Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi
telja ekki að Niðursuðuverksmiðja
ORA þurfi að flytja starfsemi sína
frá núverandi stað, verði tillögur um
bryggjuhverfi á Kársnesi að veru-
leika. Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í svarbréfi bæjarins til lög-
manns ORA, en nýlega óskaði hann
skýringa á áhrifum fyrirhugaðrar
landfyllingar á starfsemi verksmiðj-
unnar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
höfðu eigendur ORA áhyggjur af
rykmengun í tengslum við fram-
kvæmdir við landfyllinguna sem
gera myndi verksmiðjuna óstarf-
hæfa á meðan á framkvæmdunum
stæði en verksmiðjan er staðsett í
Vesturvör á Kársnesi í grennd við
fyrirhugaðan landfyllingarstað. Þá
var óskað eftir upplýsingum hvort
til stæði að taka verksmiðjuna eign-
arnámi eða hvort henni væri ætl-
aður staður í fyrirhuguðu breyttu
umhverfi.
Búist við óverulegri
rykmengun
Í bréfi bæjarráðs er undirstrikað
að ekki hafi verið teknar ákvarðanir
um framkvæmdir við bryggjuhverfi
á landfyllingu við Kársnes. Bent er
á að landfylling sé tímabundin fram-
kvæmd og að búast megi við óveru-
legu svifi rykagna á meðan á henni
stæði. „Í því sambandi vilja bæj-
aryfirvöld benda á að í umhverfi
ORA í dag er væntanlega svifryk
frá t.d. umferð bíla, frá strönd við
Fossvog og eflaust frá fleiri stöðum
í nágrenninu. Að öllu samanlögðu er
það mat bæjaryfirvalda að ryk-
mengun í nágrenni verksmiðjunnar
verði ekki meiri en við megi búast
almennt í nágrenni matvælaverk-
smiðja. Miðað við það verður ekki
dregin önnur ályktun en svo að bæj-
aryfirvöld verði ekki dregin til
ábyrgðar jafnvel þótt rykmengun
aukist lítillega tímabundið meðan á
framkvæmdum við landfyllingu
stendur,“ segir í bréfinu.
Þá benda bæjaryfirvöld á að
aukning á rykmengun eigi ekki að
vera vandamál fyrir þann loft-
hreinsibúnað sem gera verði ráð
fyrir að þörf sé á í matvælaverk-
smiðju eins og ORA, sé hún á annað
borð staðsett í þéttbýli. Þá telja
bæjaryfirvöld að matvælaverk-
smiðja ORA samrýmist hugmynd-
um um bryggjuhverfi á Kársnesi og
því standi ekki til að taka hana eign-
arnámi.
Morgunblaðið/Þorkell
Séð yfir byggingar Niðursuðuverksmiðjunnar ORA á Kársnesi.
Hugsanlegar framkvæmdir við landfyllingu á Kársnesi
Engin áhrif á starf-
semi verksmiðju ORA
Kópavogur
GOSBRUNNUR sem tákna á regn-
ið verður settur upp á Ingólfstorgi í
haust. Gosbrunnurinn er hluti af
upphaflegri hönnun torgsins, en
fyrir um tíu árum var haldin sam-
keppni um hönnun þess. Það voru
arkitektarnir Elín Kjartansdóttir,
Haraldur Örn Jónsson og Helga
Benediktsdóttir, sem nú reka
teiknistofuna Arkitektur.is, sem
unnu samkeppnina.
Að sögn Elínar gerðu tillögur
þeirra ráð fyrir að á torginu yrðu
sett upp þrjú vatnslistaverk sem
ættu að tákna hringrás vatnsins í
íslenskri náttúru. „Þetta var hugsað
þannig að þessi þrjú verk ættu að
vinna saman. Regnið fellur til jarð-
ar, niður fossinn og ofan í jörðina
og kemur upp sem gufa,“ segir hún.
„Þegar Ingólfstorg var byggt á
sínum tíma voru gufustaurarnir
settir upp en þeir minna á öndveg-
issúlur Ingólfs og gufan er jarðhit-
inn sem gaf Reykjavík nafn sitt.
Tröppufossinn, sem er sitt hvorum
megin við rampinn, hefur aldrei
verið settur í gang vegna þess að
lagnir að honum þurftu að koma frá
Aðalstræti og nú kemst hann loks í
gang þegar Aðalstræti hefur verið
endurnýjað.“
Þriðji hlutinn, sem nú á að fara
að koma fyrir á torginu, er að sögn
Elínar tákn um upphafið eða regnið
sem fellur til jarðar. Um er að ræða
skál með vatni sem felld er ofan í
hellulögnina en ofan í skálinni
stendur stálbogi sem er tákn regn-
bogans.
Að sögn Sigurðar I. Skarphéð-
inssonar gatnamálastjóra verður
gosbrunnurinn settur upp í norður-
hluta torgsins eða framan við
Fálkahúsið svokallaða. Búist er við
að farið verði í framkvæmdir nú í
haust en kostnaðaráætlun vegna
verksins er 9–10 milljónir en í
þeirri upphæð eru innifaldar fram-
kvæmdir við gosbrunninn með
tjörn, auk veggja í kring og tveggja
bekkja.
Regn á Ingólfstorgi
Miðborg
Gosbrunnurinn sem nú verður tekinn í notkun er hugsaður sem tákn um
upphafið eða regnið sem fellur til jarðar.
FRÉTTIR
TILLÖGUR um svo kölluð 30
km hverfi og aðgerðir sam-
hliða þeim voru kynntar á
opnum borgarafundi í Kópa-
vogi í vikunni. En heildaráætl-
un fyrir allan bæinn hefur
ekki verið kynnt áður í Kópa-
vogi.
Þórarinn Hjaltason, bæjar-
verkfræðingur Kópavogs, seg-
ir 30 km hverfi ekki hafa verið
skipulögð á svo stórum mæli-
kvarða hingað til en á fram-
kvæmdaáætlun til ársins 2005
er m.a. gert ráð fyrir að
breyta hámarkshraða í stórum
hluta íbúagatna bæjarins
þannig að hann samræmist 30
km hámarkshraða.
Þegar hafa verið settar 30
km hraðatakmarkanir í Sæ-
bóls- og Hólmahverfi en næstu
götur á framkvæmdaskrá eru í
næsta nágrenni við Kópavogs-
skóla. Í næsta áfanga verða
svo Skjólbraut og Meðalbraut,
Kópavogsdalur og norðurhluti
Lindahverfis.
Þórarinn segir umferðar-
hraða við þessar götur mikinn
og þar sem fjöldi barna sé í
bænum geti skapast þar mikil
slysahætta. Því sé nauðsynlegt
að minnka ökuhraða í íbúa-
hverfunum. Íbúar séu einnig
yfirleitt ánægðir með breyt-
inguna.
Stefnt er að því að afgreiða
tillögurnar síðar á þessu ári en
áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdirnar liggur að sögn
Þórarins ekki fyrir að svo
stöddu.
30 km
hverfi í
Kópavogi
Kópavogur
BYGGÐA- og umhverfismál auk vel-
ferðarmála verða meðal helstu
áhersluatriða í starfi Vinstri-grænna
á komandi þingi. Þingflokkur VG
kynnti á blaðamannafundi á þriðju-
dag fyrstu tíu þingmál flokksins þar
sem mikil áhersla er lögð á lausn
byggðavandans og verndun um-
hverfis gagnvart stóriðjufram-
kvæmdum.
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstri-grænna, segir
ljóst að á komandi þingi verði um-
hverfismál og stóriðjuáform til um-
ræðu þar sem tekist verði á um stór-
iðjudrauma stjórnvalda. Hann sagði
VG hafa lagt að nýju fram hugmynd
um að komið yrði á sérstöku byggða-
þingi í byrjun næsta árs og jólaleyfi
þingmanna stytt en Alþingi kallað
saman í janúar til að fjalla sérstak-
lega um framtíðarþróun byggðar í
landinu. Þá er hugmyndin sú að í
tengslum við þingið verði haldin al-
menn byggðaráðstefna.
Þuríður Backman kynnti á fund-
inum átak til að treysta byggð og efla
atvinnulíf á landsbyggðinni og sagði
VG vilja fara aðrar leiðir til að
styrkja byggðir en reisa stóriðju.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð
fyrir að átakið hefjist árið 2002 á
Austurlandi og beinist að verkefnum
á sviði þróunar-, byggða-, viðskipta-
og menningarmála. Til átaksins á að
veita árlega 400 milljónir króna í sex
ár af fjárlögum ríkisins. Gert er ráð
fyrir að Þróunarfélagi Austurlands
verði falin ábyrgð á ráðstöfun fjárins
að því er Austurland varðar og
reiknað er með að árangur verði
metinn áður en tímabilið er hálfnað.
Í ljósi þess er ætlunin að hrinda öðr-
um landshlutabundnum verkefnum
af stað, sem jafnframt standi yfir í
sex ár. Þuríður segir að byrjað verði
á Austurlandi vegna sérstakra að-
stæðna þar og hinnar löngu biðar
fóks og væntinga um stóriðju.
Í umhverfismálum hafa VG lagt
fram þingsályktunartillögu þar sem
skorað er á ríkisstjórnina að beita
sér fyrir því að mörk friðlandsins í
Þjórsárverum verði stækkuð þannig
að sem mest af gróðurlendinu lendi
innan þeirra marka. Kolbrún Hall-
dórsdóttir segir Landsvirkjun þegar
hafa kynnt matsáætlun vegna fyrir-
hugaðs Norðlingaöldulóns sem muni
skerða umtalsverðan hluta gróður-
lands innan hins friðlýsta svæðis og
markmiðið með tillögunni sé að
koma í veg fyrir ágang virkjana-
áforma á slíkum svæðum.
Milljarður til lausnar
á fjárhagsvanda félagslega
íbúðakerfisins
Einnig hafa VG lagt fram frum-
varp um breytingu á vatnalögum þar
sem gert er ráð fyrir að allir meiri-
háttar vatnaflutningar, líkt og fyr-
irhugaðir eru vegna Kárahnjúka-
virkjunar, verði háðir sérstöku
samþykki Alþingis í hverju sérstöku
tilviki.
Meðal annarra þingmála sem VG
hafa lagt fram er frumvarp til fjár-
aukalaga þar sem gert er ráð fyrir að
einum milljarði verði varið til lausn-
ar fjárhagslegum vanda sveitarfé-
laga vegna félagslega íbúðakerfisins.
Þá hafa VG endurflutt þingsályktun-
artillögu sína um umbætur í velferð-
armálum og þróun verlferðarsam-
félagsins og lagt fram tillögu um að
fela ríkisstjórninni að kanna á hvern
hátt unnt er með lagasetningu að
sporna gegn því að fólk sé látið
gjalda aldurs á vinnustað, hvort
heldur er með uppsögnum eða mis-
munun í starfi.
Einnig hafa VG lagt fram frum-
varp um breytingar á almennum
hegningarlögum þar sem markmiðið
er m.a. að sporna gegn klám- og
vændisiðnaði. Þá leggja VG til að
ríkisstjórninni verði falið að vinna
rammaáætlun um eflingu hvers kyns
félagslegs forvarnarstarfs, m.a. til að
berjast gegn notkun ávana- og fíkni-
efna.
Þingflokkur Vinstri-grænna kynnir
áherslumál flokksins við upphaf þings
Áhersla lögð á
umhverfis- og
byggðamál
UNNIÐ er að undirbúningi þess að
færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til
annarra stofnana á vegum forsætis-
ráðuneytisins. ,,Þessari vinnu mun
væntanlega ljúka á næstu vikum,“
segir í greinargerð fjárlagafrum-
varpsins fyrir næsta ár.
Í frumvarpinu eru þrátt fyrir
þessar breytingar sett fram áætluð
rekstrargjöld Þjóðhagsstofnunar á
næsta ári, samtals 132,6 milljónir
kr., sem er 9,2 millj. kr. hækkun frá
gildandi fjárlögum, vegna launa- og
verðlagsbreytinga.
Tekið er fram að unnið hafi verið
að undanförnu á vegum forsætis-
ráðuneytisins að breyttri verka-
skiptingu stofnana ríkisins á sviði
efnahagsmála. Flutt verði frumvarp
vegna þessarar breyttu verkaskipt-
ingar á haustþingi og þá verði gerð
grein fyrir þeim breytingum sem
gera þurfi á fjárlagafrumvarpinu í
tengslum við þær.
Fjárlagafrumvarp 2002
Verkefni Þjóðhags-
stofnunar færð til
annarra stofnana
STUÐNINGUR við ríkisstjórnina er
62% nú og hefur ekki mælst meiri það
sem af er árinu. Þetta kemur fram í
nýrri viðhorfskönnun Gallups þar
sem fólk var spurt hvaða flokk eða
lista það myndi kjósa ef kosið yrði til
Alþingis í dag, hvort fólk styddi rík-
isstjórnina og hvað það kaus í síðustu
alþingiskosningum. Ríkisstjórnin hef-
ur mestan stuðning í Suðurlandskjör-
dæmi en minnstan í Norðvesturkjör-
dæmi.
Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist
42% og lækkar lítillega frá síðasta
mánuði en fylgi Framsóknarflokks
eykst hins vegar um 1 prósentustig í
rúm 15%. Stuðningur við Samfylk-
inguna eykst úr 17% í 19% en fylgi
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs minnkar lítið eitt og er nú 21%.
Rúmlega 21% svarenda var ekki
visst um hvað það myndi kjósa eða
neitaði að svara og rösklega 7%
myndu ekki kjósa eða skila auðu ef
kosið yrði til Alþingis í dag.
Stuðningur
við ríkis-
stjórnina
eykst