Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 21 NÝLEGA var greint frá samkomu- lagi Landssímans og Norðurljósa um dreifingu og endursölu á sjónvarps- rásum með læstri dagskrá gegnum breiðband Símans. Felur samningur- inn í sér að þeir sem hafa aðgang að breiðbandinu eða tengjast því í fram- tíðinni muni jafnframt geta fengið að- gang að útsendingum Norðurljósa gegnum breiðbandið. Síminn býður þeim sem hafa að- gang að breiðbandinu upp á mismun- andi áskriftarleiðir að sjónvarpsrás- um svokallaðs Breiðvarps þar sem nú er að finna allar íslensku sjónvarps- stöðvarnar, ásamt sérstakri rás frá Alþingi, 28 erlendar rásir, flestar ís- lenskar útvarpsstöðvar og 10 erlend- ar þemaútvarpsstöðvar. Sjónvarps- stöðvar Norðurljósa eru Stöð 2, Sýn, PoppTíví og Bíórásin og geta kaup- endur nálgast fyrrgreindar áskriftar- leiðir bæði hjá Norðurljósum og Sím- anum. Nema hvað Fjölvarpið er ekki á breiðbandinu. Þeir sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2, Sýn, Bíórásinni og Breiðvarp- inu ná útsendingum Omega, PoppTíví og Skjás eins án myndlykils í gegnum loftnet eða á breiðbandinu, séu þeir á breiðbandssvæði Símans. Gömlu myndlyklarnir enn á sínum stað Sem fyrr þarf myndlykla til þess að ná útsendingum á Breiðvarpinu og Stöð 2, Sýn og Bíórásinni og þurfa þeir sem vilja ná útsendingum læstr- ar dagskrár Norðurljósa og Símans því tvo afruglara eins og áður. „Hið eina sem breytist er að þeir sem búa á svæðum þar sem Síminn er búinn að leggja breiðbandið og eru eða vilja vera áskrifendur að Stöð 2, Sýn og Bíórásinni geta nú valið hvort þeir vilja taka á móti útsendingum með kapalneti eða með loftneti. Með öðr- um orðum, rásir sem hingað til hafa einvörðungu verið sendar út í lofti eru nú sendar út með breiðbandinu líka,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningarmála Símans. Síminn sér um lagningu og viðhald á breiðbandinu og nær það nú til um 50% heimila á höfuðborgar- svæðinu og flestallra heimila á Húsa- vík. Uppbygging breiðbandsins er hafin á fleiri stöðum og frá árinu 1995 hefur það verið lagt í öll ný hverfi og þar sem veitustofnanir hafa verið að endurnýja lagnir. Breiðbandið er móttökutæki eins og loftnet Breiðbandið nær til 50% heimila á höfuðborgarsvæðinu. Allar íslenskar stöðvar nú á breiðbandi Símans LOKSINS er búið að finna upp flísjakka sem manni verður ekki of heitt í, segir í netútgáfu The Sunday Times. Lausnin felst í því að klæða flíkina með efni sem nefnist Outlast PCM og þróað var hjá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna. Umrædd jakkapeysa nefn- ist PCM Ratio og bregst við mis- munandi hitastigi líkamans. Lausnin felst í örhylkjum í efn- inu sem leysast upp þegar lík- aminn hitnar og harðna þegar hann kólnar og með þessari tækni mun vera hægt að við- halda tilteknu kjörhitastigi fyrir líkamann, eða 35,5 gráðum. Sér- stök einangrun gerir hann jafn- framt átta sinnum vindheldari en hefðbundna, ófóðraða flís- jakka. Jakkinn kostar um 20.000 krónur og fæst í grænu og svörtu á karlmenn og dökk- og ljósgráu á konur. Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.rohan.co.uk. Flíspeysa sem mælir hitastig MEÐAL kosta breiðbandsins er skýrari mynd, en Stöð 2 er á stöð 21 á breiðbandinu, Sýn á 01, Bíórásin á 00 og PoppTíví á 109 (H9), samkvæmt upplýs- ingum frá áskriftardeild Stöðv- ar 2. Ef áskrifandi býr á breið- bandssvæði og myndlykillinn er stilltur inn á móttöku gegn- um loftnet má stilla hann inn á breiðbandið með því að ýta á CP-takkann á fjarstýringunni. Þá birtist blikkandi tala á myndlyklinum með punkti fyr- ir aftan. Vilji viðkomandi stilla myndlykilinn inn á Stöð 2 á breiðbandinu ýtir hann á 21 á fjarstýringunni og opinn tígul að því loknu. Þá kemur fram önnur blikkandi tala. Þegar hún birtist má merkja viðkom- andi rás eins og maður kýs, til dæmis með 01, eigi Stöð 2 að vera fyrst í röðinni. Svo er ýtt á lokaðan tígul og að síðustu aftur á CP-takkann. Ef ætlunin er að stilla myndlykilinn á útsendingu Sýnar er ferlið hér að framan endurtekið. Fyrst er ýtt á CP- takka, svo 01 (samanber upp- talningu á staðsetningu við- komandi stöðva á breiðband- inu) þegar blikkandi tala með punkti fyrir aftan birtist. Þá er ýtt á opinn tígul, rásarmerki valið, ýtt á lokaðan tígul og loks á CP. Stilling myndlykils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.