Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 29 heimsækið www.lancome.com HAUST- OG VETRARLITIRNIR 2001 Gylltir, flottir, kvenlegir! Blautir augnskuggar í túpum. Skrautlakk á neglur. Glitrandi gloss á varir. Glæsilegir kaupaukar. Kringlunni — Sími 533 4533 Kynning í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag Í ANDDYRI k-álmu Landspítalans stendur nú yfir sýning á verkinu Manneldi eftir leirlistakonuna Helgu Birgisdóttur. Helga starfaði lengi sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á Landspít- alanum áður en hún hóf nám í Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist nú í vor. Verk Helgu samanstendur af leirskúlptúrum og tilbúnum hlutum þar sem hún fjallar um lífið á fósturstigi og virðing- arleysið gagnvart því. Hún bendir á hvernig mannskepnan æðir áfram í blindni með erfðatæknina að vopni í leit sinni að hinum fullkomna ein- staklingi og veltir um leið fyrir sér hvað verði um alla hina sem ekki ná að uppfylla gæðakröfurnar. Til að ná fram ákveðnum áhrifum notar Helga olíurakú-brennslu á leirinn en sú aðferð hefur lítið eða ekkert verið notuð hér á landi áður. Sýningin stendur til 12. október. Manneldi í k-álmu Landspítalans Morgunblaðið/Golli Verkið Manneldi eftir Helgu Birgisdóttur. RÁÐHILDUR Ingadóttir verður með innsetningu í gluggagalleríinu Window space í Kaupmannahöfn frá og með deginum í dag til 25. nóvember næstkomandi. Galleríið er í Peder Skrams götu 16b, rétt hjá Nýhöfn. Verk Ráðhildar heitir „Inni í kuðungi, einn díll“, og er hugleiðing um tíma- rúm. Þetta er fjórða innsetning Ráðhildar en áður voru sýning- ar í Gerðubergi, Nýlistasafninu og í Ketilhúsi á Akureyri. Eigandi gluggagallerísins er íslenska listakonan Björg Inga- dóttir. Innsetning í Danmörku ORMSTUNGA sendir á næstunni frá sér fjórða smá- sagnasafn Ágústs Borgþórs Sverrissonar, Sumarið 1970. Í tilkynningu frá útgefanda segir að Ágúst hafi hægt og sígandi verið að festa sig í sessi sem einn af helstu smá- sagnahöfundum þjóðarinnar og síðastliðið vor hlaut hann fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni hjá vefgáttinni Strik.is fyrir söguna Hverfa út í heiminn. Sú verðlaunasaga er eitt af níu verkum þessarrar nýju bókar en flestar sögurnar eru óbirtar og skrifaðar á þessu ári og því síðasta. Um helmingur bókarinnar eru uppvaxtarsögur frá áttunda áratugnum en aðrar sögur hennar gerast á síðustu árum og lýsa fólki sem ólst upp á fyrrgreindu tímabili. Flestar sagnanna fjalla á einn eða annan hátt um fjöl- skyldubönd: t.d. er sagt frá ungri konu sem endurtekur lífsmynstur móður sinnar án þess að gera sér grein fyrir því, önnur saga fjallar um ungan mann sem reynir óvenjulega aðferð til að jafna sig eftir sambúðarslit, fjölskyldumaður á framabraut hefur efasemdir um tryggð eiginkonu sinnar og unglings- piltur lifir í skugga látins bróður síns. Ágúst B. Sverrisson Nýtt smásagnasafn DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.