Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 21 NÝLEGA var greint frá samkomu- lagi Landssímans og Norðurljósa um dreifingu og endursölu á sjónvarps- rásum með læstri dagskrá gegnum breiðband Símans. Felur samningur- inn í sér að þeir sem hafa aðgang að breiðbandinu eða tengjast því í fram- tíðinni muni jafnframt geta fengið að- gang að útsendingum Norðurljósa gegnum breiðbandið. Síminn býður þeim sem hafa að- gang að breiðbandinu upp á mismun- andi áskriftarleiðir að sjónvarpsrás- um svokallaðs Breiðvarps þar sem nú er að finna allar íslensku sjónvarps- stöðvarnar, ásamt sérstakri rás frá Alþingi, 28 erlendar rásir, flestar ís- lenskar útvarpsstöðvar og 10 erlend- ar þemaútvarpsstöðvar. Sjónvarps- stöðvar Norðurljósa eru Stöð 2, Sýn, PoppTíví og Bíórásin og geta kaup- endur nálgast fyrrgreindar áskriftar- leiðir bæði hjá Norðurljósum og Sím- anum. Nema hvað Fjölvarpið er ekki á breiðbandinu. Þeir sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2, Sýn, Bíórásinni og Breiðvarp- inu ná útsendingum Omega, PoppTíví og Skjás eins án myndlykils í gegnum loftnet eða á breiðbandinu, séu þeir á breiðbandssvæði Símans. Gömlu myndlyklarnir enn á sínum stað Sem fyrr þarf myndlykla til þess að ná útsendingum á Breiðvarpinu og Stöð 2, Sýn og Bíórásinni og þurfa þeir sem vilja ná útsendingum læstr- ar dagskrár Norðurljósa og Símans því tvo afruglara eins og áður. „Hið eina sem breytist er að þeir sem búa á svæðum þar sem Síminn er búinn að leggja breiðbandið og eru eða vilja vera áskrifendur að Stöð 2, Sýn og Bíórásinni geta nú valið hvort þeir vilja taka á móti útsendingum með kapalneti eða með loftneti. Með öðr- um orðum, rásir sem hingað til hafa einvörðungu verið sendar út í lofti eru nú sendar út með breiðbandinu líka,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningarmála Símans. Síminn sér um lagningu og viðhald á breiðbandinu og nær það nú til um 50% heimila á höfuðborgar- svæðinu og flestallra heimila á Húsa- vík. Uppbygging breiðbandsins er hafin á fleiri stöðum og frá árinu 1995 hefur það verið lagt í öll ný hverfi og þar sem veitustofnanir hafa verið að endurnýja lagnir. Breiðbandið er móttökutæki eins og loftnet Breiðbandið nær til 50% heimila á höfuðborgarsvæðinu. Allar íslenskar stöðvar nú á breiðbandi Símans LOKSINS er búið að finna upp flísjakka sem manni verður ekki of heitt í, segir í netútgáfu The Sunday Times. Lausnin felst í því að klæða flíkina með efni sem nefnist Outlast PCM og þróað var hjá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna. Umrædd jakkapeysa nefn- ist PCM Ratio og bregst við mis- munandi hitastigi líkamans. Lausnin felst í örhylkjum í efn- inu sem leysast upp þegar lík- aminn hitnar og harðna þegar hann kólnar og með þessari tækni mun vera hægt að við- halda tilteknu kjörhitastigi fyrir líkamann, eða 35,5 gráðum. Sér- stök einangrun gerir hann jafn- framt átta sinnum vindheldari en hefðbundna, ófóðraða flís- jakka. Jakkinn kostar um 20.000 krónur og fæst í grænu og svörtu á karlmenn og dökk- og ljósgráu á konur. Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.rohan.co.uk. Flíspeysa sem mælir hitastig MEÐAL kosta breiðbandsins er skýrari mynd, en Stöð 2 er á stöð 21 á breiðbandinu, Sýn á 01, Bíórásin á 00 og PoppTíví á 109 (H9), samkvæmt upplýs- ingum frá áskriftardeild Stöðv- ar 2. Ef áskrifandi býr á breið- bandssvæði og myndlykillinn er stilltur inn á móttöku gegn- um loftnet má stilla hann inn á breiðbandið með því að ýta á CP-takkann á fjarstýringunni. Þá birtist blikkandi tala á myndlyklinum með punkti fyr- ir aftan. Vilji viðkomandi stilla myndlykilinn inn á Stöð 2 á breiðbandinu ýtir hann á 21 á fjarstýringunni og opinn tígul að því loknu. Þá kemur fram önnur blikkandi tala. Þegar hún birtist má merkja viðkom- andi rás eins og maður kýs, til dæmis með 01, eigi Stöð 2 að vera fyrst í röðinni. Svo er ýtt á lokaðan tígul og að síðustu aftur á CP-takkann. Ef ætlunin er að stilla myndlykilinn á útsendingu Sýnar er ferlið hér að framan endurtekið. Fyrst er ýtt á CP- takka, svo 01 (samanber upp- talningu á staðsetningu við- komandi stöðva á breiðband- inu) þegar blikkandi tala með punkti fyrir aftan birtist. Þá er ýtt á opinn tígul, rásarmerki valið, ýtt á lokaðan tígul og loks á CP. Stilling myndlykils

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.