Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 19

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 19 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun ri l i, sí i / s , ltj r r si, sí i . í l Ný sending af kápum frá Opið í Kringlunni til kl. 21 Einu færra um að hugsa Estée Lauder kynnir Equalizer Smart Makeup SPF 10 Nýi Equalizer Smart Makeup farðinn er sem hugur manns. Þú þarft ekki lengur að hugsa um hvort útlitið sé í lagi þótt liðið sé á daginn. Þessi farði nýtir nýjustu tækni til að vinna gegn breytingum á húðinni af völdum umhverfisins. Það er rétt eins og hann hugsi fyrir öllu fyrir þig. Þar sem húð þín er þurr færir hann henni raka. Þar sem hún er feit beitir hann fituhemlunum. Þannig helst farðinn ferskur, einsleitur og fullkominn allan daginn. Estée Lauder sérfræðingur verður í Lyf og heilsu, Austurstræti, í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, kl. 12-17. Fæst aðeins hjá Árvekni um brjóstakrabbamein UM síðustu helgi fóru fram seinni leitir á Fljótshlíðarafrétti við held- ur bágborin veðurskilyrði; mikil úr- koma og tuttugu og tveggja til tutt- ugu og þriggja metra vindhraði á sekúndu. Bændur létu það þó ekki aftra sér og kembdu þau svæði sem stætt var á. Ekki reyndist unnt að leita á Grænafjalli vegna snjóhálku en fyr- irhugað er að fara á fjallið í vik- unni. Væntanlega þarf að leita á fleiri svæðum því féð kúrir gjarnan í vondum veðrum, heldur sig til hlés í skútum og sprungum. Fjallkóngur í seinni leitum er Eggert Pálsson bóndi á Kirkjulæk en alls tóku um 16 manns þátt í leitunum. Ljósmynd/Önundur S. Björnsson Eggert Pálsson fjallkóngur hefur hér handsamað og axlað kind sem hann stefnir með niður brattann og í kerru. Sonur hans, Páll, er hægra megin og Oddur Pétur Guðmundsson vinstra megin. Veðurofsi við seinni leitir Fljótshlíð Ljósmynd/Önundur S. Björnsson Haldið af stað til leita í vonskuveðri frá leitarmannakofa á Einhyrningsflötum. Einhyrningur í baksýn. LOKIÐ er uppsteypu á nýrri brú yfir Eyvindará við Egilsstaði. Steyptir voru 594 rúmmetrar í brúargólf, en í brúna hafa nú farið yfir þúsund rúmmetrar af steypu. Að sögn Unnars Elíssonar, framkvæmdastjóra Myllunnar, sem annast verkið, er uppspenna á brúnni næst á dagskrá, en þá eru strengdir í hana stálvírar. Eftir það er brúin sjálf tilbúin og unnið verður við mótafráslátt næsta hálfa mánuðinn. Verkinu á að vera lokið eftir þrjár vikur. Unnar segir að væntanlega verði hugað að fyllingu og frágangi vegar beggja vegna brúar í byrj- un október og er reiknað með að brúin verði tekin í notkun síðar í sama mánuði. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Smíði Eyvindarárbrúar við Egilsstaði er nú á lokastigi. Í brúna fóru ríflega þúsund rúmmetrar af steypu og hefur á annan tug manna unnið að síðasta áfanga verksins. Eyvindarárbrú við Egilsstaði brátt tilbúin Egilsstaðir UNNIÐ er að því að undirbúa tveggja og hálfs kílómetra langan vegarkafla undir bundið slitlag á Út- nesvegi 574. Vegarkaflinn nær að sunnanverðum mörkum þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls. Með þessum vegarframkvæmdum má segja að bundið slitlag sé komið alla leið frá Reykjavík að syðri mörk- um þjóðgarðsins, ef frá er talinn nokkurra kílómetra kafli í Breiðuvík. Verktakafyrirtækið Stafnafell sér um framkvæmdir á þessum vegar- kafla og sögðu talsmenn þess, Bjarni Vigfússon og Eyjólfur Gunnarsson, að slitlag yrði lagt á þennan kafla fyrir veturinn. Miklar vegabætur Miklar vegabætur hafa orðið á sunnanverðu Snæfellsnesi á undan- förnum árum. Í sumar var tekinn í notkun nýr vegarkafli þar sem Snæ- fellsnesvegur 54 og Útnesvegur 574 mætast. Báðir vegarkaflar voru lagðir bundnu slitlagi og er nú ný að- koma að sunnanverðri Fróðárheiði og eins hefur Útnesvegur verið færður neðar, við Axlarhyrnuna. Vænta menn þess að þessi tilfærsla á vegarstæðunum bæti aðgengi og akstur um vegina allan ársins hring til hagsbóta fyrir heimamenn svo og ferðamenn, en fjöldi þeirra í Snæ- fellsbæ hefur aukist gífurlega að undanförnu. Bundið slitlag lagt á Útnesveg Hellnar/Snæfellsbær SÍÐASTLIÐIÐ sumar var mikil gróska í starfi upplýs- ingamiðstöðvanna á Suður- landi. Opnaðar voru þrjár nýj- ar miðstöðvar með þjónustusamning við Upplýs- ingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði, en þær eru í Ár- borg, á Hellu og Kirkjubæj- arklaustri. Alls störfuðu í sum- ar átta upplýsingamiðstöðvar víðsvegar um Suðurland en hinar fimm eru í Hveragerði- ,Vestmannaeyjum,Vík, Þing- völlum og Hvolsvelli. Ferðamannastraumur um Suðurland var með svipuðu móti og undanfarin ár þótt minna hafi verið um bókanir á gististöðum heldur en á síð- asta ári. Ferðamenn kunna vel að meta þá þjónustu sem upp- lýsingamiðstöðvarnar veita og nýta sér hana í auknum mæli við skipulagningu ferða sinna og val á gististöðum. Upplýs- ingamiðstöðvarnar eru kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjón- ustuaðila til að koma sér og sinni starfsemi á framfæri og til að taka höndum saman um að halda ferðamanninum í hér- aði. Í vetur verða flestar upp- lýsingamiðstöðvarnar lokaðar nema móðurstöðin sem er til húsa í Breiðumörk 10 í Hvera- gerði en hún verður opin virka daga frá kl. 9.15–16.15 og um helgar frá kl. 10–14. Ferða- menn og námsmenn eru hvatt- ir til að nota sér þjónustuna í vetur til að afla sér fróðleiks og leiðsagnar. Færri bókanir á gisti- stöðum Suðurland BÆNDUR hér í sveit selja um hundrað gimbrar í Vestur-Húna- vatnssýslu og eitthvað af lambhrút- um líka. Það er bóndinn á Vatnshóli sem kaupir allar gimbrarnar en hann er að byrja með búfé aftur eftir niðurskurð og kaupir annað eins í Steingrímsfirði á Ströndum. Lambhrútarnir sem seldir eru munu fara víða, til dæmis í Húna- vatnssýslur, Eyjafjarðarsveit og allt til Austfjarða. Að sögn bænda er langt síðan líf- lömb hafa verið seld til annarra landshluta, sennilega ekki síðan 1993 eða 1994, að einhverju ráði. Líflömbin sem seld eru koma frá flestöllum bæjum hér í hreppnum. Líflömb seld úr Árneshreppi Árneshreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.