey brjóstsykur 199 255
Trópí í flösku, 300 ml 99 115 330 ltr
UPPGRIP-verslanir OLÍS
Október tilboð nú kr. áður kr. mælie.
Egils orka 0,5 ltr. 129 150 258 ltr
Kaffi Gevalia, 250 g 165 195 660 kg
Lakerol, 3 teg. 65 85 65 pk.
Maltesers stór, 175 gr. 229 1.309 kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir til 10. október nú kr. áður kr. mælie
Fersk kjúklingalæri 620 767 620 kg
Úrb. kjúklingabringur 1.498 1.549 1.498 kg
Púrtvíns helgarsteik 1.359 1.599 1.359 kg
Hunt’s tómtsósa, 680 g 139 157 194 kg
Hunt’s spaghettisósa, 751 g 198 228 257 kg
Filippo Berio olífuolía, 500 ml 299 369 598 ltr
Tilda tandorisósa, 350 g 289 329 809 kg
Swiss Miss, 737 g 459 579 596 kg
Hel
garTILBOÐIN
FYRIR tveimur árum, nánar tiltekið
í ágúst árið 1999, keypti Hrefna
Smith líftryggingu hjá Lífís, Líf-
tryggingafélagi Íslands, ásamt manni
sínum. „Okkur hafði verið bent á fína
líftryggingarmöguleika hjá þessu fyr-
irtæki og við hjónin mæltum okkur
því mót við ungan mann. Hann lýsir
fyrir okkur 2–3 líftryggingarmögu-
leikum, meðal annars svokallaðri
söfnunarlíftryggingu þar sem annað
hvort okkar fái eina milljón í sinn
hlut, falli hitt frá. Við samþykkjum
hana og skuldbindum okkur til þess
að greiða um 7.000 krónur á mánuði,
sem tekið var af greiðslukortum. Við
töldum þessa tryggingu henta okkur
vel með tilliti til aldurs og við hvorki
í skuldum né með ung börn. Hið eina
sem við vildum tryggja var að eiga
fyrir útför og tilfallandi kostnaði
bæri andlát annars hvors okkar
skyndilega að höndum og að ein
milljón myndi duga til þess,“ segir
Hrefna Smith.
Fékk tæpar 94.000
krónur í dánarbætur
Eiginmaður Hrefnu lést hinn 7.
apríl á þessu ári eftir stutt veikindi
og segir hún að dauða hans hafi borið
að mjög brátt að. „Ég fæddist árið
1944 og maðurinn minn árið 1941, við
vorum bæði hraust að því er við best
vissum, og engin alvarleg veikindi
virtust í uppsiglingu þegar trygging-
in var keypt. Þegar ég kom að máli
við tryggingafélagið til þess að inn-
heimta þessa milljón sem ég taldi
mig eiga rétt á samkvæmt trygging-
unni sem ég hafði keypt var mér tjáð
að ég ætti inni 93.966 krónur í dán-
arbætur og að ég hafi ekki keypt líf-
trygginguna sem ég taldi á sínum
tíma. Ég vissi að um var að ræða
„söfnunarlíftryggingu með fjárfest-
ingaráhættu“ en taldi öruggt að ann-
að hvort okkar fengi umrædda millj-
ón. Ekki nóg með það, því mán-
aðargjald fyrir tryggingu mannsins
míns var tekið út af kortinu eftir að
hann lést og skuldfært sama dag og
ég lokaði kortinu hans, eða 11. apríl,
en 17. apríl út af mínu korti, sem ég
skil ekki. Ég hafði samband við Visa,
greiðslukortafyrirtæki hans, bankann
og tryggingafélagið eftir andlátið þar
sem ég vildi ekki borga af líftrygg-
ingu fyrir látinn mann. Mér var hins
vegar tjáð að ég yrði að greiða einn
mánuð í viðbót og hótað öllu illu ef ég
stæði ekki í skilum. Ég vildi ekki
borga en gat lítið sagt þegar ég fékk
þessar móttökur, enda ekki í ástandi
til þess að standa í slíku stappi rétt
eftir andlátið,“ segir Hrefna.
Hún segist ennfremur telja að hafi
þau hjónin keypt þá gerð söfnunarlíf-
tryggingar sem henni var tjáð að þau
hefðu gert, hefði henni að minnsta
kosti borið að fá 399 þúsund krónur
við andlát mannsins, þar sem skil-
málar hennar kveði á um slíka upp-
hæð hafi tryggingataki náð 60 ára
aldri við andlátið, líkt og maður
hennar.
„Létum plata okkur hrikalega“
Hrefna kveðst síðar hafa fengið til
baka tvær greiðslur af tryggingunni,
eftir að þeim var sagt upp, eða 13.058
krónur, en að mánaðargreiðslan hafi
verið orðin 7.716 krónur undir lokin
fyrir hvort um sig, sem geri samtals
15.432 krónur.
Segir hún þau hjónin hafa greitt
gjald fyrir trygginguna í 19 skipti áð-
ur en maður hennar lést, fyrst 7.250
krónur á mánuði og 7.716 undir það
síðasta. „Samkvæmt því greiddum
við, hvort um sig, 141.108 krónur, en
ég átti inni við andlát hans 93.966
krónur, sem mér var tjáð að væri
„endurgreitt markaðsvirði“ við út-
borgun. Í skilmálunum sem við feng-
um kemur fram að tryggingataki beri
fjárfestingaráhættu af tryggingunni
og mér virðist sem mikið af þeirri
upphæð sem við greiddum fyrsta árið
hafi farið í kostnað. Auk þess finnst
mér þessi upphæð allt of há, eftir á
að hyggja, því mér skilst að hægt sé
að fá góða líftryggingu fyrir 13.000
krónur á ári,“ segir hún.
Hrefna áréttar að lokum að ætlun
þeirra hjóna með líftryggingu hafi
verið að geta staðið í skilum við
skattayfirvöld og hið opinbera, myndi
annað hvort þeirra veikjast og deyja.
„Auk þess að eiga fyrir útförinni. Það
er erfitt fyrir einn einstakling að
þurfa skyndilega að standa skil á öll-
um þessum kostnaði. Útförin ein og
sér getur kostað hálfa milljón. Ég tel
að við höfum látið plata okkur hrika-
lega. Vinkona mín hefur svipaða sögu
að segja af tryggingaviðskiptum og
með þessari frásögn vil ég hvetja fólk
til þess að skoða vandlega hvað það
er að kaupa og skrifa undir, fái það
sér líftryggingu,“ segir Hrefna Smith
að síðustu.
„Fólk athugi vel hvað
það er að kaupa“
Hrefna Smith hafði
ekki líftryggingu
sem hún taldi sig
hafa keypt hjá Lífís
Reuters
Tryggingar geta borgað sig, ef
rétt er að málum staðið. Dyravörð-
ur gætir dyranna að einu þekkt-
asta tryggingafyrirtæki heims,
Lloyd’s í Lundúnum.
FLUGMIÐAR til Bandaríkjanna frá
Evrópu fást nú á útsöluverði, sam-
kvæmt norska netmiðlinum netavis-
en.no. „Flugmiði frá Ósló til New
York kostar nú
rúmar 33.000
krónur, með flug-
vallaskatti,“ segir
á Netinu. Einnig
kemur fram að
hægt sé að fljúga
til átta borga í
Bandaríkjunum
með British Air-
ways á afsláttarkjörum, eða á tæpar
34.000 krónur. „Til samanburðar má
geta þess að lægsta fargjald til New
York með SAS eða Flugleiðum kost-
ar rúmar 46.000 krónur,“ hefur net-
blaðið eftir Aftenposten. „Ódýrustu
fargjöldin eru síðan til vesturstrand-
ar Bandaríkjanna. Flugmiði með
SAS til Los Angeles kostar rúmar
70.000 krónur en nú er hægt að
fljúga sömu leið fyrir rúmar 35.000
krónur. Miami er annar ódýr áfanga-
staður, þangað er nú hægt að komast
á rúmar 34.000 krónur, en uppgefið
verð hjá SAS er rúmar 73.000 krón-
ur,“ segir netavisen.no.
Flugmiðar til
Bandaríkj-
anna á útsölu