Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 63
MINNING Johns Lennons var heiðruð á þriðjudaginn á stjörnum prýddum tónleikum í Radio City Music Hall í New York. Hryðjuverkin ömurlegu í New York og Washington breyttu áherslum gjörsamlega á tónleikunum sem höfðu verið nokkuð lengi í undirbúningi. Allur ágóðinn af þeim var látinn renna óskiptur til fórnarlamb- anna og Lennon var sérstaklega minnst sem New York-búa af lífi og sál. Upphaflega átti ágóði tón- leikanna að renna til báráttunnar fyr- ir auknu eftirliti með skotvopnaeign. „Þetta kvöld er tileinkað New York og hinum mögnuðu íbúum borgarinnar,“ sagði kynnir kvöldsins, leikarinn og Lennon-aðdáandinn Kevin Spacey. „Andi Lennons er meðal okkar í kvöld, sem og andi 5.798 annarra. Á meðan ég lýsi yfir stolti mínu yfir að vera hér þá get ég ekki annað en verið argur yfir því að þessi ástríðufulli friðarpostuli og svo margir aðrir hafi ekki getað verið með okkur í kvöld sökum þess að við lifum í sífellt ofbeldisfyllri veröld.“ Að þessum þungu orðum slepptum tók leikarinn að syngja tilfinninga- þrungna útgáfu af laginu „Mind Games“ sem fékk tónleikagesti til að rísa úr sætum af hrifningu. Aðrir listamenn sem komu fram voru m.a. Sean, sonur Lennons, sem söng rödd föður síns í Bítlalaginu „This Boy“ á móti Rufus Wainwright og Robert Schwartzman. Cyndi Lauper söng „Strawberry Fields Forever“ beint frá Strawberry Fields-reitnum í Central Park og undir lokin sameinuðust allir lista- menn sem tóku þátt í dagskránni í „Give Peace A Chance“ og „Power to the People“. Yoko Ono þakkaði slökkviliðs- mönnum, lögreglumönnum og öðrum sem komu að hjálparstarfinu fyrir fórnir sem þeir hafa fært í þágu New York-búa og sagði þá hafa endurvak- ið trú sína á mannkyninu. Minning Lennons heiðruð á góðgerðartónleikum í New York  Kevin Spac- ey gaf sig allan í flutninginn á lagi Lennons „Mind Games“ og risu gestir úr sætum af hrifningu. New York-búans sárt saknað MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 63 NÚ er búið að skrúbba og skúra Til- raunaeldhúsið, hátt sem lágt, og ekkert því til fyrirstöðu að fara að elda af móð. Tilraunaeldhúsið, sem eru samtök leitandi tón- og hljóð- listamanna, hefur vaxið að umfangi síðastliðin misseri og er útgáfuarm- ur félagsskaparins t.a.m. farinn að teygja anga sína víða um móður jörð. En „lifandi“ uppákomur hafa ver- ið aðal eldhússins og í kvöld er kom- ið að einni slíkri, þeirri fyrstu í haust. Þá munu ýmsir tilraunaglaðir kokkar hittast í Vesturportinu svo- kallaða (Vesturgötu 18) og leiða saman rétti sína. Um er að ræða m.a. Orgelkvartettinn Apparat sem flytja mun svokallaða „stílófóníu“ og múm sem spilar ásamt trommu- leikaranum Samuli Kosminen. Sam- uli þessi spilaði með múm er Til- raunaeldhúsið fór til Finnlands og gekk samstarfið svo vel að hann mun tromma á væntanlegri breið- skífu múm. Með honum er kona hans en saman skipa þau sveitina Matala sem einnig mun leika. Hinn eldhressi Borko kemur og fram ásamt þem Kiri Kiri og Óbó. Að síðustu verða þeir Hilmar Jens- son og Auxpan þarna, og gefst þá gott tækifæri til að sjá hvað gerist er tvær kynslóðir hljóðlistamanna leiða saman hesta sína. Hreiðrað um sig Kristín Björk Kristjánsdóttir, matmey úr eldhúsinu, segir þetta fyrstu tónleikana þar sem verði gerð tilraun til að segja skilið við hefðbundna tónleikastaði. „Við viljum geta hreiðrað um okkur á stöðum þar sem við höfum frjálsari hendur með hvernig við setjum tónleikana upp. Við vonumst til að geta haldið fleiri tónleika í Vesturportinu og jafnvel líka í heimahúsum; svona litlum vinaleg- um stöðum.“ Kristín segir að hugmyndin sé að breyta því hvernig áhorfandinn skynjar sig. „Okkur langar mikið til að fara að lita tónleikana ákveðnu andrúmslofti sem er frá okkur sjálf- um komið; baka piparkökur og bjóða þær; eða elda mat fyrir gest- ina o.s.frv.“ Hún segir þau ætla að fara sér hægt í þessum umleitunum en stefnan sé vissulega tekin á fleiri svona litla „andríka“ tónleika. Innileikar Tilraunaeldhússins „Jafnvel líka í heima- húsum“ Morgunblaðið/Kristinn Orgelkvartett- inn Apparat, einhvers staðar í Reykjavík, haustið 2000. arnart@mbl.is MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Það þarf þorpara til að negla þjóf. Frábær gamanmynd með stórleikurunum Martin Lawrence og Danny DeVito Sýnd. 6, 8 og 10. betra en nýtt Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.com Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum. Kvikmyndir.com RadioX Það þarf þorpara til að negla þjóf. Frábær gamanmynd með stórleikurunum Martin Lawrence og Danny DeVito Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. X-ið Beint á toppinn í USA Sýnd kl. 8. Vit265.Sýnd kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 10.25.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40 og 10. Vit270 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245Sýnd kl. 8 og 10. X-ið Sýnd kl. 8. Síð. sýn. B.i. 16. Vit 251 KYNNING á morgun, föstudag kl. 13–18. Spennandi nýjungar Fagleg ráðgjöf og fallegur kaupauki Vertu velkomin! Andlitsmeðferðir Lúxus í húðsnyrtingu Einstök áhrif Tafarlaus árangur Listhúsinu Laugardal, sími 588 5022. S N Y R T I S T O F A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.