Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 47 ✝ Ólöf Björg Júl-íusdóttir fæddist á Ísafirði 22. desem- ber 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðrún Gísladóttir, f. 9.10. 1873 á Rauðu- mýri á Langadals- strönd, og Júlíus Ill- ugi Þórðarson, f. 1.7. 1866 á Hyrningsstöð- um í Berufirði. Ólöf var yngst átta systk- ina sem nú eru öll lát- in. Þau voru Gísli Steindórs, Jón Kristinn, Olgeir Gunnar, María Guðrún, Sturlaugur, Ólafur Krist- inn, Friðgeir og Sigurvin. Ólöf giftist eftirlifandi manni sínum Þráni Sigurðssyni 6. júní 1936. Börn þeirra eru: 1) Anna Sigrún, f. 26.4. 1937, maki Ottar Storheim, f. 15.9. 1928, þau búa í Noregi. 2) Edda Júlía, f. 27.11. 1938, maki Frey- steinn Þorbergsson, f. 12.5. 1931, d. 23.10. 1974, seinni maki Bragi Þor- bergsson, f. 7.7. 1935. 3) Ólöf Guð- rún, f. 31.8. 1945, maki John Nathaniel Allwood, f. 13.9. 1958. Einnig ólu þau upp dótturson sinn, Þráin Ólaf Jensson, f. 24.8. 1958, maki Jóhanna Agnars- dóttir, f. 4.1. 1957. Þau skildu. Seinni maki Sigríður Hauksdóttir, f. 30.6. 1961. Þau búa í Svíþjóð. Ólöf fór í Verslunarskóla Ís- lands og lauk prófi þaðan með hæstu einkunn, starfaði síðan við skrifstofustörf á Ísafirði og fór í húsmæðraskóla þar í bæ, áður en hún gifti sig og fluttist með manni sínum til Siglufjarðar. Útför Ólafar fór fram í kyrrþey. Elskuleg móðir mín er látin eftir langt veikindastríð, og langar mig til að minnast hennar í nokkrum orð- um. Á bernsku- og unglingsárum mínum bjuggum við á Siglufirði á fallegum stað uppi í hlíðinni. Þar ræktaði hún sinn garð og hugsaði um heimili sitt af mikilli natni og um- hyggju. Mamma var glaðleg kona, söng- elsk, trúuð og kirkjurækin. Hún var mikið fyrir útivist, að fegra náttúr- una og bæta manninn. Fórum við oft í langar gönguferðir með uppbyggj- andi samtölum. Á hverju síðsumri var farið í berjaferðir með nesti, og í matarhléunum var oft glatt á hjalla. Það var sultað og saftað til vetrarins, tekið slátur og skorið út laufabrauð fyrir jólin. Hún hvatti mig til náms og kenndi mér vinnusemi, vand- virkni, sparsemi, nægjusemi, hag- sýni, umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín, fallegar bænir og góða siði. Ég er þakklát fyrir það góða veganesti sem hún gaf mér út í lífið. Mömmu er sárt saknað og við í fjölskyldunni minnumst hennar með ást og virðingu. Anna Þráinsdóttir. Á kveðjustund er ljúft að rifja upp góðar endurminningar æskuáranna. Mamma hafði yndi af söng og var mikið sungið á heimilinu, einkum þegar verið var að vaska upp sem alltaf var drifið af strax að máltíð lokinni og í þá daga voru ekki upp- þvottavélar á heimilum. Á kvöldin var tímanum varið í lestur góðra bóka eða tekið í spil, og þá jafnan spilaður bridge, en faðir okkar kem- ur úr mikilli spilafjölskyldu. Við spilaborðið var oft mikið fjör. Mamma var trúuð og kirkjurækin og ákaflega vandvirk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún helg- aði líf sitt heimili og fjölskyldu, og var heimilishald allt til fyrirmyndar. Hún hafði yndi af garðyrkju og ræktaði bæði matjurtir, tré og blóm í stórum garðinum. Oft var gest- kvæmt á heimilinu, einkum á sumrin þegar erlendir síldarkaupmenn komu til að meta síld sem þeir ætl- uðu að kaupa. Meðan við dæturnar vorum ungar voru gjarnan stúlkur á heimilinu sem aðstoðuðu við barna- gæslu og önnur heimilisstörf. Mamma kom vel fram við stúlkurnar og myndaðist ævilöng vinátta við sumar þeirra. Þetta voru góð ár á Siglufirði, en lífið er hverfult. Þegar síldin hvarf um 1968 urðu straumhvörf í lífi for- eldra okkar. Tekjurnar minnkuðu en kostnaðurinn við fyrirtækið minnk- aði ekki að sama skapi. Þar kom að þau þurftu að selja húsið sitt á Siglu- firði, og fluttu þau þá til Akraness þar sem faðir okkar kom sér upp saltfiskverkun af miklum dugnaði, og byggði síðar hús á Garðabraut 11. Seinasti hluti ævinnar var mömmu ákaflega erfiður. Hún fékk mikla beinþynningu og þurfti síðan að heyja langa og stranga baráttu við Alzheimer-sjúkdóminn. Síðustu tíu árin var hún rúmliggjandi og gat ekkert tjáð sig um líðan sína eða annað. Má því segja að það sé nokk- ur léttir að þessari þrautagöngu skuli nú lokið í hárri elli. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deild- ar Sjúkrahúss Akraness, sem hjúkr- aði mömmu af mikilli umhyggju síð- ustu árin. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig, þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Vaktu, minn Jesú, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Blessuð sé minning móður okkar. Ólöf Þráinsdóttir, Edda Þráinsdóttir. ÓLÖF BJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR ókunnugum komið í hug að afinn væri að koma í heimsókn, enda var hann aldrei kallaður annað en Siggi Kr. bæði af börnum sínum og barnabörn- um. Hann sóaði ekki lífi sínu í leiðindi, heldur lifði því af öllum kröftum. Naut þess að vera á skíðum og á hest- baki, spilaði bridds og dansaði af miklum þrótti meðan hann gat. Hann sagðist ekki fara á böll til að stunda snakk og hanga við borð, hann færi til að dansa og vildi þá dansa hvern ein- asta dans. Auðvitað bjó meira í þessum óvenjulega tengdaföður mínum en gamanið eitt. Hann var viðkvæmur og trúaður og átti sínar rökkurstundir eins og annað fólk en varð ekki sér- lega tíðrætt um þær. Hann ólst upp við ástríki á fátæku heimili vestur á fjörðum og leið ekki alltaf vel á bernskuárum sínum. Andstreymi smækkaði hann ekki og gerði hann aldrei bitran, heldur magnaði og efldi ást hans á lífinu sjálfu. Hann sagði oft að gæfan hefði ekki vikið frá sér eftir að hann kynntist Þórunni og að þetta lán fylgdi einnig afkomendum þeirra og má vel taka undir það. Um árabil átti hann samleið með góðri og traustri konu, Bergþóru Þórðardóttur og var vinátta þessara tveggja sjálfstæðu einstaklinga afar falleg. Hún féll frá árið 1992 og Sig- urður var aftur einn á veginum. Hann hélt sínu striki og alveg fram á síðasta misserið í lífi hans var meiri sveifla á honum en nokkrum af afkomendum hans. Á kveðjustund er enn og aftur þakkað fyrir góð kynni og alla gæfuna sem börn mín og barnabörn hafa fengið í arf og Sigurði Kr. beðið guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Sigurðar tengdaföður míns. Það eru nú orðin rúm 34 árin síðan við kynntumst, en hann var þá búinn að missa Þórunni eiginkonu sína. Hún lést 1964. Siggi var oftast á sjónum og lánaði því Þórði bílinn til að bjóða mér á stefnumótin. Samgangurinn jókst með árunum, sérstaklega eftir að við eignuðumst sumarbústaðinn 1979. Siggi og Bergþóra dvöldu þar oft. Þau fóru í ferðalög og höfðu samastað í bústaðnum. Árið 1982 þegar Siggi var 69 ára fórum við á skíði saman til Austurríkis ásamt strákunum okkar. Sigurður ætlaði bara að prófa göngu- skíði, enda ekki stigið á skíði nema tunnustafi heima á Ísafirði í gamla daga. Það var nú ekki nógu sniðugt að mati strákanna. Gunnar leigði skíði og lét afa kaupa skíðaföt. Svo var far- ið í skíðaskóla í nokkra daga og ekki aftur snúið. Geri aðrir betur. Eftir þetta fór Sigurður árlega á skíði til Austurríkis með okkur og fleiri vinum alveg fram til 1995. Einnig var hann duglegur að fara í Bláfjöll. Fyrstur upp á morgnana og hætti þegar bið- raðir fóru að myndast. Þarna var hann oftast einn á ferð. Þá var Sig- urður mikill dansari. Var í danstímum hjá Sigvalda og sótti böll. Fékk sér meira að segja sérstaka dansskó. Eitt árið varð hann íslandsmeistari, ásamt dansfélaga í keppni 60 ára og eldri. Einnig hafði hann gaman af að spila á spil og æfði pútt. Hann var alltaf á fín- um bílum, keypti sér nýjan bíl 86 ára gamall. Í fyrrasumar fórum við Þórður og Sigurður til Ísafjarðar í nokkra daga. Þar tóku á móti okkur bróðursonur Sigurðar og eiginkona hans af höfð- ingsskap. Þau buðu í mat og Bíi sigldi með okkur út í Vigur. Ógleymanleg ferð það. Sigurður kom oft í heimsókn, sér- staklega eftir að vinkona hans, sóma- konan Bergþóra lést. Hann elskaði fiskibollurnar hans Þórðar en viður- kenndi þó að humarhalar væru nú bestir. Árið 1992 flutti hann í Löngumýri í Garðabæ. Þá urðu þau mamma og Sigurður nágrannar. Kom hann nokkrum sinnum í mat til hennar. Hann var duglegur að elda og hugsaði um sig sjálfur þar til hann fór á Hrafnistu fyrir 3 árum. Síðustu árin þjáðist hann af svima og gekk við staf. Það verður tómarúm um jólin því hann var hjá okkur á að- fangadagskvöld og fór í kirkju með Snorra. Hann er leiður yfir að komast ekki til að fylgja afa sínum vegna dvalar erlendis. Afi Siggi, eins og við kölluðum hann, átti 14 barnabörn og 14 barna- barnabörn. Hann fylgdist vel með hvað þau voru að gera og var mjög stoltur af þeim. Ég kveð þig, elsku tengdapabbi, eins og þú kvaddir mig alltaf. Guð veri með þér. Edda Sigrún. Elsku afi minn. Þú varst eini afinn sem ég kynntist – varst langflottastur og kunnir að lifa lífinu. Varst ekki þessi dæmigerði rólegi afi sem dund- ar sér með fólkinu sínu. Þú varst allt- af hlæjandi, alltaf hress og ekkert að fara í kringum hlutina. Gerðir bara það sem þér þótti skemmtilegt og gerðir það með stæl. Samt varstu hlýr og góður. Þú naust þess að vera frjáls og ferðast á bílnum þínum um landið. Svo var tekið af þér skírteinið vegna aldurs fyrir um það bil þremur mán- uðum, og þegar ég sagði dóttur minni átta ára að þú værir farinn yfir móð- una miklu spurði hún strax: „Var það út af því að þeir tóku af honum bíl- prófið?“ Sjáumst seinna hressir og kátir. Takk fyrir allt, afi minn. Björn Sigþórsson. Ég talaði við afa í síma fyrir nokkru. „Heldurðu að þú reynir ekki að selja bílinn minn fyrir mig. Þeir vilja víst ekki leyfa mér að keyra leng- ur.“ Þannig var afi. Fram á síðustu mánuði lífs síns var hann þátttakandi í lífinu. Sportlegir bílar, samkvæmis- dansar, skíði í Austurríki, púttið, já og brosið. Dans- og skíðaskórnir voru reyndar komnir á hilluna enda afi far- inn að nálgast nírætt, en brosið hvarf aldrei. Við töluðum saman um síðustu jól og ég spurði hann hver væri gald- urinn við langlífi. Þá svaraði hann: „Bara brosa og vera glaður.“ Á yngri árum fékk afi viðurnefnið „Brosandi land“ og það segir sjálfsagt meira um hann en mörg orð. Afi var ólíkur flest- um. Eitt sinn kom hann á Novunni sinni heim til okkar á Álfaskeiðið og bað mig að skutla sér niður á bryggju. „Þú kannt að keyra, er það ekki?“ spurði hann mig. Ég sagðist nú eiga nokkur ár í bílprófið en hefði fengið að sitja undir stýri hjá pabba nokkr- um sinnum. „Nú, eftir hverju ertu að bíða? Komdu strákur.“ Svo keyrðum við niður á bryggju. Fyrir unglings- gutta var þetta ævintýri sem aldrei gleymist. Í æsku minnist ég afa sem ævintýrakarls sem ferðaðist um heimsins höf. Hann var alltaf svo sól- brúnn og sællegur þó nepjan hér heima gerði flesta menn bleika. Stundum kom afi heim með skrítna hluti sem fengust ekki hér á landi eins og eitt sinn þegar hann birtist með forláta galdraskrín sem hann hafði keypt í siglingu til Marocco. Afi var dálítið sérvitur og var ekki mikið fyrir að fara í kringum hlutina. Hann var ekkert að eyða tímanum í óþarfa mannasiði. Stundum þegar hann var í heimsókn hjá mömmu og pabba átti hann það til að standa upp og fara áð- ur en eftirrétturinn kom á borðið. Engir formálar eða skjall. Engir eft- irmálar heldur. Þannig var afi Siggi. Ég þakka þér, afi minn, fyrir þinn hlut í lífi mínu. Þú kenndir mér að taka fólki eins og það er. Reyna ekki að breyta öðrum eftir mínu höfði heldur njóta þess sem margbreyti- leiki lífsins í fari annarra hefur upp á að bjóða. Megi Guð geyma þig og ömmu Þórunni um alla eilífð. Dagur.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Kr. Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. '&  #   # %      2 %       2                   5 -63"7) -6675  . *A>  ;1:3 ( 26; *  !  * ;     !. +  (   !. !  (,   (,     !. 6.0  !.  2  !. !  / 2 1  6   !. !  $! $! " .   !. 0   *  !  0. 0  !. +    !. "! #   !   *     * 3 -         4-$4 $@96  8         "#"    )  9   #        %   2    2  1+  #      $   1&2 2: "     0  &  ;       " 06  (  " 0 !  7 6 %, ) " 0 !   "   *." 0 !  $%C  " 0 3$ 6 1(  : ! 3 við Nýbýlaveg, Kópavogi : (        /    &     .39<3961$9=:311>=:3 ;  ' ) :0   %=#: ;1:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.